Morgunblaðið - 09.01.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.01.1972, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1972 3 * Sr. Þórir Stephensen: Bæn barnsins 1. snnnudagiir e. Jjrettánda. Jólin eru mikilvægur timi, en mest er gildi þeirra sem hins mikla sáningartima 5 akiur mannlifsins. Á þessari köidu og dimmu tíð er líkt og harun þrái það, sem kveikir líf með honum, gefur honum eitt hvað, sem getur gert tilveru hans göf- ugri og æðri að tiigangi. Og fræ jóia- boðskaparins falla viða. Aldrei er annað eins tækifæri til sáningar. Og nú eru jóliin liðin, áramótahátiðin einnig, sem oft dýpkar boðskap jóianna í hugum mannanna. Fræin hafa fallið, sáningunni er lokið í þetta sinn, og nú kemur tími vaxtar og þroska. Eðii sæð- ieinis er að gróa og vaxa. Kirkja aldanna minnir á þennan vaxt- artima, sem nú tekur við að jólum liðn- um, með því að benda á barnið, veruna ungu, sem vill vaxa og verða stór og sterk, þráir að fá að aíreka eitthvað líf- inu til góðe. Guðspjöllin, sem iesin eru í kirkjunni í dag, fjalla þvi um Jesú 12 ára og það þegar hann sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slikra er Guðsrik ið.“ Þessi boðskapur eða meginhugsun hans minnir mig á litinn, þriggja ára dreng, sem eitt sinn að liðnum jólum var að biðja kvöldbænirnar sínar. Hann lauk þeim með þessum orðum: „Góði Guð, gefðu, að Jesús verði fljótt aftur stór.“ Það er varla hægt annað en finna til einhvers staðar hið innra með sjálfum sér, þegar maður heyrir siík orð koma frá einiægu hjarta. Á því er enginn vafi, að bak við þessa bæn býr þörf iitla drengsins sjálfs fyrir það, að Jesús verði aftur stór. Hann hef ur að undanförnu heyrt mest talað um jólabarnið, en hann þarf eitthvað raun- verulegra, eitthvað, sem veitir honum meiri stuðning og öryggi, og það er, í augum barnsins, frekar hinn stóri Jesús. Hann er sterkari en barnið í jötunni, Mk ari hinum fullorðnu, sem Mtiil þriggja ára dnengur er vanur að setja traust sitt á. Inn í. þessar hugsapir blandast svo þrá litla drengsins sjálfs — að verða stór. Hann ber, eins og önnur börn, ýms- ar vonir í brjósti um, hvað orðið geti, þegar hann verður stór. En af bænunum sínum meðal annars hefur hann lært, að bezta hjálpin til hvers, sem vera skal, er Jesús, bróðirinn bezti. Og tid þess að hjálpa Mtlum dreng til að verða stór, þarf auðvitað stóran Jesú og sterkan. Eitthvað á þesisa leið hafa þær verið hugsanir litla þriggja ára drengsirus, sem trúði Guði fyriir áhyggjuefni sinu. En hvernig eru okkar hugsanir, iesandi minn. Eigum við enn þrána eftir að vaxa? Er okkur ljóst, að það er jólaboð- skapurinn, frækorn hans, sem þarf að fá að vaxa innra með okkur og skapa þar gróandi lif? Já, höfum við kannski gleymt því, að Jesúbarmið í jötunni, barn ið sem við vorum að reyna að opna dyr hjartna okkar um jóMn, það getur ekki verið, á ekki að vera barn um al'ia tið? Það vill fá að vaxa innra með okkur, svo að við verðum meiri menn og betri, já, svo að við eigum meira af Kristi hið innra með okkur. Barnið og vaxtarþrá þess eru umhugs unarefni þessa sunnudags. Við getum numið af þvi Mkingar, og við getum einn ig lært af einlægni þess og saklausri tjáningu eins og sagan um bæn litla drengsims sýnir vel. En hitt er þó sieinni lega mest áríðandi, að við gleymum því aldrei, að við erum aMir born, sem þurfa að „vaxa að vizku og vexti og náð hjá Guði og mönnum". Þótt árin séu tekin að færast yfir okk ur, erum við samt sem áður eins og börn í byrjun lifs, eigum margt ólært og höfum mikla þörf fyrir stuðning. í dýpst um skilningi kemur allur raunverulegur stuðningur frá Jesú Kristi. Enginn er honum meiri. Ekkert nafn undir himnin um, er menn kunna að nefna, er hans nafni æðra. Þess vegna er það hann, sem er stór, og þess vegna er það hann einn, sem getur hjálpað okkur að vaxa að vizku og vexti. Já, við skulum minnast þess, sem sr. Valdimar Briem kvað svo vel í bænar- sálmi forðum: „Þá barnslegt hjarta biður, þín blessum streymir niður. Ég fer til þín, kom þú til mín.“ „ Eiturlyf janeyzla orðin veru- legt vandamál hér á landi“ — seglr Oddur Ólafsson, sem flutti tillögu íslenzku sendi- nefndarinnar um eiturlyf á Allsherjarþingi S.Þ. ODDUR Ólafsson, læknir, mælti fyrir tillögii íslenzku sendinefndarinnar um „æsk- una og eiturlyfjavandamálið i heiminum“ á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 10. des. sl. Er þetta í fyrsta skipti, sem íslendingar flytja tillögu á vettvangi S.Þ. sem fjallar um annað en réttindi á hafinu eða á hafsbotni. TiUagan var samþykkt mótatkvæðalaust, °g þykir það frekar óvenju- legt að þannig fari i atkvæða greiðsju á Allsherjarþinginu. í upphafi ræðu sinnar benti Oddur á, að notkun eitur- og ávanaefna væri orðin mjö>g al varlegt vandamál í mörgum löndum, og að skýrslur heil- brigðisyfirvalda bentu til þees að ungviði á aldrinum 12—16 ára neyttu þessara efna í vax andi mæM. Þá fjallaði hann um þá stað reynd, að notkun ávana- og eit urlyfja hefði átt sér stað hjá mörgum þjóðum frá aldaöðli og að verulegu leyti fallið inn í þeirra þjóðlíf án þess að það hefði valdið verulegri hættu á útbreiðslu til annarra ríkja. Á seinni tímum hefðu bætt ar samgöngur og aukin sam- skipti þjóða, framfarir i efna fræði og hvers kyns fram- leiðsluháttum, gjörbreytt þessu vandamáli til hins verra. Margar ástæður væru tald- ar fyrir því að fólk yrði eitur- iyfjaneytendur, þ.á.m. ýmsar geðveilur, uppeldisáhrif, alls konar streita — a.ndleg og Jík amleg. Ennfremur væru þung ar á metunum þær aðferðir sem hinir ólöglegu eiturlyfja hringir beittu við dreifingu efnanna. Þeix ástunduðu það m.a. að dreifa þeim meðal æskufólks á þroskaskeiðinu, allt niður í barnaiskóla, til þess að tryggja sér framtíðarvið- skiptavini. Þá benti hann á, að fram- leiðsla og dreifing eiturlyfj- anna færi fyrst og fremst fram meðal xíkja, sem aðild ættu að Sameinuðu þjóðunum, og væri því ekki óeðiiiegt að þessu máli væri hreyft á vett- vamgi þeirra. Þær aðgerðir sem ályktun- in gerir ráð fyrir eru i fyrsta iagi að herða á iöggjöf varð- andi ólöglega eiturlyfjasölu, með það í huga að þeim beri að hegna sem koma eitrinu á Oddtir Ólafsson læknir framfæri en ekki fórnardýr- um þeirra. í öðru lagi að gerðar verði fuMnægjandi ráðstafanir til lækninga og endurhæfingar fyrir þá, sem orðið hafa eit- uriyfjum að bráð. Þá einnig, Framh. á bls. 12 -—-----------*--!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.