Morgunblaðið - 09.01.1972, Page 17

Morgunblaðið - 09.01.1972, Page 17
MORGUN1BL.AÐLÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1972 17 María Markan Ánœgjulegt var a3 sjá og hlýða á Maríu Markan í sjón varpsviðtalinu nú um hátlð- amar. Maria hefur ekki verið I sviðsljósinu um langt skeið, yngra fólk þekkir hana naumast, og margir höfðu raunar gleymt þeim stóru sigrum, sem hún vann á listabrautinnL En það var ekki bara listakonan María Markan, sem sjónvarpsáhorf- endur sáu, heldur líka mann- eskjan María Markan, stórbrot- inn persónuleiki, góðviljuð og lífsreynd. Hinum yngri er hollt að gefa sér tóm til að kynnast sjónar- miðum þeirra, sem eldri eru, fólks sem háð hefur lifsbarátt- una og lítur til baka, fólks sem ekki miklar fyrir sér erfiðleik- ana, heldur gerir jafnvel að þeim góðlátlegt grín, er sátt við lífið og tilveruna, þrátt fyrir þann andbyr, sem hverjum og einum mætir. Þá verða menn um burðarlyndari, ekki endilega skoðanalausir eða geðlausir, heldur bjartsýnni og réttsýnni. Ein var sú bók, sem út kom i jólabókaflóðin'U og talsverða at- Endurspeglanir niður við höfn. Ljósm. Mbl. Kr. Ben. Reykjavíkurbréf —---- Laugardagur 8 jan.- hygli ætti að vekja, endurminn- ingar Ágústs á Hofi. Þar fjall- ar hann m.a. um það, sem hann nefnir 30 ára stríðið í Vatnsdal, átök með reisn, erjur og jajfn- vel hatrammar deilur, stundum af ’litlu tilefni, en samt djúp- stæðá vináttu, þegar allt kemur til alls. Ágústi tekst að fjalla um þessa atburði af einstæðri sanngirni og velvild i allra garð, þó að hver fái sitt. Þetta er bók, sem unga fólkið mætti gjarnan lesa. Sagt hefur verið, að andstæð- urnar, átökin séu nauðsyn- leg forsenda heilbrigðrar fram- vindu mála. Ásmundur Sveins- son orðar svipaða hugsun eitt- hvað á þann veg, að menn þurfi alltaf að keppa að því ómögu- lega. Ástæðulaust er því að taka sér nærri deilur og andstöðu, meðan heiðarlega er barizt, held ur eigum við að læra af reynslu þeirra, sem þátttakendur hafa verið í þjóðlífsbaráttunni fyrr á áratugum, án þess að bxða tjón á sálu sinni. Var kaup- hækkunin 0? Sú afstaða ríkisstjórnarinnar að neita að tala við opinbera starfsmenn um launakröfur þeirra, hefur að vonúm vakið mikla athygli og reiði í röðum opinberra starfsmanna. Lög- um samkvæmt hafa starfsménn hins opinbera samningsrétt og samningsaðilinn er ríkisvald- ið. Þvi ber þess vegna skylda til að ræða kröfur frá samtök- um starfsmannanna, þegar þær erú fram settar, alveg á sáma hátt og vinnuveitendur hljóta að taka upp samningaviðræður, þegar kröfur eru bornar fram á hendur þeim, eða hvað myndi verða sagt um VinnuVeit- endasamband Islands, ef það svaraði kröfugerð launþega á almenna vinnumarkaðinum með þeim hroka, sem vinstri stjórnin hefur gert sig seka um. 1 þessu sambandi skiptir ekki máli, hvort kröfur opinberra starfsmanna eru réttlátar eða ekki. Þeir hafa lagalegan rétt til að setja þær fram, og við þá á áð ræða. En þess er einnig að gæta, að meðal opinberra starfs- manna er einnig láglaunafólk, og nú hefur mikið verið um það rætt, að sérstaklega ætti að bæta kjör lágla unamanna. Samt sem áður er kröfum BSRB hafnað í heild og ekki látið svo lítið að hlusta á rök samtak- anna eða skoða hvort réttmætt sé, að láglaunamenn hjá ríkinu fái sérstakar launabætur til jafns við aðra. Annars er hringavitleysan í ölium þessum málum orðin með eindæmum. Ríkisstjórnin boðaði í málefnasamningnum fræga stór felldar kjarabætur launþeg- um til handa. 1 fyrsta lagi stytt- Ingu vinnuvikunnar. 1 öðru lagi lengingu orlofs og loks 20% kjarabót til viðbótar þessum að gerðum. Samningarnir I desem- ber voru líka taldir af stjórnar- sinnum mikill sigur fyrir verka lýð, en nú kemur ríkisstjórnin og segir: Nei, herrar mínir, þetta var allt misskilningur, kaup- hækkanirnar voru einungis 4%, það eru ekki verulegar kauphækkanir og þess vegna enginn grundvöllur fyrir samn- ingaviðræðum við BSRB. En ef það er rétt, sem ríkis- stjórnin nú heldur fram, að kauphækkanirnar I desember hafi einungis numið 4% skv. samningum, þá liggur fyrir, að þær hafi í raun réttri verið 0, vegna þess að ríkisstjórnin hef- ur lýst því yfir, að hún ætli að fella niður nefskatta, sem lækka vísitöluna um nálægt 4%, en inn heimta gjöld þessi síðan með beinum sköttum utan við vísi- tölu, þannig að öll þessi 4% eru með einu pennastriki tekin til baka og raunar þó nokkuð meira, eins og Guðmundur Magnússon, pröfessor, sýnir fram á í grein hér í blaðinu í dag, (laugardag). Hvað gerir ASÍ? Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér, hvað launþegasamtök- in muni gera vegna vísitöluföls unafinnar. Einn liður visi- tölunnar, sem valdið hefur um 4% kauphækkun, er nú tekinn út við útreikning vísitölunnar, en hins vegar látinn standa áfram í grundvellinum, nema þá að kaupgjaldsnefnd grípi fram fyrir hendur ríkisstjórnarinnar og leiðrétti þessa fölsun, en hún mun að sjálfsögðu um þetta mál fjalla og I henni eiga launþeg- ar fulltrúa. Naumast fer á milli mála, að ástæðan til þess, að launþega samtökin hafa enn ekki haft uppi hávær mótmæli við þessari freklegu fölsun vísitölu, er sú, að menn hafa ekki til fulls átt- að sig á þvi, hvað á ferðinni er. Þannig varð ekki annað skilið af ummælum Hannibals Valdi- marssonar, fyrrverandi for- seta Alþýðusambands Islands, á Alþingi, en að hann teldi, að tekjuskattarnir væru inni í vísitölu eins og nefskattarnir og þess vegna breytti þessi til- færsla engu. Ef svo hefði verið hafði ráðherrann rétt fyrir sér, en nú liggur fyrir, að tekju- skattarnir verða utan vísi- tölunnar, og þess vegna eru 4% kaups tekin beint af launþegum með þessum aðgerðum, ef kaup- gjaldsnefnd grípur ekiki í taum- ana. Hér í blaðinu var á það bent, er kaupgjaldssamningarnir voru gerðir, að þeir mundu mjög íþyngja atvinnuvegunum og þá ekki sízt vinnutimastyttingin. Vera má, að ríkisstjórnin hafi nú komizt að þeirri niðurstöðu, að kaupgjaldssamningarnir hafi verið 4% of háir, þ.e.a.s. að ekki hafi verið unnt að veita neina beina almenna kauphækkun nú í desember, og þess vegna sé nauðsynlegt oð taka þessa kaup hækkun aftur af launþegum í þvi formi, sem fyrirhugað er. Ef svo er, þá á stjómin að hafa manndóm til að segja landslýðín- um frá þessu og standa síðan við gerðir sínar. Hitt er óverjandi með öllu að ætla sér að fara aftan að laun- þegum, rétt eftir að þeir hafa gert samninga, og hirða af þeim þá kauphækkun, sem þeir nú eru sagðir hafa fengið og sé 4%, en reyna svo að þyrla upp mold viðri í kringum þessa aðgerð og telja mönnum trú um, að ekki sé um annað að ræða en heilbrigða tilfærslu. Staðreyndin er sú, og fram hjá henni verður aldrei komizt, að 4% eru tekin bóta- laust frá launþegum með þess- um aðgerðum, og pening- arnir eru í raun réttri látnir renna i ríkissjöð, að hluta til a.m.k., því að létt er af ríkis- sjóði niðurgreiðslum og visitölu- biiið notað til að brúa hækkan- irnar á landbúnaðarvörunum. Þetta eru í stuttu máli afrek stjómar „hinna vinnandi stétta" í kjaramálum á undanförn- um vikum. Hókus-pókus En hókus-pókus aðferðin er ekki bara notuð við visitöluföls unina. heldur er hún eitt alls- herjarúrræði, sem vinstri stjóm in nú hagnýtir. Þannig komst ríkisstjórnin að þeirri niður- stöðu, að hún þyirfti að hækka tekjuskatta verulega til að ná saman endum fjárlaga, um það bil að tvöfalda þá. Hún lagði fram skattafrumvörp, sem tryggja eiga þessa tekjuöfl- Un, en sagði jafnframt, að skatt- ar myndu í rauninni litið eða ekkert hækka á landslýðnum, og jafnvel í mörgum tilvikum lækka! Einn af stuðningsmönnum stjórnarinnar komst á Alþingi að orði eitthvað á þá leið, að aldrei hefði verið við völd jafn- góð ríkisstjórn og nú. Hún gæti aftað stórfenglegm nýrra tekna, án þess að skattlagningin kæmi við einn einasta þjóðfélagsþegn. Von var að manninum þætti mik ið.til koma þeirrar snilldar, sem nú rílkir í íslenzku stjórnarfari, enda endaði hann ræðu sína á þvi að lýsa yfir, að í þetta skipti ætlaði hann að styðja af- greiðslu fjárlaga, „hvað vitlaus sem þau væru“. Svo var smá hðkus-pökus í haust, þá vantaði fé í ríkissjóð. Áfcveðið var að hækka áfengi til að ná þesSu fé, en raunar bætt við, að hæhkunin væri nú aðai- lega gerð -til þess að draga úr drýkkjuskap! Annars hafa orðið miklar en heldur leiðinlegar deilur um fjár öflunaraðiferðir ríkissjóðs. Mál- in hafa verið flækt, eins og frekast hefur verið kostur, ann aðhvort af vamþekkingu ráð- herranna eða yfirlögðu ráði, og þess vegna fá menn sjálfsagt ekki vissu sína fyrr en með skattseðlunum. Hitt ættu þó fleiri stjórnarsinnar en þing maðurinn, sem vitnað var til, að skilja, að þegar fjárlög hækka um nærri því helming, hljóta landsmenn að verða að borga þau útgjöld í einu formi eða öðru. Þar verður engum hókus- pókus við komið. Skattar af hlutaf é Kommúnistar eru að vonum ánægðir með þann hlut, sem þeir hafa borið frá borði í stjómar- samvinnunni, og nú siðast var formaður Alþýðubandalagsins gerður að formanni Fram- kvæmdastofnunar rikisins, svo að hommúnistar hafa yfirstjórn svo til allra f jármála, atvinnu- mála og viðskiptamála landsins. Geri aðrir betur. Og eitt var það atriði, sem að vonum var sérstakur þyrnir í augum kommúnista, þ.e.a.s. að ýtt yrði undir þá þróun, að al- menningur í landinu yrði beinn eignaraðili að atvinnufyrirtækj- um. Með skattalögum, sem sam- þyfcfct voru í fyri'a, var ákveð- ið að fyrirtæki gætu greitt út nofckurn arð til hluthafa, sem vœri skatbfrjáls hjá þeim. Var þetta hugsað til þess að örva almenning til að kaupa hiuta- bréf, en sem betur fer hefur færzt í vöxt að undanförnu, að fjöldi manna stæði að atvinnu- fyrirtækjum, ekki sízt úti á landi. Er eðlilegt að þeir, sem fé sínu hætta til að styrkja at- vinmulíifið, fái nokkra umb- un fyrir það, ekki síður en þeir, sem safna sparifé og tryggja at- vinnuvegunum þannig nauðsyn- legt lánsfjármagn. Ekkert er meira eitur í bein- um sósíalista en fjárhags- legt sjálfstæði borgaranna. Þeir vilja samþjöppun fjármála- valds á þann veg, sem nú er verið að gera á íslandi, en um- fram allt koma í veg fyrir, að einstaklingarnir njóti þess að búa við efnalegt öryggi, þvi að þá ifjarlægist þeir sósialism- ann. Ein meginkrafa kommúnista við endurskoðun skattalaganna var sú að stíga nú til baka það skref, sem tekið var fram á við á síðasta ári til þess að auðvelda almenningi um land allt þátt- toku í atvinnurekstri. Samhliða á svo að létta aif aðstöðu- gjaldinu, eina skattinum, sem segja má að samvinnufélög- in hafi borið. Sýnilega þykja samvinnufélögin nú hafa fjar- lægzt íóilkið nægilega mikið til þess að óhœtt sé að efla þau; þau séu ópersónulegur aðili, ekki ósvipaður ríkisrekstri. Hvað sem um það mat komm- únista má segja er hitt víst, að skilningur á nauðsyn almenn- ingshlutafélaga hefur vaxið svo með þjóðinni, að það verð- ur fyrsta verk þeirra, sem við taka, þegar vinstri stjórnin hef- ur siglt í strand, að greiða á ný götu nútímalegs atvinnurekstrar og almenningsþátttöku í honum. Þjarmað að fyrirtækjunum En það er ekki bara á þenn- an hátt, sem þjarma á að át- vinnufyrirtækjum, yngri og eldri. Augljóst er, að vinstri stjórnin ætlar sér næstu mán- uði að ganga eins nærri atvinnu vegunum og frekast er unnt. Þetta á að gera með því að láta fyrirtækin standa undir nýrri útgjaldaaukningu í svo rífeum mæli, að þau verði að ganga á þá höfuðstóla, sem þau kunna að eiga, enda eru kommúnistar nú feimnislaust farnir að boða það, að fyrirtækin megi gjaman „fara á hausinn". Þessu til viðbótar á svo að beita hinu nýja ríkisbákni, Framkvæmdastofnun ríkisins, til þess að þrengja hag einkafyrir- tækjanna eftir því sem kostur er. Kommúnistar fara ekki dult með vilja sinn í því efni, og í þeirra höndum er yfir- stjórn þessara mála. Rétt er það, að í Framsóknarflokknum eru margir þeir, sem skilja nauðsyn þess, að atvinnuvegirnir fái að þróast eðlilega og allt sé efcki sölsað undir ríkið, en þeir fá sýnilega ebki rönd við reist, vegna þess að forsætisráðherr- ann lætur undan kröfum komm- únista í öllum efnum. Ekki fer þess vegna á milli mála, að á þessu nýbyrjaða ári muni hagur atvinnuveganna fara versnandi, og hvað sem menn kunna að segja, þá Vita þeir það, að hagur atvinnufyrir- tækjanna og launþeganna er samofinn, en ekki gagnstæður, og þess vegna er hætt við, að raunhæfar og varanlegar kjara- bætur séu lengra undan en vera þyrfti, ef hyggilega væri á mál- um haldið. Við höfum nú búið við góðæri til lands og sjávar og betri við skiptakjör en nokkru sinni háfa áður þekkzt. Þess vegna hefði svo sannarlega mátt búast við verulegum kjarabótum. En ekld verður nú betur séð en að hringavitleysan í stjómarathöfn um sé með þeim hætti, að verið sé að glutra niður þeim ávinn- ingi, sem að undanförnu hefur náðst, — en látum reynsluna Skera úr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.