Morgunblaðið - 09.01.1972, Page 10

Morgunblaðið - 09.01.1972, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1972 Vegir laxins í hafinu Aliri skuldinni skellf á. Dani í laxastríðinu Færeyskur sjómaður með lax frá Græiilandi. HANN var 85 ára og við köll- uðum hann Björkamo gamla. Hann hafði fengizt við laxveiði síðan fyrir aldamót þegar Eng lendingar komu á ly'stisnekkj- um sínum til Namsos. Björka- mo gamli vissi allt um Iaxinn og fann hann af eðlisávísun í bát sínum, sem hann reri án sýni- tegrar áreynslu, en eitt vissi hann ekki: „Enginn þekkir vegi laxins í hafinu.“ Björkamo gamli dó, áður en sú vitneskja kom fram og áður en sú saga hófst, þegar laxinn varð hetja og Danir þrjótar. — Hann hefði áreiðanlega verið á bandi laxins, eins og margir aðrir sem halda að Danir séu mestu sjóræningjar sögunnar síðan sjóránin í Persaflóa liðu undir lok. Dönum hefur verið afhent þetta hlutverk í laxa- stríði undanfarinna ára. f>að er háð með öllum ráðum, þar á meðal heiðarlegum. Sumir eru hlutlausir í þesau artríði. Það eru lönd, sem ráða ekki yfir laxveiðiám og stunda ekki laxveiðar á úthafinu. Þau fylgjast með þessu harðnandi laxastríði með vaxandi undrun og nokkrum ugg. Ásakanir og ókvæðisorð hafa flogið á vixl, fyrat yfir Norðursjó og nú yfir Atlantshaf með miklum gný. Skýringarnair eru ekki ótvi- ræðar, en nokkrar þær helztu eru eftirfarandi: Laxveiði er sport, en bjartsýnismenn sem rölta meðfram árbökkum með stengur sínar og dýram útbún- að eru ekki fjölmennir, að minnsta kosti ekki i Evrópu, og pólitísk áhrif þeirra eru tak- mörkuð meðan þeir standa ekki saman í laxaflokki og eiga ekki fulltrúa á þingi. Náttúruvernd kemur við sögu í deilunum, því að allt í einu hefur heimurinn vaknað til meðvitundar um, að allar dýrategundir eiga yfir höfði sér þá hættu að deyja út. En fyrst og fremst er laxinn peningur, og þess vegna er laxa stríðið jafnheiftúðugt og raun ber vitni. Vissulega er peningur I þeim laxi, sem kútterar frá Borgund arhólmi og Færeyjum veiða við Græniand, en það er hreint smá ræði samanborið við þær millj arðaupphæðir, sem eru fjárfest ar í laxveiðum sem sporti, hvort sem um er að ræða leigu fyrir veiðileyfi, smíði á laxastigum, klak, ráðningu starfsfólks við ámar og framleiðslu á veiðibún aði og alla konar arðbæra at- vinnu í sambandi við laxveiðar. öll þeasi atriði blandast inn í moldviðri umræðunnar, og menn geta aldrei verið vissir um hvort ákveðin röksemd, sem er færð fram, miðist við sérhags- muni þess hóps, sem málsvarinn segist bera fyrir brjósti. Ekki er með öllu ljóst hverj- ir eiiga heiðurinn af því að hafa fundið vaxtarstöðvar lax- ins á Davissundi við vestur- strönd Grænlands. Danskir fiskifræðingar höfðu árum sam an gert athuganir við Grænland og veiði Grænlendinga í net við strendurnar sýndi, að vísinda- legar athuganir voru hagnýttar til eflingar grænlenzku efna- hagslífi. Veiðiaðferðirnar voru taldar eðlilegar í strjálbýlu landi, þar sem íbúarnir lifa á gæðum náttúrunnar. Aukin viðskiptasjónarmið í hagnýtingu laxaaflans með notkun nýtízkutækni og geysi- notadrjúgra veiðarfæra urðu til þess að leiða Dani fram í sviða ljósið. Ekki eitt styggðarorð var sagt um Borgundarhólmara og Færeyinga, sem töldu það eðli- legt í ljósi reynslu sinnar i fisk veiðum að hagnýta auðlegðir út hafsins í samræmi við þá við viðteknu venju, að það sé öilum opið. Jafnvel fyrir harðskeytta fiskimenn er það engin skemmti ferð að kasta netum á Davis- sundi á haustmánuðum, þegar veiðin er mest. Á siðustu ver- tíð, sem stóð frá 1. ágúst til nóv emberloka, tóku meðal annars Eftir Terkel M. Terkelsen þátt í veiðunum 11 danskir bát ar, flestir eða allir frá Borgund arhólmi, og fjórir færeyskir bátar. Erfitt gæti verið að gera sér í hugarlund, að svona fá skip, dreifð á geysistóru hafsvæði, geti ógnað með útrýmingu öll- um laxastofninum í Norður- Ameríku og Norður-Evrópu, en út á þetta ganga ásakanir á hendur Dönum. En í þessum málflutningi er gengið fram hjá því, að þessar veiðar eru stund aðar samfara vaxandi mengun, sem menn hafa ekki horfzt í augu við fyrr en á síðari árum, og þar við bætast vatnsvirkjan ir, sem á mörgum stöðum svipta laxinn eðlilegum hrygningar- stöðum sínum. Loks hefur veið- in aukizt samfara banvænum laxafaraldri, sem venjulega er kallaður UDN (ulcerative der- mal necrosis), sem gerir þenn- an sterka fisk að óásjálegum aumingja. Árnar á írlandi hafa ekki hvað sízt orðið fyrir barðinu á þessari plágu, sem hefur breiðzt út til enskra og skozkra áa. Hörðustu andstæð- ingar Dana virðast steingleyma þessum meðvirkandi orsökum þess, að laxastofninn minnkar. Miklu auðveldara er að skella allri skuldinni á Dani. Gagnrök Dania hafa ekki ver- ið borin fram af nógu mikilli festu. Frelsinu á úthöfunum er haldið á loft og á það bent, að laxinn nái 95% þyngdar sinnar í söltum sjó, svo að eðlilegt hljóti að teljast að hann sé lika veiddur á úthafinu. Vísað hef ur verið til þess af danskri hálfu, að til eru engar visinda legar sannanir um, að veiðin við Grænland hafi í för með sér verulega minnkun laxastofns- ins á Norður-Atlantshafi, en sú röksemd er borin fram á móti, að laxinn verði útdauður, ef bíða eigi eftir vísindalegum sönnunum. Víðtækar merking- ar á ungum laxi hafa að vísu átt sér stað. Laxinn er merktur áður en hann fer úr ánum, og slíkur lax hefur veiðzt við Græn land. En eina sönnunin, sem menn hafa undir höndum, er sjálft merkið á þessum veidda fiski, og því er haldið fram — sumpart að ósekju — að fiski- mennirnir eigi til að fleygja merkjunum i sjóinn í stað þess að senda þau vísindastofnun- um, sem hafa staðið fyrir merk ingunum. Og ef þetta er tilfell ið, eru menn litlu nær með vís- indalegum sönnunum. Það er lika til mikils mælzt, að sak- borningurinn útvegi ákærend- unum sönnunargögn. Þrýstingur erlendis frá hefur leitt til þess, að Danir hafa gert vistsar tilslakanir í Grænlands- veiðunum. Að vísu hefur vetið hafnað kröfum um að laxveiðar á úthafinu verði bannaðar í tíu ár. En fallizt var á samning um, að aflinn árið 1971 mætti ekki verða meiri en aflinn 1969, að veiðitíminn yrði enn styttur og að svipaðar takmarkanir yrðu samþykktar 1972 og 1973, nema því aðeins að verulegar breyt- ingar yrðu á laxastofninum eða meiriháttar röskun yrði á afla- brögðum strandsvæða laxveiði landanna. Dönsk stjórnvöld hafa ennfremur látið dönskum fiskimönnum í té hagstæð lán, sem gera þeim kleift að snúa sér að einhverjum öðrum veið um en hinum umdeildu laxveið um. Loks hefur verið gerður samningur um víðtæka merk- ingu á laxi, sem er veiddur við Grænland, þainnig að kleift verður að ná aftur merkjunum frá þeim ám og fljótum, þar sem laxinn er veiddur. Gera má fastlega ráð fyrir því, að lax, sem sportmenn veiða, verði af- hentur vísindamönnum, en varla er algerlega tryggt að sama verði upp á teningnum hjá atvinnufiskimönnum. Á vissum stöðum er sama tor- tryggni ríkjandi í þeirra garð og fiskimannanna við Grærv- land. Merki, sem menn fleygja, kjafta ekki frá. Sú flóðbylgja gagnrýni, aetn hefur skollið yfir lágar strend- ur Danmerkur, átti upptök sín í Englandi og Skotlandi, breidd ust út með feiknaafli til Banda ríkjanna og kallaði fram greini legt bergmál í Noregi. Fróðlegt er að athuga ólíkt tjáningarform þessarar gagnrýni, því að það sýnir muninn á þjóðareinkenn- um þessara þriggja þjóða. Eng lendingar eru reiðir, en mót- tækilegir fyrir rökum, meðal annars vegna þess að þeim finnst þeir eiga einhverja sök á ástandinu. Bandaríkjamenn hafa sett allt hátalakerfið í gang með Bing Crosby við hljóðnemann, og Norðmenn eru sorgmæddir fyrir hönd frænd- þjóðarinnar í suðri, af þvi að þeir halda að Danir þekki bara reyktan lax og engan annan lax. Norðmönnum finnst að Danir geti ekki í fáfræði sinni um lax inn dæmt um þá hagsmuni sem þeir brjóta í bága við. Allt það sem hefur verið skrifað um laxinn mundi fylla mörg bindi, en ágrip verður að nægja. Þetta byrjaði sem sé fyrir mörgum árum í Englandi. Rýrn andi afli sportveiðimanna varð til þess að fram kom hótun um viðskiptabann sem yrði beint gegn dönsku öli og dönsku bac on. En nú viðurkennir ákafur laxveiðimaður i síðasta tölu- blaði enska fagblaðsins Trout and Salmon, að hótunin sé raun ar markleysa, því almenning- ur hafi bara áhuga á verði og gæðum og telji laxveiðar leifar frá miðöldum. Viðskiptabann er því ekki leiðin. í umræðunni í Bretlandi hafa aftur á móti kom ið fram áþreifanlegar upplýs- ingar, sem miklu varða fyrir allt mat á ástandinu í laxamál unum. í septemberhefti Trout and Salmon segir bréfritari nokkur, að 40 merki úr gersam lega óþekktri á, Axe, hafi verið send frá Grænlandi, en það sam svarar helmingi aflans í ánni. Þó eru likindi til þess, að afi- inn við Grænland hafi áhrif á veiðarnar í ensku ánum. í janú arheftinu 1972 er frá því skýrt, að leyfi til veiða í reknet í ára í Englandi og Wales hafi tífald Framhald á bls. 23. Verzlunarhúsnæði óskast Óska eftir verzlunarplássi, helzt við Lau§(a- veg eða á öðrum góðum stað. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 16. þ. m., merkt: „Verzlunarpláss — 5592“. Hainarijörður — núgrenni Stofan verður lokuð frá 15. janúar til 1. febrúar, vegna fjarveru minnar. — íris. Ljósmyndastofa Hafnarfjarðar, Strandgötu 35 (C). — ANTIK Af sérstökum ástæðum eru til sölu mjög vönduð Antik-húsgögn. Upplýsingar í síma 36188. ÚTSALA HEFST MÁNUDAGSMORGUN. BARNAPEYSUR frá kr 180,00 DÖMUPEYSUR frá kr. 295.00 BLÚSSUR. PILS, BUXUR og KÁPUR á mjög góðu verði Útsölurnar hjá Iðu eru þekktar fyrir góðar vörur og gott verð. IDA, LAUCAVÍGI 28 Aðstoðarumsjónarmaður Kleppsspltalinn óskar eftir að ráða aðstoðarumsjónarmann. Starfið er m. a. fólgið I eftirliti með viðhaldi bygginga spltalans og verkstjórn iðnaðarmanna. Iðnskólamenntun nauðsynleg. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Eiríksgötu 5, fyrir 19. janúar nk. Reykjavík, 7. janúar 1972 Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.