Morgunblaðið - 09.01.1972, Page 16
16
íMORfGUT'HBL.Af>LÐ, SONNUDAGUR 9. JANÚAR 1972
Útgefand! hf. Árvakur, Reykjavfk.
Framkvæmdastjórl Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráa Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 225,00 kr. ð mðnuði innanlands.
f lausasölu 15,00 kr. eintakið.
STJÓRNVALDI VANTREYST
¥ samskiptum stjórnvalda við
þegnana skiptir höfuðmáli,
að orðum hinna fyrrnefndu
megi treysta. Ef almenning-
Ur í landinu kemst að þeirri
niðurstöðu hvað eftir annað,
að stjórnmálamenn eða aðrir
handhafar hins opinbera
valds, fari með staðlausa
stafi, án þess að leiðrétta slík
ummæli, er veruleg hætta á,
að fólkið í landinu treysti
fáu, sem frá þeim kemur.
Að undanförnu hafa vakið
nokkra eftirtekt orðaskipti
milli Halldórs E. Sigurðsson-
ar, fjármálaráðherra og for-
ráðamanna Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja. Á
blaðamannafundi, sem ráð-
herrann efndi til, fullyrti
hann, að samtök opinberra
starfsmanna hefðu ekki gert
sérstakar kröfur um kjara-
bætur til hinna lægst laun-
uðu í þeirra hópi. Um leið og
þessi ummæli fjármálaráð-
herra höfðu verið birt, sendi
BÖRB frá sér fréttatilkynn-
ingu, þar sem skýrt var frá
því, að fyrsta krafa banda-
lagsins hefði einmitt verið
sérstakar kjarabætur til
handa hinum lægst launuðu.
Þessar upplýsingar BSRB
hefur ráðherrann að vonum
ekki getað hrakið, en hann
hefur hins vegar ekki séð
ástæðu til að leiðrétta eða
taka aftur fyrri ummæli sín.
Þegar þannig er að málum
staðið af hálfu stjórnvalda
þarf engan að undra, að tiltek
inn hópur opinberra starfs-
manna, í þessu tilviki 38
starfsmenn tollstjórans í
Réykjavík, hafi sent ráðherr-
anum bréf, þar sem þeir
„lýsa hér með yfir undrun
sinni vegna þess þekkingar-
skorts og/eða skilningsleysis
fjármálaráðherra á kjara-
samningi ríkisstarfsmanna,
sem felst í hinum furðulegu
ummælum ráðherrans á
blaðamannafundi 5. þ.m. að
ríkisstarfsmenn „hafi tekið
forskot á sæluna“.“
Sú krafa er einnig gerð til
stjórnvalda, þ. á m. fjármála-
ráðherra, að fullyrðingar séu
studdar rökum. Halldór E.
Sigurðsson hefur t.d. haldið
því fram, að kjarabætur þær,
sem um var samið við ríkis-
starfsmenn í desember 1970
hafi reynzt talsvert meiri en
til var ætlazt. Hins vegar
hefur ráðherrann ekki fært
fram frekari rök fyrir þess-
um fullyrðingum. Formaður
BSRB hefur af þessu tilefni
sagt, að augljóst sé, að fjár-
málaráðherra eigi við aukin
útgjöld ríkissjóðs í þessu sam
bandi, en ekki kauphækkun
einstakra starfshópa ríkisins.
Frammistaða fjármálaráð-
herra varðandi launakjör op-
inberra starfsmanna er með
þeim hætti, að menn hljóta
að trúa orðum hans varlega
héðan í frá um þetta efni.
En því miður er þetta ekki
eina dæmið um, að þessi ráð-
herra fari með fullyrðingar,
sem ekki standast. Þegar
skattafrumvörp ríkisstjórnar-
innar komu fram, gerði hann
grein fyrir breytingum á
skattbyrði af þessum sökum.
Dæmi fjármálaráðherra voru
endurreiknuð og sýnt fram á,
að hann hafði rangt fyrir sér.
Þann endurreikning hefur
hann ekki getað hrakið með
rökum, en hefur hins vegar
enga tilraun gert til þess að
leiðrétta fyrri ummæli sín.
Öllum getur yfirsézt en lág-
markskrafa er, að leiðrétting
sé þá gerð. En fjármálaráð-
herra sér ekki ástæðu til
þess. Afleiðingin verður sú,
að erfiðara verður í framtíð-
inni að treysta orðum hans
um önnur málefni.
Hrokafull afstaða
að hefur lengi loðað við þá
stjómmálaflokka, sem
kenna sig við vinstri stefnu,
að þeir vilja segja fólki fyrir
verkum í einu og öllu. Sú
ríkisstjóm, sem nú situr við
völd á íslandi er með þessu
marki brennd. Hún hefur
kastað fyrir borð stjórnunar-
kerfi í efnahagsmálum, sem
long reynsla hefur sýnt, að
gefizt hefur vel, en í þess
stað hyggst hún koma á fót
miklu bákni, sem á að hafa
það verkefni að sitja yfir hlut
fólks og segja einstaklingum
fyrir verkum.
Annar angi af þessum
vinnubrögðum er afstaða rík-
Ísstjórnarinnar til beiðni op-
inberra starfsmanna um við-
ræður um launakjör þeirra.
Hingað til hefur það þótt
sjálfsagt mál, að viðræður
færu fram um slíkt, jafnvel
þótt litlar líkur væru á sam-
komulagi. En vinstri stjórnin
beitir öðmm vinnubrögðum.
Hún sér enga ástæðu til að
ræða við fulltrúa opinberra
starfsmanna. Hún lýsir ein-
faldlega yfir þeirri skoðun
sinni, að ekkert sé um að
ræða og að hún sé ekki til
viðræðu.
í þessari neitun ríkisstjórn-
arinar kemur fram sami
hrokinn gagnvart einstakl-
ingnum og almenningi í land-
inu og birtist í þeirri stefnu
hennar, að það sé hennar
hlutverk að segja almenningi
Sigurður Líndal, forseti HlB, og Sverrir Kristinsson, bókavörður þess í afgreiðslu félagsins í
Vonarstraeti 12. Á borðunum eru bækur félagsins. — Ljósim.: Kr. Ben. i
Hið íslenzka bókmenntafélag:
155 ára félag opnar
fyrstu eigin afgreiðslu
— og ræður sér framkvæmda-
stjóra eða bókavörð
eins og hann nefnist
Hið íslenzka bókmenntaféiag
hefur nú opnað eigin af-
greiðslu í Vonarstræti 12,
Beykjavik, og er þetta fyrsta
afgreiðsla félagsins á 155 ára
ferli þess, en það er nú elzta
starfandi félag í Reykjavík.
Þá hefur einnig verið ráðinn
sérstakur bókavörður fyrir
félagið, Sverrir Kristinsson.
Blaðamaður Mbl. hitti að máli
nýlega Sigurð Líndai, forseta
Bókmenntafélagsins og Sverri.
— 1 raun er bótoavarðar-
starfið ekki aranað en fram-
kvæmdastjórastarf, en við er-
tim svo íha'ldssamir, — sagði
Sig’urður Li'ndal, að við notum
þetta gamla niafn úr iögum
félagsins og nefinum fram-
kvæmdastjóranin bóikavörð. —
Afgreiðsila félag.sins var áður
skipt, að noklkru í höndum
fomibókasöluinnar Bókarinnar
að Skólavörðustí g 6 og að
miokkru í höndum Prenthúss
Hafsteins Guðimundssonar. —
Þar áður hafði Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar af-
greiðsluma með höndum um
nokkurt skeið. Þá má einnig
til tíðimda telja, að Hið ís-
lenzka bókimenntafélag hefur
ferngið sinn fyrsta síma, 21960.
— Já og þegar ég sótti um
símann — segir Sverrir, var
ég spurður að því, hvort um
væri að ræða nýstofnað félag.
— Þrátt fyrir, að þetta hús
hafi ýmsa ágalla, — sagði
Siigurður, þá hefiur það þó þá
sérstöðu, að höfuðstöðvar fé-
lagsins eru nú mjög nærri
þeim stað, sem bækistöð þess
var á frá 1816 til 1963 eða
í 147 ár. Það var kirkjulofit
Dómkirkjunnar í Reykjavík,
og þess má einnig geta, að
Matthías Þórðarsón, sem var
forsebi þess uim árabil, bjó í
húsinu nr. 8 við Vonarstræti
og annaðist þaðan afgreiðslu.
— Bókakostur félagsins er
allnokkur. Eftir að félagið
þurfti að flytja birgðageymsl-
ur sínar af kirkjuiloftinu, sögðu
þeir félagar, fluttust geymsl-
urnar í kjallara Háskólabiós
og þar eru þær að hluta tiil
enn. Einnig höfum við fiengið
inmi í húsi Áfengis- og tóbaks-
verzlunar riikisins að Drag-
há'Iisi 5. Það húsnæði tókst
okkur að fá, er við másstum
húsnæði, sém við höfðum hjá
Brunatoótafélaginu að Lauiga-
vegi 103. Til eru allnokkrar
birgðir eldri bóka, en þó er
því miður allt of lítiið til.
Eintoum bagar otokiur, að upp-
seMir eru ýmsir hiutar gam-
alla ritverka og yrði dýrt að
bæta þar úr. Má þar t. d.
nefna íslenztot fornbréfasafn,
Safn til sögu Islands og
Skímd. Ektoert af þessu er til
heilt og eru þessi rit þó ákaf-
lega eftirsótt og seljast oft
dým verði, m. a. á bótoaupp-
boðum. Af förnbréfasafniniu
eru t. d. til hjá okkur 10 bindi
afi 16. Hefiur ritið heilt t. d.
verið selt á 4. tug þúsunda, en
hjá okkur kosta þessi 10 bindi
um það bil 2000 krónur. 1
Skírni vanitar t. d. síðastiðið
71 ár aðeims 11 árganga.
— Dreifing Stoírnis hefur
verið með ýmsum hæbti und-
anfarin ár —■ sagði Sigurðuir
Lindal. f tíð Matbhiasar Þórð-
arsonar var hann borimm út til
áskrifenda og gerði hann það
jafnvel sjálfur, en síðar voru
menn ráðnir til þessa verks.
Þegar ég tók við félaginu not-
aði ég póstlkröfur og gafst það
allvel, en þó ekki eins og bezt
varð á kosið. En Skími 1971
sendum við fyrsta sinni beint
í pósti og fylgdi honum frá-
gengið póstgíróeyðubliað og
þuirftu menn ekki ammað en
greiða í næsta banka eða pósfi-
húsi. Því mdður hefur þetta
ektoi gefizit edns vel og vonir
sfióðu tiil, því að töluverður
hluti félagsimanna hefur enn
etoki greiitt. Er þetta þó mjög
miismumamdi og t. d. eiiga að-
eims 2 Þingeyingar eftiir að
gera stoil. Yfirleitt er fólitoið úti
á landsbyggðinni stoilvísara en
fólkið í þét’tbýliinu, hvemdig
sem á því stendur. Kannstoi
eru bankaúitiibúin í Reykjavik
of fá. Með þessu kerfi teljum
við oktour vem að tooma á
nýj um og betri viðstoiptahátt- ,
um. Rutotoarakerfið, sem hér-
lendis hefur blómstrað, þetok-
iist naumaist nokkurs staðar
erlendiis. Annars verður að
segja fóliki á Reykjavítour-
svæðinu það til gildis, að fé-
lögurn Hins Menzka bók-
mennitafélags hefur fjölgað
þar þó mokkuð á síðustu ár-
um um leið og fóltoi af land*-
byiggðinni hefur fækikað imnam
félagisins — sagði Sigurður
Línda'l að lokum.
fyrir verkum. Að vísu er það
ekkert nýtt fyrirbrigði, að
ríkisstjórnir, sem kenna sig
við vinstri stefnu, komi fram
af slíkum hroka gagnvart
fólkinu í landinu. En þessi
hrokafulla afstaða nú er stað-
festing á því, að vinstri flokk
arnir hafa ekkert lært. Þeir
ætla enn að hafa ráð fólks-
ins í hendi sér.
BRIDGE
— í Garða- og
Bessastaðahreppi
STARFSEMI Bridgefélagg Garða-
og Bessastaðahrepps hefur verið
mikil á þeasum vetiri og er nú
lokið einmetiningakeppai og tví-
mennkiigskeppni. Sigurvegarar í
einimenningikeppnimni uirðu: 1.
Hanna Gabrielssom, 2. Svetam
Bjarmason. Sigurvegarar í tví-
mennmgskeppninini urðu, 1. Sig-
miar Björmsaon og Fininibogi Jónn-
a>n, 2. Beneditot Svemasoa «g
Skúli Pálmaaon.
Næsta keppni félagsina verSur
sveitakeppni og hefat á Garða-
holti mánudaginn 10. janúar kl. 8
e.h.