Morgunblaðið - 19.02.1972, Page 11

Morgunblaðið - 19.02.1972, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚÁR 19.72 11 Gylfi I*. Gíslason: íslenzkt áhugamál í menningarsamstarfi EFTIRFARANDI grein birtist í Nordisk Kontakt, síðasta hefti (grefið út af Norður- landaráði). Enginn vafi leiikur á því, að sú nýja skipan, sem komið hefur verið á menningarsamstarf Norð- urláinda, mun styrkja það og bæta. Menningarsamstarfið hef- ur sérstakt gildi fyrir Norður- löndin öh. Allir munu sammáia um, að samstarf á sviði efnahags mála og félagsmála, á sviði sam- göh'gumála og í réttarfarsefnum, að ég ekki tali um á sviði stjórn mála, svo sem utanrildsmála, sé gagnlegt; En að vissu leyti er menningarsamstarfið lykill að öllú öðru samstarfi. Það er sam- eiginleg menning Norðurlanda, seth tengir þaú öðru fremur. Ef losnár um þau tengsl, eru öll önnhr í hættu. Ef þau styrkjast, er samband á öllum öðrum svið um auðveldara. Þetta eru augljósar staðreynd- ir og raunar svo alkunnar, að ekki er ástæða til þes að fara um þær fleiri orðum. Ég er ekki viss um, að mönnum á Norður- löndum sé hitt almennt eins ljóst og vera ætti, að menningarsam- starfið hefur sérstakt gildi fyrir þær þjóðir Norðurlanda, sem hafa sérstöðu vegna legu sinnar á því svæði, sem norrænir menn byggja, og vegna þess, að þær tala tungur, sem meginþorri Norðuriandamanna skilur ekki. Á ég hér fyrst og fremst við Finna, íslendinga og Færeyinga. Ég hef aldrei orðið þess var í viðtölum við fólk, sem heyrir til stærri þjóðum en nokkur Norðurlandaþjóða er, að þeir láti í ljós undrun yfir því, að t.d. Finnar, Islendingar og Færeying ar haldi fast við tungu sína, þótt fáir skilji hana aðrir. En hins hef ég þrásinnis verið spurð ur, hvert sé fyrsta erlenda tungu málið, sem numið sé. Það hefur ekki ósjaldan vakið mikLa undr- un, þegar ég hef t.d. sagt það varðandi Islendinga, að það sé danska. „Hvers vegná kennið þið ekki ensku fyrst erlendra mála?“ er þá oft spurt. Svarið er fólgið í því, að við íslendingar teljum okkur norræna menn, hluta £if menningarsvæði Norðurlanda, og viljum fyrir hvern mun varð- veita þau tengsl. Kunnáttu i dönsku veitir hlutdeild í menn- ingarheild, sem telur um 20 millj- ónir manna. Bnska er síðan kennd sem annað erlenda málið, og þegar i barnaskóla. Gera má ráð fyrir, að islenzkir unglingar læri álíka mlkið í ensku og fé- lagar þeirra á hinum Norður- löndimum. En þeir læra dönsk- una fyrr og að auki. Þetta er verðið, ef „verð“ skyldi kalla, sem íslendingar verða að greiða fyrir það að vilja telja sig áfram til Norðurlanda. En engum ábyrg um Islendingi dettur í hug, að Gylfi Þ. Gíslason. rétt væri að hætta að greiða þetta verð. Gera má ráð fyrir þvi, að all- ir íslendingar geti iesið dönsku, og þá um leið norsku og sænsku, þótt því fylgi að sjálfsögðu ekki færni í að tala málið eða skilja það talað. Fólk frá Nórðurlönd- um misskilur oft, þegar Isiend- ingar reynast oft fremur vilja tala við það ensku en það, sem við köllum „skandinavísku". Það er ekki af þvi, að Islendingamir kunni enskuna betur en „skandi- naviskuna" í þeim skilningi, að þeir ættu hægara með að lesa bók eða blað á ensku en „skandi- navísku". Því er öfugt farið. Ástæðan er sú, að þeir skilja talaða „sk£indinavísku“ verr en ritaða. En þegar báðir aðilar tala erlent mál, ensku, er með þeim meira jafnræði en þegar annar talar eigið mál, en hinn útlent. Það bendir ötvirætt til þess, að íslendingar eigi auðveldara með að lesa dönsku en ensku, að sala skandinavískra bóka og blaða og þá sérstaklega danskra er miklu meiri en enskra. Það er t.d. tal- ið, að dönsk viikublöð séu til- tölulega ekki minna lesin í Reykjavik en Kaupmannahöfn. Frá islenzku sjónarmiði er það nauðsynlegt, að varðveita það sterka bcind, sem dönskuikennsl- an í íslenzkum skólum er milli Islands og hinna Norðurland- anna. Islendinigar fagna þeirri þekkingu á bókmenntum og menningu Norðurlanda, sem í kjölfar þessa siglir. En þeir vildu á hinn bóginn gjaman, að þekk- ing á íslenzkum bókmenntum og menningu væri meiri á hinum Norðurlöndunum en á sér stað. Margar leiðir mætti nefna til þess að svo gæti orðið. Hér skal þó aðeins vikið að einu máli, sem talsvert hefur verið rætt í Norðurlandaráði og menningar- málanefnd þess, sem og á fund- um mennfamálaráðherra, en það er stofnun þýðingarmiðstöðvar til þess að annast þýðingu finnskra, íslenzkra og færeyskra rita á eitthvert hinna Norður- landamálanna. Mál þetta mun nú vera til athugunar hjá rikis- stjórnunum, en fyrir því er hinn mesti áhugi í Finnlandi, á Is- landli og í Færeyjum. Ég hef áð- ur vakið athygli á þvi, að auð- velt væri að stíga nú þegar byrj- unarspor í þessa ðtt, ef menn telja stofnun þýðingarmiðstöðv- ar þurfa nökkum undirbúning. Menntamálaráðuneyti allra Norð urlanda greiða kostnað við þýð- ingu á þeim finnskum, islenzk- um og færeyskum ritum, sem valin eru til þess að koma til greina við úthlutun bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs, af fjárveiitingum til norræns menn- ingarsamstarfs. Á hverju ári eru þvi þýdd á sameiginlegan kostn- að Norðurlanda a.m.k. tvö finnsk og tvö íslenzk skáldverk. Ýmis þeirra hafa verið gefin út á einhverju hinna Norðurlanda- málanna. Hafa þá útgefendur væntanlega greitt höfundum rit- laun og ef til viil einhvem við-, bótarþýðingarkostnað. En auð- vitað myndi það auðvelda útgáfu Slíkra skáldverka og jafnvel tryggja hana, ef Norðurlöndin tækju að sér að greiða höfimdar- laun og endanlegan þýðingar- kostnað vegna útgáfu. Útgefend- ur ættu þá kost á a.m.k. tveimur finnskum og tveimur islenzkum skáldverkum á ári og e.t.v. fær- eyskum að auki, án þess að þurfa að greiða höfundarlaun né þýðingarkostnað. Með hliðsjón af þvi, að gera má xáð fyrir, að einungis góðar bækur séu vald- ar til þess að koma til greina við úthlutun bókmenntaverðlaun- anna, ættu útgefendur að reyn- ast fúsiir til þess að taka slíka útgáfu að sér. Með þvi væri tryggt, að á hverju ári birtust ný finnsk, islenzk og vonandi einnig færeysk skáldverk á ein- hverju hinna Norðurlandamál- anna, auk þeirra verka kunnra höfunda, sem hvort eð er birt- ast. Viðbótarkostnaður af þess- um sökum yrði lítilfjörlegur og gæti greiðzt með sama hætti og þýðingarlaunin nú. En ,í fyrstu menmingarfjárlögum hinnar nýju samstarfsstofnunar yrði þá að taka tiliit til þessa útgjalda- auka. Framitiðarmarkið er auðvitað þýðingarmiðstöð, sem hefði þaÖ varanlega verkefni að tryggja þýðinigu og útgáfu finnskra, ís- lenzkra og færeyskra rita á önn- ur Norðurlandamál, ekki aðeins skáldverka, heldur einnig vís- indarita. En væri ekki athugandi, hvort ekki mætti stíga fyrstu sporin að þessu marki á þennan hátt? Ford Bronco FORD BRONCO er farartæki, se’m hentar við allar aðstæður. Jafnt á breiðstrætum borgarinnar, sem torfærum óbyggðanna. FORD BRONCO er farartæki, sem sameinar kosti fólksbíls og jeppa. 1972 •““"'•HR. HRISTJANSSDN H.F. SUDURLANDSBRAUT 2 SÍMI 3 53 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.