Morgunblaðið - 27.02.1972, Page 12

Morgunblaðið - 27.02.1972, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 Úr írlandsferð blaðamanns Morgunblaðsins 3. grein Forystumenn kaþólskra á Norður-írlandi leggja margir áherzlu á, að kaþólski minni- hlutinn þar hafi aldrei geng- izt sjálfviljugur undir brezka stjórn og aldrei sam- þykkt skiptingu. Hann geti þvi ekki talizt bundinn af stjórnarskrá og lögum N-ír- lands. Þessu sjónarmiði hafna talsmenn mótmœlenda og stjórnarinnar, á þeirri for sendu, að stjórnin á Suður- Irlandi hafi samþykkt skipt- inguna; stjórn, sem kosin hafi verið í löglegum kosn- ingum. Því er eindregið hald ið fram að einnig de Valera hafi samþykkt skiptingu Ir- lands — Sinn Fein-flokkurinn hafi ekki klofnað út af henni, heldur hafi ágreiningurinn fyrst og fremst staðið um orðalag samkomulagsins við Breta, að því er laut að fram tíðarstöðu Suður-Irlands gagnvart brezku krúnunni. Hvað sem rétt er í þessu, varð ágreiningurinn innan Sinn Fein að vopnaðri bar- áttu milli hinna stríðandi arma flokksins. Annars veg- ar var sá hluti flokks- ins, sem samþykkti samning- inn og myndaði stjórn undir forsæti Williams T. Cosgrov- es. Hins vegar lýðveldisarm- ur de Valera, sem ekki gafst I Bogside, hverfi kaþólskra í Londonderry sl. siiniiudag, 20. febr. Ungiir piltur hleypur und- an gas- og reyksprengjum brezkra hermunna. Áður liöfðu leyniskyttur IRA skotið á hermenn ina úr kirkjiitiirni og uppþot orðið í hverfinu. (Ljósm. mbj.). upp fyrr en árið 1923. Arm- ur Cosgroves skipti um nafn og kallaði sig fyrst CUMAN NA NGAEL en síð- ar FINE GAEL og heitir svo enn. Stjórn S-írlands gerði sér vonir um, að við endurskoðun landamæraákvæðanna, sem stóð ' yfir 1923—24 mundu þau svæði á Norður-írlandi, sem að mestum hluta voru byggð kaþólskum mönnum, færast yfir á um- ráðasvæði Suður-írlands. Taldi hún, að slík ráð- stöfun mundi leiða til sam- komulags þinganna í Belfast og Dublin, og komið yrði á einu allsherjar þingi fyrir sameinað Irland. En af þessu varð aldrei og árið 1925 samþykkti stjórn S-lr- lands landamærin, eins og þau höfðu verið ákveðin við skiptinguna 1920. Árið 1927 sleit de Valera sig úr böndum við Sinn Fein og leiddi flokk sinna stuðn- ingsmanna, sem nú settu sjálfstæðisbaráttu S-írlands öllu ofar, til þings á ný und ir flokksheitinu FIANNA FAIL. Flokkur þessi komst til valda árið 1932 og hefur oftast verið í meirihlutaað- stöðu síðan, — skipar nú stjórn landsins undir forsæti Johns Lynch. Árið 1949 varð írland lýð veldi. Síðan hafa helztu stjórnmálaflokkar landsins verið Fianna Fail og Fine Gael. Pólitískur ágreiningur þeirra hefur ekki verið stór- vægilegur en hinar gömlu væringar hafa sett nokkuð mark á samskipti þeirra. Á síðustu árum hefur Fianna Fail færzt nokkuð til hægri en Fine Gael til vinstri og er stundum borinn saman við Frjálslynda flokkinn brezka. Róttækir lýðveldissinnar hafa haldið áfram að starfa undir nafninu Sinn Fein. Ár- ið 1969 klofnaði flokkurinn enn á ný og var ágreining- urinn þá hversu róttæk mark mið hans í þjóðfélagsmál- um skyldu vera. Eru nú starf andi tveir flokkar, sem báðir kalla sig Sinn Fein og hefur hvor um sig hernaðar- arm, sem báðir kalla sig írska lýðveldisherinn — IRA. í fréttum af atburð- unum á Norður-lrlandi hef- ur oft ekki verið gerður greinarmunur á því, hvor fylkingin hefur átt í hlut hverju sinni. Hefur það átt sinn þátt i því hve erfitt hef ur verið að átta sig á ástand inu þar. En á írlamdi er gerð ur glöggur greinarmunur á „Official“ Sinn Fein og IRA og „Provisional" Sinn Fein og IRA. Fyrri fylkingin er skipuð kommúnistum, aðal lega marxistum, sem hafa það endanlega markmið að koma á sósíalistísku þjóðskipulagi í Sameinuðu írla-ndi. Hernaðaraðgerðum hefur „Official" IRA beint gegn brezkum hermönnum fyrst og fremst, meðal ainn- ars tóku þeir ábyrgð á sprengingunni í Aldershot á Englandi fyrir nokkrum dögum, þar sem sjö manns biðu bana. Forystumenn „Official" IRA hafa heitið að lífláta á næstunni 13 brezka hermenn til að hefna fyrir þá, sem skotnir voru til bana i Londonderry um siðustu mánaðamót. Þeir hafa einnig vegið að embættismönn- um á N-írlaindi, nú síðast að ininain'ríkisráðherranum, John Taylor. Nýlega voru nokkrir helztu forystumenn þeirra handteknir í Dublin og bendir það til þess að stjórn Johns Lynch ætli nú að beita sér gegn starfsemi þeirra. Þrátt fyrir áhuga á sameiningu landsins er Lynch í mun að viðhalda sæmilegum samskiptum við Bretland vegna hinna mikil- vægu efnahagslegu tengsla landanna. Jafnframt óttast hann undirróðursstarfsemi „official11 Sinn Fein og IRA, sem beinist ekki síður gegn rikjandi þjóðskipulagi írlands. „Provisional" Sinn Fein og IRA eru fyrst og fremst fylk ing kaþólskra þjóðernissinna, sem setja sameiningu ír- lands ofar öllu en stefna jafn framt að sósíaldemókratísku þjóðfélagi. Stjórnmálaskoðan ir félagsmanna þessa arms ná þó yfir viðara svið og stuðn Heimsókn í skrifstofur beggja aðila í Dublin John Garland Tony Heffernann Valter O’I.oinsigh. ingur meðal kaþólskra ibúa írlands er sagður miklu al- mennari við „provisional“ IRA en við „official" IRA. Það eru fyrst og fremst „pro- visional" IRA eða „provos“, eins og þeir eru kallaðir í daglegu tali, sem standa að sprengingum í Belfast og öðr um borgum Norður-írlands. Þeir segjast velja fórnar- lömb sem þeir telji hafa veitt brezkum hermönnum eða stjórn N-Irlands sérstak- an stuðning. Fylgi „provisi- onal“ IRA er geysisterkt í kaþólsku hverfunum í Bel- fast og Londonderry og íbú- arnir leggja sig í líma við að halda yfir þeim hlífiskildi. í Bogside, kaþólska hverf- inu í Londonderry eru stuðn- ingsmenn IRA svo öflugir og starfsemi þeirra, að brezkir hermenn voga sér ekki inn í hverfið. Þeir hafa sett upp varðstöðvar við öll gömlu borgarhliðin og víðar og það- an svara þeir skothríð leyni- skyttna IRA eða skjóta inn reyk- og táraigaissprengjum ef mannsöfnuður verður of mik- ill einhvers staðar innan skotmáls. Ekki er enn ljóst hvað stjóm Irlands ætlar að aðhaf- ast varðandi þennan arm lýð veldishersins, — en ef marka má ummæli þeirra manna, sem ég talaði við í Dublin er henni talsverður vandi á höndum þar sem fylgi „pro- visional” IRA meðal kjós enda er sterkara en svo, að Lynch geti með góðu móti beitt sér gegn þeim af veru- legri hörku. Aðalskrifstofur beggja fylk inga Sinn Fein og IRA oru í Dublin, þair sem þær gefa út blöð og bæklinga til árétting ar málsstað sínum. Ég heim- sótti þessar skrifstofur báðar og ræddi smásfund við fram- kvæmdastjóraina, Tony Heff- ernann hjá „official" Sinn Fein og Valteir O’Loinsigh hjá „provisional" Sinn Fein. Ennfremur hitti ég John Gar- land, sem starfar að skipulagn ingu fyrir „official“-arminn, en bæði hann og Heffernamn hafa nú verið handteknir. Báðar fylkingarnar hafa bækistöðvar í gömlum húsum með brakaindi stigum og dimmum göngum. Á skrifstof unum var ys og þys og aug- sýnilega í mörgu að snúast. Áberandi var, að starfslið og gestir í skrifstofu „official” voru talsvert yngri en í skrif- stofu „provisional”. Skýringar fulltrúa beggja aðila á klofningi flokksins voru nokkurn veginn sam- hljóða, þótt þeir leggðu mis- munandi áherzlu á ágreinings efnin. Þeir sögðu, að deilur hefðu s'taðið innan flokksins um nokkurra ára skeið um framtíðarstefnu hans í þjóð- málum og um það hvort flokk urinn ætti að bjóða fram til heimaþings N-írlands og til brezka þingsins. Vinstri armurinn vildi taka þátt í stjórnmálabaráttunni samkvæmt þeim kommún- ísku kenningum, að hægt væri að eyðileggja lýðræðislegá flokkaskipan innan frá, á þingræðislegum grundvelli. Hinir róttæku þjóðernissinn- ar og sameiningarsiinnar voru þessu andvígir; þeir vildu undir engum kringumstæð- um viðurkenna heimaþingið og yfirráð Breta í N-írlandi með opinberri þátttöku í st j órnmálabaráttu. Á ársþingi flokksins í Dubl- in, árið 1969, náðu deilurnar hámarki. Vinstri armurinn Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.