Morgunblaðið - 27.02.1972, Side 17

Morgunblaðið - 27.02.1972, Side 17
MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 17 FÓLK og VÍSINDI Baldur Hermannsson Jurtalyf til getnaðarvarná Klofningur heimsálfa — Menning Forn-Grikkja og stjörnufræði Margar frumstæðar þjóðir eða þjóð flokkar hafa búið yfir ótrúlegri þekkingu á jurtalyfjum. Nýlega tóku tveir amerískir visindamenn sér fyrir hendur að ganga úr skugga um sannleiksgildi sögusagna um jurtaseyði, gem Indíánar í Paraguay voru sagðir drekka til að draga úr frjósemi sinni. Þjóðflokkur þessi Matto Grosso Indíánar, hafði fyrir sið að sjóða í vatni blöð og stilk jurt ár, sem á latínu kallast Stevia rebau- diana, og drekka seyðið. Vísindamennirnir létu kvenrottur drekka sams konar seyði daglega nokkrar vikur og athuguðu síðan hvort frjósemi þeirra hefði breytzt. Kom á daginn, að Indíánastelpurnar vissu hvað þær sungu, því að frjó- semin minnkaði um 70%. Tveim mán uðum eftir að rotturnar hættu að fá seyðið var frjósemisminnkunin 50%. Ekki varð vart annarra áhrifa en tek ið skal þó fram, að rotturnar drukku á degi hverjum átta sinnum meira magn af seyðiiwu en Indíániamir nota að jafnaði, og er þá miðað við lík- amsþyngd. AFRÍKA OG A AMERÍKA Það hefur löngum dregið að sér at hygli náttúrufræðinga, hve áþekkar vesturströnd Afrfku og auatur- strönd Ameríku eru. Á landakortinu má sjá að þessi meginlönd gætu fall- ið hvort að öðru eins og hönd i hanzka. Það var þess vegna nærtækt að imynda sér, að þau hafi upphaf- lega verið eitt land, sem síðan hafi slitnað í tvennt og hlutarnir fjar- lægzt. Samanburður á steingerving um í Suður-Ameríku, Afriku, Ind- landi og Ástralíu bendir einnig til að þessi landflæmi hafi verið sam- föst endur fyrir löngu. Áhangendur þessarar skoðunar töldu liklegt, að þessi lönd hefði rekið hvert frá öðru eins og ísjakar á vatni, en aðrir and mæltu og sýndu fram á, að jarð- skorpan væri of stíf til að þetta gæti gerzt. Ken/ningin um rek meginilandarun.a hefur á síðustu árum fengið byr und ir báða vængi og hugsa menn sér það gerast á eftirfarandi hátt: ef tvö færibönd eru látin snúa endum saman, stór leirkaka látin liggja á þeim báðum og böndin látin draga sitt í hverja áttina, þá brotnar kak- an og hlutarnir fjarlægast. Jarð- skorpan er víða sprungin og liggur ein slik sprunga eftir Atlantshafinu endilöngu og þvert yfir Island. Mætti komast svo að orði, að færiböndin mætist við þessa sprungu og flytji Afríku til austurs, Ameríku til vest- urs. Til að rannsaka mætti þessa kenn ingu vísindalega, þurftu jarðeðlisfræð ingar að ganga út frá ýmsum for- sendum, meðal annars þeirri, að seg ulskaut jarðarinnar snúist við skyndilega Öðru hvoru. Með segul- mælingum jarðlaga í Evrópu og Am- eríku hafa þeir síðan leitt mjög sann færandi rök að þes.sari kenningu. Flutningur meginlandanna er þó mjög hægfara, nemur fáeinum senti metrum á ári. MENNING FORN GRIKKJA Engin þjóð hefur haft jafn gagn- ger áhrif á heimsmenninguna og Forn-Grikkir. Þeir lögðu dröig að mörgum vísindagreinum og afrek þeirra i heimspeki og listum eru öll- um kunn. Hippóikrates, sem lifði 460— 377 f. Kr., er oft kallaður faðir læknavísindanna. Eins og oftast er meðal lágþróaðra þjóða, var grísk læknislist í önd- verðu nátengd trúarbrögðunum og þá sérstaklega guðinum Asklepiósi. Á timabilinu 1000—600 f. Kr. var hún þvi að mestu í höndum presta- stéttarinnar og fólst iðulega i sær- ingum og töfraþulum. Menn voru vel kunnugir ýmiss konar græðandi jurt um og lögðu áherzlu á meðferð sára, sem ekki veitti af meðal fólks, sem hafði hermennsku I hávegum. Það er alkunn reynsla, að framfarir á þess- um sviðum eru örastar á styrjaldar- tímum.„ Hippókratesi er þakkað, að lækna visindín greindust smám saman frá heimspekinni og brýndi hann fyrir nemendum sinum vísindalega hugs- un í starfinu, sjúkdómsgreining og meðhöndlun skyldi byggjast á reynslu og þekkingu. Eftir hann og nemendur hans liggja u.þ.b. 70 hand rit, hin svoteölluðu Hippókratísku rit. Þar gætir margra grasa, meðal ann- ars: „Ef tvær þjáningar hefjast sam- tímis hver í sínum líkamshluta, yfir gnæfir hin sterkari hina veikari." „Það sem meðölin lækna ekki lækn ar hnífurinn; það sen\ hnífurinn læknar ekki læknar glóandi járn; það sem glóandi járn læknar ekki verður að teljast ólæknandi." Hinir fjórir líkamsvessar voru mikilvægur þáttur í kenningum Hippókratesar. Þessir vessar voru gult og svart gall, slím og blóð. Innbyrðis híutföll þeirra ákvörðuðu heilsu líkamans. Aristóteles, sem uppi var .384 7Ö2 f. Kr„ hafði mikil áhrif á þrouTT læknavisindanna. Hann er ásamt Framhald á bls. 20 anna stóðu þá frammi fyrir þeirri staðreynd, að annaðhvort yrðu þeir að ganga til heil- brigðra samninga um mun minni kjarabætur en ríkisstjórn- in hafði lofað eða stefna öllum landslýð út í geigvænleg verk- föll. Þeir sýndu þau hyggindi og manndóm að taka fyrri kostinn, og var það fyrst og fremst fyrir álhrif stjórnarandstæðimga, bæði í röðum vinnuveitenda og laun- þega, sem samningar tókust. En hinir raunverulegu ráða- menn kommúnistaflokksins þykj ast nú standa vel að vígi; þeir vildu ganga miklu lengra i að bæta kjör launþega en þeir for- ustumenn í verkalýðshreyfing- unni, sem tilheyra Alþýðubanda laginu. Þess vegna verði ekki lengur um það deilt, hverjir það séu, sem ýtrustu kröfur vilja gera fyrir hönd launþega! Víst er það rétt, að náðherr- um tókst um stund að niðurlægja forustumenn verkalýðshreyfing- arinnar, en næsta ólíklegt er samt að sá „sigur“ þeirra muni endast þeim. Líklegra er hitt, að sár félaga þeirra í verkalýðs- hreyfingunni séu ógróin og þá svíði ennþá. Salt í sárin Desembersamningarnir voru sannarlega erfiðir þeim forustu- mönnum verkalýðshreyfingar- innar, sem báru hita og þunga dagsins, þótt þeir væru raunar líka þungbærir atvinnuvegun um. Engu að siður fagnaði al- menningur mjög þessum samn- ingum. Sumir höfðu að vísu orð- ið fyrir vonbrigðum eftir hin glæstu loforð ríkisstjórnarinnar, en samt vildu allir una þessari sáttagjörð. En skjótt skipast veður i lofti. Fyrir hátíðarnar boðar rik- isstjórnin helmings hækkun rík- isútgjalda — og þar með skatt- heimtu. Og fjármálaráðherra lýs- ir þvi yfir, að hugmyndin sé að falsa vísitöluna, svo að hin al- menna kauphækkun, sem um var samið hálfum mánuði áður, verði tekin til baka. Að vísu var þar um að ræða hina lymskuleg- ustu aðferð, þvi að fólkið átti erfitt með að átta sig á því, hvernig þessar reikningskúnstir yrðu framkvæmdar. Nú skilur hins vegar hvert mannsbarn, að alþýða verður að borga útgjöld almannatrygginga og sjúkrasamlags, þótt þessi gjöld séu felld niður sem nef- skattar. 'Húsmæðurnar finna það, þegar þær verzla, að vörur hækka jafnt og þétt í verði, en krónurnar í launaumslagi manns ins eru jafn margar og þær voru. Kjörin batna þvi ekki næstu mánuði eins og heitið var, heldur versna þau. — Og svo á fólk eftir að fá skattseðilinn sinn í vor. Þeir forustumenn launþega- samtaka, sem styðja ríkisstjórn- ina, hafa fram að þessu ekki viljað hafa mörg orð um þær að- gerðir, sem framkvæmdar hafa verið. En víst er um það að þeir hugsa þeim mun fleira. Líklega er óhætt að segja, að þeir hugsi ráðherrunum þegjandi þörfina. Vel útilátnum skammti af salti hefur nú verið hellt i sárin, og þau sár munu ekki gróa, heldur ýfast næstu vikur og mánuði, og ekki eru þeir öfundsverðir Björn Jónsson, .forseti Alþýðu- sambands íslands, og Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrún ar, að sitja á Alþingi og bera beina ábyrgð á þeim gjörðum ráðherranna, sem fólkið hefur að undanförnu fengið að líta. Sjálfsagt munu þessir heiðurs- menn þegja þunnu hljóði á þingi. Hvorugum þeirra er ætlandi að vera svo lítilþægur að verja þessar aðgerðir, en likiega hafa þeir heldur ekki manndóm til að rísa gegn þeim. Er þörf vísitölu- skerðingar? En eðlilegt er, að menn spyrji, hvort þörf sé á því að skerða nú vísitöluna um 3Yz til 514 stig (samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra er hér raun- verulega um 514 stig að ræða, þvi að hann taldi að hækka hefði þurft almannatryggingar- og sjúkrasamlagsgjöld svo, að vísitalan hefði af þeim sökum hækkað um 2 stig í stað þess að lækka um 3I4). Engin tilraun hef ur af stjórnvalda hálfu verið gerð til að leitast við að svara þessari áleitnu spurningu. Vel má vera, að svo sé nú komið fjárhag þjóðarinnar, að nauðsyn beri til þess að skerða kjör manna á þann veg, sem ákveðið hefur verið með hinni nýju kaupgjaldsvísitölu. Eins og áður segir hljóta þeir gífur- legu fjármagnsflutningar frá fólkinu til ríkisvaldsins, sem nú eiga sér stað, að koma einhvers staðar niður, og þá fyrst og fremst í skertri getu atvinnuveg anna til að greiða hátit kaup. Á því leikur heldur enginn efi, að þröngt er nú fyrir dyrum hjá fjölmörgum atvinnufyrirtækj'um, vegna hinna gifurlegu útgjalda- aukninga, ekki sízt vegna vinnu timastyttingarinnar. Áreiðanlega er það þess vegna rétt, að erf- itt hefur verið fyrir atvinnu- fyrirtæikin að taka nú á sig þær kauphækkanir, sem leiða áttu aif kjarasamningunum í desem- ber og komið hefðu til fram- kvæmda, ef vísitalan ekki hefði verið fölsuð. En ef svona er komið eftir hálfs árs feril vinstri stjórnar- innar, þá bar henni auðvitað að leggja spilin á borðið, segja fólkinu, að því miður hefðu áætlanirnar ekki staðizt, og þess vegna væri ekki um annað að gera fyrir landslýðinn en að sætta sig við lakari kjör en honum hefðu verið boðin. Eng- inn efi er á því, að öll ábyrg þjóðfélagsöfl hefðu tekið slíkum skýringum með skilningi, og þá hefði verið unnt að ræða fyrir opnum tjöldum með hvaða hætti kjaraskerðingin skyldi fram- kvæmd. Launþegar hafa áður sýnt, að þeir vildu axla byrðarnar. Þann ig tók allt fólkið í landinu mögl- unarlítið á sig áföllin á árunum 1967 og ’68, og eins hefðu menn axlað byrðarnar nú, ef stjóm- arvöld hefðu komið hreint til dyranna, en ekki beitt þeim bolabrögðum, sem raun varð á. Ógæfustjórn Ekki er ofsögum af þvi sagt, hve ógæfusamlega þessari ríkis- stjórn hefur farnazt í samskipt- um sínum við þegnana, en verst hefur hún þó leikið þá einstakl- inga, sem öflugastan stuðning sýndu henni fyrst í stað, þ.e.a.s. þá forustumenn í verkalýðs- hreyfingunni, sem styðja stjórn- arflokkana. 1 rauninni má segja, að ríkis- stjórnin hafi nú þegar svikið flest sin fyrirheit. Hún hefur fellt gengi krónunnar, hún hef- ur falsað vísitöluna, hún hefur sýnt opinberum starfsmönn- um fádæma fyrirlitningu, hún hefur rift kaupgjaldssamningum, sem gerðir voru í desember, og svo mætti lengi telja. Líklega hafa ráðherrarnir trúað þeim fullyrðingum sínum, að miklu auðveldara væri fyrir vinstri stjórn en aðrar ríkis- stjórnir að tryggja vinnufrið. Þeir hafa ætlað að framkvæma þessa stefnu sína með því að níðast á verkalýðsleiðtogum, sem stjórnin telur sér svo trúa, að þeir muni aldrei mögla. En nú hefur hún gengið feti of langt, og það mun sjást von bráðar. ir frá flesfam bygdum at regva í Tórshavn. Myndin er tekin á nnam á kajuna til at taka tátt í hátíðini og hyggja eftir kapj»- Lj'ósmynd Mibl. Árni Jóhnsen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.