Morgunblaðið - 27.02.1972, Side 28

Morgunblaðið - 27.02.1972, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 TVITUG .STIILKA OSKAST. 1 þýðingu Huldu Valtýsdóítur. unnusta hennar og án vitund- ar stjúpmóður hennar?“ „Hjákona? Sagðirðu það? Þú ert ágætur. Og ég múta henni ekki. Gilbert heíur gott af svo litlu mótlæti. Og hvað slj úp- móðurina áhrærir, þá sér Penny ekkert athugavert við það.“ „Henni ætti að finnast það at- hugavert og þú átt ekki að ala hið gagnstæða upp í henni.“ „Hér eru greinilega fleiri en einn siðgæðisvörður á ferðinni. Annars meinti ég það ekki þann ig. Og mér er sama, hvort þær eru vinir eða fjandmenn. Ég segi það satt. Cg Penny er vís til að verða vingjarnlegri í henn ar garð á eftir. En sleppum þvi. Ég haga mér auðvitað eins og hver annar skíthæfll, og er það sennilega líka, en mig lang ar ekki til að vera það. Ég er bara yfir mig ástfanginn af hnát unni og þú getur ekki ímynd- að þér, hvað það hefur mikil áhrif á mig. Ég hlakka til hvers dags sem upp rennur og vinnu- gleðin er tvöföld á við það sem hún hefur verið í mörg ár. Að visu þarf stundum að sýna þessu unga fólki umburðarlyndi og þölinmæði, vegna þess að það er svo óreynt, á í innri baráttu og hefur önnur sjónarmið. En gamalmenni eins og ég á lika skilið að fá að njóta lífsins. Við þurfúm á því að halda. Við, sem þurfum að fara að horfast í augu við dauðann og eilina. Þér er engin vorkunn . . . á miðjum aldri . . . Það er bezta skeiðið, það veit sá sem allt veit. Jæja, sleppum því. Hvað seg- irðu um K 481?“ „1 E flat?“ „Já. Komdu.“ Við gengum aftur inn í setu stofuna. Ruth og Kristófer stóðu á fætur og fóru út, um leið og við komurn inn. Penny sat ein eftir. Hún var búin með konfektið en sat enn með bók- ina. Við Roy bjástruðum við hljóðfærin og nóturnar og hóf- um síðan Mozart-samleikinn. Þegar smáhlé varð á pianóleikn um, sá ég að hún hafði ekki flett síðu í bókinni síðan við byrjuðum. Kvenfólk hefur yfir- leitt ekki áhuga á músík nema þær stundi þá sjálfar hljóðfæra leik. Það kom mér þvi aiveg á óvart, að Penny væri undir niðri músíkunnandi. Það var mér svo mikið undrunarefni, að ég fipaðist næstum í triilunni sem kom á eftir. Ég náði mér þó aftur á strik og tökst prýði- Lega það sem eftir var af kafl- anum, þótt ég segi sjálfur frá. „Fjári gott hjá ökkur,“ sagði Roy. „Þú stóðst þig vel. Þú hlýtur að vera í góðri þjálf- un.“ „Þú lika.“ „Jæja, feginn er ég ef þess sjást merki. Ég hef æft mikið siðustu mánuðina. Það kemur til af því ég er svo . . . uh . . . full- ur af lífsþrótti.“ „Ertu að undirbúa hljóm- leika?“ Þar hitti ég í mark, en hann var allur á ve.rði. „Eiginlega ekki. Bara mér tii ánægju. Þó gæti verið að ég tælki þátt í hljómleikum fyrir góðgerðarfé- lag í haust, en það er óráðið. Ég veit ekkert, hvar ég verð þá.“ Penny fletti blaði í bókinni. Hann leit til hennar. „Heyrðu, Penny, hlustaðu nú vel á næsta kafla. Hann er alveg framúrskarandi og ætti að vera þekktari. Hann er stutt ur.“ Ekkert hefði dugað betur til að flæma hana út úr stofunni. Hún tautaði eitthvað um að hún þyrfti að hjálpa Kitty á leiðinni til dyranna og það fannst mér heldur vsemin afsök un. „Jæja“, sagði Roy, þegar hún var farin. „Ekkert má. Það er eins og það sé ómögulegt að nálgast þessa telpu.“ „Tekst Gilbert það ekki?“ „Ætli það ekki. Svona stundum. En hún verður ekkert auðveldari í sarnbúð fyrir því. Þó er víst ekki hægt að álasa henni." „Nú, hvers vegna ekki?“ „Eins og þjóðfélagið er allt orðið. Engin tækifæri fyrir vel gefið fólk með sköpunarþrá eða . . . ég veit auðvitað að þér finnst það algerlega óumbætan- legt. ..“ „Mér finnst ekkert um það." „Einmitt. Eigum við að halda áfram?" Okkur tókst ek'ki eins vel upp í hæga kaflanum, aðallega vegna þess að nú fór ég aftur að hugsa um greiðann, úr því Penny var farin út. Forvitnin sagði já, eins og venjulega. Við tilhugsunina um það, hvað þetta yrði aldeilis hryllilegt kvöld, hrópaði eitthvað innra með mér: nei. Framkoma Pennyar styúkti lika þetta nei. Þegar við vorum hálfnaðir með kaflann og Kitty kom inn, tók ég loka- ákvörðunina: nei. Kitty gekk hljóðlega inn, gætti þess að trufla okkur ekki og tók upp saumadót. Við luk- um kaflanum nokkurn vegirin samtímis. Kitty lagði frá sér saumana og klappaði saman lófunum eins og krakki með fingurgóma beggja handa upp- vísandi. „Ég vildi að ég hefði komið fyrr og fengið að heyra allt,“ sagði hún lágum rómi eins og til að undirstrika vonleysið sém umlukti hana. „Ha?“ Roy hélt hendinni fyr ir aftan annað eyrað, annað hvort vegna þess að hann hafði ekki heyrt, hvað hún sagði, eða til að láta í ljós andúð sína á þessum tilgerðarlega vonleysis- tón. „Ég sagði, að ég vildi að ég hefði fengið að heyra allt,“ hrópaði hún en sleppti þó ýktu varahreyfingunum í þetta sinn. „Þakka". Hann lagði Stradivarius-fiðl una í kassann. Kitty tók upp saumana aftur. Mér sýndist háls inn á henni hafa lengzt um helm- ing á þessum augnablikum. Ég stóð á fætur og fór að líta í kringum mig í stofunni. Þarna var dýr plötuspilari með mögn- urum, borð við vegginn með marmaraplötu og á henni ótal flöskur, vasabókarstafli, stórir postulinskettir, veggspjöld í ramma með myndum af Che Gue vara, IIo-Ohi-Minh, nöktu fólki í ástaratlotum og aðrar táknrænar myndir fyrir okkar tima. Ég heyrði (greinilega) að Kitty sagði stundarhátt að baki mér: „Heyrðu, heldurðu að þú gæt ir ekki rætt baðkersmálið við Stykkishólmskonur Munið fundinn í Tjarnarbúð miðvikudaginn 1. marz kl. 8,30 e.h. Nefndin. velvakandi 0 Margkrafin um útvarpsgjöld Þetta bréf barst okkur ofan úr Borgarfirði: „Ágæti Velvakandi! Um leið og ég þakka þér fyrir aflla þá skemmtun (og stundum gremju), sem pistlar þínir hafa veitt mér, lamgar mig til þess að biðja þig fyrir nokkrar línur. Og tilefnið er Innheimtudeild Ríkisútvarpsins. Það eru víst fleiri en ég og mitt heimili, sem hafa undan þeirri stofnun að kvarta, samanber Pósthólf 120 í útvarpinu fyrir skömmu. Upphaf okkar viðskipta við Ríkisútvarpið er það, að í byrj- un búskapar okkar gaf maður- inn minn mér útvarpstæki, og var það skráð á mitt nafn, og síðan hefur útvarpstæki heim- ilisins alltaf verið á mínu nafni, en ekki nafni manmsms míns. Þetta var nú allt i lagi þangað til við fengum sjónvarpstæki, sem var skráð á nafn heimilis- föðurins að venju. Þegar inn- heimtuseðlar fyrir afnotagjöld- um koma, fæ ég auðvitað gjald- seðil fyrir útvarpstækið eins og vanalega og maðurinm minm gjaldseðil fyrir sjónvarpstækið og útvarpstækið líka. (Spum- ing: Getur maður ekki átt sjón- varpstæki, án þess að þurfa að borga af útvarpstæki, sem hann hefur aldrei átt?) Við vildum ekki una því að borga tvöfalt iðgjald af útvarp- inu og báðum um að útvarps- gjaldið yrði strikað út af gjald- seðli mamnsins mims, en ég vildi fá að eiga mitt útvarpstæki áfram eins og verið hafði. Við borguðuim þess vegna af bæði útvarpi og sjónvarpi eins og vera bar, en ekki tvöfalt út- varpsgjald. Þetta var árið 1963. Þrátt fyrir stteriflega beiðni til imnheimtudeildarinnar var þetta ekki leiðrétt á næstu gjalöseðl- um. Um haustið 1970 koma hingað tveir menn frá Ríkisút- varpinu og eru þá að karnna hvort hér séu eteki ógreidd af- notagjöld af sjónvarpi og út- varpi fyTÍr árið 1968. Menn þess ir voru himir prúðustu og tóku vel fullyrðingum okkar um að gjöldin hefðu verið greidd á réttum tíma, þrátt fyrir að kvittamir voru glataðar. Enda átti að vera hægt að fá úr því skorið á pósthúsinu, þar sem gjöldim voru greidd. Það stóð heldur eteki á því að fá viður- kenmingu pósthúsisims að þetta væri rétt. Töldum við því að þetta væri úr sögunmi, En svo gerist það núna hinn 5. febrú- ar 1972, að maðurinn minm fær bréf frá lögfræðisterifstofu í Reykjavík, dagsett 9. 12. 1971, þar sem hamm er krafimm um af- notagjald af hljóðvarpi og sjón- varpi fyrir árið 1963, auk kostn- aðar, og skal skuldin vera greidd fyrir 6. 1. 1972, elia muni húm verða imnheimt með málsólkn. Enm á ný var leitað til pósthús'sins og fengnar við- urkenmimgar fyrir greiðslu beggja gjaldamna. Nú langar mig til að spyrja: Hvað verður um þá peninga, sem fólk borgar skilvíslega fyr- ir útvarp-sjónvarp, og hvergi koma fram? Er ekki kominm tími til að láta fara fram opinbera ramm» sókrn á fjárreiðum og bókhaldi inmiheimtudeildar immar ? Ása í Ás!.“ UM PASKA BROSANDI SUMARSÓL Á COSTA DEL SOL ENGINN STAÐUR EVROPU GETUR KEPPT VIÐ COSTA DEL SOL UM VEÐURSÆLD OG VINSÆLDIR. NÚ ERU SÍÐUSTU FORVÖÐ AD TRYGGJA SÉR SÆTI í PÁSKAFERÐINA VINSÆLU 28. MARZ — 4. APRÍL. ÞOTUFLUG FLUGFÉLAGS ÍSLANDS — 1. FL. GISTING. VERÐ FRÁ KR. 15.500,— FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17. SÍMAR 20100/23510/21080.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.