Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 5
MORGU.NBLAÐiÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1972 300 manna kór Þingeyinga Björk, 28. febrúar. KIRKJUKÓRARNIR í Suður- Þingeyjarsýslu héldu mjög veg- lega samkomu sl. laugardags- kvöld í Ljósvetningabúð. Hófst hún með samdrykkju. — Formað ur Kirkjukórasambandsins, Þrá- inn Þórisson, setti samkomuna og stjórnaði henni af miklum skörungsskap. Meðan setið var undir borðum sungu 6 kirkjukór ar 2—3 lög hver. Þeir voru: Kirkjukór Hálssóknar, söng- stjóri séra Friðrik A. Frið- riksson og undirleik annaðist Gertrud Friðriksson, Kirkjukór Húsavíkur, stjórnandi Steingrím ur Sigfússon, Kirkjukór Nessókn ar á Aðaldal, stjórnandi Sigurður Fransson, undirleikari Friðrik Jónsson, Kirkjukór Grenjaðar- staðar, stjórnandi Sigurður SLgur jómsson, undirleikari Friðrik Jónsson, Kirkjukór Reykjahlíðar kirkju, söngstjóri Jón Ámi Sig- fússon, undirleikairi Björg Frið- riksdóttir og Kirkjukór Skútu- staða, söngstjóri örn Friðriksson. Þegar borð höfðu verið tekin upp, söng sýslukórinn nokkur lög þ.e. allir kóramir sameigin lega og auk þess söng með fólk úr Reykjadal og Bárðardal og víðar, alls á þriðja hundrað manns. Hver söngstjóri stjórn- aði einu lagi. Heiðursgestir þess arar samkomu voru Páll H. Jóns son og kona hans. Páll var áður fyrr mjög virkur þátttakandi í sönglifi hér í sýslunni. Hann var formaður kirkjukórasambands- ins um margra ára skeið. Páll flutti þarna snjaila ræðu. Mrnnt ist með ánægju fyrri tíma og hvatti til dáða á þessu sviði. — Margir fleiri tóku til máls og tóku mjög í sama streng. Talið er að um 400 manns hafi ssótt punktamót þetta, sem svo var nefnt, og segja má að það hafi tekizt með miklum ágætum og verið öllum til sóma er að stóðu. Veitingar voru afburða rausnar legar og vel fxam bornar. Að lok um var stiginn dans af miklu fjöri fram eftir nóttu. Veðrið var hið ákjósanlegasta og sumarfæri á öllum vegum. Hjálpaði það vissulega til að gera slíka sam- komu sem þessa mögulega um hávetur. — Kristján. Fasteigna- og skipasalan hf. Strandgötu 45, Hafnarfirði. Opið alla virka daga kl. 1—5. Sími 52040. Nýkomnir köflóttir RENNILÁSAJAKKAR og dökkbláir SJÓLIÐAJAKKAR úr þykku alullarefni. Stærðir 14 til 18. Verð 2.998,00 krónur. Ennfremur MOLSKINNSJAKKAR í stærðunum 12 til 50, TANINGA- BUXUR úr ull og polyester — falleat snið. Hagkaup Lækjargötu — Skeifunni 15. SAMKVÆMISKJÓLAEFNI ÍTALÍA - SVISS Glæsileg' ítölsk sam- kvæmisk jólaef ni. Ný sending frá Sviss tekin upp í dag. Athugið! Efnin eru sérpöntuð og fást aðeins hjá okkur. Op/ð til klukkan 10 V Vörumarkaðurinnhf. ARMULA 1 A — REYKJAVIK — SIMI 86-113. ALUR KRAKKAR EICA AÐ LE5A ÞETTA ! ANDRES ÖND OC FELAGAR halda barnaskemmtun í Háskólabíói n.k. sunnudag 5. marz kl. 1,15 eftir hádegi. Fyrst spilar skólahljómsveit Kópavogs, þá verður kvik- myndasýning — teiknimyndasyrpa. Ómar Ragnarsson skemmtir með gamanvísum o. fl. Þá stjórnar Svavar Gests ýmsum leikjum og hefur spurningakeppni, þar sem mörg góð verðlaun verða veitt. UM LEIÐ OG SKEMMTUNINNI LÝKUR FÁ ÖLL BÖRNIN AFIIENTA SÉRSTAKA GJAFAPAKKA FRÁ ANDRÉSI ÖND. Verð aðgöngumiða er kr. 100.— og verður forsala aðgöngumiða á eftirtöldum stöðum í dag og á morgun: Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri. Bókabúð Jónasar Egg- ertssonar, Rofabæ 7. Bókabúðinni Vedu, Álfhólsvegi 5, Kópavogi. Bókabúðinni Grímu, Garða- hreppi. Bókabúð Qlivers, Hafnarfirði og í Háskóiabíói. Allur ágóði rennur til barnaheimilisins að Tjaldanesi og líknarsjóðs Þórs. Lionskiúbburinn ÞÓR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.