Morgunblaðið - 03.03.1972, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.03.1972, Qupperneq 17
MORGU'NBLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1972 17 BANDARISKU FORSETA- KOSNINGARNAR Kuldinn nísti aðra frambjóðendur í New Hampshire meðan Nixon var í Kína Tom Wicker, hinn kunni dálkaliöfiindur New York Tinies endaði nýlegra einn dálk sinn, sem fjallaði um prófkosning'arnar í New Hampshire n.k. sunnudag, með þessum orðum: „Fram- bjóðendum demókrata hlýt- ur að hafa fundizt kuldinn nistandi í New Hampshire þessa dagana.“ I»að sem gerði kiildann svo nístandi var að dómi Wickers sú staðreynd, að 21. febrúar átti Nixon Bandarik jaforseti fund með Mao Tse-tung leiðtoga kin- verskra kommúnista og í biöðum og fjölmiðlum var ekki um annað talað og hafði vart verið talað um annað en Iieimsókn Nixons til Kína. Nú er Nixon kominn heim og enn er ekki um annað tal- að en heimsóknina, enda var hún óneitanlega mikill sögu- legur atburður. 1 Bandarikj- unum er heimsóknin, tilgang ur hennar og árangur túlkað á tvennan hátt. Annas veg- ar velta menn því fyrir sér hvort þetta hafi verið vikan sem breytti heiminum, en hins vegar hvort þetta hafi verið vikan, sem tryggði Nixon forseta áframhaldandi búsetu við 1600 Pennsyl- Edmund S. Muskie vania Avenue, fram í janúar árið 1977. í BRENNIDEPU Eins og fiestum mun kunn- ugt fara fram forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum 5. nóvember n.k. og kosninga- baráttan um það hver hljóti útnefningu flokkanna til framboðs er að ná hámarki og nú á sunnudag fer fyrsta prófkjörið fram í New Hampshire, sem er 6. minnsta fylki Bandaríkjanna bæði landfræðilega og hvað fólks- fjölda snertir. Fyrsta próf- kjörið hefur um áratugaskeið farið fram í þessu fylki og þegar forsetakosningar fara fram byrja væntanlegir fram bjóðendur bókstaflega að flæða yfir fylkið mörg- um mánuðum áður en sjálft prófkjörið fer fram og þá mánuði er þetta litla fylki mjög í brennidepli, því að úr slit kosninganna þar hafa löngum þótt mjög mikilvæg. Prófkjörið í New Hamps- hire er mjög mikilvægt fyr- ir þá, sem þar bjóða sig fram, og nú einkum fyrir demó- kratana, því að alls sækjast 10 demókratar eftir útnefn- ingunni, þó ekki séu þeir nema 6, sem fara fram í New Hampshire. Repúblikanar eru aftur á móti aðeins 3, með Nixon, en auk hans eru á kjörseðlinum nöfn þeirra Paul McCloskeys og John M. Ashbrooks sem báðir eru fulltrúadeildarþingmenn, en framboð þeirra eru ekki tek- in alvarlega. Demókratarnir 6, sem eru í framboði eru Edmund S. Muskie, öldungadeildarþing- maður og varaforsetaefni Humphreys 1968, George McGovern, öldungadeild- arþingmaður, Sam Yortv borgarstjóri Los Angeles, Vance Hartke öldungadeild- arþingmaður, Wilbur D. Mills fulltrúadeildarþing- maður og Edward C. Coll Richard M. Nixon þingmaður. Af þessum 9 mönnum er talið víst að það verði aðeins 2, sem fái veru- legt atkvæðamagn og það eru þeir Nixon og Muskie. Síðustu skoðanakannanir gefa til kynna að Nixon muni fá 71% af repúblíkana- atkvæðum og Muskie 65% af atkvæðum demókrata og að afgangurinn • skiptist milli Framhald á bls. 20 afírum og öðru fólki (einkum ísíendingumj EFTIR STEINUNNI SIGURÐARDÓTTUR ÞAÐ var héma á dögunum; satt að segja daginn eftir að mennirnir þrett- án vom skotnir til bana i Derry, að þessi tólf þúsund manna háskóli, UCD, sem ég sæki reglulega, iagði land undir fót, og marséraði með spjöid og svarta fána niður að brezka sendiráði. Þetta er sjö kilómetra leið, eða svo, og satt að segja misati ég af göngunni; varð of sein, en rétt- lætti það síðar með því, að sennilega hefði engin ganga verið, heldur hefði hefði fólkið þyrpzt að veslings sendi- ráðinu í strætisvögnum og öðrum vélknúðum ökutækjum. Þá er þess að geta, að tvennt ann- að, minnst, ungir námsmenn við áð- umefnda stofnun, urðu líka of sein- ir, já, hreiniega misstu af göngunni miklu, og þó ekki, því að við ákváð- um um síðir að ganga okkur saman upp að hnjám niður að brezka sendi- ráði. Það gerðum við. Þetta var daginn, sem hálkan var; senniiega eina hálkan, sem hefur nokkurn tíman látið sjá sig hér í Dublin. Það var mikið á sig lagt. Hvað eftir annað forðaði eitt eða tvennt úr þessu harðsnúna göngutríói afganginum frá falli með því að kippa snarlega í handlegg, eða hand- leggi. Flestir rólfærir borgarar höfðu safnazt um 9endiráðið, sem þeir lögðu reyndar í rúst tveimur dögum síðar af grimmd og hörku í ofsa- veðri. — Ég ákvað að hætta mér ekki inn í þvöguna vegna meðfæddr- ar innilokunarbenndar og sagði skil- ið við hina tryggu mótmælagöngu- nauta mína, Pat og Ronan. Þá komu tvær litlar stúlkur í mín- um bekk aðvífandi með svarta fána, sem á var letrað hvítum stöfum tal- an 13. — Þær spurði mig, hvort ég hefði verið í göngunni. „Heidur bet- ur,“ sagði ég hróðug. „Það gleður ofck ur, að ísland er á okfcar bandi í þessu máli,“ sögðu þær. Þá brosti ég undirleit. Svo fóru þær; sennilega heim til sin að læra. SONARSONUR OSKARS WILDE Ekki leið á löngu þar til ég kom auga á eina merkilega manninn, sem ég hef hitt frá því að ég kom til ír- lands — fyrir þremur árum. Hér er um að ræða sonarson Óskars Wilde. Við hittumst undir vafasömum kring- umstæðum fjarri mannabyggð i kofa fj allgöngukiúbbs Drottningarháskóla í Belfast. Þar var mér bent á hann úr fjarlægð og tilkynnt, að hér væri sonarsonur Óskars Wilde lifandi kominn. Þá ólgaði og sauð í mér hinn íslenzki þjóðarsjúkdómur, smobb, og ég þurfti að beita mig ofsalegri hörku til þess að ráðast ekki á manninn og hefja samræður, grundvallaðar á ættemi hans. Á endanum vorum við náttúrlega kynnt hvort fyrir öðru og síðan hljópst ég virðimgarfyilst á brott, ákveðin í að láta ekki í minni pok- ann fyrir þessum hættulega sjúk- dómi, sem í flestum tilfellum leggst þungt á fólk og getur verið banvænn. Mér til mikillar gleði þekkti sonar- sonurinn mig aftur, þrátt fyrir þá staðreynd, að i eina skiptið, sem við höfðum hitzt áður, va-r hann kominn langt á leið inn i land áfengisdraum- ainna. „Mikið er gaman að vera svona eftirtektarverð,“ hugsaði ég með mér þegar somarsonurinn heilsaði mér og brosti. Svo ræddum við málin á breiðum grundvelli og ég varpaði snögglega fram þeirri kenningu, að senmilega hefði írski lýðveldisherinn sjálfur skotið mennina til þess að vekja reiði og andstyggð almennings á brezka bernum. „Væri það nú ekki einum of djöfullega hugsað," sagði sonarsonur Óskars Wilde. „Jú,“ sagði ég, „ég læt bara svona.“ Eftir nokkra stund komumst við að þeirri niðurstöðu, að þetta væri mjög kald- ur dagur. Hafandi komizt að svo Steinunn Sigurðardóttir meistaralegu samþykki, hugsaði ég, að ekki væri lengur til setu boðið, þar sem við stóðum úti á götu, og sagðist þurfa að flýta mér, þótt það væri helvítis lygi, og kvaddi sonar- soninn með virktum og hann mig. Síðan þetta var hef ég meðal ann- ars komizt að því, að umræddur mað- ur er fyrirlesari í hagfræði (!!!) og hefur ekki eftirnafnið Wilde. Þá læð- ist óhj ákvæmilega að mamni grun- semdir um, að sonarsonurimn eini sé dóttursonur — og vonar auðvitað það bezta. Allt um það, ég gleðst í hjarta mín.u yfir þeim karakterstyrk og al- mennu andlegu þreki að hafa aldrei imprað á Ósfcari Wilde við sonarson- inn, hvort sem hamn er það eða ekki — og ég hef ekki í hyggju að verja því sem eftir er ævinnar til þess að komast að hinu sanma í málinu. Því verður að vísu ekki meitað, að þessi dularfulla persóna líkist óhugnanlega myndum af skáldimu mikla. En hvað sannar það? ABBABABB ERÐANÚ BORG Dublin er undarleg borg, eða borg- leysa. Mér skilst, að hér búi um átta hundruð þúsund mamns, sé allt með- talið. Miðborgin er pínulítið ekki neitt, umkringd ofvöxnum útborgum, sem eru ekki alveg eins skítug og móðir þeirra. Það kæmi mér e-kki á óvart, ef rannsóknir staðfestu þá sannfæringu mína, að Dublim sé skít- ugasta borg á vesturhveli jarðar — og minnir það á himn gullvæga frasa „dear old dirty Dublin“, sem felur í sér þetta einkennilega sambland af væntumþykju og viðbjóði, sem fólk hefur á borginmi. Um Dublin hefur verið sagt, að hún hafi flesta ókosti stórborga en fæsta af kostum þeirra. Ekki fjarri sanmi. Listalífið hér (svo ég viki enn einu sinmi að bókmenntum og listum) er einkar fábreytt, hvar sem á það er litið — og fátt um „spennamdi staði". Samgöngur eru með eindæm- um tregar — og vilja sumir kenma það drykkjuskap strætisvagnastjóra. Mér væri svo sem alveg sama, þótt þeir væru dauðadrukknir allir saman daginn út og inn alla daga, ef ^eir héldu áætlun svona nokkurn veginn. En að bíða eftir strætisvagni hér er eins og að bíða eftir Godot, og ég hef eftir áreiðanlegum heimildum, að leikrit Beckets, Beðið eftir Godot, sé lúmsk ádeila á strætisvagnaþjón- ustuna í Dublin. En vilji svo undar- lega til, að maður rekist á strætis- vagn á förnum vegi, er algjör nauð- syn að halda sér fast og lengi, eftir að maður er kominn um borð, eink- um ef kirkja er á næsta leiti, og það eru þær náttúrlega alltaf. Þá nefni- lega sleppir ökumaður taki á stýris- hjóli og signir sig vandlega. Að hans dæmi fara farþegar — allir nema ég — ég held mér fast í dauðans ofboði. — Annars er stundum gaman í strætó hér, einkum ef drukkin kona, eða maður á neðra þilfari tekur sig til og rennir í gegnum þjóðlagaforða eyjunnar grænu á einu bretti. Síðast í gær varð ég vitni að því, að mað- ur á efri árum, vel við skál, settist við hlið prúðbúinnar, fremur fýlu- legrar, roskinnar konu í almennimgs- vagni og renndi í gegnum hvern brandarann á fætur öðrum, hátt og skýrt, svo allir heyrðu. Þetta olsll þeirri röskun, að fólk gleymdi að Framlmld á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.