Morgunblaðið - 03.03.1972, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUk 3 M ARZ 1972
20
Runólfur Runólfsson
F. 20/2 1875. D. 27/2 1972
„Farirm burt í betri heim —
burt að stærri ljósum,
dýpri, fegri hörpu-hreim,
hreinni sumar-rósum —
ert þú nú, og Guðs í geim
geisla laugast ósum:
ótt þér bú við röðla-reim,
roða af degi ljósum."
Vestur-íslendingurinn Krist-
inn Stefánsson.
ALDINN vinur minn, er fiuttur
i fegurri heim, og var hann orð-
i«n 97 ára gamall.
Runóifur var í meðallagi hár,
rammur að afli, hæfilega þrekinn
og vöxtur hans samsvaraði sér
vel. Allur var svipur hans hinn
drengilegasti. Hann var kvikur á
fæti, og jafnvei i fasi hans mátti
íinna að hann vildi sjálfur velja
sér leið, en ógjarna þræða ann-
exra slóðir.
Hversdagsiega var hann stillt-
ur í viðmóti, eigi orðmargur, en
ávailt glaðlegur og fyndinn.
Lund hans var viðkvæm og til-
finningamar næmar og sterkar.
Eitt af sterkustu einkennum Run
ólís var það eigi að neyta liða-
munar, heldur að veita þeim er
á var haliað og minni máttar.
Hann var fastur í lund og vin-
hoiiur. Hann gerði sér þó eigi
far um að leita sér vinsælda, en
hann átti marga vini og kunn-
ingja eldri sem yngri, og ég hygg
því fleiri sem nær dró ævilok-
um — fleiri en hann vissi um
sjáifur.
Fóik virðir og metur það, sem
bezt er og sannast, ex það loks
fær komið auga á það.
Hugur Runólfs hneigðist
snemma að bókum, en þess var
ekki kostur að fara til langskóla
náms, og varð hann þá að láta
sitja við fræðslu þá er hann gat
af sjáifsdáðum afiað sér.
Kæri vinur. Ég bið þér allrar
blessunar í æðri veröld.
Börnum, tengdabömum, bama
bömum og niðjum öllum sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Helgi Vigfússon.
1 DAG kl. 2 fer fram fyrsta jarð-
arför frá hinni nýju og glæsiiegu
kirkju Bústaðasóknar.
Vel fer á þvi að það skuli vera
landnemi f jöldabyggðarinnar á
þvi svæði og vafalitið aldursfor-
seti byggðarinnar sem þar hefir
einnig fomstuna.
Umhverfi skeiðvailarins við
Eliiðaár var hin óhreyfða jörð,
er Runóifur Runóifsson byggði
hús sitt þar uppi í brekkunni
fyrir 40 árum.
Þar vann hann nú á síðustu
árum meira og minna að bygg-
ingu nýs húss á lóðinni með dætr
um sínum og tengdasyni, Georg
Arnórssyni, málarameistara, Ás-
gerði konu hans og Lám systur
hennar.
Þriðja dóttirin er Gyða, gift
Júiiusi Magnússyni, húsasmið.
Þessir sterkustu baráttumenn
hugsjónar Góðtemplarareglunn-
ar hafa nú kvatt undarlega þétt
siðustu daga. Ailir vom þeir vin-
ir, sem vænta mátti, og þar sem
Steindór Bjömsson frá Gröf var
áratug yngri en Runóifur, spurði
hann oft í sima eftir öldungnum,
er hann var orðinn sjúkur og bað
að láta sig vita, ef eitthvað
breyttist, en reyndin varð, að
hann fór sjálfur á undan og
Hannes J. Magnússon og Pétur
Sigurðsson.
Algjör ákveðinn bindindismað-
ur var Runólfur aHa tið, bæði
á áfengi og töbak, áður en hann
gekk í Regluna, en taldi það
samt sitt lifsins ián, að hafa not-
ið þess félagsskapar bæði til bak-
tryggingar sinni eigin ákvörðun
og til að geta þar fengið tæki-
færi til að skipa sér í sveit tii
mannbóta.
Aldrei lét Runólfur sig vanta
til sinna trúnaðarstarfa eða á
neinu standa er honum var fai-
ið, og svo mun hann hafa í þvi
gjört harðar kröfur til sjálfs
síns, að með eindaamum var.
Auk margvislegra starfa hans
og annars er ég nefndi í grein-
arstúf um hann er hann var 95
ára og verður ekki endurtekið
hér, var hann umboðsmaður
stórstúkunnar í stúku sinni til
skamms tima og það ég bezt
veit aldursforseti hennar að ár-
um og svo langsamJega mest áber
andi að starfshug og þrótti nú
alveg fram á síðustu ár. Sjálf-
um var honum efst í huga allt
fram til þess síðasta, að kynna
sem flestum hugsjónir Reglunn-
ar, þá biessun sem unigir og
gamlir gætu veitt sjálfum sér
og öðrum, með þvi að ganga af
heilum hug í þær liðssveitir, ekki
aðeins gegn áfengisneyzlu, held-
ur einnig til auðugra og betra
lífs. Ritgerð hans sjáifs væri hér
of langt máf
Runólfur, þetta hógværa prúð-
menni, hlaut verðskuldaða heim-
iiisró með ástvinum sínum að
Byggðarenda 6. Óskandi væri að
við gætum látið sem flesta er há-
um aldri ná, iifa svo glaða við
sitt, sæJa á sinum aftni, sátta við
guð og menn, biðandi eins og
gróður jarðarinnar rólega þeirr-
ar sígandi frostnœtur, er feli
hann aftur i fang þeirrar jarð-
ar er hann ól.
Við templarar þökkum honum
fyrir dygga og langa þjónustu
hugsjónarinnar, vottum samúð
okkar þeim er studdu hann og
sakna hans og þökkum guði sem
gaf hann.
Ingþór Sigurbjs.
KVEÐJA frá stúkunni
VERÐANDI
Góði féiagi og neglubróðir,
Runólfur Runóifsson.
Á rúmra sjö áratuga ferii þin-
um í stúkunni okkar, Verðandi
nr. 9, hefur þú verið samtíma
mörgu fóiki, sem hefur komið>
staðið við ef til vilJ um skamma
hrið eða nokkra áratugi, og horf-
ið — sumt einfaJdlega gengið úr
stúkunní, en annað kvatt af
sömu ástæðu og þú ert nú horf-
inn okkur sjónum.
Við, sem sátum með þér síð-
ustu fundina í Verðamdi, drúp-
um höfði í þögn og með þakk-
Jæti í huga fyrir allt, sem þú
varst okkur og hugsjónum regl-
unnar.
Þú varst ekki málgefimn, en til-
lögugóður og traustur félagi.
Það var ekki fyrr en á 90 ára af-
mæli þínu fyrir sjö árum, að þú
sagðir okkur í fróðlegu og
skemmtilegu erindi frá því
helzta, sem á dagana hafði drif-
ið, svo sem er þú stofnaðir bind-
indisfélag 15 ára gamail -árið
1890, og margt annað, sem verð-
ur ekki rakið hér, því að þetta
er kveða okkar til þín, bróður-
ins, sem hafði aldrei hátt, en var
trúr til hinztu stundar. Þin
verður minnzt, heiðurfélagi okk-
ar, á meðan Verðandifundir eru
haldnir.
Ástvinum þínum vottum við
dýpstu samúð. Biessuð sé minn-
ing þín.
F. h. félagamna í st. Verðandi
nr. 9.
Njáll Þórarinsson.
— Kröfur
Framhald al bls. 14
harðskeyttum mótmælend-
um og verið stjómað af
þeirra mönnum. Framkoma
þeirra gagnvart kaþólskum
er sögð hafa einkennzt af
hroka og yfirgangi. Öfga-
fyiistu sambandssinnar neita
því raunar, að svo hafi ver-
Ið, en hógværari mótmælend-
ur segjast I engu geta varið
þessar sveitir. Gengið var að
þessari kröfu eftir að fuli-
trúi brezku stjórnarinnar
hafði rannsakað skipulag og
starfsemi sveitanna og mælt
með því, að þær væru af-
vopnaðar og endurskipuiagð-
ar frá grunni.
6. Þá er loks að geta kröf-
unnar um afnám „Special
powers“-laganna, sem gerír
stjórn N-lriands fært að
stjórna nánast sem ein-
ræðisstjórn. Þeirri kröfu hef
ur verið afdráttarlaust synj-
að á þeirri forsendu, að
stjómin verði að hafa þessi
vöid til þess að verja stjóra-
arskrá landsins og Stormont.
Lítur stjórnin svo á, að af-
mám laganna mundi einungis
bjóða heim harðari baráttu
IRA fyrir sameiningu Irlands
og þannig grafa undan tiivist
hennar.
NICRA
*
Ouppfylltar
nýjar kröfur
McCorry sagði, að óupp-
íylltar kröfur NICRA væru
nú eftirfarandi:
1. Að brezki herinn hætti
að standa í vegi lýðræðis-
legra endurbóta á Stormont
stjórninni og þinginu. Til
þess þyrfti brezka stjórnin
að taka í taumana.
2. Að „Spécial powers" —
iögin verði afnumin, —• og
sleppt verði öllum þeim, sem
nú eru i varðhaldi án dóms-
úrskurðar.
3. Að öllum stjómmála
fiokkum verði tryggður rétt
ur til að vinna að markmið-
um sínum eftir iýðræðisieg-
um ieiðum.
4. Að sett verði lög, sem
tryggi fullkomiega, að þegn
um ríkisins sé ekki mismun-
að eftir trúarbrögðum eða
öðrum atriðum. í þessu skyni
sagði McCorry, að -brezka
stjómin gæti til að byrja með
látið nýju kynþáttalöggjöf
ina, sem samþykkt var í West
minster 1970, ná til N-ír-
lands. Það hefði ekki verið
gert vegna þess, að Stormont
stjórnin hefði staðið svo fast
á þeirri fuilyrðingu sinni, að
þetta væri ekki mál, er West-
minster ætti að fjalia um
heldur Stormont. „En vist
15.000 brezkra hermanna,
sagði McCorry, sýnist mér
næg sönnun þess, að þetta sé
mál, er Westminster á að láta
til sín taka.“
4. Að komið verði á sann-
gjörnu kosningafyrirkomu-
iagi, helzt hlutfailskosninga-
kerfi.
5. Að Westminster úr-
skurði, að iögiegt sé að
vinna í N-lrlandi að samein-
ingu írlands á lýðræðislegum
grundveili. Tii þessa hafa
brezk yfirvöld aiitaf stutt
þær kröfur Stormont stjórn-
arinnar að landamæri N-ír-
lands séu hvorki né verði til
umræðu. Það er fyrst á síð-
ustu mánuðum, að Harold
Wilson, leiðtogi brezka
yerkamannaflokksins hefur
látið uppi þær skoðanir, að
senniiega verði Irlandsmáiin
ekki endaniega ieyst nema
með sameiningu landshlut-
anna í einhverri mynd.
Fordæma
„provisional“
IRA
Það var á Kevin McCorry
að heyra, að talsmenn
NICRA teldu nauðsyniegt, að
brezka stjómin tæki stjórn-
arskipan N-Iriands til ræki-
legrar endurskoðunar og
kvæði upp úrskurð um það
með hverjum hætti N-írlandi
skyldi stjórnað í framtiðinni
og mannréttindi tryggð. Nú-
verandi ástand væri óviðun-
andi með öllu og NICRA for
dæmdi harðlega hryðjuverka
starfsemi „provisional" IRA.
Hann sagði að samtökin
styddu heldur ekki hernaðar
aðgerðir „official" IRA en þó
væru þær með öðrum og
skynsamlegri hætti, að þeirra
mati. Hann sagði ennfremur,
að samtökin krefðust þess
ekki, að Stormont þingið yrði
leyst upp, aðeins að þeim, sem
óskuðu, yrði leyft að vinna
að sameiningu.
Ég spurði McCorry, hvort
hann teldi að Bretar högn-
uðust fjárhagslega og stjórn
málalega á sambandinu við
N-írlamd og sagði hann það
siður en svo vera. Það væru
N-írar, sem hefðu hag af sam
bandinu við Breta, að
minnsta kosti fjárhagslegan
— frá þjóðernislegu sjónar-
miði horfði málið e.t.v. öðru
visi við. Hann kvaðst eindreg
ið þeirrar skoðunar, að N-ír-
ar mundu ekki búa við eins góð
lífskjör í sambandi við írska
lýðveldið og í sambandi við
Breta. Þó hefðu orðið talsverð
ar framfarir á írlandi og aug-
Ijóst væri, áð meginhluti
kaþólskra manna á N-Ir-
landi óskaði sameiningar.
Ég spurði McCorry að lok-
um hvaða ráðum samtök hans
beittu til að vinna að kröfum
sinum og tiltók hann sem
dæmi, að nú væru í öllu land
inu um 26—27.000 heimiii, sem
neituðu að greiða húsaleigu
og önnur opinber gjöld. Fylg
ismenn NICRA í stjómarand
stöðunni á Stormont hefðu
ekki setið þingfundi frá því
sl. sumar og kaþólskir menn
hefðu hvarvetna hætt störf-
um í nefndum og ráðum bæja
og sveitastjórna. Hann sagði,
að samtökin nytu stuðnings
margra aðila, meðal annars
irsku og brezku verkalýðs-
samtakanna, írskættaðra
manna í Bandarikjunum og
víðar. Ekki vildi hann viður-
kenna, að samtökin nytu að-
stoðar róttækra stjórnmáia-
flokka i öðrum löndum, eins
og stundum hefur verið hald
ið fram — né að marxistar,
hefðu gersamlega yfirtekið
samtökin. „Meirihluti stjórn-
arinnar mundi þó teljast
vinstrisinnaður, sagði hann,
sósialistar, kommúnistar,:
frjálslyndir vinstri menn, —;
vinstrimenn af ýmsu tagi, en
við njótum stuðnings margra
afla, einnig hreinna kapital-
ista. Við vinnum að auknum
mannréttindum íyrir alia
ibúa Norður-lrlands, mark-
mið okkar nú er að endur-
bæta lýðræði þings og stjóm
ar, — hvað tekur við þegar því
er náð, ja úr því verður fram
tíðin og rás atburðanna að
skera ..." — mbj.
— Kuldinn nísti
Framhald af bls. 17
hinna og þá helzt MeClosk-
eys, enda litiar líkur á að
nokkur geti sigrað Muskie,
sem er öidungadeildarþing-
maður frá nágrannafyikinu
Maine.
NIXON OG MUSKIE
Þó að ailt bendi til þess
að þeir Nixon og Muskie fái
yfirgnæfandi meirihluta at
kvæða í kosningunum á
sunnudag þarf það ekki endi
lega að þýða að það verði
þeir, sem hijóti útnefninguna
á flokksþingunum, (þó er
nær ógerningur að ímynda
sér að svo verði ekki með
Nixon). Úrslit prófkosning-
anna má túlka á marga vegm
Það er ekki alltaf nóg að fá
flest atkvæði, taka verður til
iit til hversu mörg prósent er
um að ræða og hversu mörg
prósent umfram keppinaut-
ana.
Prófkjörið í New Hamps-
hire er hið fyrsta af 24 próf-
kjörum, sem fram fara á tima
biiinu frá 7. marz til 27. júní,
en síðasta prófkjörið er í
New York. Það á þvi mikið
vatn eftir að renna til sjáv-
ar áður en þeim kosningum
lýkur og flokksþingin byrja
í júií. Hitt er annað að sag-
an sýnir að úrslit prófkjörs-
ins í New Hampshire hafa
oft leitt í ljós tiihneigingar
eða verið ábending um það
sem koma skal í næstu próf-
kjörum, hverjir sigri og
hverjir tapi og hér er átt við
báða flokka svo og þjóðina í
heild.
400 ÞÚSUND Á
KJÖRSKRÁ
Skv. nýjustu kjörskrártöl-
um frá New Hampshire eru
alls 400 þúsund manns á kjöi
skrá þar i fylki, en íbúar
eru alls um 750 þúsund. Af
þessum eru 160 þúsund skráð
ir repúblíkanar, 140 þúsund
óháðir og 100 þúsund demó-
kratar. Slagurinn kemur þvi
til með að standa um at-
kvæði óháðra, en New
Hampshire hefur nær und-
antekningalaust verið repú
biíkanafylki og í prófkosn-
ingunum 1968 fékk Nixon 84
þúsund atkvæði, en John-
son þáverandi forseti 26 þús
und atkvæði. Ýmsir teija að
þessi úrslit hafi verið upp-
hafið að endinum hjá John
son, þvi að skömmu eftir próf
kjörið í New Hampshire,
lýsti hann þvi yfir að hann
myndi ekki gefa kost á sér
aftur í framboð. I þeim kosn
ingum fékk Eugene Mc-
Carthy, sem talinn var „frið-
arframbjóðandi", aðeins 3
þúsund atkvæðum minna en
Johnson.
Mörgum kann að finnast
undarlegt að prófkjörið i svo
litiu íyiki skuli wra svo
mikilvægt, þvi af þeim 538
manns, i yfirkjördæmaráði
sem endaniega velja forset-
ann skv. úrslitum kosning-
anna í. nóvember koma að-
eins 4 frá New Hampshire.
En hér er það ekki stærðin,
heldur hefðin, sem ræður. Úr
slit íyrstu prófkosninganna
hljóta alltaf að hafa einhver
sálræn áhrif, og sá sem sigr-
ar stendur oftast betur að
vígi næst en sá sem tapar.
Þess vegna hefur líklega ver
ið anzi kalt hjá frambjóðend
unum sem börðust i New
Hampshire meðan Nixon
drakk te með Mao og Chou i
Peking og öil bandaríska
þjóðin horfði á.
-M»j.