Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1972
Landsliðið - HSV
f KVÖLD leiða saman hesta
sína í íþróttahúsinu í Hafnar-
flrði þýzka liðið HSV og is-
lenzka landsliðið í handknatt
leik. Er sá leikur liður í al-
þjóðahandknattleiksmóti því,
sem Víkingarnir gangast fyr-
lr, en fyrsti leikur þess móts
fór fram í gærkvöldi. Verður
spennandi að sjá hvernig
landsliðinu vegnar í kcppn-
inni við þýzka liðið, sem er
mjög gott og hefur innan
sinna raða fjóra landsliðs-
menn.
Leikkvöldið í Hafnarfirði
hefst kl. 20.15, á forleik, en
strax að honum loknum
hefst leikur HSV og lands-
liðsins.
VL sigraði í
síðasta leiknum
— í sendiherrakeppninni í ár
tJRSLITIN í Sendiherrakeppn-
fnni í ár urðu þau að Varnarliðið
sigraði í fjórum leikjum, en
Reykjavíkurúrval í einum. Síð-
asti leikurinn var leikinn á mið-
vikudagskvöld suður á Keflavik-
Varnarliðsmaður skorar körfu.
urflugvelli, og þá fór einnig
fram leikur í kvennaflokki milli
ÍR og úrvals af vellinum.
í kvennaleiknum bar það til
tíðinda að ÍR sigraði og er það í
fynsta skipti, sem íslenzkt
kvennalið sigrar kvennalið af
vellinum. ÍR hafði forystu allan
leikinn, og sigurinn 23:18 var
fyllilega vefðskuldaður.
f síðari leiknum voru liðin
mjög jöfn í byrjun, og þegair
hinir þrír amerísku dómarar siáu
að útlit var fyrir jafnan leik, þá
gengu þeir í lið með sínum mönn
um, og það var ekkert hálfkák á
þeirri hlutdrægni. Hún gekk það
langt, að jafnvel áhorfendur
voru farnir að púa á þá. Með
þessari hjálp tókst Vamarliðs-
mönnum að ná góðri forustu
fyrir hálfleik, en þá var staðan
42:23, og fyrir utan „dómara-
vandamólið" þá var það aðallega
hittnin sem fór með okkar menn,
en hún var slæm hjá liðinu. VL-
menn hittu mjög vel, og liðið lék
mjög sannfærandi.
í siðari hálfleik náðu okkar
menn sér öllu betur á strik, og
tókst fyrir lok leiksina að koma
muninum niður í 12 stig, en hon-
um iauk með sigri VL. 82-70.
StighæstiT í Rv.liðinu voru
þeir Agnar Friðriksson með 17
stig og Einar Bollason og Jón
Sigurðsson með 16 stig hvor.
gk.
wmmm
KR-ingar fagna sigri yfir Fram í 4. flokki karla
... LEIKIR UNGA
FÓLKSINS
2. flokkur kvenna
Ármann — Vikingur 8-1 (5-0)
í síðasta þætti um leiki unga
fólksins siæddist inn mjög ieið-
inleg vitleysa. Þar var sagt að
Valur væri að vinna Reykjavík
urriðilinn í 2. floikki kvenna.
Þetta er ekki rétt, heldiur era
það Ármannsstúlkurnar sem
standa bezt að vígi og allt útlit
er fyrir sigur þeirra. Þær eiga
aðeins tvo leiki eftir, við Fyikl
og fR, en þau lið eru ek'ki lík-
ieg til að taka stig af Ármanni,
þó að allt geti vitanlega gerzt.
Ef Víkingur hefði unnið hefðu
möguleikar Ármanns minnkað
verulega, en Víkings og Vals
aukizt að sama skapi. En það er
bara með þetta ef . . . þá . . .
—- Víkingur átti aldrei neina
möguleika á móti hinum skemmti
legu Ármannsstúlkum. í hálf-
leik var staðan 5-0 fyrir Ár-
mann. Seinni hálfleikur var held
ur jafnari og unnu Ármenning-
ar hann 3-1, lauk leiknum því
8-1.
Flestar stúlkurnar í Ármanns
liðinu eru hávaxnar og skot-
harðar. En auk þess að geta
skotið eru þær leiknar með bolt
I ann. Beztar í þessum leik voru
Katrín og Erla ásamt Sigrúnu i
markinu.
Víkingsliðið á ekki hrós skil-
ið fyrir þennan leik.
Mörkin: Ármann. Katrín 3,
Erla 2, Sigriður, Guðrún og
Ágústa eitt hver.
Víkingur. Kolbrún 1.
3. flokkur karla
Valur — Fylkir 11:11 (5:6)
Þarna var um að ræða enn
einn úrsiitaleikinn í 3. flokKi
Reykjavíkurriðilsins. Fylkir
hefði þurft að vinna til að vera
í baráttunni áfram. Það tók.st
ekki og er Fylkir þvi með
6 stig, en Víkingur og Valur
hafa hiotið 8 stig hvort félag.
Markahlutfall Víkings er tais-
vert betra, en þeir eiga eftir
rnun erfiðari mótherja en Vaiur.
Leiikur Vals og Fyl'kis var all
an tímann mjög jafn og munaði
mest þrem mörkum á iiðunum
Var það rétt fyrir leikslok að
staðan var 11-8 fyrir Fylki. Val
ur var með boltann og tókst
Jóni að skora gott mark. Fylkir
byrjaði á miðju, í stað þess að
spila rólega reyndu þeir ótima-
bært skot og Davíð skorar
skömmu siíðar 10. mark Vals.
Enn byrjar Fylkir með boltann
og spennan er í hámarki þegar
Jón kemst inn í sendingu, brun-
ar upp og skorar um leið og
fiauta timavarðar geilur við.
Vissulega var Fylkir öhepp-
inn að sigra ekki í leiknum, því
sigurinn var, að manni sýndist,
orðinn þeirra. Að vanda var Ás
bjönn beztur, en Guðmundur og
Stefán sýndu einnig góðan leik.
1 Valsliðið vantaði Sverri
Ögmundsson og munar um
minna en hann. Björn og Davíð
áttu góðan leik, Óskar sýndi
annað slagið skemmtilega hluti,
en „klikkaði" á miiii. Og ekki
má gleyma þætti Jóns undir lok
in.
Mörkin: Valur. Björn 4, Davíð
3, Jón 2, Karl og Óskar eitt
hvor.
Fylkir. Ásbjörn 4, Guðmund-
ur 3, Gísli 2, Stefán og Ómar eitt
hvor.
3. flokktir karla
Þróttur — KR 11-10 (3-5)
Þróttur byrjaði leikinn á því
að skora tvö fyrstu mörkin. KR-
ingar virtust ekki átta sig fyrst
i stað, en tóku svo heldur betur
við sér og skoruðu fimm næstu
mörk án þess að Þrótturum tæk
ist að svara. Þróttur átti þó sið-
asta orðið i hálfleiknum og stað
an í hálfleik var 5-3 fyrir KR.
KR-ingar höfðu áfram yfir-
Talið frá vinstri: Konráð Bjarnason, ritari GSf, Finnbogi Gunnlaugsson, Sveinn Bjömsson, Jón
Thorlacius og Páll Ásgeir Tryggvason.
Fengu gullúr og sty ttu
NÝLEGA var þremur kylfingum
er unnið höfðu það afrek að slá
holu í höggi, afhent gullúr og
verðlaunastytta fyrir afrek sín.
Er það fyrirtækið Sveinn Björns-
son hf. og Omega-umboðið sem
gefa þessi verðlaun og hafa gefið
þau til allra, er farið hafa holu
i höggi.
Að þessu sinnd fengu þeir, er
afrekið unnu á árinu 1970, af-
hent verðlaunin, en þeir voru
Gestur Magnússon frá Akureyrl,
en hann fékk afhent verðlaunin
fyrir norðan, Finnbogi Gunn-
laugsson frá Akranesi og Jón
Thorlacius úr Golfklúbbi Ness.
Sló Jón 9. holu á Nesvellinum i
höggi í september, en það er 140
m vegalengd og Finnbogi sló 9.
holu á Akranesvellinum, 109 m
vegalengd.
Páll Ásgeir Tryggvason, for-
maður Golfsambands íslands,
flutti stutta ræðu, er verðlaunin
voru afhent, og þakkaði fyrir-
tæki Sveins Bjömssonar fyrir þá
velvild, sem það hefði sýnt golf-
iþróttinni i áraraðir. Hann óskaði
einnig kylfingunum til hamingju
og Einherjaféiagsskapnum, en í
honum eru þeir, sem farið hafa
hoJu í höggi, til hamingju með
hina nýju félaga.
Ágúst setti
Íslandsmet
Góður árangur í mörgum greinum
Á INN ANFÉL AGSMÓTI, sem
haldið var af ÍR i Laugardalshöll
inni laugardaginn 26. febr. náðist
ágætur árangur og vom m.a.
sett tvö ný íslandsmet.
Úrslit í hinum einstöku grein-
um urðu sem hér segir:
1500 m hlaup karlar min.
Ágúst i Ásgeirsson, ÍR 4.19.4
(ísl. met).
Högni Óskarsson, KR 4.40.6
Júlíuis Hjörleifsson UMSB 4.41.5
(Drengjamet)
Steimþór Jóhannss. UMSK 4.53.7
Magnús Geir Einarsson, ÍR 4.58.3
(Sveimamet)
Sigurður Haraldsson, ÍR 5.46.2
(Piltamet)
Magnús Haraldsson, ÍR 5.46.5
1500 m hlaup konur mín.
Björk Eiríksdóttir, ÍR 5.44.0
(ísl. met)
Anna Haraldsdóttir, ÍR 6.10.0
Stangarstökk m
Guðmundur Jóhannsson, ÍR 4.29
Valbjörn Þorláksson, Á 4.14
Stefán Hallgrímssom, KR 3.54
Kúluvarp m
Guðm. Hermannsson, KR 16.78
Hreinm Halldórsson, HSS 15.45
Páll Dagbjartsisom, HSÞ 14.45
Guðni Sigfússon, Á 13.88
Valbjöm Þorláksson, Á 12.57
Guðni Halldórsson, HSÞ 12.07
Jón Þ. Ólafsson, ÍR 11.94
Óskar Jakobsson, ÍR 11.86
Kúluvarp sveinar m
Sigurþjöm Lárusson, ÍR 13.74
Jón Sævax Þórðarsom, ÍR 12.70
Kúluvarp konur m
Sigríður Sveinsdóttir, ÍR 7.21
Lilja Guðmundsdóttir, ÍR 6.59
FH OG
GOTTWALDO
SIGRUÐU
í gænkvöldi fóru tvedr led'kir
fram í Vikimgsimót inu oig urðu
úrslit sem hér segiir:
FH — FRAM 19:18.
GOTTWALDO — VÍKINGUR
23:21.