Morgunblaðið - 22.03.1972, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.03.1972, Qupperneq 16
16 MORGUNB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1972 Útgefandi hf Árva'kur, Rey'kiaví’k Fram'kværnda&tjóri Ha.raldur Sveinsson. Ritstjórar Mattihías Joharmesseft, Eyjóllfur KorrráO Jónsson. Aðstoðarrltstjóri SÍtyTm-ir Gunrtarsson. RítstjórnarfuMitrúi horbjörn Guðrrrundsson Fréttastjóri Björo Jóhannsson Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 1Ó-100. Augfýsingar Aðalstr'aeti 6, sími 22-4-80 Ásikriftargjal'd 225,00 kr á Tniámuði innanlande I íausasötu 15,00 Ikr eintakiO að fara nú að hætta að þykja tíðindi, þótt frétt- ir berist um að eitt eða annað hafi hækkað í dag eða í gær. Mjólk, kjöt, brauð, innfluttar vörur. Allt hefur þetta hækk- að meira eða minna, sumt einu sinni, annað oftar. En þó svo hafi verið, er það eitt, sem ekki hækkar, að heitið getur. Það er kaupgjaldsvísi- talan. Og af þeim sökum hafa launþegarnir orðið að bera flestar þessar hækkanir bóta- laust, enda er svo komið, að kauphækkunin frá í desem- ber hefur verið étin upp. Þetta eru efndirnar á fögru fyrirheitunum um 20% kaup- máttaraukningu á nséstu tveimur árunum eftir stjóm- arskiptin, — fyrirheit, sem vel var hægt að standa við, ef rétt væri á málum haldið. Síðast á mánudag fóru að berast fregnir um það, að áfengi og tóbak hefði hækk- að verulega, — og ef þeirri hækkun er bætt ofan á hækk unina í nóvembermánuði, sést að hér er ekki verið að tala um neina smáskildinga. Alls nema þessar hækkanir báðar um 240 millj. kr. á árs- grundvelli. Fjármálaráðherra hefur látið þess getið, að þessar hækkanir stafi af því, að ráð- stöfunartekjur ríkissjóðs hafi minnkað við meðferð Alþing- is á skattalagafrumvörpun- um. Ekki rekur hann þó nán- ar, við hvað hann á með þessum orðum. En hitt er ljóst, að eins og nýju skatta- lögin voru afgreidd á Alþingi leiðir af þeim um 11% aukn- ingu skattbyrði og um 15% aukningu tekjuskatta. En mikill vill meira og verða orð hans ekki skilin öðru vísi en svo, að honum hafi ekki þótt nóg að gert. En það er engin afsökun að halda því fram nú, að nýju skattalögin gefi minna en ætlað hafi verið. Við 2. umræðu fjárlaga varaði Jó- hann Hafstein einmitt mjög við því, að svo gæti farið, og lagði því til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, að af- greiðslu fjárlaga yrði slegið á frest meðan ekki lægi fyr- ir, hvernig tekna yrði aflað. En á það mátti ekki hlusta þá, heldur voru útgjöldin hækkuð um hvorki meira né minna en 50%, meðan allt var í óvissu um tekjuöflun- ina. Svo mikil spenna ríkti í þingsölunum þá dagana, að fjármálaráðherra sá sig knú- inn til að lýsa því yfir, að nýjar álögur yrðu lagðar á þjóðina á miðju ári, ef í ljós kæmi, að greiðsluhalli á rík- issjóði yrði ekki umflúinn með öðrum hætti. í Ólafskveri standa þessi orð: „Ríkisstjórnin leggur ríka áherzlu á, að takast megi að koma í veg fyrir þá háskalegu verðlagsþróun, sem átt hefur sér stað í efna- hagsmálum undanfarin ár og leitt hefur til síendurtekinna gengislækkana og óðaverð- bólgu. Hún mun leitast við að tryggja, að hækkun verð- lags hér á landi verði ekki meiri en í helztu nágranna- og viðskiptalöndum okkar. 1 því skyni mun hún beita að- gerðum í peninga- og fjár- festingarmálum og ströngu verðlagseftirliti." Það þarf ekki að leiða fram mörg vitni til þess að fá úr því skorið, hvemig ríkisstjórninni hefuf tekizt að standa við þessi fögru fyrirheit. Hver einasti maður á landinu, hvar sem hann býr og hverjar sem neyzluvenjur hans eru, get- ur sjálfur um það dæmt, hvernig til hefur tekizt. Það stendur ekki eftir eitt ein- asta orð í hinni tilvitnuðu málsgrein, sem við hefur ver- staðið. Miklu fremur er það, að verðlagsþróunin hefur aldrei verið háskalegri en nú, nema ef vera kynni í tíð fyrri vinstri stjórnarinnar, þegar hún var að fara fram af hengifluginu. Hveitibrauðsdagar ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar eru liðnir. Hún tók við blóm- legu búi, — svo blómlegu, að hún mat það sjálf, að með skynsamlegum vinnubrögð- um yrði hægt að auka kaup- máttinn um 20% á næstu tveim árum. Efndirnar hafa orðið, að í stað aukins kaup- máttar, hefur komið rýrnandi kaupmáttur. Ríkisstjórnin fær við ekkert ráðið í verð- lags- og peningamálum. Og það, sem maðurinn á götunni veltir nú fyrir sér, er ein- ungis þetta: Hvað hækkar næst? Hvaða nýjar álögur er nú verið að undirbúa? HVAÐ HÆKKAR NÆST? Þetta er mikilvægt starf Litid inn í kosningaherbúðir George McGovern Meðan Nixon Banda- ríkjaforseti dvaldist í Kína og rabbaði við Ohou En lai og Mao formann, vann fjöldi manna í Bandaríkjunum að því að koma honum frá í næstu kosningum og fá sjálf ir næsta farmiða til Peking. Einn þessara manna er George McGovem, þingmað- ur frá Suður-Dakóta, sem stefnir að framboði fyrir Demokrataflokkinn. For- kosningar hafa talsverða þýðingu fyrir þá sem stefna að útnefningu, en hinar fyrstu þeirra voru i New Hampshire 7. marz s.l. Ég hélt þangað eina helgi þegar rúm vika var til forkosning- anna i þvi skyni að ganga i lið með McGovem i 36 tirna og kynnast kosningastarfi hans. Ekki svo að skilja, að ég hafi sérstakan áhuga á að koma Nixon úr Hvíta húsinu og þvi síður vegna þess að ég telji McGov- em beztan til ráðsmennsku þar fallinn. Kosningastarf McGoverns er hins vegar at- hyglisvert og á margan hátt frábrugðið starfi hinna fram bjóðendanna. Undirbún- ingsstarf McGoverns er að mestu í höndum ungs fólks, sem margt greiðir nú at- kvæði i fyrsta sinn í forseta- kosningum. Það er einkenn- andi fyrir framboð hans, hve margt ungt fólk býður sig fram til starfa fyrir hann. Þessa helgi, sem ég fór til New Hampshire fóru um fimm hundruð ungmenni, mest háskólastúdentar, frá Massachusetts til að aðstoða við undirbúning forkosning- anna í N.H. Það ríkti glaðvær andi á aðalskriístofu McGoverns í Boston kl. 8 þennan laugar- dagsmorgun áður en lagt var af stað, þrátt fyrir frost og snjó úti við. Þarna voru nokkrir meíin um tvítugt við stjórn og var boðið upp á kaffi og kleinur á meðan út- skýrt var fyrir sjálfboðalið- unum, hvers vegna það væri þess virði að vinna fyrir McGovern, þótt blöðin segðu að hann væri vonlaús um árangur. Þingmaðurinn væri heiðarlegur og berðist fyrir þeim eiginleika og sann.sögli i opinberri stjórn- sýslu. Hann hefði alltaf ver- ið á móti stríðinu i Víetnam og berðist fyrir umbótum og frjálslyndi á öllum sviðum, þ. á m. fyrir frjálslyndari hasslöggjöf. Þeir sem spáðu honum óförum í kosningun- um og tryðu á skoðanakann- anir mundu vakna við illan draum, þegar þar að kæmi. í þann mund, sem ver- ið var að leggja af stað kom einn þessara sann- færðu hlaupandi til að byggja upp „móralinn" á leiðinni með því að segja fólki, að sams konar leiðang- ur Muskie fólks væri lagður af stað með 6 manns innan- borðs. Hlógu þá viðstaddir dátt. Rútan, sem ég var í, hélt til höfuðstöðva McGoverns í Manchester, sem er stærsta borg í New Hampshire og er á stærð við Reykjavík. Þar var enn á ný útskýrt mikil- va;gi málstaðarins á meðan kvikmyndarar frá CBS film- uðu allt sem fram fór. Að svo búnu fékk hver maður sinn lista með nöfnum skráðra demókrata í ákveðnu hverfi og út skyldi haldið og rætt við almenn- inig til að sannfæra fótkið um ágæti frambjóðandans. Ég spurði forstöðumann kontórs ins um tilgang og árangur þessarar aðgerðar til kynn ingar á fratmbjóðandan- um. Var mér sagt, að Mc- Govern væri eini frambjóð- andinn, sem hefði mannafla til að ná til kjósenda á þenn an hátt og enginn vafi væri á gagnsemi slíks persónulegs sambands. Sjálfboðaliðinn væri oft hið næsta, sem kjós- andinn kæmist að frambjóð- andanum og því væri mjög áriðandi, að kjósandinn fengi sem bezta mynd bæði af þeim, sem á dyr hjá hon- um berði og frambjóðandan- um. Kjósendur væru spurðir fimm spurninga eftir sér- stöku kerfi og skildir væru eftir hjá þeim bæklingar. Síð an væru þeim gefnar einkunnir eftir því hve hlið- hollir þeir hefðu virzt vera og öllum hliðhollum og hlut- lausum síðan sent persónu- legt bréf af þeim sem hefðu heimsótt þá. Ég sá brátt, að á þessum kontór var fólk alltof upp- tekið til að mikið væri hægt við það að tala. Útvegaði ég mér þá pakka með öllum gögnum og þrammaði af stað í snjókomunni til að reyna að afla öldungadeildarþing- manninum frá Suður-Dakóta atkvæða. Það rann upp fyr- ir mér eftir nokkra hurða- skelli, að í þessum hluta Manchester er stór hluti fólks aðeins frönskumæl- andi. Viðbrögð hinna við þessari óvenjulegu heirn- sókn voru oft stórfróðleg. „Hafið þér heyrt um McGovern?“ var fyrsta spurningin. Jú, flestir höfðu það að vísu, en höfðu annars lítinn áhuga á honum og hans líkum. Nokkrir voru þó ræðnari og hófu að rekja sín vandamál. Herramaður nokk ur, sem stóð i snjóskafití og jós snjó er ágætt dæmi um það. Hann kvaðst vera demo krati eins og allt hans fólk og ætlaði sér að kjósa McGovern í þetta sinn. Hann kvartaði undan þvi, að sumt fólk væri svo vitlaust að kjósa bara eftir því, sem það sæi á auglýsingaborðum eða því sem nágranninn segði. Sjálfur sagðist hann fara eftir því, sem á prenti birtist og hefði lesið bækl- ing um McGovern. Síðan gaf hann mér nokkrar almennar ábendingar um það hvað gera þyrfti hér í landi, hall- aði sér fram á skóflu sína og bætti við: „Og svo sittir Nixon í Peking og drekkur te í staðinn fyrir að gera eitt hvað af viti hérna heima fyr ir!“ Ég þakkaði fyrir mig og öslaði til baka til aðalstöðv- arinnar, þar sem ég skrifaði stutt bréf eftir ákveðn- um leiðbeiningum til þeirra, sem vinsamlegir höfðu verið. Þar skýrði ég þeim frá hve gaman mér hefði þótt að tala við þá og heyra hug- myndir þeirra og að ég væri viss um að þingmaður- inn mundi taka þeim vinsam- lega. Loks stakk ég bæklingi inn í umslögin með áskorun um að flana nú ekki að neinu á kjördag heldur gera vel upp hug sinn og greiða síðan bezta manninum (McGovem) atkvæði sitt. Þegar frá leið gafst loks tækifæri að skrafa við sjálf- boðaliða dagsins, sem voru víða að komnir. Þeir sögðust styðja McGovern vegna heið arleika hans og vegna þess að hann byði sig ekki fram á loforðum heldur raunhæf- um tillögum til lausnar vandamálum. Þá var nefnt að McGovern væri eini fram- bjóðandinn sem gæfi upp nöfn allra þeirra sem styddu hann fjárhagslega. Ein stúlka svaraði, þegar ég spurði hana hvers vegna hún eyddi frítíma sínum frá skólanum um helgar til þessa starfa, en ekki ein- hvers annars: „Vegna þess að þetta er mikilvægt starf. Hér er um forsetaembættið að ræða. Mér finnst ég vera að vimna landi og þjóð gagn.“ Eftir er að sjá, hvort meiri hluti bandarískra kjósenda fellst á þetta svar og hvort George MoGovern flyzt I Hvíta húsið eftir næstu kosningar. Geir Hilmar Haarde.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.