Morgunblaðið - 22.03.1972, Síða 17
MORGUMBLiAO OÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1972
17
í
JíeitrlítnrkSimes
V / I \ V.
■> >. \ «
Eftir Boyce
Rensberger
Listfræðingar hafa lengi velt vöng
um yfir eðli alvarlegs sjúkdóms, sem
spánski listmálarinn Goya veiktist
af á miðjum listferli sínum. Er al-
mennt álitið, að þessi sjúkdómur hafi
valdið áþreifanlegri og skyndilegri
breytingu á efnisvali listmálarans,
en í stað yndiskenndra hirðmynda
tók hann að mála undarlegar mynd-
ir með þjóðfélagslegu ívarfi.
Nú hefur sálfræðingur einn í New
York, William G. Niederland að
nafni, komið fram með þá kenningu,
að þess sijúkdómur hafi ekki verið
geðsjúkdómur af völdum sárasóttar
eða geðklofa, sem hefur verið út-
breidd getgáta, heldur hafi þarna
verið um blýeitrun að ræða, sem
stafaði af óvenjulegum aðferðum
Goya, er hann notaði blýliti. Er það
skoðun Niederlands, að sjúkdómur
Goya, sem næstum hafði dregið list-
málarann til dauða á árunum 1792 og
’93, hafi átt rót sína að rekja til list-
aðferðar hans, sem krafðist mikils
magns af hvitri málningu úr blýkol-
efnasamböndum, en jafnframt til
þess, hvie listimálarinn var óvenju
Var blýeitrun völd
að sjúkdómi Goya?
fljótur að vinna. Hann málaði jafn-
vel heilu málverkin á einu kvöldi,
en það olli því, að hann varð útatað-
ur af mörgum sinnum meira magni af
blýmálningu, en aðrir listmálarar
hefðu orðið.
Dr. Niederland he'Jdur því fram, að
fyrir bragðið hafi komizt nægilegt
magn af eitruðu blýi inn i blóðrás
Goya til þess að valda heilaskemmd-
um og öðrum sjúkdómseinkennum,
sem svo ítarlega er sagt frá i ævi-
sögum um þennan spánska listmál-
ara, sem var uppi frá 1746—1828.
Ekki eru allir listfræðingar þeirr-
ar skoðunar, að sjúkdómur Goya
hafi skipt miklu máli varðandi list-
sköpun hans. Sumir telja að breyt-
ingin í list hans hafi stafað af list-
rænni framför, sem vel megi búast
við hjá afurðamanni, eftir þvi sem
hæfileikar hans þroskast.
Niederland, sem rekur eigin lækn-
ingastofu, en er jafnframt prófessor
í geðlækningum við Ríkisháskólann
í New York, birti niðurstöður sínar
og þau gögn, sem hann styðst við, í
nýútkomnu tölublaði af The New
York State Journal of Medicine. Er
Niederland formaður sálgreiningar-
félags New York og hefur hann sér-
staklega lagt fyrir sig sköpunarhæfi
leika fólks og þá atburði í lífi þess,
sem skapa og ráða mestu um sköpun-
armátt þess.
„Ástæðan fyrir sjúkdómi Goya hef
ur alltaf verið deiluefni,“ sagði Nied
erland í blaðaviðtali. „Það hafa kom
ið fram margar kenningar, en þar til
nú hefur það ekki hvarflað að nein-
um, að sjúkdómurinn hafi getað stað
ið í sambandi við litarefnið, en Goya
notaði alltaf mikið af hvítum blýlit."
Eins og aðrir málarar byggði
Goya upp sína eigin liti úr öðrum
undirstöðulitum. Hvíta litinn gerði
hamn úr mjög eitruðu efni, sem
innihélt einkum blýkolefnasambönd.
Og ólíkt öðrum málurum var Goya
frægur fyrir að geta lokið fullkomnu
.málverki á mjög stuttum tíma.
Samkvæmt samtimaheimild var „að
ferð Goya við að mála jafn sérstæð
og listgáfa hans. Hann dældi litun-
um út úr túbunuim og makaði þekn á
með skeiðum, klútum og tuskum og
öllu tiltækilegu, sem hann gat fest
hendur á. Hann sletti og skóflaði lit-
um sínum eins og múrari og gaf þeim
persónuleg einkenni með því að
skella þumalfingri sínum ofan í þá.“
Þegar Goya var 46 ára gamall, var
Goya.
hann skyndilega gripinn sjúk-
dómi, sem gerði hann óstarfhæfan í
meira en ár, Á meðal sjúkdómsein-
kennanna voru lörntun hægra megin í
líkamanium, svimi, skert jafnvægis-
skyn oig óskýrt tal og heyrn, krampi,
andleg truflun og ofskynjanir svo
og meðvitundarleysi.
Eftir að Goya hafði hvílt sig lengi
frá litum sínum, hurfu öll einkennin,
nema Goya varð heyrnasljór eftir-
leiðis. Þegar hann tók að mála aftur,
varð list hans dýpri og sterk-
ari. Niederland kallar hana „hörku-
legt, oft miskunnarlaust og haturs-
fullt viðhorf gagnvart veröldinni að
u'ian og innan“.
Um Oxford
upphaf ið ogháskólann
„Er það x Oxford eða Cam-
bridge, sem þú ert?“ var ég
oftar en einu sinni spurð
heima á Islandi í sumar. Ég
var ekki spurð, hvort
ég væri í Oxford eða Leeds,
eða Oxford eða London —
— það er engin hætta á svo-
leiðis ruglingi. En Oxford og
Cambridge er nokkuð, sem
erfiðara er að átta sig á.
Þessar borgir eru jafn-
an nefndar í sömu andránni
(oft talað um þær sem „Ox-
bridge“ hér í landi)
þær hatfa yfir sér svipaðan
ævintýrablæ og háskólar
þeinra eru gamlir og frægir,
einhverjir frægustu skólar i
heimi. í augum Breta er
nokkurn veginn sama hvort
maður hefur numið í Oxford
eða Cambridge, aðalatriðið
er, að hann hafi verið á öðr-
um staðnum. Með Oxford-
eða Cambridgegráðu upp á
vasann er leiðin upp metorða
stigann mun greiðari en ella.
Ef litið er á landakortið er
auðvelt að sjá, að allgóður
spölur er milli Oxford
og Cambridge, yfir 100 kíló-
metrar. Cambridge liggur
nokkurn veginn í beina
stefnu norður frá London, en
Oxford í vesturátt, þó aðeins
til norðurs.
★
Oxford, sem ég ætla að
spjalla svolítið um nú, stend
ur á mótuim ánna Thames og
Cherwell. Hér er Thames, eða
Isis, eins og hún heitir með-
an hún rennur gegnum borg-
ina, mun minni og sakleysis-
legri en þar, sem hún beljar
gegnum London. Þrátt fyrir
meinleysislegt útlit hefur
hún verið erfið yfirferð-
ar fyrr á dögum og vöð
vandfundin. Er talið að gott
vað hafi verið á ármótunum,
eða rétt ofan við þau, nefnt
Uxavað, þ.e. Oxford, og i
kringum það hafi smám sam-
an byggzt upp verzlunarstað
ur. Lá Oxford þannig bæði
vel við samgöngum á landi
og ám, en árnar hafa frá alda
öðli verið mikilvægar sam-
gönguleiðir í Englandi.
Þótt undarlegt megi virð-
ast þá er lítið vitað um upp-
runa Oxford-borgar og þró-
un hennar í fyrstu. Sögusagn
ir segja, að heilög Frideswide
hafi stofnað nunnuklaustur
árið 727 á þeim stað, þar sem
Christ Church dómkirkj-
an stendur nú, en engar minj
ar hafa fundizt því til sönn-
unar. Fyrsta skráða heimild-
in um Oxford er frá árinu
912, en þá er þess getið i „eng
ilsaxneska annálnum", að
„Játvarður konungur (sonur
Alifreðs mikla) hafi lagt
undir sig London og Oxford
og tilheyrandi landareignir".
Er ekki farið frekar út í þá
sálma, en getgátur eru uppi
um að hann hafi reist sér vígi
á nesinu milli ánna og byggð
síðan risið kringum viigið.
Mun þetta vigi hafa átt að
vera til varnar gegn Dönum
Peningar frá dögum Játvarð-
ar hafa fundizt í Oxford.
Bkki er vitað til að Oxford
hafi orðið menntasetur fyxr
en á 12. öld. Þar sem enginn
háskóli var í Bretlandi, var
venja að enskir námsmenn
færu til Parísar til æðra
náms, en háskólinn þar var
þá sá stærsti í Evrópu. En
einhvern tímann á árun-
um 1164—69 tók Hinrik II
Bretakonungur fyrir ferðir
námsmanna til Parísar og þá
voru góð ráð dýr. Sáu þeir
sér ekki annað fært en halda
náminu áfram heima fyrir og
sem dvalarstað völdu þeir
Oxford. Oxford mun þá hafa
verið orðin álitleg borg, á
góðum stað, ekki of langt frá
Londion og Ermarsund og
einhver skóli mun hafa verið
risinn þar. Settust Parísarfar
arnir að í borgirmi til að
stunda sín fræði, og brátt var
fyrsti brezki háskólinn orð-
inn að veruleika. Mennta
menn fná Oxford tóku
sig fljótt upp í hópum og sett
ust að í ýmsum öðrum borg-
um, t.d. Cambridge.
★
Oxford-borg er nú nokkru
stærri en Reykjavik og i há-
skólanum eru um 10 þúsund
nemendur. Ef ferðamaður
spyr til vegar að háskólan-
um verður fátt um svör. Há-
skólinn sem slíkur er nefni-
lega alls staðar og hvergi.
Það er ekki hægt að ganga
að neinni byggingu og segja:
„Þetta er háskóliinn,“ en aft-
ur á móti eru fjölmargar
byggingar, sem „tilheyra há-
skólanum" — bókasöfn,
kirkja, tónleikasalir, rann-
sóknastofur, leikhús o.s.frv.
Stúdentagarða á háskól-
inn aftur á móti enga, þeir
eiga sig sjálfir og þar liggur
„leyndardómurinn“ um Ox-
ford-háskóla, ef svo má segja.
Allir stúdentar við Oxford
háskóla verða að vera í
„oollege“, sem svo er kalllað.
Samkvæmt síðustu talningu
munu vera 28 college-ar í
Franih. á bls. 23
Áin Cherweli og turninn á Magdalen College.
ÞORDIS ÁRNADOTTIR:
BREF FRA OXFORD
1 Merton College er eitt elzta bókasafn í Bretlandi, reist
á árunum 1373—78. Þar má enn sjá nokkrar af uppruna
legu bókunum, „hlekkjaðar“ við hillurnar.