Morgunblaðið - 13.04.1972, Page 13
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 13. AFRjL 3S72
riiiiii
rniiii
n ★
I KVIKMYNDA
HÚSUNUM
góð,
★★★
mjög góð,
LUIUUJ
illlll
* sæmileg,
Sig. Sverrir
Pálsson
léleg,
Björn Vignir
Sigurpálsson
★★★★ Frábær,
Erlendur
Sveinsson
Nýja Bíó:
MEFISTOVALSINN
Paula og Myles eru ung ham-
mgjuaöm hjón; hann skrifar um
ténHst I stórblöö og hún annast
yélritun fyrir hann. Allt leikur I
iyntli þar til hann kynnist af-
burOapianistanum Dunean Ely og
döttur hans, Kosettu, sem eru æði
kynduK hjú. Duncan íær sérstakt
dálæti á blaðamanninum og þá
einkanlega stórum höndum
hans. Svo fer að Duncan andast
af völdum illkynjaðs sjúkdóms,
og i sama mund tekur Myles und
arlegum breytingum og tekur
öllum til undrunar upp þráðinn
þar sem Duncan hvarf frá sem
afburða pianóleikari. Paula grun-
ar að ekki sé allt með felldu og
fær þá hugdettu að kukl og
Kölski séu röt alls þessa . . .
★ Hér er hamdfjatlað áþekkt
efni og í Rosemarys Baby, en
leikstj órinn hétr hefur ekkert
af frumleik Polanskys —
myndina skortir heildarbygg-
ingu, dýpt og trtrverðugleika,
þanmig að efnið verður stund-
um næsta skoplegt.
★ Þokkalega gerð afþreying-
armynd að öðru leyti en því,
að það kemur ekki beinlinis
fram í myndinni, um hvað allt
kuklið og skelfingin snýst. Til
þrifum bregður fyrir í kvik-
myndatöku og hljóðsetningu,
enda gefur efnið tilefni tö
Gamla bíó:
Á HVERFANDA
HVELI
Saga Margaret Mitchell, sem
gerist á árunum 1861—1873 1 Ge-
orgia-rlki 1 Norður-Amerlku, er
of þekKt og of löng til |>ess, að
nokkurt vit sé I þvl að reyna að
þylja söguþráðinn hér. Inn 1
myndina fléttast í»rælastriðið og
örlög kvenna eins og Scarlett O’
Hara og Melanie Hamiltons og
manna eins og Rhett Butlers og
Ashley Wilkes. Er þetta 1 stuttu
máli saga þeirra um auðlegðar
missi, baráttu við fátæktina og
eignamyndun á ný, ástir þeirra
Dg afbrýði.
Þessi 33 ára gamla næst-mest-
sótta-mynd veraldar er mér meira
forvitniefni en gagnrýnis, þar eð
útilokað er að dæma hana á sömu
forsendu og aðrar myndir hér á
sfðunni. Ergo: engin stjörnug.iöf.
En sem glæstasta framleiðsla
Draumaverksmiðjunnar er mynd
in verðugt minnismerki um þann
ótölulega fjölda áhor'fenda, sem
nýtur þess að láta sulla stefnu-
laust f tilfinningum sínum.
Austurbæjarbíó:
í SÁLARFJÖTRUM
Hér seeir írá Eddie Anderson,
velstöndugum auglýsingamanni 1
New York, sem á miklum frama
að fagna I starfi sínu. Honum
finnst lff sitt tilgangslaust og
reynir þvi að fremja sjálfsmorð
sem misheppnast. Hann á konu
og dóttur og auk þess viöhald,
sem nýlega hefur sagt skiliö við
hann. 1 fyrstu eftir sjálfsmorðið
sökkvir Eddie sér niður i íortlð-
ina og neitar að tala við vini
sína, en kona hans getur að sið-
ustu talið hann á að taka upp
fyrri starfa en með sama árangri
og fyrr. Hann flyzt 1 eyðilegt hús
á Long Island ásamt elliærum
föður sinum og ástkonu, sem hef-
ur sætzt við hann, og þar ætiar
hann að byrja nýtt lif. En þetta
fyrirkomulag reynist érfiöara i
framkvæmd en hann hyggur ........
★ ★★ Eha Kazan tekur hér
fyrir sjálfskoðun einstaklings
ins í tækniþróuðu þjóðfélagi,
þar sem gildi einstaklingsins
fer stöðugt þverramdi. Þetta
er uppreisn mannsins gegn
lífvama umhverfi, og hinn
hraði klippistíll Kazans fram
og aftur í tíma, lýsir mjög vel
rótleysi og öryggisleysi aðal-
persónunnax.
icifir Sérlega sannfærandi og
áhrifamikil mynd sem lýsir
vel annmörkum og innihalds-
leysi þeirra atvinnugreima,
setn aðeins fá þrifizt I neyzlu-
þjóðfélögum nútímans og
hversu rangt verðmætamat
getur leitt manninn íram á
yztu nöf.
★ ★★ Kazan, sem hér fæst
við möguleika manneskjunn-
ar á að vera hún sjálf, bland-
ar saman nútið, þátíð, raun-
veiruleika og hugmyndum svo
listilega, að maður spyr sjálf-
an sig hvort hið „normala“
ástand sé ekki geðveiki og
öfugt. Myndin er samt ekki
nægilega heilsteypt og kvik-
myndunin mætti vera vand-
aðri.
Háskólabíó:
HINN BRÁKAÐI
REYR
Bruce, ungur og llfsglaður mað
ur lamast á fótum á leið beim úr
brúðkaupsveizlu bróður slns. Eft-
ir sjúkralegu og úrskurð lækna
verður hann að fara á hæli. I*ar
kynnist hann Jill, stúlku, sem
hefur verið lömuð árum saman.
Hún er heitbundin, en finnur að
unnustanum og sér væri fyrir
beztu að sllta sambandinu. Bruce,
sem fæst við ritstörf, selur smá-
sögu og kaupir trúlofunarhringa
fyrir. Hælið gerir ekki ráð fyrir
hjónum svo það virðast allir ann
markar á þvl að þau fái að Iiía
saman. Þau njóta samt llfsins
fyrir aðstoð hjóna, sem starfa
við hælið. En gleði þeirra verður
skammvinn .........
★★★ Það er ekki út i hött að
bera þe&sa óvenjulegu ástar-
sögu saman við Ástarsöguna
annáluðu. Forbes smjattar
ekki á tilfinningavellunni, en
leggur áherzln á að sýna að
þetta bæklaða fólk hefur
sömu kenndir og hvatir og
við sem röltum um á tveimur
fótum. Heiðarleg mynd.
★ ★ Góðir kafiar, en slök
mynd í heild. Endirinn er t.d.
i engum öðrum tengslum við
myndina en þeim að vera grát
endir og er því óekta. Hér
skortir þá dýpt, sem efnið
heimtar, enda mótast geTð
myndarinnar af óvissu og stil
hrærigxaut.
Hafnarbíó:
SUNFLOWER
— Giovanna og Antonto eru
ástfangin og eiga saman nokkra
daga i byrjun síöari heimsstyrj-
aldar dður en Antonio er kvadd-
ur I stríöiö. Undanbrögö reynast
árangurslaus, þau kveðjast og
Antonio heldur til Rússlands.
Þegar hermennirnir koma til
baka er Antonio ekki á meðal
þeirra. Giovanna tekst aö fá upp-
lýsingar um afdrif bans, en neit-
ar samt aö trúa þvi aö hann sé
látinn. Loks ákveöur hún aö fara
sjálí til Rússiands og leita. Þar
finnur hún hann giftan fjöl-
skyldufööur. Hún snýr þá heim
og reynir aö byrja nýtt llf. En
Antonio er nú orðiö órótt og fer
á eftir henni til ftallu ..
★ Vittorio De Siea og Cesare
Zavattini voru um og eftir lok
siðari heimsstyrjaldarinnar
helztu höfundar neo-realism-
ans á Ítalíu. Er hart að horfa
upp á það, hvernig gamlir
menn kúvenda þankagangi
sínum og gerast þrælar ann-
arra. Grátmyndin „Sunflow-
er“ er svo sannariega grátleg.
★ Ósköp falleg ástarmynd og
beflt fraan rómantískustu hjú-
jm kvikmyndanna — Soffiu
Loren og Mastroianni. Allt
kemur fyrir ekki — de Sica
nær ekki tökum á efninu, og
myndin verður oft og tíðum
langdregin úm of.
itif Falleg mynd um óumflýj-
anleg örlög manns og konu.
Að visu finnst ekki rnörg
merki höfundarins, neorealist-
ans Vittorio de Sica, en þau
leyna sér samt ekki í efnis-
vali, trúverðugu umhverfi og
lokaatriði myndarinnar, sem
gerir hann að íhugunarverð-
um harmleik.
Tónabíó:
ÞÚ LIFIR AÐEINS
TVISVAR
Geimför stórvelóanna taka aO
hverfa með furðulegum hætti, €»g
auOvitað er James Bond gerður
út af örkinni til að kanna hverju
þetta sæti. Leið hans liggur til
Japan, og þannig er búið um
hnútana að allir telja hann dauO-
an. Hann gengur Jafnvel svo
langt aO hann útbýr sig sem jap-
anskan fiskimann og kvænist
japanskri stúlku I þokkabót tii
aö geta unnið óáreittur. Engu aö
siður lendir hann hvaö eftir ann-
að i bráOri lífshættu, enda upp-
götvar Bond fljótlega aO hann á
I höggi viO Spectre-glæpahring-
inn með Blofeld nokkurn I broddi
fylkingar. Lokaleikurinn verður
þvi tvísýnni en Bond óraði fyrir
i upphafi.
★ James Bond og Sean Conn-
ery er ákveðin trygging fyr-
ir vandvirknislegri tækni-
vinnu, enda er ekkert til spar-
að. Af Bond-mynd að vera er
þessi heldur slakari en hinax
en það má vera af því, að
tæknihliðin er orðin svo flók-
in og stórfengleg, að myndin
minnir oft frekar á vel upp-
settam ballett en hasarmynd.
Stjörnubíó:
MEÐ KÖLDU BLÓÐI
Myndin er byggð á samnefndri
bók eftir Truman Capote um morð
tveggja fyrrverandi fanga á
heilli fjölskyldu í Kansas. Er hér
Ireginn fram aðdragandinn að
þessu sjúklega athæfi, morðinu
lýst.flótta þeirra félaga til Mexi-
kó og loks handtöku þeirra, er
þeir snúa aftur til Kansas eftir að
hafa oröiö peningalausir 1
Mexíkó.
Laugarásbíó:
★ ★★ Er rétt i siðmenntuðu
þjóðfélagi að iðka dauðarefs-
ingu? Capote segir nei, og not
ar sér til stuðnings einn hrylli
legasta glæp, sem um getur.
f myndinni er hinum raun-
verulegu atburðum fylgt
mjög nákvæmlega, og reynt
að forðast nokkra hlutdrægni.
Hér verður áhorfandinn að
taka sjálfstæða afstöðu, hún
verður ekki tekin fyrir hann.
★ ★★ Þessi mynd er að ýmsu
leyti einstæð. Aldrei fyrr hef
ég séð afbrot og aðdraganda
þess brotin til mergjar á eins
ra'unsannan hátt. Hún vekur
alla til umhugsunar og spyr
ótal spurninga.
SYSTIR SARA
Eastwood er hér enn einu sinni
á ferö I villta vestrinu meö byss
una á sinum staö, og kemur nú
aö hópi illmenna, sem hyggjast
nauöga nunnu (Shirley McLaine).
Eastwood kemur 1 veg fyrtr þaer
fyrirætlanir og aö sjáifsögöu
tekst síöan vinátta meö honum
og nunnunni. Kemur brátt I ljós
aö nunnan er ekki öll þar sem
hún er séö, heldur hefur hún ver
ið gerö út af örklnni til að afla
vopna til uppreisnar 1 Mexikð. —
Veröur Eastwood liösmaöur henn
ar, og óöur en yfir lýkur eiga þau
eftir aö há marga hildi saman.
★ Snöggtum lélegri en Coog-
ans Bluff, sem gerð var af
sama leikstjóra, Don Siegel.
Oft snyrtilega unnin tækni-
lega, en fremur langdregin og
fer lítið fyrir frumlegum hug
myndum í efnismeðferðinni.
MFIK yíU
ísland úr NATO
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
fréttatilkynning frá Menningar-
og friðarsamtökum kvenna, þar
tiem greint er frá áskorun sam-
takanna til rikisstjórnarinnar. —
Er hún svohljóðandi;
Félagsfundur í Menningar- og
friðarsamtökum íslenzkra kvemna
haldinn fimmtudaginn 23. marz
1972, beinir enn einu sinni þeirri
áskorun til íslenzkrar ríkisstjórn
ar að hún hraði uppsögn her-
stöðvarsamíiingsins svo sem unnt
er.
MFÍK lítux svo á, að aðild ís-
lands að NATO sé nátengd dvöl
bandairísks herliðs á ísléuidi og
skorar því á rikisistjómina að
segja einnig upp aðildarsamn
ingnum að NATO og losa þannig
ísiendinga undan þeirri smán að
styrkja beinlínis heimsvalda-
stefnu erlendra stórvelda og
styðja þaú illvirki, sem Undir
merki hennar eru framin.
Einbýlishús í Ólofsvík
Húseign mín, Stekkjarhoft 9. er til söki. ef viðunandi tilboð
fæst. Ibúðin er tæpir 90 ferm. auk þvottahúss og geymski
I kjallara. Góð lóð, stór bilskúr.
KRISTÓFER EOILONSSON,
simi 93 6192.