Morgunblaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUTSTBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1972 TVITUCr n 'STULKA OSKAST. I þýðingu Huldu Valtýsdóttur. tröppumar og inn, tók upp tól- iö og sagði til nafns. Úr þvi heyrðist bara hrygluhösti. „Albert?" sagði ég. „Hvað er að frétta?" „Bkkert gott,“ sagði Coates. „Heyrðu, Douglas, þú manst eft ir þessu, sem þú baðst mig að fy’.gjast með lyrir þig.“ „Já, þeim gamla." „Stendur heima. Það hef- ur svo sem ekkert merki- legt gerzt ennþá, en eftirlætið •mitt hérna niðri frá bað mig að safna saman öllum hugsanlegum upplýsingum um hann.“ „Upplýsingum ?“ „Já, öllu sem hefur birzt i blöðunum, úr slúðurdálkum og þess háttar. Ég gæti ímyndað mér að þessi vinur þinn væri efst ur á lista í greinaflokkinn um hálfvitana i samtíð okkar. Ef svo er ekki, þá skil ég ekki til- ganginn.“ „Þakka þér fyrir, Albert. Viltu láta mig vita, ef þú fréttir eitthvað nánar?“ „Já, ég skal gera það.“ 6. kafli. Sá kristilegi heiðurskarl. Næsti dagur var sunnudagur. Um morguninn hringdi ég til Vandervane-fólksins til að fá fréttir af Kitty. Eða þvi hefði ég svarað, ef einhver hefði spurt. Undir niðri var forvitn- in að verki eins og fyrri dag- inn. Gilbert kom í símann og í fyrstu heyrði ég ekki orðaskil fyrir hávaða í kringum hann. „Kitty er í rúminu,“ sagði harm loks. „Hún sefur." „Þá skaltu ekki ónáða hana. Er ekki annars allt i lagi með hana?“ „Hvemig spyrðu? Hvemig dettur þér það í hug?“ „Ég spurði bara. Ég átti við, hvort hún sé nokkuð veik?“ „Það er nú svo flókin spum- ing, að henni verður ekki svar- að. Eða getur þú gefið eitthvert allsherjar svar um það, hvenær fóik er veikt?“ „Ég gæti tekið að mér að rannsaka það. Heyrðu annars, herra Alexander, mér kemur ekkert við hvað þú ert rétt- sýnn og nákvæmur og menntað- ur og fágaður. Mig langar bara til að biðja þig að skila því til Kittyar að ég hafi hringt. Sé það hins vegar til of mikils mælzt, þá . . .“ „Fyrirgefðu. Þetta gerir tauga stríðið hérna á heimilinu. Ég skal skila því til hennar. Bíddu við . . .“ Ég heyrði ógreinilegt uml. Gilbert hafði sennilega lagt lóf- ann á trektina. Svo kom Roy í simann. „Sæll gamli, hvað segirðu þá? Og hvernig er heilsan? Ég frétti, að þú hefðir fengið högg á óheppilegan stað í gær. Ljótt var að heyra . . .“ Þama var honum rétt lýst. Ætlaði að af- greiða þetta með þvi að slá upp á spaugi. „Jú, þakka þér fyrir. Hún er bara góð. En hvernig líður þér?“ „Ég þjáist . . . þó ekki í líkam legri merkingu. Gústaf er að klára mig. Nú kemur kórinn til skjalanna í næstu viku, til að æfa þá áttundu. Þú hefur ekki hugmynd um ...“ Og svo kom langt mál um við- ureign hans við Mahler. Síðan spurði hann mig um Terry Bols- over og hlustaði líklega á það sem ég gat sagt honum um hann. Blaðaviðtalið hlaut að vera á döfinni. Þegar því umræðuefni var lokið, sagði hann: „Vel á minnzt, Duggers . . .“ Ég var farinn að kannast við þessi inngangsorð og var á verði,.......mér datt í hug að spyrja, hvort þú værir nokkuð vant við látinn um hádegið á morgun?“ „Ef þú ætlar að biðja mig að koma út að borða með þér og Sylviu, þá er ég vant við lát- inn.“ „Nei, nei.“ Hann hló við. „Ef satt skal segja, þá langar vin þinn, Harold Meers, til að tala við mig. Hann sótti það mjög fast. Hringdi í gærkvöldi og þröngvaði mér eiginlega til að fallast á að hitta hann á morg- un. Ég gaf honum þó ekki ákveðið svar. Fyrst ætlaði ég að athuga, hvort þú værir á lausum kili. Ertu það. Ég ætlaði einmitt að hringja til þín, þeg- ar .. .“ „Já, ég er það. En ég skil ekki, hvað þetta kemur mér við. Hann kærir sig ekkert um að ég komi. Hann vill heldur . . .“ „Ég veit að þetta er tilætlun- arsemi hjá mér, en mér finnst betra að hafa einhvern mér við hlið. Ég verð þá liðsterkari en hann. Hamingjan má vita, hvað hann hefur í hyggju.“ „Það veitir svo sem ekki af liðsstyrk, þegar Harold Meers er annars vegar, en ég skil samt ekki.. .“ „Stendur heima við það sem ég hef heyrt af honum. Þegar ég sagðist ef til vill taka með mér kunningja minn, þá sagði hann reyndar bara: því fleiri, því betra! Furðulegur náungi. Hann veit, að ég er ekki ginn keyptur í að tala við hann, svo honum er sama þótt ég komi með heilt fótboltalið, bara ef ég kem...“ „Ætli honum fyndist það ekki fullmikið, hversu mjög sem hann er áfjáður. Nema þú hafir failizt á að þigigja fé.“ „Er hann þannig? Gott að vita það. Það væri gaman, ef hann reynir nú að kaupa mig með 30 pundum og frimerkjasafninu það. Og hann vill síður að ég sé viðstaddur. Ég gæti þó komið honum að óvörum ,. „Ég sagði honum, að það vær ir þú og hann var hinm kátasti. . . . Þó er það vist ekki rétta orðið. „Jú, endilega," sagði hann, eða eitthvað svoleiðis." „Skrítið. Ég hélt, að hann gæti ekki þolað mig. En þeir eru víst fáir sem hann þolir.“ „Þarna sérðu. Dóttirin hefur lagt inn gott orð um þig. Þú ættir bara að vita, hvað hún er hrifin af þér. „Veit hún, hvað hann ætlast fyrir?" „Mér hefur ekki tekizt að fá hana til að ræða það í alvöru. Reyndar alls ekki ræða það. En ég á að hitta hann í „Retrench- ment“-Múbbnum klukkan eitt. Gætum við ekki hitzt hjá Oraggs klukkan hálfeitt og fengið okk- ur smáhressingu áður. Er það í lagi?“ Ég jánkaði og lagði niður tól- sínu. „Ég held varla, að hann reyni Sinfóníuhljómsveit fslands Tónleikor í Laugardals- höllinni í dag 22. npríl kl. IS Létt vinsæl verk undir stjórn CARMENS DRAGONS, hljómsveitarstjóra Hollywood Bowl. Léttir og skemmtilegir tónleikar fyrir fólk á öllum aldri. Aðgöngumiðar í Bókaverzlun Lárusar Blönd- al á Skólavörðustíg, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti og við inngang- inn frá kl. 1,00 e.h. Til áskrifenda: Áskriftarskírteini gilda á þessa tónleika. velvakandi 0 Hinir banvænu sjúk- dómar af völdum reykinga Og enn höldum við áfram að vitna í skýrslu Hjalta Þórar- inssonar yfiríæknis um hinn mikla skaðvald, sem sígarettu- reykingamar eru. Hjalti vitn- ar i dr. Luther L. Terry, fýrr- verandi landlækni Bandarikj- anna, sem var aðaldriffjöður um þimgið, sem haldið var þar vestra árið 1967. Hann segir um framsöguerindi dr. Terrys: „Dr. Terry lagði megin- áherzlu á það í framsöguerindi sinu, að tími efasemdanna um skaðsemi reykinga heyrði nú fortíðinni til. Það lægju nú fyr ir óvefen'gjanlegar sannan- ir fyrir því, að reykingar gætu orsakað ýmsa sjúkdóma, ekki aðeins krabbamein í lungum, heldur einnig sjúkdóma í kransæðum hjartans, lungina- þan og aðra langvinna lungna sjúkdóma. Rannsóknir og skýrslur síðustu ára sýna einn ig að krabbamein i munmholi, vélinda, maga, nýrum og þvag- b’öðru er mun algengára hjá þeim, sem mikið reykja, held- ur en hinum, sem iítið reýkja eða ekki. Það er því full ástæða til.þess, að lærðir sem leikir taki höndum saman um raunhæfar aðgerðir gegn því sívaxandi heilsuvandamáli, sem skapast af reykingum. Rannsóknir i Bandarikjun- um og viðar hafa sýnt, að dám- artala stórreykingamanna er i vissum aidursfiokkum að með- altali 70% hærri en hjá þeim, sem lítið reykja eða ekki. Dr. Terry taldi hiklaust að reykingar væru nú orðnar eitt mesta heilbriigðisvandamálið, sem Bandaríkjamenn og fjöl margar aðrar þjóðir ættu við að etja. Kæmi þar margt til, en þó einkum þeir sjúkdómar, sem reykingar geta orsakað, sumir banvænir á stuttum tíma, aðrir lamgvinnir og orkusikerðandi og valda þar með gífurlegu vinnu tapi. f Bandaríkjunum er tal- ið að 77 milljónir vinnudaga hafi tapazt árið 1966 vegna sjúkdóma af völdum reykinga, en það er um það bil 20% af öllum veikindadiögum á þvi ári. Dr. Terry rakti nokkuð það, sem áunnizt hefði í baráttunni gegn reykinigum frá útikomu hinnar frægu bókar', Reyking- ar og heilsufarið, sem gefin var út af bandaríska heilbrigðis- málaráðuneytinu árið 1964. Niðurstöður þeirra fjöl- mörgu rannsókna, sem birtar eru í þessu riti, tóku af all- an efa um skaðsemi reykinga. Einörð barátta þess op- inbera, auk ýmissa félaga og félagasamtaka, gegn þessum bölvaldi hefði þó engan veg- inn haft erindi sem erfiði. Á miðju ári 1967 töldu tóbaksframleiðendur, að þeim hefði tekizt að framleiða siu (filter), sem héldi eftir allt að 70% af tjöru og nikotíninnihaldi tóbaksins. Þetta jók verulega sölu vindlinga næstu mánuðina. Því miður stóðst ekki þessi sía prófraunina. Því ber þó ekki að neita, að síuvindlingar eru hættuminni, en ekki er talið sennilegt að kleift reynist að framleiða hættulrusa vindlinga í náinni framtíð. 0 Þriðjungur dauðsfalla af reykingum Árið 1967 létu bandarísk heil brigðisyfirvöld frá sér fara rit um heilsuspillandi áhrif reyk- inga. Þar er skýrt frá niður- stöðum rúml. 2000 rannsókna, sem fram höfðu farið á skað- semi reykinga frá útkomu áð- urnefnds rits, Reykingar og heilsufarið, árið 1964. Þessar niðurstöður staðfestu að öllu leyti það, sem þar var haldið fram um skaðsemi reykinga. Þar kom m.a. fram, að vindl- inigareykingar orsaka þriðjung allra dauðsfalla hjá karlmönn um á aldrinum 35-—60 ára. Þá er það staðreynd að jafnhliða auknum reykingum meðal kvenna, fjölgar dauðsföll- um hjá þeim að sama skapi, i vissum aldursflokkum. Skýrslur þessar staðfesta einnig, að ef stórreykingamenn hætta reyk- ingum, lengja þeir æviskeið sitt.“ Hér látum við nú staðar num ið í skýrslu Hjalta Þórarins- sonar yfirlæknis, en bæt- um e.t.v. síðar meiru, við, því af nógu er að taka. 0 Miklu auðveldara en ég hélt Og hér birtum við bréf frá „fyrrverandi“ reykingamanni. „Kæri Velvakandd. Ég leyfi mér að telja mig „flyrrverandi" reykingamann, þótt ekki sé nema sem svarar einu og hálíu ári frá þvi ég hætti að reykja. Margir hafa spurt miig hvers vegna ég hafi hætt. Aðalorsökin er sú, að ég sá vini og kunningja deyja úr sjúkdómi, sem ekki var nokk- ur vafi á að rekja mátti beint til sígarettureykiniga. Einnig hafði áróður og frásagnir lækna og vísindamanna, um hættu reykinganna, mikil áhrif á ákvörðun mína. Ákvörðunin var með þeim hætti að ákveð inn dag hætti ég að fullu og öllu, taldi það mun heppilegra en að smádraga úr reykingun- um. Ég hafði séð menn reyna þá aðferð með mnjög lélegum ár- angri. Það var sem þeir væru að kvelja sig til að hætta. Það sem undraði mig mest var hve það var litill vandi að hætta að reykja. Ég hafði reykt í 30 ár, og þegar mest var, komst ég fast að pakka á dag. Lík- lega verð ég ekfci talinn stór- reykimgamaður, en nóg mun þetta þó hafa verið samt og ég vildi gjarnan eiga allar þær krónur, sem ég hef látið af hendi fyrir tóbak. Fyrstu áhrifim, eftir að ég hætti, voru þau, að ég var dá- litið órólegur, fannst mig vanta eitthvað til að fitla við og þá helzt á ákveðnum tómum, t.d. eftir mat og kaffi. Ég flékk mér því smáhlut, sem hékk i keðju og fitlaði við hann þegar óró- leikinn kom yfir mig og eins tuggði ég tyggigúmmí, þar sem mér fannst ég verða að jóðla á einhiverju. Þessi ókyrrleiki stóð ekki nema tvær til þrjár vikur og að mánuði liðnum varð ég hans aldrei var, og í dag hvarfl ar aldrei að mér að fá mér að reykja, þótt ég sé alla daga innan um reykingamenn. Senni lega mun of snemmt fyrir mig að setjast í dómarasætið um þessi mál. Ég vil þó staðhætfa að allt heilsufar mitt er miklu betra, einkum er ég allur hress ari á morgnana og reykinga- hósti er löngu horfinn. En það er vist rétt að vera minnugur þess, að enn get ég fallið fyr- ir reykingunum, svo bezt mun að segja sem minnst, þótt ég sjái raunar ekki beina ástæðu til þess. Þótt ég lendi í gleð- skap, þar sem menn hafa dýr- ar veigar um hönd, hefir það engin áhrif eða æsir upp löng- un mína til að reykja, þótt all- ir séu reykjandi I kringum mig. Mér finnst athyglisvert að i nýjustu skýrslum, sem ég hef séð um þessi efni, er sagt, að hafi menn verið stórreykinga- menn, en siðan hætt og ekki reykt í ttu ár, nálgist þeir að vera i jafln litili hættu af sjúk dómum, sem rey'kingar orsaka, og þeir, sem aldrei hafa reykt. Það er ánæigjiulegt að mega trúa þessu, ekki sízt þeg- ar vitað er að meira en þriðjungur manna deyr atf völd um reykinga eftir að þeir hafa náð aidrinum 35—60 ára. Ég vil hvetja menn til að hugsa þessi mál, flana ekki að neinu, en ákveða sér ein- hvern dag til að hætta reyk- ingum. Það er ástseðulaust að kvelja sig með að draga úr þessu, og vera sifellt að hugsa um sigarettur og vor- kenna sjálfum sér. Átakið er aðeins eitt og miklu minna en menn vilja almennt vera láta. Það munu menn sanna er þeir hætta. PyrrverHiidi reykingaMiaðun“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.