Morgunblaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAl 1972
t
22-0*22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
14444 S125555
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
Ódýrari
en aárir!
Shodii
LEIGAN
44 -46.
SiMI 42600.
FERÐABÍLAR HF.
Bílaleiga — sími 81260.
Tveggja manna Citroen Mehary.
fimrwn rrvanria Citroen G. S.
8—22 manrva Mercedes-Benz
hópferðabílar (m. bílstjórum).
Hópierðir
_il legu í lengri og skemmn
ferðir 8—20 farþega bílar.
Kjartan ingimarsson
símí 32716.
Hf Útboð &Samningar
Tilboðaöftun — samningsgwð.
Sóleyjargötu 17 — sfmi 13583.
STAKSTEINAR
' *
Osæmilegar
aðdróttanir
ráðherra
Halldór E. Sigrurðsson, fjár
málaráðherra, gerir sig sekan
um ósæmilegar aðdrótianir í
garð Jóseps H. Þorgeirssonar,
framkvæmdastjóra skipa-
smíðastöðvarinnar á Akranesi
í viðtali er Tíminn birti við
fjármálaráðherra sl. laugar-
dag. I viðtali þessu heldur ráð
herrann því óbeint fram, að
Jósep H. Þorgeirsson hafi í
rauninni brugðizt trúnaði við
hann og gefur í skyn, að fram
kvæmdastjórinn hafi verið
upphafsmaður að frétt, sem
birtist í Morgunblaðinu sl.
fimmtudag um, að lausn væri
fengin á vandamálum skipa
smíðastöðvarinnar vegna ó-
happsins með skipalyftuna,
sem mönnum er í fersku
minni. Eftir að fjármálaráð-
herra hefur rakið samtöl sín
við forráðamenn skipasmíða-
stöðvarinnar í síðustu viku
segir hann: „Ég tók ekki íram
í þessu samtali, að ég óskaði
eftir því, að þeir skýrðu ekki
opinberlega frá málinu fyrr
en mér hefði gefizt kostur á
að skýra frá því á Alþingi, af
því að ég taldi það svo sjálf
sagða kurteisi, að ekki þyrfti
orðum að þvi að eyða. Hins
vegar virðist Jósep H. Þor-
geirsson ekki telja slika máls
meðferð eðlilega eða æskilega.
Það er hans að meta á hvem
hátt hann vill koma fram við
aðra menn og mun ég ekki
hafa afskipti af því, þó að ég
muni treysta honum með var-
úð, ef til viðskipta milli okk-
ar kemur.“ Þessi svigurmæli
og aðdróttanir Halldórs E.
Sigurðssonar eru ráðherran-
um með öllu ósæmandi. Morg-
unblaðið fékk ekki upplýsing
ar um að lausn þessa máls
væri fengin, frá forsvars-
mönnum skipasmíðastöðvar-
innar. Hins vegar var leitað
álits þeirra á lausninni og
þeirri fyrirgreiðslu, sem í
boði var, svo sem vera bar.
Það er nefnilega ennþá þann
ig ástatt í þessu landi að til
eru fjölmiðlar, sem bíða ekki
eftir tilkynningu frá ríkis-
stjórninni um það sem er að
gerast, heldur leitast við að
afla frétta með sjálfstæðum
hætti og framkvæmdastjóri
skipasmíðastöðvarinnar gerði
ekki annað en það, sein hon-
um bar, að láta aðspurður í
ljósi álit sitt á málefni, sem
snertir heilt byggðarlag. Ráð-
herranum væri því sæmst að
biðja Jósep H. Þorgeirsson af
sökunar á þessum aðdróttun-
um í hans garð og taka aftur
ummæli sín þar um.
Hortugheit
og hótanir
En svo mjög hefur hinum
dagfarsprúða fjármálaráð-
herra runnið í skap vegna
þess, að Morgunblaðið birti
frétt um ákvörðun hans, áður
en honum gafst timi til að
skýra sjálfur frá henni, að
hann heldur áfram með hort
ugheitum og hótunum i garð
forsvarsmanna skinasmíða-
stöðvarinnar á Akranesi —
Þannig segir hann: „Fyrst
Jósep finnst svo lítið til þessa
koma, þeirrar 23 millj. kr. út
vegunar af aðila, sem eðli
málsins samkvæmt hefur ekki
sérstaka ástæðu til að bjarga
þessu fyrirtæki þeirra feðga
og bæta aðstöðu þess, þótt
það sé hins vegar gevt vegna
Akraneskaupstaðar og þess
fólks, sem hefur atvinnu við
fyrirtækið, þá ætti slíkum
garpi, sem Jósep H. Þorgeirs
son telur sig vera, ekki að
verða skotaskuld úr þvi nð út-
vega það fjármagn, sem á
vantar til að koma fyrirtæki
sínu i það horf, sem hann tel
ur þörf á . . .
. . . Ég lít ekki heldur svo
á, að það sé hlutverk fjár-
málaráðherra að standa
að fjármagnsútvegun fyr-
ir einkafyrirtæki, þó að
þau hafi orðið fyrir óliöpp-
um ..." Þessi ummæli eru
Halldóri E. Sigurðssyni til
skammar og þeir, sem haft
hafa kynni af þessum ráð-
herra, sem prúðmenni og góð
um dreng, líta hann ekki sömu
augum og áður. Til hvers hef
ur hann verið kjörinn á Al-
þingi fyrir Vesturlandskjör-
dæmi og í þá miklu trúnaðar-
stöðu, sem hann skipar nú, ef
ekki til þess að veita liðsinni
sitt, þegar vandi steðjar að, og
þá alveg sérstaklega í hans
eigin kjördæmi? Hefur ráð-
herradómurinn stigið hinum
fyrrverandi bónda og iðna
þingmanni svo til höfuðs, að
hann telji sér ekki skylt að
veita þá aðstoð, sem embadti
hans og áhrif gera honum
kieift? Og það ætti Halldór E.
Sigurðsson að vita, að mörg
eru þau atvinnufyrirtæki í
landinu, sem hafa notið meiri
aðstoðar og fyrirgreiðslu frá
hinu opinbera en það myndar-
fyrirtæki, sem Þorgeir Jóseps
son, hinn aldraði athafnamað
ur á Akranesi, hefur varið
lífi sínu til að byggja upp og
er nú ein af megin undirstöð-
um i atvinnulífi fjölmenns
byggðarlags. Halldór E. Sig-
urðsson, f jármálaráðherra,
mætti gjarnan hafa þetta í
huga, i þeirri upphöfnu til-
veru, sem hann virðist nú
halda til i, áður en hann lætur
frá sér fara fieiri fúkyrði af
því tagi, sem hér hafa verið
gerð að umtalsefni.
Skýrsla um umferöarslys 1971;
6.483 umferðarslys
og 21 látinn
SKRÁÐ umferðarslys á árinu
1971 urðu 6.483, þar af voru 789
slys með meiðslum eða höfðu í
för með sér dauða. Slasaðir voru
1.068, en látnir 21. í skýrslu Um-
ferðarráðs, sem komin er út um
umferðarslys á árinu 1971 eru
samanburðartölur slysa allt frá
árinu 1966. Hefur tala Iátinna
stigið frá 1968, er hún var í lág-
marki, aðeins 6 Iátnir. 1969 lét-
ust 12 í umferðarslysum, 1970
20 og eins og áður er getið 21
árið 1971. Árið 1966 var tala lát-
inna 19 og 1967 var hún 20.
Fyrsta skýrsla um skráningu
umferðarslysa var gefin út 1969,
og tók hún til umferðarslysa
1966 til 1968. önnur skýrsla, sem
gefin var út af Umferðarráði,
tók til skráningar umferðar-
slysa 1969 til 1970. Skýrsla Um-
ferðarráðs um umferðarslys 1971
er því fyrsta skýrslan, sem tek-
ur til eins árs. Skráning slys-
anna fór fram með þeim hætti,
að Umferðarráð safnaði lög-
regluskýrslum um umferðarslys
frá öllum lögsagnarumdæmum,
en verkfræðistofan Hagverk s.f.
annaðist úrvinnslu og uppsetn-
ingu á töflum. 1 skýrslunni eru
birtar 18 töflur um umferðar-
slys 1971.
85% skráðra slysa og óhappa
urðu í þéttbýli en 15% í dreif-
býli. Slysum í dreifbýli fækkaði
nokkuð frá árinu á undan eða
úr 878 í 727. Það vekur þó at-
hygli að i dreifbýli hefur hlutfall
slysa, með meiðslum og dauða
sem afleiðingu, vaxið sl. 6 ár úr
14,7% 1966 í 21,2% 1971. Flest
slys í þéttbýli í einum mánuði
urðu í desember eða 12% allra
þéttbýlisslysa ársins (687 slys og
óhöpp). 1 dreifbýli er júlímán-
uður slysahæstur með um 19%
allra slysa og óhappa ársins (139
slys). Fæst slys urðu aftur á
móti í apríl og á það bæði við
um þéttbýli og dreifbýli. 1 þétt-
býli 6,6% (381 slys og óhöpp)
og dreifbýli 3,4% (25 slys og
óhöpp). Timadreifing slysa, þ.e.
á hvaða tima sólarhringsins slys
verða, er óbreytt miðað við und-
aníarin þrjú ár. I þéttbýli urðu
flest slys milli kl. 13.00 og 14.00
eða 10% allra slysa og óhappa.
1 dreifbýli er fjöldi slysa á klst.
varla marktækur.
Á töflu um aidursdreifingu
umferðarslysa má sjá, að 18 ára
gamlir ökumenn eiga fyrstu hlut
deild að flestum slysum eða sam-
tals 669. Næst flestir eru 17 ára
ökumenn eða 584. Ökumenn 30
ára 245 og 50 ára 217. Til
skýringar skal þess getið, að
með fyrstu hlutdeild er átt við
þann ökumann, sem fyrst á hlut
að því að skapa þá aðstæðu, sem
leiðir til umferðarslyss, og án
tillits til þess, hver er sekur eða
verður fyrir tjóni. Þá liggja
ekki fyrir samanburðartölur um
fjölda ökumanna i hverjum ár-
gangi og/eða ekna kílómetra. 98
börn 13 ára og yngri áttu fyrstu
hlutdeild að slysi.
69,2% allra slysa urðu í dags-
birtu og 46,7% slysanna í góðri
færð (þ.e. þurr akbraut). Nokk-
uð jöfn skipting er svo milli
slysa í bleytu og snjó annars
vegar og ísingar hins vegar eða
um 24%.
Af þessu má sjá, að flest slys-
anna verða í góðri færð.
1 skýrslunni eru sérstaklega
skráð umferðarslys í hverju um-
daami fyrir sig.
Samkvæmt þessari skýrslu
verða um 55,6% allra slysa í
Reykjavík, 9,2% á Akureyri, 5%
í Hafnarfirði, 4,1% I Kópavogi,
3,4% i Ámessýslu og 4,2% í
Guilbringusýslu. Á Stór-Reykja-
víkursvæðinu urðu þvi um 69%
allra slysanna, sem er um 2%
hækkun frá þvi árið 1970.
:j:;f"linaí-3LokL
alladaga
alladaga
laugardaga
laugardaga
LOFTLEIDIR
þriðjudaga
miðvikudaga
fimmtudaga
sunnudaga
mánudaga
miðvikudaga
föstudaga
mánudaga
föstudaga
: