Morgunblaðið - 09.05.1972, Page 22

Morgunblaðið - 09.05.1972, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAl 1972 Minning: SIGRÍÐUR SOFFÍA ÞÓRARINSDÓTTIR Fætld 11. júlí 1894. Dáin 1. maí 1972. Hvar er á Fróni fegri sveit en Fijótsdalurinn okkar kær er móti sælu suðri veit og sunnu vermir mildur b!ær. Með hiíðum hám mót himni blám er hvelfing prýðir undur fríð. Vér elskum þig um alla tíð þú afbragðsfagra Drottins smíð. H.F. Prestssetrið Valþjófsstaður stendur undir hlíðum Valþjófs- staðafjails. Það er mjög fagurt og sérkennilegt, með mörg- t Gunnar Viðar, fyrrverandi bankastjóri, aftdaðist að heimili sínu 7. þ. m. Guðrún Viðar. um klettahjöllum og grasi grón- um hliðum á milli, upp til efstu rinda. Litlu innar blasir við Múl- inn, hátt fjall en hrjóstrugt, er skilur á milli Suður- og Norður- dals. Beint á móti eru Viðivell- ir og Víðivallafjall, grösugt og skógi vaxið, en niður eftir miðj- um dal rennur Jökulsá. Fljóts- dalur er talinn vera ein feg- ursta og veðursælasta byggð landsins. Sigríður Soffía Þórarinsdóttir ólst upp í þessu umhverfi. For- eldrar hennar voru presturinn á staðnum séra Þórarinn Þórar- inssón- og frú Ragnheiður Jóns- dóttir kona hans, glæsileg höfð- t Otför eiginkonu minnar, Elísabetar Halldórsdóttur frá Hesteyri, sem lézt hinn 3. þ.m., verður gerð frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 10. maí kl. 3 e.h. Eiríkur Benjamínsson. ingshjón. Heimilið var róm- að um allt Austurland fyr- ir reisn, gestrisni, söng og glað- værð. Böm prestshjónanna á Val'þjófsstað urðu átta taisins, hvert öðru mannvænlegra. Bær- inn á Valþjófsstað var stór og með margar burstir, er sneru mót suðri, gróið þak og rauðmáúuð bæjarþil. Gegnt bænum nokkru neðar á túninu var kirkjan, en sléttlendi mikið umhverfis. Það vill svo til að fyrstu minningar minar eru einmitt frá þessum stað. Á sumardaginn fyrsta, aidamótaárið, var hald- in> mikil hátíð í Fljótsdal til ftinningar um þessi tímamót. Var t Mágur minn, Stephen A. Thomas, andaðist í Lynwood, Kali- fomiu 5. maí. Fyrir hönd aðstandenda. Sigríður Axelsdóttir. t Stefán Guðmundsson, ráðsmaður, Höfða i Biskupstungum, andaðist í Landspítalanum 5. þ. m. Jarðarförin fer fram frá Skálholtsdómkirkju laug- ardaginn 13. þ.m. kl. 2 e. h. Fyrir hönd aðstandenda. Systkinin í Höfða. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem veittu mér samúð, vináttu og hjálp við andlát og útför eiginmanns mins, Guðmundar Stefánssonar frá Stóru-Seylu, Skagafirði. Sérstakar þakkir færi ég læknum, hjúkrunarliði, starfs- fólki og sjúklingum á Krist- neshæli. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Bjömsdóttir. t Innilegustu þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall og útför, Ingvars Valdimars Björnssonar. Aðstandendur. það útisamkoma á Valþjófsstað, er hófst með guðsþjónustu í kirkjunni og messaði séra Þór- arinn Þórarinsson. Ég var í hópi barna, sem gekk í skrúð- göngu heiman frá bænum með fána í hönd tii kirkju og það an aftur að messugerð lokinni að samkomusvæðinu, sem var á grasi vöxnum grundum fram af bænum. Siðar þann dag var öh- um börnum boðið inn á prests- setrið, þar sem prestkonan sjálf útdeildi súkkulaði, en lét dætur sinar tvær, Þuríði og Sigríði, bera um kökuföt og bjóða börn- unum. Þarna urðu fyrstu kynni okk- ar Sigríðar og vafalaust hefur þetta verið fagur dagur, þótt við tvær litlar telpur gæíum ekki rakið atburðina, en siðar, á fullorðinsárunum, höfum við oft minnzt þessa dags, sem glitr- andi minningar frá bernsku okk ar. Næst ber fundum okkar Sig- ríðar saman i Kvennaskólan um i Reykjavík veturna 1912 og 1913. Bjuggum við báðar hjá frú Sigriði Jónsdóttur, systur frú Ragnheiðar á Valþjófsstað, og manni hennar Bimi óiafssyni gullsmið Við vorum fimm ung- ar stúlkur, allar i einni stofu, dóttir hjónanna, við nöfnurnar, Oddný frá Burstafelli og Sigrún á Urðum, síðar móðir núverandi forseta. Nú á dögum mundi þetta vera talið þröngt húsnæði. Við Sigríður vorum i Kvenna- skólanum og lásum svo alltaf saman heima í stofunni okkar, en hinar lærðu handavinnu og húsmæðrastörf og voru litið heima nema á kvöldin. Það var gott að búa í Vonarstræti, hjón- in voru svo elskuleg, við vorum allar fimm eins og dætur i hús- inu. Beint á móti var Iðnó, þar var bæði leikhús og dansskóli, en okkur var stranglega bann- að að fara þangað, nema með sér stöku leyfi. Skólastýra Kvenna- skólans, frk. Bjarnason, var mjög ihaldssöm i þeim efn- um. Eftir samveru okkar Sigriðar í Kvennaskólanum skildu leiðir um árabil, hún dvaldist heima í föðurhúsum með fjöiskyldu sinni um tima, en fór svo til Dan- merkur til frekara náms. Sumar- ið 1927 giftist Sigriður Ara Jóns syni lækni frá Húsavik, er skip aður var þá læknir á Úthéraði. Þessi ungu læknishjón sett- ust að á Hjaltastað og bjuggu þar til 1933, er þau fluttust að Brekku i Fljótsdal. Á báðum þessum stöðum ráku þau bú- skap. Það ætti að vera öllum augljóst, hve mikið starf bættist á húsmóður, sem gift er lækni i sveit. Læknirinn verður oft að sinna sinni embættisskyldu og hverfa frá heimilinu, hvenær sem kallað er, hvort sem er á nótt eða degi. Það kemur þá í hlut húsmóðurinnar að stjóma öllu og hafa vakandi a-uga með því sem heimilið varðar, og ut- Systir mín og amma okkar, STEINUNN VALDIMAHSDÓTTIR, Guðrúnargötu 7, andaðist í Landakotsspítala þann 7. þessa mánaðar. Margrét Valdimarsdóttir og bömin. t Móðir okkar, TORFHILDUR SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, sem lézt 4. þ. m., verður jarðsungin miðvikudaginn 10. maí klukkan 3 frá Fríkirkjunni. Agústa Sveinsdóttir, Alfreð Bjarnason. t t Hjartkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, ARI ÁRNASON, Njarðargötu 12, Keflavík, andaðist að heimili sínu aðfararnótt sunnudagsins 7. maí. Fyrir hönd aðstandenda, María Kjartansdóttir. JÓHANNA ÞURÍÐUR ODDSDÓTTIR, Melaheiði 15, Kópavogi, sem andaðist í Landspítalanum 2. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 13.30. Jóhanna Einarsdóttir, Rafnar Karlsson, Una Laufdal, Þorgrímur Einarsson, Aðalheiður Skaftadóttir, Einar Þ. Einarsson, Ingveldur Hjaltested og barnabörn. t Móðir okkar ÞÓRA G. JÓNSDÓTTIR Hraunteig 16, lézt á Landakotsspítala fimmtudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. maí kl. 10.30 f. h. Askell Löve, Guðmundur Löve, Þráinn Löve, J6n Löve, Jakob Löve, Sigríður Löve. t Maðurinn minn, VILHELM ERLENDSSON, sem andaðist miðvikudaginn 3. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. maí kl. 3 e. h. Hallfríður Pálmadóttir, Sporðagrunni 5. an að komandi aðstæður krefj- ast hverju sinmi. Auk þess var á Brekku sjúkraskýli og dvöldu þar oft sjúklingar tíma og tima. Bæði á Hjaitastað og Brekku var símstöð og póstaf- greiðsla' og þar að auki sinnti læknirinn ýmsum opinberum sveitanmálum, svo auðsætt er, í hve mörg hom er að líta. Margt starfsfólk var þá jafnan á heim- ilum og gestagangur mikill, þar sem margir áttu erindi á læknis- setrið, þurfti þvi mikla stjóm- semi og fyrirhyggju til að sjá öllum farborða. Þennan vanda leysti læknisfrúin svo skörulega, að aldrei heyrðist að þar væri neins vant. Siðasta árið á Brekku urðu þau læknishjón fyrir miklu áfalli, er læknishús- ið brann. Þau misstu þar allt sitt innbú og þar á meðal marga muni, sem ekki var hægt að end urnýja. Fluttust þau þá til Eiða og höfðu aðsetur þar um tíma. Skólastjóri var þar þá Þórar- inn Þórarinsson frá Valþjófsstað bróðir Sigríðar. Um svipað leyti og þetta gerð ist var breytt læknaskip>an á Fljótsdaishéraði og aðset- ur læknanna flutt i Egilsstaði, Eitt fyrsta hús, sem byggt var í Egilsstaðakauptúni var læknis- bústaður með sjúkraskýli. Þang- að fluttust Ari og Sigríður árið 1945 frá Eiðum. Eigi leið á lön.gu, þar til þau höfðu búið sér fagurt og menningarlegt heimili í Eg- ilsstaðakauptúni, og öll glödd- umst við yfir að fá þau í byggð- ina til nánari kynna. Ari læknir var prúðmenni hið mesta, gáfaður maður og skemmtilegur, Sigriður var hús- móðir með glæsibrag, hvort sem á var litið heimilið eða hennar eigin persónuleika. Sigríður tók þátt i félagsmálu.m sveitarinnar, eftir að byggðahverfið við Egils staði fór að vaxa. Hún var einn af stofnendum kvenfélagsins, og mikinn áhuga hafði hún á kirkjubyggingunni á Egilsstöð- um, til síðustu stundar. Ari lækn ir fékk lausn frá starfi árið 1960, hafði þá verið læknir hér á Hér- aði samfleytt á 4ða tug ára, þá f’uttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Þau Ari læknir og Sigriður eignuðust fjögur böm, en urðu að mæta þeirri sorg að missa tvö í æsku, Ragnheiði og Jón. Tvær dætur þeirra eru búsettar í Reykjavík, Erna hjúkrunar- kona, gift Böðvari Jónassyni húsa smíðameistara, dóttir þeirra Sigríður Soffía er elskuleg ung stúlka, Ragnheiður er gift Sig- urði Guðmundssyni lækni við Landspítalann. Fyrir nokkrum árum lgzt Ari læknir, en Sigríður hélt sitt heim ili, þar til hún að Io.kum á siðast liðnum vetri varð að leggjast á sjúkrahús. Hún gat ekki látið af þeirri reisn, er hún alltaf hafði lifað við, fyrr en á síðustu stundu. í vetur, þegar ég hitti hana á sjúkrahúsiniu, talaði hún um Fljótsdaishérað með innileik og hlýju, og minninigar hennar það- an voru margar óumræðilega skemmtilegar og ánægjuríkar. Sigríður Soffía Þórarinsdótt- ir. Þér sé þökk fyrir órofa vin- áttu og tryggð um langt árabil. Blessuð sé minning ykkar læknishjónanna. Sigríður FiUiney. S. Helgason hf. STEINIÐJA ílnholtl 4 Slmar 26617 og 14254

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.