Morgunblaðið - 09.05.1972, Síða 28

Morgunblaðið - 09.05.1972, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAl 1972 - ' JVITUG V 'STULKA OSKAST. I Jiýðingu Huldu Valíýsdóttur. Meers vildi mér? Hann vissi það ekki, en sagði að Meers mundi koma að bragði. Ég beið, en eng- inn kom, svo ég gafst upp. Ætli þetta sé ekki bara hans máti að senda mér kveðju fyrir tónleik- ana. Þó skil ég ekki, hvers vegna fanturinn talaði ekki við mig sjálfur. Skrítið." „Þú getur hringt aftur eftir svolitla stund. Ég hef símanúm- erið heima hjá honum einhvers staðar á mér.“ „Við sleppum því bara. Ég hef verkefni að sinna, sem enginn annar getur tekið að sér fyrir mig. Við verðum að halda af stað. Ég vona bara, að ekkert hafi komið fyrir Sylvíu." „Ef það vœri eitthvað alvar- legt, þá hefði það komizt til skila. Hann hefur bara langað til að angra þig. Láttu honum ekki takast það.“ „Ég skal reyna.“ Engu var líkara en síðasta sporvagninum hefði verið ekið út úr skálanum um hádegi þenn an sama dag, þannig að rétt gafst tími til að rifa upp teinana úr gólfinu og fleygja tóm um dósum og brotnum flöskum Ueizlumatur Smurt brauð oo Snittur Sil.l) éi'ISKUIi inn i tvær afgreiðslustúkur við innganginn, en enginn tími hafði gefizt til að hreinsa burt húsa skúmið eða ryklagið á bitunum í loftinu eða af hlöðnu múrsteins veggjunum. Þeir voru að hálfu klæddir breiðum strigaræmum, sem voru einhvers konar vegg- tjöld á öllum fjórum veggjun- um, annað hvort til að fyrir- byggja dragsúg eða til að bæta hljómburðinn, nú eða til skrauts. Ekki vissi ég og spurði heldur ekki. Hljómsveitarpallur inn virtist bæði ófullgerður og kominn að hruni. Á honum sátu frummenn á ýmsum stigum þró- unarinnar með hljóðfæri oig hljóðnema í greipum sér og allt i kring um þá þvílífk kynstur af rafmagnstækjum að nægja mundi í hina endanlegu kjarna- sprengju. Sá, sem enn þykist halda heyrn sinni, getur víst tæplega haldið því fram, að hann hafi upplifað þann ærandi gauragang, sem svipti hann allri heyrn, en þannig fæ ég bezt lýst reynslu minni af því, sem barst úr hátölurunum. Þetta fannst mér í hvert sinn, sem óhijóðin mögnuðust og engu síður, þegar örlítið dró úr þeim. Andrúms- loftið þarna inni var miklu frek ar í fljótandi formi heldur en loftkenndju, eða líklega næst lýs ingin betur með því að líikja því við hálfstorknað hlaup, sjald- gæfrar tegundar, sem hristist í takt við heljarmikil högg frá ósýnilegum tennisspaða. Hitinn var óskaplegur og lyktin minnti á gamla fótboltaskó, óhreint hár og ofhitun í einangrun á raf- magnssnúrum. Enda þótt húsakynnin bæru þess glöggt vitni, að þau hefðu í skyndi og fyrirvaralítið verið ætluð fólki, þá var þó engu lík- ara en að þeir sem þama voru, eitthvað 500—1000 manns, hefðu átt þarna samastað í margar vik ur. Bkki þó svo að skilja að fólk væri þarna á randi eða í vin- gjarnlegum samræðum í smáhóp um, eða að dansa sér til gamans, eða kaupa og selja eða matreiða handa sér. En það sat heldur ekki í skipulegum stólaröðum tii að fylgjast með þvi sem þarna fór fram og flestir höfðu lí’klega borgað fyrir. Við hvert fótmál lágu á gólfinu plasttuðrur, út- vörp, skór, alls kyns fatnaður, myndskreytt tímarit í ýmsum stærðum og gerðum og stærri dúkar, sem annaðhvort voru vist herðasjöl eða ábreiður. En uppistaðan í þessu öllu var þó ruslið og draslið, sem fyrir var í húsinu. Hér og þar grillti í venjulega manneskju, sem líklega var þá blaðamaður, for- eldri einhvers flytjandans eða bara einhver maður á hræðileg- um viiligötum. Orkynjað afkvæmi Karls II. í beinan karllegg kom á móti okkur og leiddi Roy burt. Sú, sem tók við mér (ég segi „sú“, vegna þess að lauslega áætlað sýndist mér fyrirbærið vera kvenkyns) fylgdi mér að sæta- röð, ef röð skyldi kalla aftar- lega í húsinu og þar kom ég reyndar auga á Terry Bolsover. Ot af fyrir sig var það töluvert afrek að greina hann í allri höf uðháraflækjunni allt í kring. Við hlið hans var autt sæti. Manneskjan sem með mér var, kom til min boðum: „Þú getur fengið sæti nær, ef þú vilt.“ „Nei, takk,“ ösikraði ég. „Ha?“ „Þetta er ágætt hérna.“ Þeir sem sátu eða héngu eða lágu í röðinni fyrir framan Bol- sover, sýndu enga tilburði til að greiða mér götuna til hans, en létu það heldur ekki hagga sér, þótt ég ræki í þá fæturna eða stigi ofan á þá eða hrasaði um tuðrurr.ar á gólfinu. Bolsover leit upp, þegar hann sá mig koma og reyndi að bæla niður skellihlátur, sem hvort eð er hefði ekki heyrzt. Ég hlammaði mér í sætið við hlið hans og og þurrkaði móðuna af gleraug- unum mínum. „Ertu á vegum blaðsins eða bara til að gefa vini þínum sið- ferðislegan styrk? æpti hann í fagmannlegum kurteisistón. Ég Hjartanlegar þakkir færi ég þeirn, sem minntust min svo eftirminnilega á áttræðisaf- mæli mínu, þann 11. apríl sl. með skeytum og gjöfum. Sér- staklega þakka ég Kirkjukór Bjamanessóknar fyrir ágætar gjafir til okkar hjóna og ánægjulega viðkynningu á liðnum árum. Heill og gæfa fylgi ykkur öllum. Ragnheiður Sigjónsdóttir, Brekkubæ. reyndi að ná sama tóninum, þeg ar ég svaraði: „Siðferðislegan styrk, já. Ég veit ekki enin um blaðið.“ „Ha? Biddu á meðan þessi hryna gengur yfir. Hún hlýtur að vera bráðum búin.“ Ég setti upp þögulan spurn- arsvip. „Hann er búinn að láta eins og hatnn sé að Ijúka þessu tvisvar. Venjulega endurtek- ur hann það þrisvar. Jæja, nú kemur lokaspretturinn . . .“ Ég leit á sviðið. Jú, jú, ungi maðurinn, sem lagði til röddina i gauraganginn og hafði hingað til vaggað sér i lendiunum með ýktum samræðistilburðum, sýndi nú augljós merki þess að hafa innbyrt eitur (líklega úr eitraðri smíörítkí TIL CHEVY NOVA SS árg. '69. Bifreiðin er með 350 cu.in V-8, sjálfskiptingu, power bremsum og stýri. Lítið ekin. Upplýsingar í sima 10194 eftir hádegi i dag.___________ Breiðholtsprestakall Séra Lárus Halldórsson umsækjandi Breið- holtsprestakalls heldur guðsþjónustu í Bú- staðakirkju fimmtudaginn 11. maí uppstign- ingardag kl. 11 f.h. Safnaðarnefnd. ÆGISSÍÐA 6 herbergja sérhæð (efri hæð) við Ægisíðu er til sölu. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðl. Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, Rvík. Sími: 2 62 00. SÖLU velvakandi 0 „. . . og þar er gott að vera.“ Kæri Velvakandi. Guðmundur Jónsson frá Blönduósi leit inn til okkar hér á Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum eins og svo oft áður og var málhrests að vanda. Verður hér rakið nokk uð af þvi, sem hann hafði að segja. Én stikla verður á stóru þvi að hugsjónirnar skort- ir Guðmund ekki. „Ég hef verið á Ási í Hvera- garði á annað ár,“ segir Guð- mundur, „og þar er gott að vera. „Svo er ég á Heilsu hæli Náttúrulækningafélags- ins nokkrar vikur árlega. Þeir eru tveir kóngamir i Hvera- gerði, Gísli Sigurbjörnsson og Björn L. Jónsson, og kerrnir vel saman. Mér hefur batnað svo mjög, að ég vonast til að geta gengið frú Hveradölum að Gufudal í Blöndudal áður en langt um líður, Ég ætla mér að verða 100 ára. Ég á svo margt eftir að gera að ég hef ekki tíma til að verða gamall.“ 0 Limgirðingarnar „Það er gott að vera hjá Gísla,“ segir Guðmundur enn, „þar er allt til fyrirmyndar. Limgirðingar eru kring'Um all- ar lóðir. Þær veita skjól svo að allur gróður þrífst þar vel. Þetta ættu bændurnir að taka sér til eftirbreytni. Bænd- ur ættu að hólfa niður rækt- arlönd sín. Þá fengi næðingur- inn ekki að leika þar um. — Gísli hefur unnið frábært brautryðjandastarf með lim- girðingum sínum — það hefur margur fengið Fálkaorðuna fyrir minna.“ 0 Blómin, sem tala „Allt er svo fallegt þaina á sumrin — þakið blómum. Ég geng þarna oft um. B’óm og tré geta talað, en það skilja ekki nógu margir. Þeir segja þetta vitleysu hjá mér — en svo er ekki." Svo fór Guðmundur með ljóð, sem Jóhann Sigurjónsson orti eitt sinn til elskunnar sinnar, er hún gaf honum rauða og hvíta túiípana að skilnaði. Skáldið líkir þeim hvítu við villta svani. ,,Já,“ sagði Guð- mundur, „þegar hann sá hvítu túlípanana hefur hann minnzt hvitu svananna og ættjarðar- innar, sem rnenn mega aldrei gleyma. — Trén og blómin hans Gisla segja mér margt — en hvað það er, segi ég engum.“ 0 Kirkjugarðurinn á Hólum Þá ræddi Guðmundur um lundina, sem hann hefur kom- ið upp víða um land. „Það er bara verst, að þeir eru ekki allir nógu vel hirtir," sagði hann. — Og talið berst að Hól- um. Múrinn í krimgum kirkju- garðinn þar er honum þyrnir i augum. „Hann var ekki gerður niður á fast,“ sagði Guðmund- ur, „og er nú að grotna niður. Ég legg til að ungmenmafélög- in gangist fyrir þvi að brjóta hann niður. Kannski yrði það til þess að varanlegur garður yrði gerður í staðinn." 0 Guðmundur góði Efst á verkefnaskrá Guð- mundar Jónssonar nú er stytta af Guðmundi góða. Hann sagði að búið væri að steypa hana úti í Danmörku, „en við eigum eftir að borga einn þriðja af verðinu, og svo að koma henni upp. Ég hef fengið mörg fal- leg bréf varðandi styttuna — og nú skora ég á menn að heita á Guðmund. Þá er ég að búast við styrk frá Alþingi. Allir fá nú launahækkuni — og hver á það frekar sikilið en Guðmundur góði.“ Atvinna Unglingspiltur óskast til léttra sendistarfa. Sá sem getur orðið áfram næsta vetur, situr fyrir starfinu. DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO HF., heildverzlun, Þingholtsstræti 18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.