Morgunblaðið - 01.06.1972, Page 16

Morgunblaðið - 01.06.1972, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNl 1972 Otgsfandí hif. ÁrvdcuC Réy'kjavJk Fna,m'k.vaemdastjói'i Harafdut Sveit«-son. Ritetjórar Mattihías Johannessen, Eyjóltfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunrrarsson. RitstjórnarfiuHitrúi Þiorbljönn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingasíjóh Áwi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afg-reiðsia Aðalstræti 6, sfmi 1Ö-100. Augiíýsingar Aðatetræti 6, sfæi 22-4-80. Ás'kriftarg.jald 226,00 kr á 'mánuði innanlands I fausasöTu 15,00 Ikr eintakið k síðustu misserum hefur -**■ mönnum orðið æ tíð- ræddara um breytt gildismat, sem m.a. felst í mun beittari gagnrýni á velferðarþjóð- félagið en áður og kemur fram í óttanum um, að hvers konar ríkisforsjá sé að bera einstaklinginn ofurliði, þann- ig að hann fái ekki rönd við reist. íslendingar hafa látið þess- ar umræður sér í léttu rúmi liggja fram að þessu. Við er- um si\o fáir, að menn hafa ekki viljað trúa því, að hóp- sálin geti nærzt hér, enda einstaklingshyggjan rík í eðli okkar, hvötin til að bjarga sér sjálfur, vera smiður sinna skoðana. I nágrannalöndum okkar og þá einkum Svíþjóð hefur gætt vaxandi gagnrýni á hin yfirþyrmandi afskipti ríkis- valdsins, ekki sízt af fjölmiðl- um. Þannig er sænska sjón- varpinu ekki lengur ætlað að vera frétta- og upplýsinga- miðill, heldur „tæki til skoð- anamyndunar“, pólitískt vopn. Því er meira að segja haldið fram, að sænsk yfir- völd hafi reynt að fá bannað, að almenningur geti í fram- tíðinni stillt tæki sín beint á erlenda sjónvarpsgervihnetti. Þá sé ekki lengur hægt að hafa eftirlit með öllu, sem sent er út. Nú er ekki nema ár síðan ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar settist að völdum og enn styttra síðan kosið var í útvarpsráð samkvæmt nýjum lögum. Þó hafa menn þegar fundið tilhneigingu hjá nýj- um húsbændum til þess að troða sænskar slóðir, hafa áhrif á skoðanamyndun fólks með margvíslegum hætti, enda útvarpið kallað heimil- istæki ráðherranna manna á meðai. En vinstri menn, sem svo kalla sig, láta ekki við það sitja að spilla fjölmiðlum, heldur er það á stefnuskrá þeirra að beita hvers konar félagasamtökum fyrir sitt pólitíska æki. Langvinnust hafa verið afskipti kommún- ista af verkalýðshreyfingunni og hafa þeir þegar kynnt stríðsplanið fyrir Alþýðusam- bandskosningarnar í haust. Upp á síðkastið hefur þó mest borið á SÍNE, sambandi ís- lenzkra námsmanna erlendis. Hin pólitíska misnotkun þess- ara samtaka hefur verið mjög gagnrýnd meðal námsmanna erlendis og eru teknar að ber- ast greinar erlendis frá, þar sem undan því er kvartað, að hagsmunamálum þeirra sé ekki sinnt og bréfum ekki svarað. Síðasta dæmið af þessu tagi er pólitísk misnotkun Æskulýðssambands íslands, sem leitt hefur til þess, að fulltrúar þriggja aðildar- félaga hafa lýst því yfir, að félög þeirra muni endur- skoða afstöðu sína til sam- bandsins. Samtímis því sem reynt er að menga hljóðvarp og sjón- varp og misnota félagasam- tök, er haldið uppi hvers kon- ar mótmælaaðgerðum. Allt er það þó tilviljunum háð, hverju mótmælt er hverju sinni, og ekki laust við, að stundum séu slíkar aðgerðir beinlínis samkvæmt pöntun erlendis frá. Þessi hávaði fer þó fyrir ofan garð og neðan hjá alþýðu hér á landi. Það er engum málstað til fram- drátta.r að hafa einungis hátt, hitt skiptir öllu, hvaða rök hann hefur á bak við sig. En þótt allar þessar tiltekt- ir hafi fram að þessu orðið meira eða minna til einskis, er þó engan veginn hægt að skella skollaeyrum við þeim vegna þess hugsunarháttar, sem að baki þeim býr. Menn verða einnig að horfa á það, hver tilgangurinn er, og hann leynir sér ekki. Svonefndir vinstri menn hyggjast koma sínu fram, þótt þeir treysti sér ekki til að gera það með málefnalegri baráttu, af því að þeir finna, að fólkið í land- inu er þeim andsnúið, kærir sig ekki um aukna ríkisforsjá, vill fá að vera í friði. En þetta sætta þeir sig ekki við, eru hafnir yfir að skilja. Áður var vikið að ótta manna við það, að allsherjar ríkisforsjá myndi bera ein- staklinginn ofurliði, — í stað- inn kæmi staðlað fólk í stöðl- uðum húsum hins staðlaða þjóðfélags. Þessi ótti er eng- an veginn ástæðulaus og þess vegna brýn nauðsyn á, að þegar sé tekin upp barátta gegn öllum tilburðum í þá átt. í því efni skiptir kannski mestu máli, að menn standi vörð um sitt daglega líf, — forði því að sænsk sjónarmið verði allsráðandi í híbýlum manna. AÐ TROÐA SÆNSKAR SLÓÐIR forum world features Hvað kom fyrir Nikulás II. Rússakeisara og- fjölskyldu hans? Þessi spurning er nú sett fram að nýju og í fullri alvöru, því að nýjar upplýs- ingar hafa varpað efasemd- um á þá viðurkenndu sögu- legu skýringu, að hinn 17. júlí 1918 hafi boisjevík- ar skotið keisarann, fjöl- skyldu hans og þjónalið í kjallara byggingar einnar í borginni Ekaterinburg — sem nú er Sverdlovsk. Líkin hafi síðan verið bútuð sund- ur og eyðilögð í eldi og sýru. Hefur þessi skýring ver- ið byggð á rannsókn hvít- rússneska dómarans, Nikulas ar Sokolovs, og við hana lát ið sitja. Nýjar rannsóknir hafa hins vegar leitt í Ijós ýmsa agnúa á skýrslu þeirri, sem Sokolov lét frá sér fara um málið. Brezka sjónvarpið BBC lét í sex mánuði afla upplýsinga og heimilda um þetta má! í 61181« lönduim, áð ur en gerð var heimildar- kvikmynd, í janúar s.l. Þar voru mjög dregin í efa þau sönnunargögn, sem Sokolov byggði skýrslu sína á. >á hef ur bandarískur lögfræðing- ur, John O’Conor, nýlega gef ið út bók, sem hann kallar „Sokolov-rannsóknina, þar sem han.n kemst að þeirri nið urstöðu, að ekki einasta séu tveimur mánuðum eftir að þær áttu að hafa verið drepn ar. Sokolov getur þessa vitn- isburðar ekki í opin- berri skýrslu sinni. Annað, sem Sokolov minnist ekki á þar, er umsögn rússnesks for ingja, Dimitrís Malinovskys, sem fór á morðstaðinn 30. júli 1918, fimrn dögum eftir að bolsjevíkar fóru frá Eka- terinburg. iVjalinovsky skýr- ir svo frá: „Af athugun minni á staðnum sannfærðist ég um, að föt keisaraf jöl- skyldunnar hefðu verið brennd þar en ýmislegt ann- að sannfærði mig um, að hún væri sjálf á lífi. Mér virtist einsýnt, að bolsjevíikar hefðu skotið einhverja aðra til þess að sviðsetja morð keisaraf jölskyldunnar, — en flutt hana sjálfa burt í skjóli náttmyrkurs. Þegar BBC var að gera heimildarkvikmynd sína, var farið fram á það við sovézk yfirvöld að þau leyfðu kvik- myndiun á aftökustaðnum en þeiirri beiðni var neitað. Hins vegar eru í myndinni birtar ljósmyndir af ýmsum sönnunargögnum, sem Sokol- ov talar um sem „þögla hluti, sem eru hin mikilvæg- ustu sönnunargögn um morð in“. Þar á meðal eru klæð- isbútar, lífstykki, skartgrip- Fnaimhald á bls. 23. sönnunargögn Sokolovs vafa söm heldur bendi og ýmislegt til þess, að sum sönnunar- gögn hafi verið fölsuð og öðr um hafi verið stungið undir stól af pólitískum ástæðum. En síðustu upplýsingar um mál þetta —- sem komu of seimt, bæði fyrir sjónvarps mynd BBC og bók O'Conors, byggjast á gögnum Sokolovs sjálfs um málið, — gögnum, sem fundizt hafa í Hough- ton-bókasafninu í Harvard- háskóla. Þar er getið um frá- sögn sjónarvotts, sem segist hafa séð keisaraynjuna og dætur hcnnar fjórar á lífi Nikulás II. K< h isínraf j ölsfk y Idain. Hvað kom fyrir Nikulás II. og fjölskyldu hans? Eftir Ian Brown

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.