Morgunblaðið - 17.06.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.1972, Blaðsíða 22
22 ____________________________;__________ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNl 1972 Minning; Soffía Guðjónsdóttir Minning: Eiríkur J. Kjerulf Ar n heiða rstöðu m Fædd 28. október 1907 Dáin 31. maí 1972 ELSKU Soffía mín! Þegar þáttaskil verða i lífi ein staklingsins, setur hann hljóðan. Hann finnur svo glöggt hversu litilsmegnugur hann er, og alls ófær um að hafa nokkur áhrif á gang tilverunnar, sem stundum virðist okkur mannanna bömum svo undarleg og óskiljanleg. Slíkra þáttaskila munu margir hafa fundið til á svipaðan hátt og ég, þegar við fréttum andlát þitt, Soffía mín. Ég fann svo sárt til smæðar minnar og ófullkoinleika og saknaði þess svo sárt, að hafa ekki haft tækifæri til að segja: „Þökk, fyrir allt, sem þú varst mér“. Þessi knýjandi þörf til að mæla örfá kveðju- og þakkarorð varð þess valdandi að ég ákvað að setjast niður og pára á blað þessar hugrenningar mínar. Ég minnist enn svo Ijóslega fyrstu kynna okkar og ég veit að þú mundir þau einnig, því þegar við hittumst ekki alls fyrir löngu bar þau einmitt á góma í samtali okkar. Ég var aðeins tveggja ára, og ég man, að við sáumst fyrst að kvöldi dags, ég var háttuð og sat i íanginu á mömmu heima í Mjósundi. Til merkis um fyrstu áhrifin, sem ég varð fyrir af mildum persónuleika þínium, vll ég telja hversu þessi atburður er enn í dag, sautján árum síðar Ijóslifandi í huga mér, þótt minn ið sé ekki svo glöggt á aðra at- burði frá þessari tíð. Eftir þetta sáum við meira hvor til annarr- ar, þvi næsta árið bjuggu fjöl- skyldur okkar í sömu íbúð við Mjósund og þið höfðuð þar sam eiginlegt eldhús, mamma og þú. Það gat því ekki farið hjá því, að einhver ósýnileg bönd knýttu þessar fjölskyldur saman, en böndin, sem á þessi ári knýttu mig að þér voru á einhvern hátt alveg sérstök. Þú áttir fáa þina líka í umgengni þinni og fram- komu við börn. Það stafaði frá þér hlýju og góðleika og þú varst svo kát. Mér þótti sem þú værir mér undurgóð vinkona, sem vild ir mér aðeins allt það bezta, sem hugsazt gat. Það er mikið rætt um svonefnt kynslóðabil nú á dögum, en aldrei urðu árin fjöru tiu og fimm til trafala í okkar samskiptum. Þú hafðir sérstakt lag á að láta mig finna, að ég og sú persóna, sem í mér býr, væru einhvers virði, og öll sarn- tölin okkar voru mér ákaflega kær. Það var oft svo, að þegar ég vaknaði og fór af stað í ævintýra leitina, sem auðkennii sérhvert spor l'ítils barns, þá endaði hún í fanginu á þér frammi í eidhúsi, og þrátt fyrir morgunannirnar hafðirðu alltaf tíma tU að spjalla við mig og gefa mér morgunbita, enda var þetta snemma morguns og oft fyrtr fótaferðartínta mömmu. Þessar morgunstundir voru mér sérstaklega dýrmætar, enda mætti ég ekki viða slíkum skilningi og þolinmæði sem ég mætti þessa morgna hjá þér, elsku Soffía mín. Alltaf varstu til búin að hlusta á frásögur af gleði og raunum litils barna, og ófá voru tárin, sem þú þerraðir, þegar eitthvað amaði að. Þvi miður var það tiltölulega stuttur tími, sem við bjuggum i sambýli í Mjósundinu, og þessi stutti tími leið með ógnvekjandi hraða, eins og verða vill með ánægju- og gleðistundir. En þó að íjarlægðin ykist, sUtnuðu ekki vináttuböndin, sem tengzt höfðu milli okkar og oft fékk mamma að heyra bænasönginn: „Æ elsku mamma, komdu að heimsækja hana Soffíu." Og mamma, sem einnig átti þér gott að gjalda og virti og mat þinn sérstæða og kærleiksfúsa persónuleika, átti erfitt með að neita þeirri bón, svo þær voru ófáar ferðirnar til þín, bæði á Austurgötuna og öidu- götuna. Siðan misstum við hvor af annarri um tíma, en hittumst aftur fyrir nokkrum árum og þá fékk ég að finna að allar minar minningar um þig áttu við rök að styðjast, og að þú varst enn sem fyrr, elsku góða Soffía, sem vermdir kaldar tær og gafst mér að borða, þegar ég stalst berfætt á náttfötunum fram i eldhús til þín í gamla daga. Sjúkdómar og erfiði höfðu sett sín mörk á lík- ama þinn, en undir sló sama hiýja, ástrika hjartað. Þetta pár mitt eru aðeins mannleg orð, sem aldrei ná að skilgreina hversu undur góð þú varst mér, sem ótal mörgum öðr um, en megni þau að flytja þér mínar innilegustu þakkir fyrir allt, þá er tilganginum náð. Já ég þakka þér útrétta mund, sem ætíð var reiðubúin að styðja litið barn og leiðbeina því á réttan veg. Ég þakka þér kynni, þar sem ég lærði að meta mikilvægi heilsteypts og hreinskilins per- sónuleika, þar sem gjörðirnar mótast af gæðum og tröllatrú á roannlega getu og færnf. Guð blessi þig. Vinkona. Hinn 30. maí andaðist á Borg- arspítalanum í Reykjavík eftir stutta legu, Eiríkur J. Kjerulf, fyrrum bóndi á Arnheiðarstöð- um i Fljótsdal. Otför hans fór fram frá Valþjófsstaðarkirkju fimmtudaginn 8. júní s.l. Eiríkur var fæddur að Melum í Fljótsda!l 1. janúar 1888. For- eldrar hans voru Jón Andrés- son Kjerulf, bóndi á Melum, son arsonur Jörgens Kjerulf fjórð- ungslæknis 1819—1831 og bjó á Brekku, var hann danskur að ætt, en giftist íslenzkri konu, Arnbjörgú Bjarnadóttur, ætt- aðri úr Skagafirði. Þau hjón urðu því stofnforeldrar Kjer- ulfsættarinnar hér á landi. Móð ir Eiriks var Aðalbjörg Metu- salemsdóttir frá Möðrudal á FjöMum. Eirikur ólst upp á Melum fram yfir fermingu, þá keyptu þeir feðgar Hrafnkelsstaði í Fljótsdal og bjuggu þar stórbúi. Að Jóni látnum tók Metusalem, elzti sonur Jóns, við jörðinni, en Eiríkur dvaldi þar áfram um ára bil. Árið 1916 kvæntist Eiríkur Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Bæ í Lóni og dvöldu þau nokkur ár á Hrafnkelsstöðum. Vorið 1921 keypti Eirikur jörðina Hamborg í Fljótsdal af svila mínum Halldóri Stefáns- syni, sem þá fluttist til Vopna- fjarðar. Hamborg er næsti bær við Skriðuklaustur og urðum við Eiríkur því nágrannar. Eiríkur var algerlega sjálfmenntaður að öðru leyti en þvi, sem kennt var í farkennslu’kerfi sveitanna á þeim árum. Þetta bætti hann sér upp með lestri góðra bóka, sérstakri athyglisgáfu ag stál- minni. Eirikur var að eðlisfari óvepju hlédrægur. Blandaði sér aldrei í stjómmál eða innansveit arerjur, en stundaði búskapinn af alúð og hagsýni. Við gesti sína var hann glaðvær og ræð- inn. Kom þá í ljós hversu fróð- ur hann var og fylgdist vel með því, sem var að gerast bæði heima og erlendis. Eitt var það, sem einkenndi Eirík sérstaklega, það var var- fæmi hans i orði. Ég heyrði aldrei hrjóta af vörum hans blótsyrði né lastmæli um nokkurn mann. Hann var auk þess svo heiðarlegur í öllum við skiptum, að loforð hans var af þeim, sem til þekktu, talið jafn öruggt og lögfestur samn- ingúr. Árið 1940 fluttist ég með f jölskyldu mína frá Skriðu- klaustri, eftir að hafa selt Gunnari Gunnarssyni rithöf- undi jörðina, og bjó á Arnheið- arstöðum i 5 ár. Árið 1945 flutt- ist ég tii Reykjavíkur. Þá seldi Eiríkur Aðaibimi syni sínum Hamborg en fékk sjálfur ábúð á Amheiðarstöðum. Þar bjó Eiríkur Aðalbimi siyni ánum hann góðu búi til ársins 1967, er Jón sonur hans tók við jörð- inni, en Eiríkur dvaldi þar til æviloka. Kona Eiriks andaðist ár- ið 1956 og tóku þá dætur þeirra að sér húsmóðunstörfn og sáðar tengdadóttir. Böm þeirra Eiríks og Sigur- bjargar eru: Aðalbjöm, óglftur, Kristín, gift Stefáni Jónssyni, Unnur gift Halldóri S. Þormar og Jón kvæntur Guðrúnu Ein- arsdóttur. Ættingjum Eiríks sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj ur og enda þessar linur með gamla orðtakinu: Þá minnist ég ætið Eiriks, er ég heyri góðs manns getið. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt. Sigmar G. Þormar. t Móðir okkar og tengdamóðir. RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, Búðarstíg, Eyrarbakka. andaðist að Hrafnistu þann 15. júní. Böm og tengdaböm t Elskulegur eiginmaður minn, HANNES KJARTANSSON, sendiherra, sem andaðist í New York þann 11. þessa mánaðar, verður jarð- settur frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. júní kl. 1.30 eftir hádegi. Elín Kjartansson og böm. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför JÓNS HALLDÓRS KRISTINSSONAR, verkstjóra, Klapparstíg 10, Ytri-Njarðvik. Fyrir hönd aðstandenda, _ Karlotta Kristinsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR ARNGRÍMSSONAR, klæðskera, Skólabraut 33, Akranesi. Alma Eggertsdóttir, Guðfinna Jóhannesdóttir, Guðmundur Jónsson, Hörður Jóhannesson, Sesselja Helgadóttir, Böðvar Jóhannesson, Elsa Ingvarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Ólafur Sigfússon og bamaböm. „19 júní“ 19. JtJNÍ, málgagn Kvenréttinda- félags íslands, er komið út og er myndarlega og vel úr garði gert. Fjölmargar greinar em í ritinu, viðtöl og yfirlit. Ritnefnd skip- uðu Lára Sigurbjörnsdóttir, sem var rltstjóri, Laufey Jakobsdótt- ir, Sigríður Anna Valdimarsdótt- ir og Valborg Bentsdóttir. Auk þess unnu að blaðinu þær Magdalena Thoroddsen, Margrét Margeirsdóttir og Svava Sigur- jónsdóttir. Meðal efnis í blaðinu má nefna t Eiginmaður minn, Lúðvíg Guðnason, Grænuvöllum 6, Selfossi, verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju mánudaginn 19. júnd kl. 2. Fyrir hönd vandamanna, Ástríður Sigurðardóttir. rit grein aflok k inn uppeldi karla — uppeldi kvenna — uppelrii manna og eru höfundar þau Siguríaug Bjamadóttir, Tómas Heiga- son, Edda Óskarsdóttir, Rósa Björk Þorbjamardóttir, Sigurjón Bjömsson, Haraldur Ólafssoin og Kristján Gunnarsson. Sigríður Anna Valdimarsdóttir hefur tek- ið saman þátt í blaðinu um áfengisvandamálið, viðtal er við Ásu Sólveigu, höfund sjónvarps- leikritsins Svartur sunnudagur og Geirþrúður Hildur Beimhöft skrifar grein sem nefnist Elzta kynslóðin. Þá svara f jprar konur í áhrifastöðum spumingum um hvort þær telji að áhrif kvenna í stjómmálum og þjóðimálum aiimennt fari vaxandi, og eru það þær Adda Bára Sigfúsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Steinunn Finn- bogadóttir. Minnzt er í ritinu 65 ára af- mælis Kvenréttinflafélags Is- lands í janúar sl., afmælisgrein er um Sigríði J. Maignússon, átt- ræða, viðtal er við Jóhönnu Eg- ilsdóttur, níræða, Gullveig Sæ- Forsíða 19. júní var að þessu sinni unnin á A<iglýsingastofu Kristínar Þorkelsdóttur. mundsdóttir skrifar um Our, viðtal er við Ingu Bimu Jóns- dóttur og sagt er frá þingi Sam- bands norrænna kvenréttindafé- laga, en á því voru fulltrúar frá Islandi, þær Anna Sigurðardóttir og Lára Sigurbjömsidóttir. f blaðinu er og minnzt iátiinna fé- laga í KRFf og ýmislegt fieira efni er í ritinu. t Góður Guð blessi ykkur öll, sem sýndu mér vináttu við andlát og útför bróður mins, Hús Jóns Sigurðssonar; 4 boðið í fræði- mannsíbúðina Davíðs Ólafssonar, Steinum. Eiríkur Ólafsson. Á FUNDI stjómar húss Jóns Sig urðssonar 8. júní sl. var sam- þykkt að veita eftirtöldum aðil um kost á afnotum af fræði- mannsíbúð hússins á tímabilinu 1. sept. 1972 til 31. ágúst 1973: Steindóri Steindórssyni, skóla- meistara frá 1. sept—30. nóv. ’72. Sveini Eiijarssyni leikhússtjóra frá 1. des 1972 til 28. febr. 1973. Haraldi Ásgeirssyni, verkfræð ingi frá 1. marz til 31. maí 1973. Lárusi H. Blöndal bókaverði frá 1. júní til 31. ágúst 1973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.