Morgunblaðið - 17.06.1972, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.06.1972, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNl 1972 3 Friðrik Ólafsson: Býst við j af nri keppn I3etta einvígi á eftir að verða víðfrægt og lifa í sögunni Friðrik ÓJafsson — Miðað við þann árangur sem þeir Spasský og Fischer hafa náð undanfarið, heW ég að engnm blandist hugur nm það, að Fischer er miklu sig- urstranglegri og ég er þess fnllviss, að flestir álíta hann Mklegan sigurvegara í þessu einvígi.. En ég hef mikia trú á Spasský og hef alltatf haft. Ég hef orðið þess var á hans skákferli, að ha.nn vex aJltaf við hverja rann. Því meir se.ni Spasský þarf að taka á, þeirn jmiun meiru nær lianrt fram af getu sinni. Ég hef þess vegna spáð úrslitum þessa eitavígis á þann veg, að Spasský nmni fara með sigur af hólmi, þó að muimurinn kunni að verða afar MtiJJ. En ég yrði ekke.rt hissa þó að það yrði Fischer sem ynni. Þetta var svar stónmeistar- ans Friðritas Ólafssonar, er Morgunblaðið spnrði, hvom keppendanna hann áliti sigur- straniglegri í einvíginu. Frið- rik var beðinn að lýsa kepp- endunum frá simim sjónarfióii, einikennum og andstæðum í sklákstíl þeirra o.s.frv. og svar aði þá: — Þegar spuri er utm and- ■stæður i skákstíl þessara tvegigja manna, þá er ákaflega erfitt um svar, því að þegar menn eru komnir á þetta styrk leikasvið, þá ráða þeir í raun- inni yfir ailri þeirri þekkingu og tækni, sem af SJíkum jöfr- urn verður krafizt. Það er því dálítið erfitt að greina á miili einliverra ákveðinna einkenna i skákstíl þeirra. Hins vegar býst ég við, að þær aðferðir sem þessir tveir menn hafa beitt til að þjáúfa sig upp í það að verða svona sterkir Hkákmeistarar, séu dá-Jítið óiik •ar. Spasský hefur 3agf mikla rækt við að 3áta engan ein- stakan þátt skáklistarinnar verða úrtundam. Hann hef- uir iagt jafn mikið ‘kapp á það að verða snjail í byrjunum, miðtafli, endatafii, í tækni, í sókn eða vörn o.s.frv. Það er sama hvað er. Hjá honum er ta:fimennskan vísindalega upp foyggð, jafnvél á sáJfræðiiegan hátt. Má til gamans igeta þess, að einn þjálfari Spasskys er sálfræðingur að mennt. Ekki veit ég, hvort Fischer byggir taflmennsku sína upp á einhvern kerfisbundinn hátt, mér þykir það óliklegt. Það er eins og þetta „renni“ inn i hann á eðlilegan hátt. Hann er eins og tölva, sem tekur við og vinmur úr á einfaidan og rök- réttan hátt. Ég er búinn að þekkja báða þessa menn síðan 1958 og Spasský raunar fyrr, því að hann tefldi hér í Reykjavik ó stúdentaskákmótinu 1957. Mér hefur ávaiit koanið vel saman við þá báða. Það er erfitt að kveða upp nokkurn dóm um skapgerð þeirra. Frá min- um sjönartióli séð er Spasský ákaflega alúðiegur maður oig traustvekjandi. Þó að hann sé rólyndur í framikomu, þá dyist það engum, að þar að baki býr geysimikil viljafesta, enda verður enginn maður heiims- metetari í skék, sem ekki býr yfir geysiiegu viljaþreki. Sjnaisský hefur sjáifur sagt frá sérstæðii atviki, sem varp- ar ijósi á þetta. Hann var að tefJa í Sovétmeistaramóti og var í mjög erfiðri aðstöðu, þar sem ha.nn þurfti að vinna síð- ustu skókina til þess að kom- ast áfram í miHisvæðamót. Skákin varð biðskák og stóð mjög erfiðlegia fyrir hann. Á.samt skókmeistaranum Bond arevsky kannaði hann þeissa skák gaumgæfilega — Bondar- evsky hefur siðan verið þjálf- ari Spasskýs og haim ráðlagði Sposský að gefa skákina og fara siðan að „stúdera" að nýju, það er að segja að búa sig aigjörlega undir það að nýju að stefn® að því að verða heimisimeistari. Þetta gerði Spasský. Hann gaf skákina og síðan byrjaði hann að kynna sér alia þá þætti að nýju, sem hann taldi þurfa til þeiss að verða góður skákmeist ari, svo sem. tœfcni, vörn og sókn o.s.frv. Spasiský hefur síðan sagt, að á þe®su augnabJiki, þó að það hafi kannski verið óaifvitandi, þá hafi hann stigið sitt fyrsta Skreí í þá átt að varða heims- meistari. Þetta sýnir í raun- inni að nrinu áJiti þann viJja og einbeitni, sem þarna býr að baki. Hann gefur skákina, sem ég nefndi áðan og einsetur sér siðan að stíga þetta fyrsta spor á ný og gefast ekki upp næst. Spasský er eims og ég sagði áðan alúðlegur maður í fram- komu. Og ég helld, að það sé fuJikomið samræmi í þeirri framkomu hans, sem snýr að manni beint og þvi, hverniig hann kemur ytfirleitt fnam í við tölum, t.d. gagnvart blöðuim. En þar er nokkur munur á, að þvi er Fischer varðar. Per- sónulega fellur mér mjög vel við hann, t. d. þegiar við rœð- um saman og aillt fer tfram í góðu tómi. En það er oft, að Fischer hagiar orðum sinum og athöfnum á aJJt annan hátt, en maður á von á, þá er eins og hann sé allt annar maður. Það er eins og þarna séu tvær i>er sómiur að verki. Ég heild, að það séu margir, sem ekki átta sig á þessu. Þeir hafa rætt við Fischer og segja síðan með sjálfum sér: — Ég skil bara ek'kert i öllum þessuim sögum, sem ganga um Fteeher, hann kemur mér ekki þannig fyrir •sjónir. SpasSký hefur byggt sig vis indalega upp í sambandi við aJia @ína Skáfcmenrnsku. Hann hefur þjáifað sig etftir kerfi sem sovétmenn hafa beitt í ára tugi og er mesitmegnis fóigið í visindalegri æfinigatöfllu. Ég efast stórCeiga um, að Fiischer sé sér þess fyllilega meðvitandii, hvernáig harnn varð svona sterkur. Það veit hins vegar Spasský upp á hár. Fischer kynnir sér aJllt. Hann hetfur ábyggiieiga kynnt sér aJlt um skák, sem til er frá ár- inu 1700. En hann hefur te'kið við þvi eins og rafmagnsheili og svo unnið úr því á mynd- rænan hóitt. Árangurinn er sá, að hann teflir núna einis og margir hatfa sagt, eins og vél. Hann virðist ailtaf finna bein- ustu ieiðina í mark. Spasský hefur sjálfur sagt, að frá þvi að han- var sex ára gamaJl, hafi hann >-kki getað verið án skákarinn'=r. Etf hann missti nokkur ár úr, þá gat hann ekki á heiJum sér tekið. Að því Jeyti heJd ég, að þeir Spasský og Fischer séu mjög Jíkir, að hvorugur þeirra gæti nokkurn tímann hugsað sér að starfa á nokkru öðru sviði. Eh Spasský hefur, enda þótt hann hafi stefnt að þvi að verða heiimsmeistari og ein- beitt sér að skákinni, rej'nt að útvikka sjóndeiJdarhring sinn i fJeiri áttir. Það er hins veg- ar ekki unnt að segja um Fischer, því að hann einskorð- ar alMa athyigOi siíma við skák- ina og ef atihygJi hans beiniist á einhvem hátt út fyrir það svið, þá held ég að það sé meira tiiviljanakennt en mark- visst. Spasský hefur sagt frá þvi sjáJfur, að þjálfari sinn hafi í upphafi ráðlagt sér að ein- Skorða sig ekki við Skákina, heldur beina afchyglinni í aðr- ar áttir einnig, t.d. kynna sér bókmennitir, leiikrit og fieira eins og t.d. íþróttir. Hann hef- ur þjálfað siig í íþróttum jafn- hliða skákinni og ég man eft- ir því, að hann var eitt sinn spurður að því, hvort hann hefði ekki alveg eins getað far ið út í íþróttir og skák. Þetta sýnir, að Spasslíý hefur taJið rétt að einskorða sig ekki við skóklistina, heldur gera sér jafnframt grein fyrir öðrum hlutum, sem gefa lítfinu giidi. Satt að segja veit ég ekki, hversu hamingjusamir þessir menn eru i raun og veru, Spasský og Fischer og hvort þeir eaiu í raiuninmi hiamingju- saimir yfir því að vera svona sterkir skiáikmenn. En ég tel þó að með þvi að útvíkka sjón- deildarhring sánn gefistf mönn- um meiri tækifæri til þess að verða hamingjusamir. Ég er kannski að vega svdiátið að Fischer þarna, en mér býður þó í grun, að hann sé ekki mjög hamingjusamur þrátt fyr ir þá aðstöðu, sem hann er í nú, verandi kannski stierk- asti skákmeistari heims. Kunningsskapur minn og Fischers byrjaði með milli- svæðamótin-u í Portoros i Júgó slaviu 1958, þar sem við unn- um okkur báðir upp. Raunar hafði ég hitt hann i BeJ.grad skömmu fyrir þetta miJiisvæða mót. Þá var hann að tefla við júgóslavneskan meistara eins konar æfingareinvigi fyrir millisvæðamótið. Ég man eftir því, að þessi drengur þá koiri mér háif einkennilega fyr- ir sjónir og það var alit ann- að útlit á honum þá en núna. >á var hann klæddur í gaJla- buxur og svellþykka peysu. Hann kom ósköp strákalega fyrir sjónir. En hann tefldi engu að síður mjög vel og vann þetta einvígi. Það er eins og það eimi enn eftir af því, að hann gefi sJík- ar yfiriýsingar og hann gaf í þá daga. Hann er ekkert frek- ar nú en þegar hann var 15 ára að fara í grafgötur með það, hvaða skoðanir hann hef- ur. Eftir að ég kynntist Físch er þaima í Júgósilav'iu. hef ég ekki breytt skoðun minni á honum tíl mikiiia muna. Mér finnst hann raunveruiega ekki hafá breytzt mikið. Aðvísu hetfur hanin þroskazt og fyllt betur út í fötin og iíka breytt um kOæðaburð, þvi að eins og sakir standa í dag, þá gerir hann sér far um að vera einn af bezt ‘klæddiu mönnum Banda rí'kjanna, ef ég man rétt. Eins og ég hef áður minnztf á, þá minnir mig, að ég hatfi fynst hitt Spasský á heims- meiistaramóti unglinga hér í Reykjavík árið 1957. Ég kynntíst honum ekfci að ráði þá, þvi að Rússam- ir voru hér eindr 7—8 saman og á sJikum mótum halda Sov- étmenn venjulega hópinn. En Spasský kom mér strax tfyrir sjónir sem gæðalegur maður og ég hef síðan haldið þeirri sikoð un. A8 ráðfi (kiyinintist ég honum efcki fyrr en í Argentínu 1960. Þá tefldum við báðir á móti i Mar del Plata og vorum þá milkið saman, bæði á meðan á mótiniu stóð og eins á eftir. Þá vorum við í Buenos Aires og dvöldum þar í að minnsta kosti viku tima ásamt landa Spassk- ýs, Bronsitein. Mér tféJO einstak- lega vel við Spasský. Þetta var mjög aðJaðandi persónuleiki og laus við allan hroka. Það er ekki þar með sagt, að hann búi ekki yfir viljafestu. Hann tonegzt við af festu, etf hann tel- ur sig þurfa á því að halda. Ég veit að visu, að hann telur sig þurtfa að vera eilitið meira á varðbergi en áður, eftár að hann varð heimismeistari. Hann vill ekki hleypa hverj- um sem er að sér. Að lökum þetta: Ég býst við jafnri Jteppni i heinismeistara- einviginu o.g vona eindregið, að hún verði það. Þeim mun jafn ari sem keppnin verður, því meiri verður eftirvæntingin hennar vegna og meiri mögu- Jeikar á þvi, að þetta heims- mei'Stiaraeinvigi, sem háð er á felandi, verðd víðfrægt og lifi í sögunni. Það er það, sem við vonijimst eftir. Og takist það, þá heM ég að við Isdendingar þurfum engu að lrvíða um, að þetta einvígi skapi ekki þá iandfcyrtningu, sem við höfum ætJazt til, heldur örugglega mikJu meiri. m símtal 09 ÖRYGGI ER FENGIÐ Trygging borgar sig. Heimilistrygging Slysatrygging Líftrygging Hikið ekki - Hringið strax sími 17700 ALMENNAR TRYGGINGARP Pósthússtræti 9, sími 17700

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.