Morgunblaðið - 24.06.1972, Side 11
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1972
ii -
— Úranus
brennur
Famhald af bls. 32.
Vlrtist okkur þar flest brunuið,
sem brunnið gat.“
tjTT frA sígarettu
Þjóðverjarnir spurðu þá Lóðs-
Inenn strax, hvort þeir hefðu
1'æk.n; um borð, en svo var ekki.
'Þegar Þjóðverjunum var gert
Ijóst, að lóðsiion flytti þeim
'slökkvilið og slökkvitaaki, tóku
þeir lóðsmönnum fagnandi.
Lóðsmenn byrjuðu kl. tæplega
5 að dæla slökkvifroðu og vatni
inn um ailar gættir á togaran-
um og virtist það strax bera
nokkurn árangur. „Okfkur tókst
að slá á eldinn til að byrja með,“
sagði Jóhannes. „En við höfðum
aðeins eitt froðutæki meðferðis,
sem auðvitað dugði skammt."
Klukkan hálfsjö hættu Lóðs-
menn slökkvistörfum að beiðni
skipstjórans á Úranusi, þar sem
■togarinn var mjög farinn að
lieggjast á stjómborðshliðina og
eldurinn virtist vera að magn-
ast aftur. Sysiturskip Oranusar,
Síríus, kom á staðinn langt
g'eogim í sex og um sjöteytið
yfirgaf áhöfn Cranusar togar-
ann og hélt yfir i Siríus. Af
skipverjum skildist Löðsmönn-
um að eldurinn hefði kviknað
út frá sígarettu.
KI. 7.15 kom þyrla frá varn-
artiðinu á vettvang og setti
sjúkraliða, Jeff Martin, um borð
í Sírius.
Laust eftir kl. 7.30 hélf Lóðs-
inn svo aftur til Vestmannaeyja
og skömmu síðar lagði Sirius af
stað þángað með Úranus í togi.
Þegar Morgunblaðsmenn flugu
yfir togarana um 2 leytið í gær,
voru þeir staddir um 10 sjómíl-
ur frá Vestmannaeyjum og virt
ist þá sem lítinn reyk legði upp
úr Úranusi. Um kl. 17 voru tog
ararnir komnir upp undir Vest-
mannaeyjar og fór þá Lóðsinn
út á móti þeim. Fengu Morgun-
blaðsmenn að fara með Lóðsin
um í þá ferð. Þegar komið var
að togaranum, var greinilegt að
meiri reyk Iagði upp af Úran-
usi en þá er við sáum hann úr
flugvélinni fyrr um daginn. Og
einnig virtist eldurinn hafa
færzt aftar í skipið.
ÐREGINN INN UNDIR EYJAR
Hafnsögumaður frá Vest-
mannaeyjum, Angantýr Elíasson
fór um borð í Sirius og síðan var
lagt af stað með Úranus í togi
iran fyrir Eiði. Fynsta spölinin
var Lóðsinn aftan í Úranusi til
að stjóma honum, en svo slitn
aði taugin milli Úranusar og
Lóðsins og hélt Lóðsinn þá til
Vestmannaeyja eftir að hafa tek
ið bandaríska sjúkraliðann og
May Wilfried um borð.
Grunur leikur á að Wilfried
hafi orðið fyrir reykeitrun og
vildi sjúkraliðinn leggja hann
inn í sjúkrahús í Reykjavík til
athugunar. Jeff Martin sagði
Morgunhlaðinu, að skipbrots-
mennirnir af Úranusi bæru sig
vel um borð í Siriusi, að undan
teknum skipstjóranum, sem væri
að vonum daufur í dálkimn yfir
þessum ósköpum.
May Wilfried sagði Morgun-
blaðinu að hann hefði verið sof-
andi frammi í, þegar eldurinn
kom upp I næsta klefa fyrir
framan hann, þar sem hinn látni
vélamaður svaf. Hann sagði að
skipsfélagar sínir hefðu vakið
sig og síðan hefðu þeir reynt í
sameiningu að slökkva eldinn, en
það reyndist árangurslaust. Að
öðru leytd varðiisit Wiitfiriied alíira
sagna af atburðinum um borð.
I kvöld voru þýzku togaramdr
komnir í var fyrir innan Eyði og
fór slökkvilið Vestmannaeyja þá
aftur um borð í Úranus til að
slökkva eldinn.
Um miðinætrti var siökkviisitarfi
að Ijú'ka og sikipið á leið iinn fyr-
ir eigin vélaraifli.
Tveir menn frá útgerðarfyrir*
tæká togaranis eru kominir til
Vestmannaeyja og munu þeir
skoða togarann og síðan taka
áhöfn hans með sér til Reykja-
víkur í kvöld.
Eftir þeim upplýsingum, sem
Monguiniblaði'ð afilaði sér seint í
gærkvöldi, er allt ónýtt bmarn í
togaranum framan til, en skips-
skrokkurinin sjálfur er ekki
mikið skemmdur að sjá.
Skipverjar af Uranusi um borð í togaranum Sirius, þegar hann
Sigurgeir.
kom inn undir Eyjar. Ljósm.
Togarinn Sirius kemur með brennandi togarann Uranus í togi undir Vestmannaeyjar.
Snarpur
jarð-
skjálfti á
Húsavík
HÚSAVÍK, — 23. júní. — Kl.
4.20 gerði mjög snarpan jarð-
skjálftakipp hér, svo að fólk
vaknaði almennt. Sumir fóru á
'fætur og út úr húsi. Hlutir
'færðust til og duttu úr hilluin
og börn vöknuðu upp með and-
'fæluim. Sumir telja sig hafa
'fundið smákippi á undan þess-
um stærsta.
Kippurinn var mjög snarpur
'hér, og mun hafa átt upptök
sín nærri Húsavik, því hann
mælidist eklri nema 3—4 stig á
'Richtersmæli. Upptökin munu
hafa verið uppi í Reykjaheiði,
'hér rétt austan við bæinn.
— Fréttaritari.
Frá SIS:
Uggandi um
rekstrarhorfur
þeiir Ólafur Sverrissom, kaupfé-
lagsstjóri, Borgarnesi, Sveiirm
Guðmundsison, kaupfstj., Sauðár-
króki, og Ingólfur Ólafssotn,
kaupfstj. KRON. Endurskoðandi
Sambandsins til tveggja ára var
endurkjörinn Tómas Ámasom,
hrl., en fyrir var Bjöm Stefáns-
son, erindreki. (Frétt firá SÍS).
Víkingur
landaði
AKRANESI, 23. júni. — Togar-
inn Víkingur landaði hér 240
liestum af þorsiki og karfa til
Vinnslu í frystihúsunum. Afli
er mjög tregur hjá tog- og hand
fiærabátu.m hér við Faxaftóa.
— h.j.þ.
AÐALFUNDI Sambands ís-
lenzkra samvinnufiélaga lauk í
dag. Á fumdinum urðu allmikl-
ar unxræður, m. a. um verðlags-
miál. Kom fram, að fulltrúar
sambandsfélaganna eru almemnt
mjög uggandi um rekstirarhorf-
ur á yfirstandandi ári vegna
s tórh ækk unar á ýmsum kostn-
aðarliðum við verzluninia innam
þröngra marka núverandi verð-
lagningarákvæða. Þá voru og
samþykktar nokkrar breytingar
á reglugerð fyrir Lífeyrissjóð
Samibandsins og samiþykkt var
tillaga þess efnis, að á aðalfund-
um verði í framtíðinni efnt til
umræðna um tiltekin framtíðair-
viðfangsefni samvimmuhreyfmg-
arinnar.
í fundarlok fóru fram kosn-
ingar, og var Jakob Frknarms-
son, fyrrv. . kaupfélagsstjóri,
endurkjörinn formaður Sam-
bandsstjórnar til þriggja ára.
— Auk hans voru endur-
kjörnir í Sambandsstjóm þeir
Þórður Pálmason, Borgamesd,
og Ólafur E. Ólafsson, Króks-
fjarðarnesi, til þriggja ára, en
fyrir sátu í stjóm þeir Eysteinm
Jónsson, forseti sameinaðs Al-
þingis, varaformaður, Finnur
Kristjánsson, kaupfélagsstjóri,
Húsavík, Guðröður Jónsson,
kaupfélagsstjóri, Neskaupstað,
Þórarinn Sigurjónsson, bústjóri,
Laugardælum, Raginar Ólafsson,
hrl„ Reykjavík, og Ólafur Þ.
Kristjánsson, fyrrv. skólastjóri,
Hafnarfirði. Varamenn í stjórn
voru endurkjömir til eins árs
Aðalfundur LI:
Siðamál lækna og
þjónusta utan spítala
Blönduósi, 23. júní.
AÐALFUNDUR Læknafélags
íslands var settur í sumargisiti-
heimilinu Kvennaskólanum á
Blönduósi í dag kil. 14. Formað-
ur Ll, Snorri PáW Snorrason,
setti fundinn og bauð fulltrúa
velkomna. Fundinn sitja 14 full-
trúar frá læknatfélögum um allt
land. Einnig sitja aðalfundinn í
boði LÍ Páll Snortrason ráðuneyt
isstjóri og Baldur Johnsen, for-
stöðumaður Heilbrigðiseftirilits
rikisins.
Aðalmál fundarins í dag voru
skýrsla stjómar og framkomnar
tiBöguir til állyktunar. Fundar-
störfum verður fram haldið ár-
degis á morgun, en heilbrigðis-
ráðherra, Magnús Kjartansson
mun ávarpa fundinn eftir há-
degi. Aðalmál þessa fundar eru
siðamál lækna og læknisþjón-
usta utan sjúkrahúsa. Gert er
ráð fyrir að fundinum ljúki á
1 a u ga rd a gskvö kl. — Bjöm.
ÞAÐ ER SANNAÐ MAL AÐ BEZTI AUGLÝS-
INGAMATINN I SUMAR ERU APRENTAÐ-
IR BOLIR í ÖLLUM STÆRÐUM FRA H og S.
Leitið verðtilboða. - Greiðsluskilmálar.
Vinsamlegast
Handiðn og silkiprent
Blönduhlíð 2. Sími: 19345.