Morgunblaðið - 24.06.1972, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1972
Hamranesmálið:
Samhljóða álit
sprengisérfræðinga
Skipið Culpepper, sem dældi olíuí E1 Grilió dag-inn áður en því var sökkt. Culpepper var 1200
tonna skip byggt 1941, en E1 Grilló var sökkt 9. febrúar 1944. Culpepper komst í eigu Banda-
ríkjamanna með þeim hætti að argentínsk áhöl'n skipsins frá heimalandi þess, Argentínu, yfirgaf
skipið skammt frá Miami eftir að sprenging Iiafði orðið í einumtank skipsins. Hins vegar varð
aldrei veruleg hætta um borð í skipinu og bandaríska strandgœzl an liirti skipið. —
Svartolían 1 E1 Grilló:
Skerast stjórnvöld
i leikinn?
Kafarar fundu gat á tank,
sem olía flaut út uni
SJÓPRÓFUM vegna togarans
Hamraness er að mestu lokið og
verður málið fljótlega sent sak-
sóknara ríkisins.
Fulltrúi bæjarfógeta í Hafnar-
‘firðii, Sigurður Hallur Stefáns-
'son, sem hefur haft yfirheyrslur
'á hendi, tjáði Mbl. að í gær
hefðu komið fyrir dóminn skip-
'stjóri á b.v. Fylki, sem varð fyr-
Ir tundurdufli fyrir 16 árum.
Einnig sprengiefna-sérfræðingur
og var álit hans samhljóða ann-
ars sérfróðs manns, sem fyrr
hefur komið fyrir dóminn, þ. e.
að spreniging gæti ekki hafa orð-
ið utan við skipið.
Málið hefur mjög skýrzt við
sjóprófin, að sögn Sigurðar, en
ekki yrði nein dómsniðurstaöa
í sjóprófunum, enda yrði vænt-
anlega íjallað um málið síðar af
öðruim dómstólum.
— Happdrætti
Framhald af bls. 32.
möguleika á verðmætum vinn
ingi auk þess sem menn
leggja sinn skerf til uppbygg
ingarstarfsemi Sjálfstæðis-
flokksins í landinu.
Einhverjir verða svo heppn
ir að fá nýjan bíl í sumar-
leyfið — og fyrir aðeins 100
krónur. Og hver vill láta slíkt
sér úr greipum ganga? Mögu
leika á þvi að hreppa hnoss-
ið fáið þér með þvi að tryggja
yður miða í þessu glæsilega
happdrætti. Miðar fást í skrif
stofunni, Laufásvegi 46, og i
happdrættisbílnum í Austur-
stræti og við Laugaveg. Kaup-
ið miða strax í dag. Látið ek'ki
happ úr hendi sleppa, á morg
un verðið þér ef til vill bifreið
ríkari. Þaö er ef til viil ver-
ið að selja vinningsmiða, þeg
ar þér gangið framhjá bif-
reiðinni í dag.
Þeir, sem eiga ógerð skil á
heimsendum miðum geri það
hið bráðasta.
Skrifstofa happdrættisins
er opin til kl. 10 í kvöld, sími
17100.
Dalvík, 23. júní.
UM HÁDEGIÐ í dag varð hér
slys. Tildrögin eru þau, að tveir
11 ára gamlir drengir, sem eru
nýbyrjaðir í unglinigavinnunni á
vegum Daivíkurhrepps, voru að
vinna við hreinsun ásamt 18 eða
19 ára gömium pilti er hafði
dráttarvél. Setitust drengirnir upp
Maðurinn, sem dæmdur var í
gæzluvarðhald, situr enn inni.
Tveir
sátta-
fundir
1 GÆR k. 9 hófst sáttiafundur
fuffltrúa rafvirkjasveima og vinnu
veitenda. Rafvirkjasveinair hafa
verið í verkfaili í vilku og var
þetta fyrsti sáttaifundur síðan
það hófst. Fundur stóð enn er
blaðið fór í prenitun, Sáttasemj-
airi var Torfi Hjartairson.
Á stama tíma hófst annar
sáttafundur með sáttasemjara,
Loga Einarssyni. Áttu þar htut
að miáid fuffltrúar vélstjóra í Sem
enitsverksmiðjunni, Áburðarverk-
smiðjunni og Landsismdðjunni.
Védistjórar í Sememtsverksmdðj-
unni hafa boðað verkfaM 1. júlií,
en hinir geta ekki fairið i verk-
Ml. Hafði fundur staðið í afflia
fyrrinótt án árangurs eða frá kl.
5 síðdegis tiil kl. 7 í morgun.
— Fárviðri
Framhald af bls. 1
anna. Einmig er gert ráð fyiir
að óveður miikið sé í vændum i
Ohioriki, að því er veðurfræð-
inigar segja.
1 Elmira sem er í vestiurhluta
New York hafa um tuittugu þús-
urndiir miannia verið ffluttir á brotit,
en þar hefur Chemungáin flætf
yfflr bakka sina og hefur sópað
mieð sér um tvö þúsund íbúðar-
húsum, brotið niður brýr og gert
meiri usla. Viðar úr því riki ber-
ast fréttir um að miikið hættu-
ástand sé að skeffla á.
Þjóðvarðliðar frá New York
og Pemnsylvaniu vinma að björg-
umarstörfum. Þá virðist útlit
svart í Vi'rginiuríki, þar hefur
etanig geisað miMð fárviðri og
úrkoma verið gífurleg og ár eru
þar víða að flæða yfir bakka
sína.
i skúffu framan á dráttarvélinni.
Læsingin á skúffunnii opnaðist
með einhverjum hætti og duttu
þeir báðir úr hemni. Annar piit-
arnna handleggshrotnaði og hefur
ef til viffl hlotið heilahristta'g, en
htan slapp með skrámur. Hér-
aðslæknirinm kom fljótlega á
vettvang. — H.Þ.
KAFARARNIR Óli Rafn Suniar-
liðason, Haildór Uagsson og Jó
hann Brieni köfnðn aftur í gær
niður að flaki EI Grilló. Könnnðu
þeir m.a. afturhiuta skipsins og
ftindu þar 16 djúpsprengjur og
tundurskeyti. Á einuni stað
fundu þeir gat á tank skipsins og
stakk einn kafarinn hendinni
þar inn, en þá flaut þar út olíu
kökkur og náði aðstoðarmaður á
trillu kekkinum. Verður liann
rannsakaður, en virtist þar vera
um hreina svartolíu að ræða. —
Sögðu kafararnir að skipið virt
ist mjög ryðgað.
Ólafur Ólafsson útgerðarmað-
ur á Seyðisfirði, sem stendur fyr
ir þessari athugun á skipinu
sagði að þeir myndu halda á
fram að kanna skipið. Tók hann
það fram að enginn miaður frá
Siglingamálastofnuninni hefði
komið austur i sambandi við
þessa athugun. Spurði hann að
því hvort að það væri ekki frem-
ur í verkahring hins opinbera að
kanna slík mál og hættuna sem
vofði yfir fremur en að einstakl
ingar stæðu fyrir sliku.
Páll Ragnarsson aðstoðarsigl-
ingamálastjóri varð fyrir svör-
um hjá Siglingamálastjóra, þar
sem siglingamálastjóri er í leyfi
og siagðist hann myndu gera það
að tillögu sinni við siglingamála
stjóra að hið opinbera fengi inn
lenda eða erlenda tæknimenn til
þess að kanna möguleika á að
fjarlægja það sem kynni að
valda skaða i þessu skipi og einn
ig taldi hann ástæðu til þess að
fjarlægja olíuskipið Haskell, sem
Kolsoe skipstjóri á Cuipepper,
sem dældi olíu í E1 Grilló daginn
áður en skipinu var siikkt.
sökk með olíu í Hvalfirði fyrir
nokkrum árum. Það skip er þó
aðeins um 100 tonn á móti 14700
tonn, sem E1 Grilló er.
Köfun verður haldið áfiram
við E1 Grilló eftir því sem Ólaf-
ur Ólafsson tjáði Mbl., en rann-
sóknin í þessu máli er aðeins á
byrjunarstigi eftir því sem hann
sagði. Þá hefur Fiskifélag Is-
lands lagt til að olíuvarnargirð-
ing verði sett í kring um það
svæði, sem E1 Grilló liggur á.
Þess má geta að á árunum
1960 til 1970 reyndi ríkisstjórn
islands að fá Breta til þess að
fjarlægja það sem kymni að
valda skaða í E1 Grillo, en ekk-
ert hefur komið út úr þeirri
málaleitan ennþá.
Morgunblaðið ræddi stuttlega
við kaptein Kolsoe, skipstjóra,
sem var með olíuflutningaskipið
Culpepper. — Kolsoe er búsettur
á Islandi og kvæntur íslenzkri
konu. Culpepper sigldi umhverf-
is ísliand með oliu og dældi m.a.
í ensk, bandarísk, frönsk, norsk
og hollenzk herskip, en talið er
að þýzku orrustuflugvélarnar
þrjár, sem sökktu E1 Griffló hafi
verið á hnotskóg eftir Culpepper
þegar skotárásin var gerð á
Seyðisfijörð. Cullpepper bafði þá
daginn áður, 9. febrúar 1944
dælt olíu um borð í E1 Grillo, en
kapteinn Kolsoe var hins vegar
korlinn á skipi sínu suður fyrir
land þegar umrædd árás var
gerð á Seyðisfjörð.
Kapteinn Kolsoe sagði að skip
hans hefði ávallt tekið olíu í
Hvalfirði og flutt þaðan umhverf
is landið. Hann sigldi Culpepper
frá Eyjafirði til Seyðisfjarðar,
en á Eyjafirði hafði skipið legið
í einn og hálfan mánuð. Þýzkar
flugvélar komu þá margoft og
reyndu að komast í skotfæri, en
þar sem skipið lá undir austur
fjallgarði Eyjafjarðar, var loft-
varnastöð á vegum Bandaríkja
manna og varði hún skipið. Um
30 manna áhöfn var á Culpepper
og var hún mestöll íslenzk.
Drengir féllu úr
dráttarvélarskúffu
fréttir
í stuttu máli
Póllands-
heimsókn
Titos lokiö
Varsjá, 23. júní NTB
JOSEF Tito, forseti Júgóslav-
íu, hélt í dag heimleiðis frá
Varsjá en hann hefur verið í
fimm daga opinberri heim-
sókn í Póilandi. Að sögn hef-
ur vinsemd og vinátta ein-
kennt fundi hans og pólskra
ráðamanna. Féllust þeir i mik
il faðmlög Gierek, flokksieið-
togi Póllands og Tito, við brott
förina.
Talsmaður pólsku stjórnar-
innar sagði að heimsóknin
hefði verið mjög gagnleg og
samskipti ríkjanna myndu
væntanlega enn batna eftir.
Undirritaður var samningur
um gagnkvæm og stóraukin
viðskipti Júgóslavíu og Pól-
lands.
Tupamaros
enn á kreiki
Montevido, 23. júní AP
TVEIR hermenn voru skotn-
ir til bana og einn herfor-
ingi særður alvarlega í dag,
eftir að skæruliðar gerðu skot
árás á bifreið þeirra þremenn
inganna. Voru hermennirnir á
eftirlitsferð er árásin var
gerð. Ókyrrt hefur verið í
Uruguay undanfarið og hafa
Tupamaros skæruliðar hvað
eftir annað látið að sér kveða.
Golda
í Austurríki
Vínarborg, 23. júní AP
GOLDA Meir, forsætisráð-
herra ísraels, kom í dag til
Austuríkis og tók Bruno
Kreis'ky, kanslari, á móti ráð-
herranum. Meiri varúðarráð-
stafanir voru gerðar við
komu Goldu Meir en áður
hefur þekkzt við hliðstæðar
heimsóknir og ekki var
skýrt frá því, hvenær flugvél
ísraelska f o rsætis ráðhe r ra n s
lenti á flugvellinum. Erindi
Goldu Meir er að sitja fund
vestrænna sósíaliskra flokka,
sem hefst í Vínarborg n.k.
mánudag. Meðal þeirra sem
koma til fundarins er Willy
Brandt, kanslari Vestuir-
Þýzkalands, og fjórir forsæt-
isráðherrar Norðuriandanna.
Skriðuföll
í Hong Kong
Hong Kong, 23. júní AP
SAKNAÐ er enn 83 manna
eftir mikil skriðuföll í Hong
Kong sem hófust eftir gífur-
legar rigningar þar síðustu
daga. Vitað er að hundrað
manns hafa látið lífið og tjón
er verulegt.
Kennedy
spáir
McGovern
góðu gengi
EDWARD Kennedy sagði í
viðtalli við tímaritið Business
Week að hann vænti þess
fastlega, að George McGov-
ern hlyti útnefningu sem for
setaefni demókrata og von-
andi væri að framboð hans
og væntanlegs varaforsetaefn
is yrði það öfluigt, að demó-
kratar myndu eiga næsta
Bandaríkjaforseta. Kennedy
sagði, að McGovern hefði ver
ið vanmetinn framan af í bar
áttu sinni, en mönnum væri
nú loks að verða Ijós styrk
ur hans. Aðspurður um, hvort
George Wallace ríkisstjóri
myndi láta að sér kveða á
flokksþinginu, sagði Kennedy
að hann tryði því að unnt
yrði að komast að samkomu-
lagi, sem flestir gætu við un-
að.
A
Isjakar
á suðurleió
London, 23. júní AP
ÍSJAKAR eru á reki viða á
Atlantshafi og stefna í suð-
urátt og er ástæðan sögð
vera óvenjumi'kill kúldi í Norð
ur-Kanada sem hefur valdið
reki jakanna lengra suður en
venjulega. Er búizt við að
þetta vaildi næstu daga kóln-
amdi veðri í Bretllandi, Dam-
mörtou, HoHandi og Belgiíiu;