Morgunblaðið - 24.06.1972, Síða 13

Morgunblaðið - 24.06.1972, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNl 1972 13 Draumurinn Eftir Valdemar Einarsson Árið 1924 í októbermánuði dreymdi mig eftirfarandi draum. Ég var vakinn af værum svefni við það að kvenmaður opnar dyr á herbergi er ég svaf í, og segir við mig. „Ætlar þú ekki að fara á fætur, fólkið er kom- ið." Herbergið sem ég svaf í var lít ið ferhyrnt herbergi, panel- klætt. Engin húsgögn voru þar nema rúmið sem ég svaf í, rétt innan við dymar hægra megin er inn var gengið. Á útvegg vinstra megin er inn var gengið var gluggi, er vissi út að hlaði á stórum sveitabæ. Ég þóttist klæðast í snatri, og varð litið út um gluggann, og sá þá fólk streyma heim að bænum, og hverfa innum dyr, hægra megin við gluggann, sem ég leit út um. Allt í einu var ég kominn upp á loft, í sömu byggingu er ég var í. Kom ég þar að herberg isdyrum, og gekk inn. Herberg- ið var rúmgott, panelklætt, ekk ert var inni í herberginu nema löng tréborð, og langir trébekk ir sinn hvoru megin við hvert borð, og voru borðin nokkuð mörg. Á miðjum vegg hægra megin er inn var gengið voru dyr inn í annað herbergi, jafn stórt og hið fremra. Móti dyr- unum á innra herberginu, sem voru hurðarlausar, var gluggi á útvegg fremra herbergisins, sem vissi út að hlaði á stórum sveita bæ. Allt í einu voru bæði herberg in þétt setin af mönnum, frekar eldri mönnum úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Allt í einu stend- ur maður upp í innra herberg- inu, og segir: „Er ekki bezt að byrja á því að lesa bæn, áður en fundurinn byrjar." Fundar- menn voru allir samþykkir því, en enginn fundarmanna virtist geta framkvæmt það, þegar til kom. Það sló óhug á alla fund- armenn, og þeir horfðu hver á aiman, í þeirri von að úr rætt- ist, en sú von brást. Ég sat á bekkjarhorni rétt innan við dyrnar í fremra herberginu. Við hliðina á mér sat prestur, af Norðurlandi, sem ég kannaðist við. Mér varð litið til prestsins, honum var brugðið, en hann gat eklki farið með neina bæn, af þvi, að hann hvorki mundi neina bæn, eða gat sett saman neina bæn. Allt í einu stökk presturinn upp á tréborðið, sem við sátum við, þrútinn í framan áf ákefð, gekk fram og aftur um borðið, en gat ekki komið upp nokkru orði. Mér brá er mér varð Ijóst hvernig komið var og spurði sjálfan mig hvort ég kynni ekki einhverja af barna- bænum mínum, eða hvort ég gæti ekki sett saman einhverja frambærilega bæn, en ég fann að ég gat ekkert í þá átt þarna inni, ég yrði að komast út fyrst, til þess að fá næði til þess að setja saman bæn. Stóð ég því upp, og gekik eimn út úr herberg- inu niður stiga, og var allt í einu kominn út á hlað á stórum sveitabæ. Veðri var svo háttað, að úti var himnesk sumarbliða, eins og bezt getur verið síðast í júní- gróandanum, þegar vel vorar. Iðgrænt túnið teygði sig i allar áttir út frá bænum, var það mar flatt og byrjað að gróa. Ég sá Valdemar Einarsson. stórt fjárhús úti í túninu, og gekk í áttina þangað. Er að fjár húsinu kom, gekk ég inn í það. Fjárhúsið var svalt, kyrrlátt og rökkvið. Fór ég að ganga fram og aftur um aðra fjárhúskróna, og reyndi að koma saman fram- bærilegri bæn. Ég hafði gengið nokkrum sinnum fram og aftur um króna og komið saman fyrri parti af þolanlegri bæn, að mér fannst. Einu sinni þegar ég var á leiðinni fram króna, og var kominn nokkuð langt fram króna, birtist mér allt í einu maður í fjárhúsdyrunum. Mað- urinn var hár og tíguleg- ur, klæddur prestsskrúða, svartri hempu skósíðri og með rykkilin um hálsinn. Hann var hátíðlegur og einbeittur á svip- inn. Þegar við mættumst fremst í fjárhúskrónni, hóf hann strax mál sitt og sagði: „Kirkjan er ekki það sem hún á að vera.“ VALDBEITINGARLÖGMÁLIÐ OG VALDBEITINGAKKENN- INGIN Það, sem draummaður minn sagði mér, mundi ég ekki er ég vaknaði um morguninn. En þessi draumur hefur aldrei liðið mér úr minni, og alltaf skotið upp í huga mér með stuttu millibili, allan þennan tíma. Seinnipart ævinnar hef ég haft hann í huga á hverjum degi, meira eða minna. Nokkur síðustu árin hafa rifjazt upp í huga mér fyrstu atriðin af því, sem mér var sagt i draumnum, en aðeins fyrstu atriðin. Draumimaður mimn sagði er hann tók til máls: „Kirkjan er ekki það sem hún á að vera.“ Valdbeitingarlögmálið er æðsta þroskalögmáL tilverunnar, en orsakalögmálið er afleiðing þess. Erfðasyndin er valdbeitingar hneigð mannsins, en yfir henni á hann að drottna. Þróunarferill mannsins á að byggjast á minnkandi valdbeit- ingu og valdbeitingarhneigð. Þroski einstaklingsins og frelsi er mikilvægast. Maðurinn verður að þroskast þannig í frjálsu (opnu) þjóðfélagi, þar sem takmarkað er vald einstakl inga og hópa, að valdið dreifist um þjóðfélagið, svo að ein- staklingarnir eða hópamir verði ekki valdbeitingunni að bráð, og þannig blindir í sinni eigin sök. Valdbeitingarlögmálið og vald beitingarkenningin er undir- staða veraldlegs og andlegs þroska. Andlegan og veraldleg- an þroskaferil má ekki aðskilja. Fjölbreytni á öllum sviðum er nauðsyn og menntun einstakl- inganna. Hinn gullni meðalvegur er tak markið. Maðurinn á smám sam- an að þokast í áttina að meðal- veginum og jöfnuði í andlegum og veraldlegum efnum Bænin, sambandið við Guð og altilveruna er óaðskiljanleg and legum þroska og jafnvægi, tengi liður mannsins við hið upphafna svið tilverunnar sköpunarsvið- ið. Réttlæti og sannleikur eru til samans hinn sanni kærleikur. Maðurinn valdbeitir aðra menn, umhverfi sitt og sjálfan sig. Hér mætast trú og vísindi, og þau eiga síðan að haldast í hendur, þar til fullkomnun er náð. Allt það bezta í tilverunni getur einnig orðið það versta, ef það fer út í öfgar, eða er mis- notað. Sólin er lífgjafi alls lífs á jörðinni, veitir yl og birtu, gefur öllu líf, þroska og unað. En ef lítil breyting yrði á orku- gjöf sólar (aukning eða minnk- un) visnaði allt líf og eyddist. Svona eru næstum þvi að segja hámákvæm skilyrði fyrir því að líkamlegur og andlegur þroski geti átt sér stað á jörð- inni. Enginn einstaklingur eða hópur manna kunna eða geta farið með of mikið vald í þjóð- félaginu, án þess að af hljótist böl, og andleg og veraldleg nið urlæging fyrir þá sjálfa og þjóð arheildina. Einstaklingar og eða hópar manna þola nokkuð misjafnlega vel að fara með völd, en enginn einstaklingur eða hópur manna, hvað vel eða mikið menntaðir sem þeir eru, þola að fara með of mikið (eða algert) vald í þjóðfélaginu. Ástæðan er sú, að mennimir breytast, án þess að verða sjálfir varir við það, smám saman (eða allt í einu) við það að ná of miklum völd- um, þannig að þeir verða meira og meira sólgnir í völdin, allar framkvæmdir snúast eingöngu um það að ná í meiri og meiri völd, og leiðir þetta ávallt að síðustu til meiri eða minni sturl unar. Valdið tekur allt, en gef- ur ekkert. Þetta gildir um alla einstaklinga undantekningar- laust. Þannig erum við öll að nokkru leyti á sama bát. Allir þeir menn, er sýna ein- hverja viðleitni í þjóðfélaginu girnast anmaðhvort fé og völd eða völd og fé. Þeir menn er lifa eingöngu Framhald á bls. 20. Dr. Sveinn Þórðarson: Embættismannahrok- inn og gikkshátturinn í algleymingi Óverjandi vinnubrögð stjórnar lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins SEM betur fer hefir með bætt- um lýðræðisstjómarháttum síð- ari ára mikið dregið úr þeim hroka og yfirgangi, sem emb- ættisimenn áttu til að sýna al- menndngi í viðskiptum hans við þá, en þá afstöðu þeiira má trú- lega rekja til arfleifðar frá vaklatímum danskra eiinvalds- konunga hér á landi. Til orða hefir oft komið, að hér á landi sé full þörf urnboðs- manns eða málssvara almenn- inigs í viðskiptum hans við jöfra skrifstofus.tjórnarkerfisins á svipaðan hátt og tíðkazt hefir í ýmsum öðrum löndum um árabiL Að ennþá þekkist dæmd þess hér á landi, að embættismanna- hrokinn og tillitsleysi þeirra, sem fyrir völdum er trúað brjótisít fram I algleymingi, sann ar eftirfarandi fráisögn á ótví- ræðan hátt. Þann 7. febrúar s.l. ritaði is- lenzkur menntamaður, sem undanfarið hefir dvalið vestan- hafs, stjóm Lífeyrissjóðs starfs- manna rikisins og fór fram á að sér yrði leyft að endurgreiða með vöxtum og vaxtavöxtum greiðslur þær, sem hann hafði greitt í Lifeyrissjóð starfsmamna níikisins á árunum frá 1944 til 1959 tii þess þarmeð að öðlast sjóðsréttindi þar á ný í sam- bandi við opdmbert starf, sem til mála kom að hann tækist á hendur hér á landi. En fyrir rúmum 10 árum, eða þ. 6. júlí 1961 hafði hann af fjárhags- ástæðum fengið tillag sitt i sjóðinn borgað út. Hafði umsækjandinn fengið til athugunar lög nr. 29, 1963 og nr. 23, 1967 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og bera þau ekki með sér að siík end- urheimt fyrri sjóðsréttinda sé óheimil og gerði hann sér þvi góðar vonir um jákvætt svar sjóðsstjómarinnar, en án þess sá hann sér tæplega fært að hefja starf hér á landi á ný þar sem þarmeð væru lífeyrissjóðs- réttindi hans mjög óviðunandi miðað við starfsaidur hans í þágu þess opiinbera hér á landi. Þegar komið var fram í miðj- an marz og ekkert svar frá sjóðsstjórninni hafði borizt, átti hann sírntal við formann stjóm- ar Lííeyrissjóðs starfsmanna rikisins, sem tjáði honum að umsókninni hefði verið synjað. Óskaði umsækjandinn þá eftir að fá skriflegt svar sjóðsstjórn- arinnar við erindi sínu og hét formaður sjóðsstjómar hon- um, að það sikyldi hann fá fljót- lega. Þegar ekkert svar hafði bor- izt þ. 20. apríl ritaði umsækj- andinn formanini sjóðsstjómar- innar bréf og itrekaði ósk sina um skjótt skriflegt svar við er- indinu. Þegar ekkert slikt svar hafði borizt mánuði siðar eða þ. 19. maí fór umsækjandinn á fund formanns stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og ræddi um afgreiðslu erindisins og hvers vegna sliíkur dráttur væri á skriflegu svari sjóðsstjórnar- innar og var synjunin þá ítrek- uð munnlega en jafnframt því heitið að skriflegt svar skyldi berast skjótlega. Er það hafði dregizt eins og áður, var óskin um svar hið bráðasta ítrekuð með símskeyti til formanns stjórnar Lifeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins, og var skeytið sent þ. 25. mai. Þegar svo ekkert svar hafði borizt þ. 7. júní gekk umsækj- andinn á fund fjármálaráðherra, sem Lífeyrissjóður starfsmanna riklsins heyrir undir, og óskaði eftir aðstoð fjármálaráðuneytis- ins til þess að fá umbeðið skrif- legt svar og fékkst það þá sam- dægurs með bréfi sjóðsstjórnar- innar dagsettu þ. 7. júni 1972 eöa réttum fjórum mánuðum eftir að erindið ti'l sjóðsstjóm- arinnar var ritað og sér hver sem viil hvers konar afgreiðsla og viðbrögð þetta eru. Barst svarið svo seint að þá var uimsóknarfrestur um starf það, sem til greina kom að sækja um liðinn, enda var svar- ið eftir sem áður synjun. Um þessar mundir er af mörg um taii'ð æskilegt að Islending- ar, sem um árabil hafa dvalið erlendis, hverfi aftur til gamla landsins en ekki verður séð að stjóm Lifeyrissjóðs starfs- manna ríkisins telji það mál koma við sig á nokkum hátt, né að erindum varðandi slíka möguliedka beri að svara á mannsæmandi hátf. Hitt er svo antnað mál, sem snertir fleiri en framangreind- an umsækjanda, að ástæðan fyrir synjun sjóðsstjórnarinnar á þvi að leyfa manni, sem greitt hefir í sjóðinn um árabil, er hann var í þjónustu ríkisins, en hefir hoffið frá slíkum störf- um um sinn, að öðlast réttindi sin á ný með endurgreiðslu til- lagsins með vöxtum og vaxta- vöxtum er hann gengur i þjónustu ríkisins aftur, virðist vera mjög hæpin. Verður ekki séð, að sú túlkun sjóðsstjómarinnar að neita\af- dráttariaust um slíkt, eigi sér stoð i lögum um Lifeyrissjóð starfsmanna rikisisns né reglu- gerð, heldur er eins og þetta sé bókhaldsatriði, sem sjóðsstjóm- in hefir fundið upp sér til hag- ræðis, en vissulega er það mjög vafasamt og væri fróðiegt að sjá hver niðurstaða þessa máte yrði fyrir dómstólum. ex WIDE FITTIIMG/ SHOES Hinir vinsælu frúarskór komnir í fjölbreyttu úrvali. Sérstaklega mjúkir og þægi.egir, í mörgum breiddum. Austurstræti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.