Morgunblaðið - 24.06.1972, Blaðsíða 14
14 MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 24. JUNÍ 11972 !vl
í þessum bíl ferðast ung sænsk skáld og hljóðfæraleikarar
um Svíþjóð með jass og ljóðlist.
Jass og ljódlist í Hasselby I
Norræn tilraun
Dagana 27.—31. maí sl. var
haldið óvenjulegt ’ping í Háss
elbyhöll í Stakkhólmi. Þing
ið inefndist Jass og ljóðlist og
tilgangur þess var að kanná
gildi nýrra leiða í ljóðaflutn
ingi, finna tengsi jasstónlist-
ar og ljóðlisfar. Norræna
imenniingarmiðstöðin í Hassel-
by og sænska Höfundamið-
stöðin stóðu að þinginu. Til
þingsins komu norrænir tón
listarmenin og ljóðskáid. Af
flesrtra hálfu, ekki síst íslend
inga, var hér um tilraun að
ræða. íslensku futltrúarnir
vildu ekki skorast undan að
taka þátt í þinginu þótt þeir
væru fákunnandi um gerð
dagskrárefnis eins og þess,
sem boðið vár upp á í Hássel
by. Undirritaður fór til þings
ins sem íulltrúi íslenskra
skálda, en islenska hljóm
sveit skipuðu Þórarinn Ólafs
son, píanóleikari, Jón Páll
Bjarnason, gítarleikari, Pétur
Östluind, trommuleikari, og
Sviinn Ivar Lindeil, bassa-
leikari.
Sænska skáldið Lasse
Söderberg sagði mér, að sam
bland jass og ijóðlistar væri
ekki algjör nýjung. Beat-
skáldin bandarísku, Allen
Ginsberg og fleiri, iásu upp
Ijóð sín við jaissundirleik.
Fyrir sjö árum voru jass-
og ljóðadagskrár i FióMeik-
húsiinu í Kaupmannahöfn. 1
hópi skálda, sem kynntu
verk sín þar, voru Benny
Andersen, Klaus Rifbjerg og
Jörgen Sonne, en Luis Hjul-
man og félagar hans sáu um
tónlistina. Sænska sikláld-
ið Stig Carlison lést í fyrra.
Vinir hans efndu til ljóða- og
jassdagskrár til minningar
um hann. Dagskráin fór fram
í Klara-leikhúsinu og tók sex
klukkutíma. Skáld eins og
Harry Martinson, Artur
Lundkvist og fjöldi nýrra
skálda lásu upp, en hljóm-
sveit Bernts Rosengrens lék.
Lasse Söderberg er frá
Skáni. Hann sagði mér, að
Skánn væri að mörgu leyti
menningarlega einanigrað og
einræðishneigð Stokkhólms
búa væri áberandi. Nokkur
ung skánsk skáld og jaissleik
arar byrjuðu að tala um
möguleika á jass- og ljóðadag
skrám fyrir nokkrum ár-
um, en í janúar á þessu ári
var fyrst hafist handa. Ár-
angurinn var kyinntur í Borg
arleikhúsinu í Malmö. Dag-
skráin tökst svo vel, að hin-
ir ungu menn frá Skáni sem
katla sig Werup-Sjöström-
gruppen, ákváðu að halda á-
fram á sömu braut. Nú hafa
þeir keypt sér bíl og ferðast
um Sviþjóð með jass og ljóð-
list. Þeir settu rnestan svip á
þingið í Hásselby.
Lasse Söderberg sagði, að
menn hefðu oft fyrirfram á-
kveðnar skoðanir um að ljóð
væru efcki við þeinra hæfi.
Þau væru oifar þeirra skiln-
ingi. Samruni jass og ljóðlist
ar auðveldaði skilning á ljóð
inu. Þegar menn hlustuðu á
jasis yrðu þeir móttækilegri
fyrir ljóðinu.
Það er áreiðanllega nauð-
syinlegt að breyta til í ljóða
fiutningi. Hinn hátíðlegi
dflutninguir, sem við þekkjum
best, er á margan hátt úrelt-
ur. Vel fer á því, að tónlist-
armenn og skáld hefji sam-
vinnu. Ekki aðeáns jass og
ljóðlist eiga samleið. Við vit
um að sama gildir um æðri
tónlist og jafnvel popþlist.
Jassinn með sinn mikla
sveiigjanleik og frelsi er
skyldur ljóðinu. Bf vel á að
fara þurfa tónlistarmenn og
skáld að vinna mjög náið sam
an. Best er að Skáldiin yrki
ijóð sín beinlíniis með flutn-
inginn í huga. Þannig mynd-
ast ekki hið hvimleiða bil
miili jass og Ijóðs, sem oft
viil verða þegair skáldið vel-
ur gamalt ljóð til fiutnings
en hljóðfæraleikararniir spila
eitthvað nýtt og stundum ó-
undirbúið. Einhveris konar
jassljóðlist er hugsan-
leg og mikilvægt er að um
gagnkvæman skilning skállda
og hljómlistarmanna sé að
ræða. Danska skáldið Jörg-
en Sonne benfi mér á, að
stuttar ljóðlínur færu best
við jass og stakk upp á Völu
spá i þvi sambandi.
Gaman væri að islenisk
skáld og jaissleikarar ynnu
sameiginlega að gerð jatss og
ljóðadagskrár. Dagskrlá Jóns
Óskars og Áma Elfans
á Liistahátíðiinni tókst vel. En
betur mœtti gera mieð meiri
dirfsku í flutningi. Hvemig
væri til dæmis að fá Sviana,
sem komu fram í Hássélby, tii
að koma hingað? Þeir hafa
áhuga á því. Það væri verð-
ugt verkefni fyrir Norræna
húsið að hafa fyrirgreiðslu
um slíka heimsóikn.
1 Haisselby var að sjálf-
sögðu rætt um norræna sam-
vinnu jass og Ijóðlistar.
Stungið var upp á því að
Svíair, Finnar og isiendingar
hefðu frumkvæði um áifram-
haldandi samstarf á þassu
sviði. Án efa mun sú reynsla,
sem fékkst í Hásselby verða
dýrmæt þegar skipuleggja
skal jass- og ljóðadagskrár í
framtíðinni. Áhugi á jass og
ljóðlist er svo mikil'l víða á
Norðurlöndum, að ég hef þá
trú að Hassettbyþingið sé upp
haf markverðs listræns sam-
starfis. Og við eiguim að vera
með, en ekki sitja hjá einis og
venj uiega.
Um bókaár og fleira
Veturinn fjarlægist að baki.
Kornið er hásumar með grös og
bllóm. Við lifum á erfiðum tim-
um, sagði skáldið. 1 heimi bók-
menntanna eru allir timar erfið-
ir, sumur sem vetur — eins þótt
menningin - hafi árstíðaskipti
við náttúruna, en í hennar ríki
er veturinn nokkurs konar sum
ar, en sumarið vetur. Leikhús
taka til starfa á haustin, en
loka á vorin. Leysingin í bóka-
útgáfunni flæðir yfir í svart-
asta skammdeginu. Og lista-
mannalaunum er úthlutað, þeg-
ar dagar gerast hvað naprastir.
Líkast til var síðastliðinn vet
ur hvorki betri né verri í þess-
um efnum en gengur og gerist.
Umrseður um listamannalaun
eru árviss viðburður og leiða
margendurtekið í Ijós, hvers
þjóðfélagið metur skapandi list,
sem sé harla lítils. Orðtakið
gamla, að bókvitið verði ekki
Játið í askana, miðast upphaf-
lega við lestur fagurbókmennta,
en alls ekki einhverra raunvis-
inda, sem engin voru tid. Og þetta
orðtak virðist enn í fullu gildi
fyrir sjónum furðu margra. Is-
lenzka rithöfunda skortir fyrst
og fremst atvinnuöryggi. Það er
mergurinn málsins. Ritstörf eru
áikvæðisvinria. Og enn er útkom
am þannig, að fyrir lítil afköst
fiáist engin laun og fyrir mikil og
góð afköst sama og engin, og
getur þá hver, sem er, dæmt um,
hvor útkoman muni vera hag-
stæðari. En líti einhver svo á,
að höfundur verði að lepja
dauðann úr skel, til að andinn
komi yfir hann, skai hinum sama
bent á Egil Ska 1 lagrímsson og
Snorra Sturluson, þvi fáir munu
vera svo forhertir á móti bókvit
inu, að þeir afneiti þeim.
Menningar- og visindastofn-
un Sameinuðu þjóðanna hefur
kjörið þetta ár alþjóðlegt bóka-
ár. Og það er senn hálfnað, án
þess bókmenning hafi verið hattd
ið hér á loft venju fremur; þar
til helzt nú, að barnabókahöf-
undar á . Norðurlöndum þinga
hér í Reykjavík og Norræna
húsið og Rithöfundasamband Is-
lands gangast fyrir sýningu á
barnabókum frá sömu löndum,
en hvorugt mun beinlínis standa
í sambandi við bókaárið.
Bókaverðir hafa þó minnt á
tilefnið fyrir sitt leyti. Og frum
varp tii laga um almennings-
bókasöfn mun liggja nokkurn
véginn tilbúið í menntamálaráðu
neytinu og bíða næsta þing.
Á rithöfundaþinginu fyrir
fáum árum kom fram tillaga
þess efnis, að keyptur yrði til
safna tiltekinn fjöldi útgefinna
bóka íslenzkra rithöfunda. Til-
lagan á sér fordæmi: þetta hef-
ur verið framkvæmt annars stað
ar — þó í örtítið öðru formi en
þingið hugsaði sér.
Mig grunar, að bókaverðir,
sem ber ekki síður fyrir brjósti
hag ritaðs máls, líti þetta öðr-
um augum. Ekki mun vera
ágreiningur um markmið, held
ur leiðir. Nauðsynlegt er, að
allir, sem vinna að íslenzkri
bókmenning, kynni sér hver
annars viðhorf og starfi saman.
Lagasmíð fyrir menninguna er
vandasöm. Þar verður að hafa
hliðsjón af mörgum atriðum.
En varðandi þetta mál er
skemmst frá að segja, að fleira
vantar en ný lög. Það er með
bókasöfnin eins og höfundana,
að hagur þeirra er allt of bág-
ur. Einnig eru þau of fá; og
allt of fá, ef framkvæma skyldi
áðurnefnda tillögu rithöfunda-
þings, svo dæmi sé tekið.
Skólabókasöfn eru hér rtánast
óþekkt fyrirbæri nema við æðri
menntastofnanir, og er það ófag-
urt afspurnar, þvi notkun bóka
safns er háð vana og verður i
rauninni að lærast eins og hvað
annað.
Hvað ungur nemur, gamall
temur — sé un/gviðinu ekki inn
rætt virðing fyrir bókinni og
kennt að nota hana og njóta
hennar, er tæpast að vænta, að
það lærist síðar. Eigi fræðsttu-
stofnun að vera annað og meira
en sandkassi og dagheimili,
verður hún að eiga bækur, auk
þar til gerðra salarkynna handa
notendum þeirra. Og bókavarzla
er ekki dund fyrir einhverja,
heldur verksvið, sem krefst sér-
hæfingair.
Og svo að lokum listahátíðin.
Það var nú aldeilis framtak. Það
sér á, að ísland hefur eignazt
tengdason. Án frumkvæðis Ash-
kenazys hefðu þessar hátíðir
verið óhugsandi með listamönn-
um af því tagi, sem hingað hafa
komið. Þegar ölttu er á botninn
hvolfit ráðast enn mikil ráð
vegna persónulegra kynna eða
réttara sagt kunningsskapar,
ekki aðeins hér í okkar litla
samfélagi, heldur líka í hinum
stóra heimi. En listahátíðirnar
hafa sýnt okkur fram á fleira.
Þær hafa einnig leitt í ljós, að
Island er enn einangrað land —
í reynd, hvað sem hver segir.
Daglegar filugsamgöngur við fá-
ein næstu nágrannalöndin breyta
engu um þá staðreynd.
— Myndlist
Framhald af bls. 10.
ljósmyndir dingiumdanigl o. ftt.,
sem getur að líta á báðum sýn-
irigastöðunum, ætti að geta skil-
að riismeiri hughrifum, — siumar
myndimar eru beinlínis il’la gerð
aT. Bókaleikir Diter Rot eru ó-
sjialdan athyglisverðir, og í
„Katalog“ hans er mjög skemmti
leg fjöllbreytni. Þá er hugmyndin
að baki bóka Magnúsar Tómas-
sonar skemmtileg og vekjandi.
Mynidir Vilhjálms Bergssonar og
Tryggva Ólafssonar í Ásimiundar
sal njóta sin ekki í hinum hráa
sal. Myndir Vilhjálms á Mikla-
túni eru ólíkt áhugaverðairi. Mold
ar- og steinhrúgia á gólfi (Krist-
ján Guðmundss.) þar siem dreift
Verði listahátíðir haldnar hér
framvegis an'nað hvert ár eða
svo, tel ég þær geti orðið skýr
mælikvarði á þessa umræddu
einangrun. Komi sú tið, að út-
lendingar — vltt og breytt um
veröldina — taki að gefa þess-
um atburði gaum og finnist jafn
framt taka því að koma hingað
og fylgjast með því, sem hér fer
fram, þá fyrst tel ég rofið skarð
í múr margnefndrar einangrun-
ar — fyrr ekki.
er l'jóðaibókum, getur vakið til
umhuigsumar, en varla meira, ef
til viltt er tilgariginum þá náð. —
Furðuleg erótísk sjálfskrufnimg
Dorothy Iannone, og kynfierðis*-
legir þankar hennar i myndium
og ritmáli vekja til ihuigunair: —
„Næsta stóra augnablik í sög-
unni er okbar“. Teppi Hildar Há
konardóttur er með því áhuga-
verðasta sem hún hefiur sýnt og
lífga þau mjög umhverfið. Sýn-
imgarskráin, sem í rauninmi er
heil bók, þykir mér vera lofisverð
asta framtakið við þessa sýnimgu,
— þar skortir hvorki frjóa hugs
un né áræði og bafa hinir ungu
menn hér ótvírætt vinniniginin yf
ir þá eldri, skiptir minna máli
þótt inni'hiaild bókarinnar sé ekki
allt á háu planii.
á sumardegi..,
Erlendur Jónsson
Ung stúlka að fletta í bók«m Diter Rot