Morgunblaðið - 19.07.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.1972, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1972 aða orku frá Skeiðsfossvirkj- un, en Laxárvirkjun hefur ekki umframorku fyrr en fyrsti hluti þriðja áfanga verður tekinn í notkun. Engu að síður virðist iðnað- arráðherra ætla að fylgja sínu máli fram ótrauður. Vitaskuld er það á valdi for- sætisráðherra að mæla svo fyrir að hér verði annar hátt- ur hafður á. Fróðlegt verður að sjá, hvort Ólafur Jóhann- esson lætur iðnaðarráðherra beygja sig í þessu mikilvæga IÐNAÐARRAÐHERRA BEYGIR Oitgafandí hif. Árvafcur, R'éýkijaivík Fra'mkvaamda&tjóri Haraídur Svemsaon. .Rteitjórar Mattihías Johannessen, Eyjótfur Konráð Jórisson. Aðstoðarritsfcjóri Styrm-ir Gunnarsson. Rftstjórrvarfwlteúi Þorbljönn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson Augíýsingástjöri Ámi Garðar Kristirvsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistræti 6, sfmi 10-100. Augiiýsingar Aðalwttseti 6, sfmi 22-4-80 Áskriftargjal-d 226,00 kr á rnónuði innanlands í íausasöifu 15,00 Ikr eintakið OLAF JOHANNESSON /\lafur Jóhannesson, forsæt- ' " isráðherra, hefur enn orð- ið að láta í minni pokann fyrir ráðherrum Alþýðu- bandalagsins. Magnús Kjart- ansson, iðnaðarráðherra, fyr- irskipaði upp á sitt eindæmi fyrir skömmu, að lögð yrði háspennulína frá Laxárvirkj- unarsvæðinu til Sauðárkóks. Ekki mun iðnaðarráðherra hafa haft svo lítið við að hafa samráð um þessar aðgerð- ir við Raforkumálanefnd Norðurlands vestra. Og enn síður virðist iðnaðarráðherr- anum hafa flogið í hug að bera þessa ráðagerð undir forsætisráðherrann, sem auk þess að vera yfirmaður iðnað- arráðherra er fyrsti þingmað- ur Norðurlandskjördæmis vestra. Það er ekki einungis, að ráðherrar Ólafs Jóhannesson- ar beri ekki mikilvægar stjórnarathafnir undir hann, heldur virðast þeir taka ákvarðanir þvert gegn vilja hans. Og í eymd sinni verð- ur forsætisráðherrann að segja í viðtali við Morgun- blaðið, að persónulega hefði hann kosið aðra lausn á raforkumálum Norðurlands vestra en nú virðist fyrirhug- uð. Þannig lætur forsætis- ráðherrann meðráðherra sína lítillækka sig, án þess að geta rönd við reist. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið neitt tillit til ábendinga heimamanna um lausn á raf- orkumálum á þessu svæði. Þeir telja eðlilegra að raf- veitukerfið frá Skeiðsfoss- virkjun verði tengt við Skagafjörð, í stað þess að leggja línu frá Laxárvirkjun- arsvæðinu til Sauðárkróks. Með því móti má nýta ónot- máli íbúanna í hans eigin kjördæmi. Forsætisráðherrann þarf ekki að óttast, að ráðherrar Alþýðubandalagsins hlaupi úr ríkisstjórninni, þó að hann taki einu sinni sjálfstæða ákvörðun. Ef forsætisráð- herrann sýnir manndóm, sitja þeir vitaskuld áfram, því að engir hafa jafn gaman af að sitja í ráðherrastólunum. Að öðrum kosti munu ráðherrar Alþýðubandalagsins ganga á lagið og auðmýkja meðráð- herra sína í hverju máli á fætur öðru. Á hinn bóginn yrði það meiri vegsauki fyrir Ólaf Jóhannesson ,ef hann tæki á sig rögg og stöðvaði lagningu línunnar frá Laxárvirkjun í samræmi við sínar eigin skoðanir. Það getur hann gert í krafti síns embættis. Vegið að kristnum lífsviðhorfum í útvarpinu f Ttvarpsráð hefur nú nýlega sett nýjar reglur um hlut kirkjunnar og trúarlegs boð- skapar í dagskrá ríkisút- va?psins. Reglur þessar miða að því að takmarka kristileg- an boðskap í hinum áhrifa- miklu fjölmiðlum ríkisins. í þessu skyni hefur m.a. verið óskað eftir því við þá, sem flytja morgunbænina í útvarpinu, að þeir takmarki lestur sinn við ritningargrein eða bæn, en flytji ekki hug- vekju eða predikun. Með þessu er verið að koma í veg fyrir, að prestarnir komi fram með boðskap kristinnar trúar og kristinnar siðfræði í lifandi tengslum við nú- tíðarþjóðfélagið. Ef til vill er kristileg lífsskoðun ekki að skapi meirihluta útvarpsráðs. En eitt er víst, að vegið er nærri tjáningarfrelsinu, þeg- ar prestar kirkjunnar verða að flytja boðskap sinn sam- kvæmt forskrift útvarpsráðs. Þá hefur útvarpsráð ákveð- ið að fella niður þáttinn Kirkjan að starfi, og enn- fremur, að fella niður aðra guðsþjónustuna þá daga, sem tvær hafa verið fluttar. Nú er það að vísu svo, að óþarfi ætti að vera að út- varpa fleiri en einni guðs- þjónustu á einum og sama degi. Sú ákvörðun ein út af fyrir sig þarf því ekki að vera óeðlileg. Það sem er ámælisvert við þessar ákvarðanir útvarps- ráðs er sú staðreynd, að með þeim er verið að draga í heild úr trúarlegurp boðskap í rík- isútvarpinu. Það sést bezt á því, að það eru ekki einungis messurnar, sem eru skornar niður, heldur einnig þáttur um daglegt starf kirkjunnar í landinu. Aukin umsvif fjölmiðla eins og blaða, útvarps og sjónvarps hafa gert kirkjunni eins og öðrum erfiðara um vik að ná til fólks á mann- fundum. Einmitt með tilliti til þessarar þróunar vekur það furðu, að ríkisútvarpið skuli snúast gegn kristnum lífsviðhorfum og kristinni siðfræði með þeim hætti, sem nú hefur verið hafður á. Á tímum vaxandi lífsfirr- ingar og stóraukinna félags- legra vandamála, hefði ef- laust verið þarfara að efla boðskap kristilegra lífsvið- horfa í hinum áhirfamiklu fiölmiðlum ríkisins. Útvarps- ráði hefði verið meiri sæmd að því að átuðla að aukinni hlutdeild kirkjunnar í ríkis- útvarpinu með þeirri fjöl- breytni, sem nútíma tækni gerir mögulega á þessu sviði. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1972 17 Þróttmikill nýr forsætis- ráðherra í Japan — eftir Tillman Durdin Kakuei Tanaka, sem nýverið var kosinn næsti forsætisráðhérra Jap- ans, ætlaði á unglingsárum sinum að verða herforingi. Hann tók þar próf og hafnaði í 10. sæti meðal þátttak- enda sem voru 1300 talsins. Hann þáði aldrei stöðuna. Ef hann hefði gert það hefði hann ef til vill ekki orðið forsætisráðherra, en hann hefði kannski ekki orðið flotaforingi heldur. Tanaka hefur orð fyrir að vera orðfimur og dálítið uppskrúfaður, en það eru eiginleikar sem ekki eru taldir æskilegir fyrir ung foringja- efni. Hins vegar virðast þeir hafa orðið honum að gagni á öðrum svið- um, því hinn atorkusami og metn- aðargjarni Tanaka eignaðist eigið byggingafyrirtæki 25 ára að aldri, og aðstoðardómsmálaráðherra varð hann 31. árs. Að sjálfsögðu hafa þessir eigin- leikar komið mörgum stjórnmála- manninum i koll lika, og þá einkum og sér í lagi hjá þjóð sem metur samvinnu og sjálfsafneitun meir en persónulega upphefð. En einhverra hluta vegna hefur hreinskilni Tan- aka aldrei valdið honum teljandi erf iðleikum. Hún hefur frekar leitt i ljós kænsku hans sem stjórnmála- manns, og hann er einn af örfáum litríkum persónuleikum í japönsku stjórnmálalifi. SKJÓTUR FRAMI Kakuei Tanaka fæddist 4. maí 1918 í þorpinu Nishiyama sem er í fátæku landbúnaðarhéraði um 200 mílur frá Tokyo, þar sem eru þungir' snjóar og aðeins ein uppskera á ári. Hann var eini strákurinn af sjö systkin- um. Faðir hans var lélegur bóndi og fjölskyldan þjáðist oft af skorti. Reyndar sagði ein systra hans nú fyrir skömmu að óstöðvandi atorka Tanaka kynni að stafa af bernsku- draumi um að bregðast ekki eins og faðir hans. Fimmtán ára að aldri kom hann til Tokyo í leit að fé og frama. Hann stundaði ýmiss konar atvinnu til að hafa fæði og húsnæði jafnframt þvi sem hann nam í verkfræðiskóla og enskutímum að kvöldinu. Það var þá sem hann velti vöngum yfir að ger- ast herforingi, en hann hætti við það að lokum. Þess í stað hóf hann 18 ára að aldri störf hjá byggingafyr- irtæki. Ekki leið á löngu að Tanaka fengi eigið fyrirtæki. Hann eignaðist lika hluta í lítilli járnbraut, keypti fast- eignir, og í kjölfar hinnar miklu efnahagsviðreisnar Japans eftir strið varð hann auðugur maður. Árið 1947 var hann kjörinn í neðri deild þingsins, þá 29 ára gam- all, og þar hefur hann setið síðan. Aðstoðardómsmálaráðherra varð hann 1949. Tanaka varð póstmálaráðherra 39 ára að aldri, — einn yngsti meðlimur japönsku rikisstjórnarinnar frá upphafi. Fjármálaráðherra var hann valinn 1962 43 ára af Hayato Ikeda keisara, og aðalritari flokks frjáls- lyndra og lýðræðissinna (stjórnar- flokksins) þremur árum seinna. Hins vegar hóf hann stjórnmálaferil sinn sem meðlimur Framfaraflokksins sem nú er ekki lengur til, en gekk yfir í samsteypuflokk frjálslyndra og lýðræðissinna við stofnun hans 1955. Hann var potturinn og pannan í kosningasigrum flokksins, nú siðast í desember 1969. Þegar Sato keisari fyrir ári síðan vildi mynda sterk- ustu stjórn sem völ var á til að tak- ast á við hin vaxandi vandamál Jap- ans, gerði hann Tanaka að ráðherra á sviði alþjóðlegra viðskipta og iðn aðar. frjAlslyndur Tanaka er þekktur fyrir að hafa einstakt sjónminni (hann getur enn þá farið með kvæði sem hann lærði í æsku) og hann hefur komið flokks bræðrum sínum mjög á óvart í kosn ingabaráttum með því að kunna utan Tanaka fagnar eftir útnefninguna. bókar feikimiklar upplýsingar um sérhvert af hinum 123 kjördæmum landsins. Hann er fjörmikill og hávær og í snertingu við hvaðeins sem er á döf inni í hinu kirfilega uppbyggða þjóð- félagi Japans. Hann er fulltrúi yngri kynslóðar í æðstu klíkum japansks stjórnmálalífs, og hinir eldri og ihaldssamari líta á hann sem frjálslyndisafl. Þrátt fyrir hið annasama starf hans, gefur hann sér samt tíma til að vera með fjölskyldu sinni. Eig- inkona hans, frú Hana Tanaka var dóttir konu þeirrar sem hann bjó hjá, og er sex árum eldri en hann. (New York Times) JíeiuiíötkShnesí JsTZS Á ferð um Kínaveldi nútímans — III; St j ór nin by ggist að mestu á ár óðri Eftir Winston S. HÉR birtist þriðja grein Winstons S. Chiirchills, jr., frá itína. — Segir þar m.a. frá heimsókn til Chou En-lai. Ég var fyrsti brezki þingmað- urinn, sem heimsótti Kína, eftir að löndin tvö skiptust á sendi- herrum. Þess vegna var okkur hjónunum alls staðar tekið með viðhöfn og vimsemd. Eitt sinn var okkur boðið til miðdeg- isverðar og þar átti ég fimm stunda viðræður við aðstoðarut- anríkisráðherra Kína, Chiao Kuan- hua, sem um þessar mund ir ræður mestu um utanríkis- stefnu Kínverja. Hann hafði for ystu kínversku sendisveitarinn- ar hjá Sameinuðu þjóðunum á næstliðnu hausti, samdi við Kissinger um heimsókn Nixons Bandaríkjaforseta til Kína og nú er hann formaður kínversku samninganefndarinnar sem ræð- ir við Rússa um fækkun sovézkra hermanna við kín- versku landamærin. Ég átti þess einnig kost, að ræða við Chou En-lai forsætis- Churchill ráðherra. Flugferðin frá Peking til London tekur um 40 klukku- stundir og gengum við því snemma til náða kvöldið fyrir heimferðina. En við fengum ekki að sofa lengi. Skömmu fyrir mið nætti hringdi túlkur okkar og sagði: „Forsætisráðherrann ósk- ar eftir viðtali við yður eftir stundarfjórðung. Getum við lagt strax af stað?“ Við komum tímanlega til Alþýðuhallarinnar, þar sem Chou En-lai tekur á á móti gestum og voru þar fyrir, auk Kínverjanna, nýskipaður ambassador Breta, John Addis, og Sir John Keswick, foringi brezkrar verzlunarsendinefnd- ar. Forsætisráðherrann, sem er mjög unglegur þótt hann sé orð- inn 74 ára gamall, hefur þann sið, (sem ég verð að viðurkenna að ekki er óþekktur í minni eig- in fjölskyldu) að kalla menn saman til funda um lágnættið. Hann tók okkur af mikilli vin- semd og satt að segja kom það mér á óvart, hve vel hann vissi um allt, sem ég hafði sagt við aðra ráðamenn i fyrri viðræðum. Þar hafði ég meðal annars látið þau orð falla, að sá, sem ætti allt undir öðrum, væri ekki fær til stórræða, og þvi hefðu Sovét- menn gert Kínverjum mikinn greiða er þeir kölluðu heim alla sina tæfenimenn og aðra sérfræðinga fyrir tíu árum sið- an. Chou benti einmitt á þetta atriði óg lagði á það mikla áherzlu, hve gífurlegar framfar- ir hefðu orðið i kínverskum iðn- aði á þessum tíu árum. Menntaðir valdamenn og grimmir harðstjórar Kínversk menning er hin elzta í heiminum, hún hefur stað ið nm 4000 ár. Stórfenglegar styttur úr bronzi, líkklæði gerð af jade, hallirnar mikl'U umhverf is Peking og grafreitir Ming keisaranna vitna um glæsta menningu Kínaveldis til forna. Múrinn mikli, sem að sögn bandariskra geimfara er eina mannvirkið á jörðinni, sem greina má með berum augum utan úr geimnum, ber vitni um frábæra verkkunnáttu fyrir- rennara Maó formanns og, eins og Maó bendir oft á, dugnað og hugkvæmni kínversku þjóðar- innar. Múrinn er átta metrar á Kínverski múrinn. hæð og átta hermenn geta geng ið eftir honum í einu hlið við hlið. Á lengd er múrinn á við fjörutiu Hadríansmúra. Marga bezt menntuðu valda- menn veraldarsögunnar er að fiwna á meðal kínverskra stjórn enda fyrri alda og skipulags- hæfini mandarínanna er löngu víðfræg. Engu að síður er þó að finna i sögu kinversku þjóðarinn ar fjölmarga grimma hataða og lifct hæfa harðstjóra. Á Englandi hefur stjórnmálaþróunin orðið samfelld í rúmlega hálfa áttundu öld. Með setningu Magna Charta árið 1215 var vald enskra konunga takmark- að mikið frá því sem áður var og á næstu tveim til þrem öld- um var veldi stríðsfurstanna að miklu leyti brotið á bak aftur. Miðstéttirnar tóku í sínar hend- ur þau völd, er þessir menn höfðu haft, og héldu þeim unz þau féllu almenningi I hendur á þessari öld. 1 Kína hefur eng- in slík þróun átt sér stað. Þrátt fyrir allar tilraunir þeirra Sun Yat-sen og Chianig Kai-shek var lénsskipulag við lýði í land- inu þar til kommúnistar tóku völdin fyrir um það bil tveim áratugum. Kommúnista- flokkurinn alvaldur Segja má, að Kínverjar dags- ins í dag séu að brjóta sér leið til nútímalífs og það, sem meira er, þeir gera það algjörlega upp á eiigin spýfcur. Kina er eina þiró- unarlandið, sem ekki er, á einn eða annan háfct, háð aðstoð einhvers utanaðkomandi aðilja. Merki þess má glöggt sjá í fari fólksins. Það er síbrosandi og fullt sjálfstrausts, sem byggist á vitneskjunni um eiiginn árangur. Það sem vestrænir ferðamenn í Kína taka kannski hvað skýr- ast eftir er að fólkið er algjör- lega laust við hinn sifellda ótta, sem svo augljós er með þjóðum Austur-Evrópu. Mikinn hliuta heimsóknar okkar voru leiðsögu maður og túlkur, sem kínverska ufcanríkisráðuneytið útvegaði, í för með okkur. Engú að síður fannst okkur þó sem við værum ætíð frjáls ferða okkar og oft fórum við út af hótelinu án fylgdarmanns og urðum þess aldrei vör að okkwr væri veitt eftirför. Auðvitað getur það vel átt sér stað að einhver hafi ver- ið á hælum okkar allan tímann, en ég held þó að svo hafi ekki verið, andrúmsloftið og viðmót fólksins bentu til hins gagn stæða. í Kína er kommúnistaflokkur- inn alvaldur, alveg eins og í Sovétrikjunum og öðrum austan tjaldslöndum. Engu að síður er mikill munur á stjórnarfarinu í þess'um tveim höfuðvíigj'um heims kommúnismans. 1 Kína byggist stjórnin að mestu á áróðri, sam- þykktum og smáhótunum i stað harðstjórnar. Þrátt fyrir allt virðast þó kínverskir stjórn- endur hafa mun meira vald yfir þegnum sinum en þeir sovézku. En áróðurinn gleymist ekki og óneitanlega brá mér oft illilega er ég sá börn, jafnvel þriggja til fjögurra ára, sem safnað hafði verið saman til þess að taka þátt í hersýningum og hlusta á pólitíska J^rirlestra. Oft voru börnin klædd einkenn isbúningum frelsishers alþýð- unnar. Forsetafrúin varð að viðurkenna mistök sín Allur frami einstaklinga byggist á flokknum og velvild ráðamanna. Sem dæmi má nefna, að til þess að fá inngöngu í Tsinghua tækniháskólann í Peking þurfa menn ekki að skara fram úr að námshæfileik- um, heldur að vera viðurkennd- ir sem- tryggir Mairx-Leninist- ar. Öruggasta leiðin, en ekki sú geðslegasta, til þess að hljóta slíka viðurkenningu er sú, að ákæra náungann fyrir að vera kapitalisti eða endurskoðunar- sinni. Á þessu sviði hafa hótanir mest gildi. Einn stúdentanna við tækniháskólann sagði okkur frá því, að í menningarbyltingunni hefði forsetafrúin, frú Liu Shao -chi, verið neydd til að koma fram á stúdentafundi. Þar varð hún að standa frammi fyrir u.þ.b. 3000 stúdentum, sem hróp- uðu að henni ókvæðisorðum og lýstu glæpum hennar. Að lok- um varð hún að viðurkenna mis- tök sín opinberlega áður en henni var leyft að halda á brott. Liu Shao-chi og kona hans hafa ekki sézt opinberlega um langt skeið og er líklegast að þau sitji í stofufangelsi þótt einnig megi vera, að þau hafi verið dæmd til útlegðar í einhvers konar kínverskri Síberíu. Áróðurinn virðist takmarka- laus. Hvarvetna getur að líta feikistórar myndir af Marx, Engels, Lenin, Stalín og Maó formanni og áróðurskenndir farsar eru sífellt lesnir í útvarpi og í hátalara á götum úti. Við fórum með lest frá Shanghai til Hangchow og áður en lestin fékk brottfararheimild urðu far þegar að hlýða á lestur úr verk- um Maós. Á Shanghaiflugvelli var Internationalinn leikinn er við stigum um borð í þotu frá Air France. Þessi stöðugi áróð- ur, sem og alveldi flokksins yf- ir daglegu lífi fólks er að mínu áliti svartasti bletturinn á kín- versku stjórnmálalífi. Sá maður þarlendur, sem leyfir sér að gagnrýna flokksstarfsemina eða draga í efa grundvallarhug- myndir kommúnístiskrar heim- speki, jafnvel þótt í vinahópi sé, hlýtur að vera afar ógætinn, ef ekki beinlínis heimskur. En því má heldur ekki gleyma, að kínverskir leiðtogar hafa á síðustu árum bætt lífskjör þegna sinna mikið og á þann hátt sem engum öðrum stjórn- emdum hefur tekizt fraim til þessa. Fölskvalaus vinátta við Breta 1 viðræðum mínum við kín- verska leiðtoga kom oft í ljós, hve mikils þeir mátu vináttu við Breta. Sú vinátta er fölskva laus. Chou En-lai lét i ljós hrifningu yfir ræðu Edwards Heath á flokksþingi brezka íhaldsflokksins í Brighton 1971, en þar sagði Heath, að Kína, Japan og sameinuð Evrópa byndu enda á ofurvald risa- veldanna tveggja, Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Sagði Chou, að þessi ræða hefði átt mikinn þátt í bættri sam- búð Kína og Bretlands og lagt grundvöllinn að því að ríkin tóku upp stjórnmálasamband eft ir langt hlé. Kínverjar eru mjög hrifnir af hugmyndinni um sameinaða Evrópu þótt þeir geri ef til vill fullmikið úr henni og skilji hana tæpast til fulls. 1 þeirra augum er sameinuð Evrópa í samræmi við þeirra hugmyndir um sjálf- stæði þróunarríkja. Þeir fagna því, að Evrópumenn eru ekki eins háðir Bandaríkjunum og áð ur og framar öllu þykjast þeir sjá nýtt vígi til varnar út- þenslustefnu Sovétrikjanna. Kínverjar hafa mikinn áhuga á því, hver áhrif innganga Breta í Efnahagsbandalag Evrópu hafi á hag brezkra fyrir- tækja sem og á efnahag þjóð- arinnar og samveldisins í heild. Einnig velta þeir því fyrir sér, hvort þetta muni leiða til stofn- unar samevrópskrar sölu- og innkaupastofnunar. 1 viðræðum við mig lögðu kín verskir leiðtogar mikla áherzlu á það, að eins og ibúar V-E-vrópu, yrðu þeir að horfast í augu við þá staðreynd, að við landamærin væri milljón manna sovézkur her, búinn kjarnorku- vopnum, ætíð reiðubúinn til á- rásar. Þar af eru um það bil 300 þúsund hermenn staðsettir í mongólska Alþýðulýðveldinu, sem bundið er Sovétríkjunum með vináttusáttmála. Kínverjar bentu á, að þeir væru einnig bundnir vináttusáttmála við Sovétríkin, en að því er ég komst næst hafa viðræðurnar um fækkun i sovézka herliðinu á sovézk - kínversku landamær- unum ekki leitt til neinnar nið- urstöðu né samkomulags enn sem komið er. Landamæradeil- um ríkjanna og vanmáttur Kín- verja í þeim efnum eru slæmur fyrirboði fyrir væntanlega ör- yggisráðstefnu Evrópu. Allur hernaðarundirbúning- ur Kínverja beinist að því, að verjast hugsanlegri árás Sovét- rikjanna, en þar til fyrir hálfu ári töldu Kinverjar slíka árás mjög líklega. Hinn almenni kinverski borg- ari virðist eiga fremur erfitt með að átta sig á því, að Sovétmenn séu orðnir hættulegustu óvinirn ir, en stefnubreytingin er skýrð með áróðri og með stríðsbúnaði er málinu haldið vakandi. Hvar vetna getur að líta djúp jarð- göng, og neðanjarðarbyrgi, en gerð þeirra er ekki eingöngu varnaraðgerð, heldur mun þeim fj^rst og fremst ætlað að gera fólki ljósa þá hættu, sem, að steðjar úr norðri og vestri, það an sem áður komu aðeins vinir og bandamenn. Fyrir um það bil ári síðan lauk gerð mikilla neðanjarðar- ganga í Peking. Gönigiin eru 15 mílna löng og eru ætluð neðanjarðarlestum, sem þó hafa enn ekki hafið reglulegar ferð- ir. Þeir einu, sem fá að ferðast með lestunum, eru hópar skóla- barna og erlendir gestir, sem þess óska. Ég hitti einn þessara gesta að máli og tjáði hann mér, að brautarpallarnir væru u.þ.b. fimm sinnum stærri en á neðan- jarðarstöðvunum í Lundúnum. 1 Peking þekkist hins vegar ekki það fyrirbæri, sem við köllum hádegisumferð, og þykir mér því líklegast, að göngin séu fyrst og fremst ætluð til þess að gegna. hlutverki neðanjarðarbyrgis, ef til kiarnorkustyrjaldar kæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.