Morgunblaðið - 19.07.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.07.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1972 ^"f ^\^^^\ |\| í frjálsu riki eftir V.S. Naipaul hann fótunum hátt, svo þau urðu stutt en f jaðurmögnuð. í>essu göngulagi fylgdi sérstak- ur still alveg eins og doppótta hálsklútnum hans. En þegar hann kom nær sáum við að föt- in voru larfar, hnúturinn á háls klútnum var harður og óhreinn, að þetta var vesæll flakkari. Hann tók ofan hattinn ,áður en hann gekk um borð, og við sáum að þetta var gamall maður með taugaviprur í þreyttu andlitinu og blá vatnsósa augu. Hann leit upp og sá okkur, áhorfendur sína. Svo rigsaði hann upp landganginn án þess að styðja sig við kaðalinn. Hví- líkur hégómi! Hann sýndi ólundarlega Grikkjanum farseð- ilihn og gekk síðan rakleitt inn á þilfarið, eins og hann væri þar öllu kunnugur og þyrfti einskis að spyrja. Hann hvarf inn þröngan gang, sem lokaður var á alla þrjá vegu, snerist þar á hæl með broslegri einbeitni og sté fætinum fast niður. „Brytinn," sagði hann við há- setana, eins og honum hefði skyndilega dottið eitthvað í hug. „Ég þarf að hafa tal af brytan- um,“ og lagði af stað í leit að káetu og rúmi. Brottförinni seinkaði. Nokkrir amerísku unglinganna höfðu far ið í land til matarkaupa, en létu aðra standa vörð um s-æti sín i reyksalnum á meðan. Við biðum eftir þeim. Um leið og þeir komu — stúlkurnar fölar og nið- urlútar —• ekkert fliss —- létu Grikkirnir óspart í ljós van- þóknun sína og hröðuðu sér við _að leysa landfestar. Grískan lét í eyrum eins og ískrið í akkeris- keðjunum. Bilið á milli okkar og bryggjunnar breikkaði. Skammt frá sáum við svartan kinnung- inn á skemmtiferðaskip- inu „Leonardo da Vinci,“ þar sem það var að leggjast að bryggju. Förumaðurinn birtist á ný. Nú var hann hattlaus og bak- pokalaus og ekki eins tauga- óstyrkur að sjá. Hann stóð gleitt á þröngu þilfarinu með hendur í slakandi vösunum, eins og þaul vanur sæfari, sem vill njóta haf- golunnar í upphafi skemmtiferð- ar. Hann var lika að virða fyrir sér samferðafólkið. í leit að fé- lagsskap. Hann lét eins og hann sæi ekki það fólk, sem varð starsýnt á hann. Og þegar þeir sem hann horfði á, mættu augna- ráði hans flýtti hann sér að lita undan. Loks tók hann sér stöðu við hliðina á hávöxnum, ljóshærðum ungum manni. Af eðlisávísun hafði hann ratað rétt. Sá, sem hafði orðið fyrir valinu var Júgóslavi, sem fram til dagsins í gær hafði aldrei út fyrir landa mæri Júgóslavíu komið. Júgóslavinn var góður áheyr- andi. Hann furðaði sig á mál- hreim förumannsins en brosti uppörvandi. Og förumaðurinn lét móðan mása. „Ég hef komið sex eða sjö sinnum til Egyptal'ands. Og far- ið allt að tuttuigu sinnum kringum jörðina. Til Ástra- !íu, Kanada og ailra landa. Ég er jarðfræðingur. Eða var það. Fór fyrst til Kanada árið 1923. Hef komið þangað átta sinnum siðan. Ég hef verið á ferðalagi í 38 ár. Nota gistiheimili fyrir unglinga. Hæfa mér bezt og ástæðulaust að forsmá þau. Nýja-Sjáland til dæmis . . . haf- ið þér komið þangað? Ég fór þangað árið 1934. Yður að segja eru Ný-Sjálendingar bet- ur á veg komnir en aðrir Ástra- líu-búar. En hvaða máli skiptir þjóðerni í dag? Ég tel sjálfan mig alheimsborgara.“ Þannig var allt hans tal, dag- setningar og staðamafnaruna með einstaka athugasemdum eins og úr öðru lífi — en allt vélrænt og sannfæringarlaust. Hégóminn lika. Vatnsósa flökt- andi augun voru fjarræn. Júgóslavinn brosti og skaut inn orði og orði á stangli. En förumaðurinn hvorki sá né heyrði. Hann skorti alla hæfi- leika til samræðna. Hann kærði sig ekki um samræður. Né held- ur áheyrendur. Hann hafði þjálfað með sér þessa fljótvirku aðfei ð til að draga upp mynd af sjálfum sér (fyrir sjálfan sig) í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. og einskorðað lif sitt við nöfn og númer. Þegar upptalndngu nafna og númera sleppti, var ekkert ósagt. Þá stóð hann þegj- andi við hlið Júgóslavans. Áð- ur en Pireus og „Leonardo da Vinci“ voru komin úr augsýn, voru samskipti förumannsins við Júgóslavann korrAÍnn i þrot. Hann hafði ekki verið að leita uppi félagsskap í þess orðs merkingu. Hann sóttist aðeins eftir yfirskáni og því örygigi, sem felst í félagsskap. Fönumaðurinn vissi að hann var skritinn, Við hádegisverðinn sat ég hjá tveimur mönnum frá Libanon. Þeir voru farþegar frá Ítalíu og voru fljótir að gefa skýringu á því, hvers vegna þeir höfðu kos- ið að ferðast sjóleiðis en ekki með flugvél. Það var ekki vegna peningaskorts, heldur vegna þess hve farangurinn var mik- ill. Þeir virtust þó ekki eins óánægðir með skipakostinn og þeir vildu vera láta. Þeir töl- uðu sagibland af frönsku, ensku og arabisku og lýstu af fjálg- leik hvor fyrir öðrum gróða annarra —- og þá sér í lagi Líb- anon-búa — af hinum furðuleg- ustu viðskiptum. Akureyri Til sölu húseignin Tryggvabraut 14. Hentugt fyrir verzlun og/eða iðnað. Einnig bílþvottavél og þurrkari. Nánari upplýsingar veitir Málflutningsskrifstofa GUNNARS SÓLNES, Strandgötu 1, Akureyri. Sími (96) 21820. Karlakórinn Þrestir Kórfélagar og styrktarmeðlimir. Efnt verður til skemmtiferðar í Þjórsárdal laugardaginn 29. júlí og komið aftur sunnu- daginn 30. júlí. Lagt af stað frá íþróttahús- inu kl. 1,30 stundvíslega. Farmiðapantanir þurfa að berast fy’rir 26. júlí. Símar 50746, 52425 og 50786. Ferða- og skemmtinefndin. velvakandi Q Boð og bönn Baldur B. Itragason skrifar: „Reykjavik, 12. júlí 1972. Kæri Velvakandi! Mig langar að svara Bimu Gunnarsdóttur, sem skrifar í dálka þína þann 8. júlí og and- mælir því, sem ég sagði í grein, sem birtist þann 23. júní s.l. Kallar þú það „fanatík", Birna, að neyta ekki áfengis? Þú telur, að koma megi i veg fyrir ofneyziu áfengis með því að láta leiðarvísa fylgja áfeng- isflöskunum og að foreldrar bjóði bömum sínum í drykkju veizlur til að kenna þeim rétta meðferð áfengis. Þessar aðferð- ir duga kannski eitthvað fyrir fólk, sem ekki er byrjað að drekka, en er ákveðið í því að iðka drykkj'u áfengis um æv- ina, svo og fólk, sem ekki hef- ur misst stjórn á drykkjuvenj- um sínum. Hins vegar væru alkóhólistarnir aiveg jafnilla staddir og áður. Það er stað- reynd, að það er ekki hægt að kenna ofdrykkjumanni hóf- drykkju. Ég er þér sammála í því, að sigur yfir því illa næst bezt með kynningu á því góða og að þekkja Guð og fylgja honum. Ég taiaði um það síðast, að það væri ekki of stór fórn fyrir hóf drykkjufólkið að neita sér um ánægjuna, sem drykkjan veitir því, með þvi að styðja bann og hjálpa með því nauðstöddum meðbræðrum sinum. Það er rétt, að bann myndi auka smygi og brugg, en tæplega yrði það jafn gífurlegt magn og Áfengis- og tóbaksverzlunin flytur inn. Ekki lasta ég þína kristnu trú, en vil benda þér á að hún er sprottin upp úr Gyðingatrú, sem byggist m.a. á boðorðunum tíu, sem Móses kom með, og eru flest bönn. Jesús felldi þessi boðorð aldrei úr gildi, en bætti við fleiri boðorðum. Ég hugsa að hann hafi ekki séð ástæðu til að banna áfengi af því að það var ekki þá orðið eins stórt vandamál og það seinna varð. Sigur yfir drykkjusýkinni er göfugt málefni og öll göfug mál efni hafa krafizt fóma. Krist- ur fórnaði lífi sínu til að mál- efni hans mætti sigra og mann- anna börn frelsast frá margs kyns böli. Hann hefði svo sem vel getað látið í minni pok- ann fyrir Kaifasi og Fariseun- um, kvænzt Maríu Magdalenu eða einhverri annarri góðri konu og eignazt myndarlegan barna- hóp og lifað huggulegu og hamingjusömu heimilislífi til hárrar elli. En hefði hann gert það, væri engin kristni til. Hann var svo „fanati.sk ur“ að hann fórnaði iífi sínu! S-igur yfir því illa næst bezt með því að fylgja Guði, eins og þú sagðir, en það felst í því að hlýða boðorðum hans. Þar sem ég er baháítrúar álít ég ekki nóg að hlýða boðorðunum, sem Jesús og fyrri sendiboðar Guðs opinberuðu, við verðum einnig að hiýða boðorðum Baháúlláh, sem er sendiboði Guðs fyrir timabilið sem við lifum á. Hann bannaði neyzlu sterkra eitur- lyfja eins og áfengis, hass, ópíums o.þ.h. Virðingarfyllst. Baldur Bragason.“ § Enn um B & B Þörir H. Óskarsson, skrifar, (bréfið stytt nokkuð): „Kæri Velvakandi! Oft hefur mér komið til hug- ar að rita þér nokkrar limur og þá aðallega þegar mér hefur ofboðið skrif og tal annarra, en þetta er í fyrsta sinn, sem ég geri alvöru úr því. Tilefnið er auðvitað mál málanna i dag, skákin. Þetta mál hefur ef til vili enga úrslitaþýðingu fyrir okk- ur Islendinga, en þó held ég að allir geti verið sammála um það, að skákeinvígið er þegar búið að veita okkur mjög mikla landkynningu. En það er annað, sem kemur mér til að lyfta penna og það er þessi eiliía fordómapólitik hjá okkur íslendingum. Ég er aldeilis undrandi á yfiriýsing- um sumra og það virðist jafn- vel tízkufyrirbrigði að segja Robert Fischer geðveikan mann. Tökum t.d. viðtöl Vísis við fóik á förnum vegi, en þar sögðu nær undantekningar- laust allir, að maðurinn væri geðveikur svo að ég tali nú ekki um konuna, sem' ætlar að heimta endurgreiðslu á öllum þeim peningum, sem hún hef- ur greitt fyrir happdrættismiða hjá DAS frá upphafi. Mér verð ur nú á að spyrja hér, hver er geðveikur? Ég ætla mér ekki að afsaka framferði Bobbys, en hins veg ar tel ég, að margir hafi verið of fljótir til að dærna í þessu máli, eins og svo oft áður. Það fer ekki hjá þvi, að fram koma Roberts Fischers komi við taugarnar í mörgum og ekki voru þeir öfundsverðir, sem stóðu í öllu samningaþref- inu. Hvernig svo sem þetta ein- vígi fer, tel ég, að þakka megi það ,,furðulegheitum“ Bobbys, að athygli heimsins hefur beinzt að íslandi. Einniig er það honum að þakka, að báðir keppendur bera nú meira úr býtum fyrir ómak sitt en ella hefði orðið. Að lokum vil ég þakka öllum þeim, sem hafa komið við sögu þessa máls og komið hafa fram af stakri hugarró og þeirri hátt vísi sem skáMistinni er samboð in. Frá Verzlunarskóla íslands Auglýsing um númskeið fyrir gugnfræðingu Eins og undanfarin ár mun Verzlunarskóli íslands, einnig á vetri komanda, efna til námskeiðs í hagnýtum verziunar- og sk'rif- stofugreinum fyrir gagnfræðinga. Umsóknum ber að skila á skrifstofu skólans fyrir 28. júlí n.k.. Upp. gefnar í síma 24197 milli kl. 11 og 12. Skólastjóri. Gerviaugu Gerviaugnasmiðurinn Muller-Uri frá Wies- baden verður væntanlega í Reykjavík dag- ana 21. — 29. ágúst n.k. Þeir, sem þurfa á aðstoð hans að halda, hringi vinsamlega í síma 26222. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Þórir H. Óskarsson.'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.