Morgunblaðið - 19.07.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLl 1972
21
— Tónlistarlíf
Framhald af bls. 14.
sött 1500 manns, að sá danski
var ekki al'deilis á sama máli og
sagðist mundu hafa verið stór-
hrifinn, ef 1500 manns hefðu
komið á hljómleika hljómsveit-
arinnar í Danmörku.
Þriðja
Listahátíð
Einar: Það er allt jákvætt að
segja um þessa hátíð og hún hef
ur vafalaust verið rni'kil örvun
ifyrir allar listgtreinar. En nú
verður farið að tala um þriðju
Listahátíðina og þá þarf að gera
enn betur. Nú er árið 1972 og
allt búið í bili, en fyrir næstu
hátíð þarf að taka stærri skref.
Við getum gert meira og nú
þarf strax að hefja skipulagn-
ingu hátíðarinnar og undirbún-
ing.
Hafliði: En það myndast
aldrei heilbrigður og varanleg-
ur grundvödlur, sem hægt er að
byggja slíka listahátið á, ef list
er ekki tekin upp sem kennslu-
•grein í skólum. Það hefur komið
í ljós, að ekkert hefur eins bæt-
andi áhrif á manninn oig listin.
Mér finnst stórkostlegt að sjá
gróskuna i Tónlist a rskól an um
•hér, þetta tekur jafnvel Afca-
demiunni i Loindon fram, en þeg
ar búið verður að ala upp svo
stóran hóp hljómllistarfólfcs,
vantar bara áheyrenduma. list-
in ein getur fyllt upp það tóm,
sem unga fólkið ér alltaf að
reyna að fylla. Það er mikið tal-
að um eirðarleysi unga fólksins
og að það viti ekki hvað það
vill. En þegar listin er komin
inn í lif þess, breytist þetta.
Einar: En hér þarf ekki að-
eins að bæta úr varðandi tón-
listina, heldur þarf að taka upp
kennslu í allri list í skólunum.
Hafliði: Tónlistin hefur auk
þess góð áhrif á námsfólk, því
að hún krefst aukins aga; aga,
sem kemur því að gagni við ann
að nám.
Ingvar: Það hefur komið í
ljós fylgni milli góðs árangurs i
tónlistarnámi og öðru námi. Og
það er rétt, að það vantar mjög
mikið listkennslu í skólana,
vegna þess að listin heifur svo
þroskandi áhrif á unga fólkið.
Ekki ein
mannsævi
Gunnar: Tónlistir, er ákaflega
ung hér á landi, við megum ekki
gleyma því. Tökum Sinfóníu
hljómsveitina sem dæmi: Við er-
um ennþá í henni margir þeir
sömu, sem lékum með henni í
byrjun. Það er ekki liðin ein
mannsævi frá því að tónlistarlíf
vaknaði fyrir alvöru hér á
landi. En listin átti lengi vei
ekki upp á pallborðið hjá fjár-
veitingavaldinu, þótt það hafi
mikið lagazt á seinni árum. Það
er von mín, að þessi listahátíð
sé a.m.k. örlítið lóð á réttu vog
arskálina hjá fjárveitingavald-
inu.
Hafliði: Maður í hárri stöðu,
sem ekki gerir sér grein fyrir
hvað li'stin skiptir fólkið mi'klu
máli, á ekki að vera í þeirri
stöðu.
Gunnar: Bohdan Wodiszko
hefur sagt, að ráðamenn erlend
is séu farnir að gera sér grein
fyrir, að listin er eina mótvæg-
ið gegn streitunni, sem hrjáir
hinn siðmenntaða heim og styðja
sífellt meir listiðkun.
Haflliði: Sjálf náttúran er
bezta lækningin á streítu, en
hún er á undanahaldi svo viða.
I náttúrunni fá menn frelsi, en
ef þeir komast ekki út i náttúr-
una, geta þeir einvörðungu feng
ið þetta frelsi í listinni. Þeir
verða frjálsir, þegar þeir taka
sér hljóðfærið i hönd, eða setj-
ast við léreftið, eða byrja að
skrifa. 1 lLstinni eru engar regl-
ur, sem binda manninn, en ann-
ax's er allt lif mannins bund-
ið af einhverjum reglum: mann
inum er ætlað að lifa i litlum
hólfum, rétt eins og í pósthúsi.
Mbl.: Ég vil að lokum spyrja
ykkur um utanferðir ykkar og
dvöl erlendis. Eruð þið að flýja
land, eða eruð þið væntanlegir
heim á næstunni? Getið þið ekki
huigsað yfckur að dveljast hér
efth'Ieiðis?
Skotferðir
Hafliði: Ég fór til London
fyrst og fremst til að læi'a, en
þar komst ég fljötlega i kynni
við ýmsa tóniistarmenn, og að
loknu náminu ákvað ég að vera
úti eitt ár til viðbótar til að
taka þátt í tónlistarlífinu, nota
þau taskifæri, sem mér buðust.
Sáðan bættist annað ár við og
enn annað og nú eru þau orðin
átta. Það verður æ erfiðara fyr-
ir mig að slíta mig lausan frá
þessu og koma hingað heim.
Eins og málin standa nú, tel ég,
að það sé ekki æskilegt að ég
reyni að skipta tima mínum á
milli Englands og íslands, held-
ur finnst mér rétt að koma bara
í skotferðir hingað; það er betri
útkoma að mínum dómi að skjót
ast hingað og spila vel á einum
tónleikum en að dveljast
kannski hér í hálft ár og spila
á mörgum tónleikum, en kannski
aðeins einu sinni vel, eftir sem
áður. Svo er hitt, að maðurinn er
gerður fyrir erfitt líf, en ekki
fyrir legu i bómúllarhaug. Þar
ytra er mikið að gera og iifið
erfitt, og því uni ég mér svo ve’
þar.
Hættulega
langur tími
Ingvar: Ég hef ráðið mig til
starfa í Málmey í eltt ár, en ég
býst við að verða ekki skemur
en tvö- ár þar ytra, þvi að um-
stangið við að flytjast utan með
fjölskyldu er það mikið, að ekki
er hæg-t að standa i því bara
fyrir eitt ár. Ég fékfc áhuga á að
komast utan til að staðna ekki
hér heima. Ég er nú búinn að
vera hér heima i 14 ár samfleytt
og það er hættulega langur tími
fyrir tónlistarmann. Fæð tónlist
armanna hér getur gert það að
verkum, að tónlistai’gæði og
geta einstaklingsins lækki, án
þess að hann taki eftir þvi. Það
er aðeins tvennt við því að
gera: Annað hvort að fá hingað
góða tónlistarmenn erlendis frá,
eða að fara sjálfur utan. Hitt er
rétt að benda á, að hér þarf að
auka markað fyrir kammertón-
listina; það vantar einhvern
Ragnar i Smára tii að drífa
hana upp.
Hafiiði: Það er eins með hijóm
listarmenn og málara: Þeir
verða að færa sig úr stað ein-
hvern tímann. Þeír geta ekká set
ið og málað alltaf sama fjallið,
heldur verða þeir að finna nýtt
fjall. Maðurinn er gerður fyrir
nýbreytni og fjölbreytni. Ég
segi fyrir mig, að mér fyndist
ekkert skemmtilegi'a en að vera
hér og hafa mikið að gera, en
hér er bara ekki svo mikið að
gera.
Sænsk börn
eða íslenzk
Einar: Það hefur alltaf jaðr-
að við að ég kæmi heim með
fjölskyldu mína og við höfum
alltaf gert ráð fyrir þeirn mögu-
leika. Nú kemnr bráðiega að
því að við verðum að taka
ákvörðun um það, hvort við eig
um að koma heim aða ekki; sú
ákvörðun snýst um það, hvort
við viljum láta bömin okkar al-
ast upp sem sænsk börn eða ís-
tenzk. Ég hef ekki yfir neinu að
kvarta í sambandi við dvölina i
Sviþjóð, við höfum það ágætt
þar og kjörin eru góð.
Ingvar: Þarna er raunveru-
léga um sömu hættuna að ræða
og fyrir mig: Ef maður er of
lengi á einum og sama stað, hef-
ur það i för með sér einhverja
ókosti, sem maður verður að
velja á milii.
Einar: En það er ekki hægt
að flytja sig úr stað aðeins
flutningsins vegna; það verður
að vera eitthvað eftir að sækj-
ast. Hér vantar tækifærin, hér
vantar pressuna, sem fylgir
starfinu ytra. Landsbyggðin fer
alveg á mis við það sem höfuð-
borgarsvæðið hefur upp á að
bjóða í tónlistarflutningi. Það
væri hægt að skapa tónlisfar-
mönnunum stóraukin viðfangs-
efni og um leið fól’ki utan
Reykjavíkur tækifæri til að
komast i snertingu við lifandi
tónlistarflutning með því að
skipuleggja reglulegar tónleika-
ferðir um landið.
Ingvar: Ég er sammála þvi að
hér vantai' fleiri möguleika. En
raunverulega er það svo sáralit-
ið, sem á vantar; það er aðal-
lega skoi'turinn á skipula^V'-
ingu, sem háir tóniistariífi>iu.
Hér ex’u kannski haldnir tónleik
ar, og svo liða 2—3 vikur, þá
eru aftur tónleikar, og svo
áynja kannski yfir mann nokkr
ir tónleikar í einu, þannig að
skapast eins konar „festival"
Til dæmis á vorin, þegar allir
kórarnlr, sem hafa verið að æfa
allan liðlangan veturinn, koma á
kreik og halda sina tónleika.
Sem dæmi um skipulagsleysið
má benda á, að manmi hefði
fundizt eðliiegt, að þar sem
Listahátíðin var í aðsigi og mik
ið framundan hjá hljómlistar-
mönnum, þá yrði kannslci slakað
á hljómlieikastarfinu eins og
einn mánuð á undan. Nei, öðru
nær. Mánuðurinn á undan Lista
hátíð var einn sá annasamasti í
sögu hljómsveitarinar; og það
voru ekki aðeins hljómlistar
mennirnir, sem hefðu þurft að
hvíla sig frá tónlei'kum á þess-
um tíma, heldur lika áheyrend-
urnir. Fyrir Listahátíð hefði
þurft að koma til algert tón-
leikaleysi i minnst mánuð, þann
ig að bæði áheyrendur og hljóm
listarmenn væru orðnir ban-
hungraðir í tónllistina.
Mbl.: Og Gunnar, nú ert þú
einnig að fara utan, þótt ekki
sé alveg sambærilegt við utan-
fierðir hinna. Er slik utanför
nóg fyrir hljómlistarmann? Þai’f
hann ekki að komast í beina
snertingu við tónlistarlífið er-
lendis sem þátttakandi, en ekki
sem áheyrandi?
Lífsnauðsyn
Gunnar: Eins og Ingvar
sagði áðan, þá er stöðnun óhjá-
kvaamileg við þær aðstæður, sem
hér eru rikjandi, og þvi er það
tónlistarmanni lífsnauðsyn að
komast út. Ég hef hins vegar
ekki starfað erlendis og mun
víst ekki gera það héðan af, en
ferð eins og þessi er ákaflega
mikiivæg, því að manni er ekki
nóg að heyra í meisturunum af
hljómplötum, heldur verður mað
ur að heyra í þeim á tónleikum.
Hafliði: En ég er annars ekki
svo viss um*að þessar utanferð-
ir og dvöl erlendis séu nauðsyn-
leg fyrir alla. Ég held, að menn
með gífui'lega hæfileika þurfi
ekki að ferðast. Þedr hafa
nóg úr að moða alllt í kringum
sig og þui'fa ekki að vera að
fara á aðrar slóðir. Margir
þeirra hafa ekki eimi sinni
áhuga á að vita hvað aðrir eru
að gei’a og skapa: þessir lista-
menn vilja ekki verða fyrir
áhrifum af öðrum, þeir eru allir
inni i sjálfum sér.
Gunnar: Ég held hins vegar,
að það sé bráðnauðsynlegt fyrir
tónlistarkennara að fara utan
og kynna sér hvað þar er að
gerast og kanna, hvort einhvei’j
ar breytingar hafa orðið á því
sviði sem þeir kenna á. Við höf-
um hér fjöldann allan af nem-
endum og það er mikið alvöru-
máll, eif við erum að kenna þehn
einhverja úrelta aðferð, ein-
hverja vitleysu.
— sh.
— Fordómar
Framhald af bls. 12,
íyrir að flytja okkur öll þessi
ósköp.
Til þess að stefnumálin nái
fram. að ganga skal félagið
brýna fyrir ofangi'eindum
fjölmiðlum Islendtoga að
flytja aðeins sótthreinsaða
tónlist, og að þeim megi ekki
verða á í messunni á þann
þátt sem nú verður greint
frá: Ekki alis fyrir löngu var
þjóðinni boðið að hlýða á
hriplekan stofuorgelgarm,
(rétt eitt kastið), er leikið var
á við helgiaöiöfm. Svo fúnir
voru innviðir þessa kínversk-
þýzka furðutóls að hökt org-
elleikarans varð hin drýldn
asta blanda af traðfci, tónum
og blæstri. Var eins og ryðg-
uð eimlest syngi þar sína eig-
in sálumessu, gefandi frá sér
eitt og eitt aflóga pip á
stangli. Afskræmdng?
EITT YFIK ALLA
GANGI
Ef tónminjaverðimir, sem
nú þegar hafa hafið störf,
sjálfskipaðir, létu eitt yfir
alla ganga, myndi heldur bet
ur fara að þynnast það úrval
tónverka sem nú þegar er á
markaðnum. Það er endalaust
hægt að færa röfc fyrir þvi að
verið sé að afskræma verfc.
Ekki þarf annað en vísa til
hljóðfærafræðinnar, en ailir
vita að hljóðfærin sem brúk-
uð eru i dag hafa tekið marg-
víslegum hreytingum gegnum
aldirnar, er»j hljómmeiri og
fulikomnari en áður.
Ef hreinsunarstai’fsemi
tónminjavarðanna væsri rétt-
lát yrði hún svo umfangsmifcil
að ðgjörningur væi'i að
framkvæma hana án þess að
kasta fyrir borð tónverkum,
sem nú þegar hafa unnið
hylli tónleikagesta og leikin
eru um allar jarðir.
Og svo við snúum okkur að
tilefni þessara vangaveltna.
Salvatore di Gesualdo gerði
verkunum sem hann fhitti
(og umritaði) heiðarieg skil.
Hann breytti ekki stafkrók
og lék nákvæmflega þær nót-
ur, er tónskáldin höfðu upp-
runalega skrifað, hvorki
fleiri né færri. Það ber einn-
ig að hafa í huga að tónskáld
höfðu áður fyrr litlar áhyggj
ur af því hvort verk þeirra
væru leikin á orgel, harpsi-
kord eða klavikord. Á for-
siðu verkanna var oftast
prentað feitu letri „Fyrir
hljóniborðsliljóðfæri" eða
strengjakvartett eða fjórar
flautur allt eftir þvi hvaða
hljóðfæri var við höndina.
FJÓBAR TOCCÖTUR
Á fyrri hluta efnisskrár-
innar voru fjórar toccötur eft
ir Merulo, Frescobaldi, Pasq-
uini og Bach. Hljómur harm-
ónikku Gesualdo, sem er
vandað hljöðfæri minnti
óneitanlega inokkuð á orgel
(t.d. regal hljóðfaarin sem
nutu mestra vinsælda frá
fimmtándu og fram á átjándu
öld). Það kom til af því að Ges
ualdo þandi loftbelgi harmón
ikkunnar aðeins á tónhending
armörkum, þannig að áheyr-
endur urðu „andardráttar-
ins“ ekki varir.
Tvær fyrstu toceöturnar
eftir Merulo og Frescobaldi
þóttu mér heldur innihalds-
lausar, þó séi'staklega hin
fyrri, sem var lítið annað en
tilbreyttogarlaust flúrað
hljómahjal. Gesualdo lék þær
þó báðar smekklega.
Toecata Pasquini var hins
vegar svipmifcil og max’kviss
og gaf tilefni til átaka, sem
hinar fyrri gerðu ekki. Af-
brigðilega dregton tokahljóm
ur rak óvæntan hnút á verk-
ið, sem annars bar af því sem
áheyrendur heyrðu framan-
af.
Fjórða vei’'kið, og það viða-
mesta, var Toccata og Fúga
í d-moil eftir J. S. Bach. Lit-
rikar en hóflegar styrkleika-
breytingar, voldugir hljómar
og mildir, ásamt tilfinninga-
ríkum leik Gesualdo olli
efcki vonbrigðum hinna
mörgu, sem áður hafa heyrt
verkið flutt á orgei, en sann-
færðd þá fremur um fjölhæfni
harmónikkunnar. Að draga
þetta þunga h’ljóðfæri sundur
og saman og einbeita sér jafn
framt að verfcinu er mikil þol
raun. Af þessu leiddi að Gesu
aldo sá sér ekki fært að nota
fulla registeringu á djúpa
tónsviðinu, sem ki’efst mikils
lofts, og vildi bassimn þvi
verða nokkuð daufur í saman
burði við miðsviðið.
Ég hafði nokkra skemmtan
af að ganga um húsakynmi
Norræna hússins í hlétou og
virða fyrir mér tónleifcagesti,
sem undrandi ræddu um það
sem þeir höfðu heyrt. Flestir
höfðu komið til að dilla sér
eftir í’ælum og polkum og á
dauða sinum átt von en elcki
J. S. Bach. Þó held óg að flest
ir hafi verið ánægðir méð
skiptin og þótt tónleikarnir
óvænt tiltrreytinig.
AFÞREYING
Verkin, sem leikin voru
eftir hlé, voru öll í svoköll-
uðum létt klassískum stíl, eða
afþreyingar músik. Fyrst er
að geta Vals Allegro eftir
Magnante. Þeir sem sátu aft-
arlega í salnum risu nú á
fætur hver af öðrum til að
geta fylgzt betur með hai’món
ikkuleikaranum, sem lék
eins og hann ætti lifið að
leysa. Hver tónarunan
af annarri þeyttist upp
og niður. Hafði einhver á orði
að svona lagað hlyti að vera
galdrar. Galdrarnir jukust
með Acquarelli Cubani eftir
Fancelli og fleiri risu á fæt-
ur. Gamalkunnur trumbuslag-
ari, sem ég sá tilsýndar, iðaði
allur eftir jazzkenndu hljóð-
falli verksins og þótti greini
lega mikið til þess koma.
Scherzo John Gart sprell
fjörugt og lífsglatt sló á sömu
strengi. Þessi fjögur vei’k
áttu það sameiginlegt að gera
miklar tæknilegar kröfur,
sem hljóðfæraleikaranum virt
ist leikur að standa undir,
enda klappað lof i lófa.
IAIPROVISATION NR.l
Árið 1970 lauk Salvatore
di Gesualdo pi’ófi í tónsmið-
um frá Rossini tónlistarhá-
skólanum í Pesaro, þar sem
hann stai’far sem prófessor í
tónfræði og tónsmíðum. Eins
og önnur ung tóhskáld hefur
hann fengizt nokkuð við
samningu verka, sem að hluta
eru improviseruð, þ.e.a.s. leik
in af fingrum fram. Hljóð
færaleikaranum er þá uppá-
lagt að leika nóturnar sem
tónskáldið skrifar, að við-
bættum þeim sem andinn
kann að blása honum í
brjóst hverju sinni. Gesualdo
lék eitt þess háttar verk eftir
sjálfan sig: Improvisation nr.
1. Verkið sór sig nokkuð í ætt
við György Ligeti með þétt-
riðnum mishljómum og ofui’-
veiku gjálfri. Samanburður-
inn nær ekki lengra því þá
tekur við suðrænt skap Ital-
ans, sem nálgaðist suðumark-
ið í hita leiksins, með hávær-
um upphrópunum og heljar-
stökkum milli tónsviða. Ekki
get ég sagt að mér hafi fund-
izt vei’kið nýstáriegt, þrátt
fyrir viðleitnina, og kunni
heldur illa við svo kai’gaþýfð
ar andstæður.
Tónleikunum lauk á Tema
og tilbrigðum eftir Pozzoli,
nokkuð ihaldssömu tutt-
ugustu aldar verki, sem
Gesualdo lék af óþrjótandi
seiglu og smekkvísi.
Vonandi mætir Salvatoi’e
di Gesualdo (sem og aðx’ir
listamenn) ekki ámóta
fordildarhökti forráðamanna
næst þegar hann kemur hing
að. Og hver veit nema það
vei’ði bráðlega, ef marka má
þær viðtökur sem hann fékfc
í Nori’æna húsinu.