Morgunblaðið - 19.07.1972, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1972
14
Tónlistarlíf á íslandi:
„Stöðnun óhjákvæmileg við
þær aðstæður sem hér ríkja
VIÐ lok Iistahátíðar fór
Morgunblaðið þess á leit við
fjóra kunna hljómlistarmenn,
sem höfðu tekið þátt í tón-
listarflutningi á hátíðinni, að
þeir kæmu saman til um-
ræðna um tónlistina á hátíð-
inni og þann lærdóm, sem af
henni mætti draga, og einnig
að þeir svöruðu spurningum
Mbl. um utanferðir sínar og
dvöl erlendis, en tveir þeirra
hafa undanfarin ár starfað
erlendis, sá þriðji hefur ráðið
sig til starfa erlendis og fer
utan á næstunni og sá fjórði
er á förum utan til að kynna
sér tónlistarlíf í öðrum lönd-
um. Þátttakendurnir í um-
ræðunum voru þeir Hafliði
Hallgrímsson, sellóleikari,
Einar G. Sveinbjörnsson,
fiðluleikari, Ingvar Jónasson,
víóluleikari, og Gunnar Egils-
son, klarínettleikari.
Hafliði hefur dvalizt í
London allt frá því er hann
lauk þar námi í sellóleik fyr-
ir átta árum. Einar G. Svein-
hefur haft einn aðalsfjórnanda,
og hann hefur fengið tima til að
vinna markvisst að uppbygg-
ingu hennar. í>að er því höfuð-
nauðsyn fyrir Sinfóniuhljóm-
sveit Islands að fá fastan stjórn
anda. Gestastjórnendur geta oft
haft góð áhrif á hljómsveitina,
á meðan þeir eru hér, en áhrif-
in af starfi þeirra endast yfir-
leitt í skamman tíma, eftir að
þeir eru farnir. I>á taka aðrir
við, sem kannski vinna á ann-
an hátt, hafa aðrar skoðanir á
mótun hijómsveitarinnar. í>etta
skilur augljóslega ekki mikið
eftir.
Gunnar: Einn maður getur
ekki mótað iiljómsveitina á list-
rænan hátt, nema hann hafi fjár
veitingavaldið með sér. Þetta
sést skýrt á sænsku hljómsveit-
inni, sem hefur gjörbreytzt á
nokkrum árum. Ég heyrði i
henni árið 1967 og þá fannst
mér hún ekkert sérstök, en nú
er hún orðin óumdeilanlega ein
af beztu hijómsveitum Evrópu.
Mbl.: Á Sinfóníuhljómsveit ís
lands langt i land að verða sam-
bærileg við sænsku útvarps-
hijómsveitina?
Einar: Nei. Hér þarf ekki að
gera kraftaverk, heldur aðeins
stíga nokkur skref fram á við.
um kammertónleikana í Austur-
bæjarbíói?
Hafliði: Það er áheyrendanna
að dæma um þá. En gagnrýn:
endurnir virðast ánægðir. Hins
vegar er salurinn ákaflega
óheppiiegur til þessara nota.
Ingvar: Þetta var líka algjört
neyðarúrræði. Það hefði verið
heppilegra að hafa kammertón-
leikana í Norræna húsinu, en
vegna fjölda hljóðfæraleik-
anna, sem léku, var það ekki
mögulegt. Þeir hefðu tekið of
mikið rúm í Norræna húsinu.
Ný tónlist
Hafliði: Tónleikamir voru
m.a. athyglisverðir vegna þess,
að þarna var fl'utt mikið af
nýrri tónlist, andstætt við það,
að Sinfónían verður vegna
mannfæðar aðallega að halda
sig við gamla tónlist. Af þess-
ari ástæðu má kammertónlistina
alls ekki vanta hér, og það er
ekki erfitt að fá erlenda hljóm-
listarmenn til að koma hingað
og taka þátt í flutningi hennar.
Svo er annað, að það er skoðun
mjög margra, að kammertónlist
sé ekki skemmtileg, en þarna
voru einmitt mjög skemmtilegir
tónleikar, þar sem blandað var
saman verkum eftir Schu-
mann, Þorkel Sigurbjömsson,
Dvorak og Stravinsky. Þetta
var geysifín blanda.
Ingvar: Það merkilegasta í
sambandi við kammertónleikana
var, að mínum dómi, koma Sví-
anna þriggja til að leika með
okkur. Við lögðum upphaflega
til, að sjö erlendum hljóðfæra-
leikurum yrði boðið að koma og
leika með okkur, en aðeins var
hægt að fá þrjá. Fyrir mig per-
sónulega var það mikil örv-
un að leika með þessum mönn-
um; þetta voru menn með aðra
reynslu og aðrar hugmyndir en
ég hef vanizt hér.
Gunnar: íslenzkir hljómlistar
Hafliði Hallgrímsson:
„ . . . þeir verða frjálsir,
þegar þeir taka sér hljóðfær-
ið í hönd, eða setjast við lér-
eftið, eða byrja að skrifa. I
listinni eru engar reglur, sem
binda manninn ..."
Umræður fjögurra hljómlistarmanna um
Listahátíðina, grundvöll hennar og þann
lærdóm, sem af henni má draga svo og utanferð-
ir íslenzkra hljómlistarmanna
björnsson hefur um nokkurra
ára skeið verið konsertmeist-
ari sinfóníuhljómsveitarinnar
í Málmey í Svíþjóð, Ingvar
Jónasson hefur um langt
skeið starfað hérlendis, bæði
við hljóðfæraleik og kennslu,
en hefur nú ráðið sig til
starfa við sinfóníuhljómsveit-
ina í Málmey og fer væntan-
lega utan í ágúst nk„ og
Gunnar Egilsson hefur verið
starfandi hljóðfæraleikari og
kennari hér heima um langt
árabil, en hyggst nú nota
sumarfrí sitt á þessu ári til
utanferðar til frekara náms
og kynna sér nýjungar í
hljóðfærakennslu.
Mbl.: Ég vil hefja þessar um-
ræður með því að lesa tilvitu-
un úr fréttaviðtali Mbl. við
Knút Hallsson og Þorkel Sigur-
bjömsson um listahátíð og
rekstur hennar. Þar segir:
— Sænska sinfóniuhljómsveit
in var hápunktur listahátíðar.
sögðu þeir Knútur og Þorkell.
Fyrir þá, sem eru að vinna að
þvi að bæta og stækka Sinfó-
niuhljómsveit, er koma hennar
mikil hvatning. Stóru snill-
ingamir eru svo langt fyrir of-
an það, sem við erum að miða
við áð ná. En þegar koma Nils-
enar og Carlsenar og landi okk-
ar Snorri Þorvaldsson, þá eru
það menn á svipaðri hil’lu og
við. -
Hvað viljið þið segja um
þetta?
Einar: Mér er kunnugt um,
að fyrir 10-12 árum var þessi
hljómsveit aðeins miðlungs-
hljómsveit, en þá var ákveðið
að leggja áherzlu á að gera
hana að virkilega góðri hljóm-
sveit, og skyldi ekkert til spar-
að. Síðan hefur verið ausið í
hana fé og þetta er árangurinn.
Gunnar: Þetta sýnir einmitt
hvað er hægt að gera, ef fjár-
magnið er fyrir hendi.
Hafliði: En til þess að sem
bezbur árangur megi nást, þarf
einn góður stjórnandi að fá að
móta hljómsveitina í næði.
Fastan
stjórnanda
Einar: Sænsika hljómsveitin
Töggur í henni
Gunnar: Frammistaða hljóm-
sveitarinnar á lokahljómleikun-
um undir stjórn André Previns
sýndi, að það er töggur í henni.
Ingvar: Þarna var áberandi
munur á blæbrigðum og hljómi
frá því í vetur, og þar munaði
mest um fáeina menn, sem bætt
var við strengjaflokkinn. Þetta
þarf að koma skýrt fram. Það
var bent á það eftir Listahá-
tíðina 1970, að þyrfti að fjöiga
í strengjasveitinni, og það er
bent á það aftur nú.
Gunnar: Ég var í stjórnskip-
aðri nefnd, sem fjallaði um Sin-
fóníuhljómsveitina, stöðu henn-
ar og framtíð. í greinargerð
nefndarinnar segir, að stefnt
skuli að því að skapa möguieika
á flutningi tónbókmennta 250
ára tímabils. Vegna mannfæðar
vantar talsvert á að svo geti
verið, og kemur þetta einkum
niður á verkum 19. og 20. aldar.
Þess vegna er koma þessarar
sænsku hljómsveitar mikill hval
reki fyrir okkur, því hún sýnir
hvað hægt er að gera ef vilji
og fjármagn eru fyrir hendi. Og
það vantar sorglega lítið upp á.
Ingvar: Eða kannski gleðilega
lítið.
Mbl.: En finnst ykkur þá, að
eigi að hætta að fá hingað gesta
stjómendur?
Toppmenn
Einar: Nei, það er alger nauð-
syn fyrir okkur að fá hingað
toppmenn til að stjóma hljóm-
sveitinni af og til, enda
þótt fastur stjómandi verði ráð-
inn.
Gunnar: Við getum auðveld
lega heyrt í toppmönnum á plöt-
um, en það jafnast ekkert á við
að heyra í þessum mönnum á
tónleikum.
Mbl.: Er búið að finna ein-
hvem, sem vill gerast fastur
stjómandi hljómsveitarinnar um
nokkurt skeið?
Gunnar: Nei, en við erum með
nokkra í huga, sem hafa komið
hingað sem gestastjómendur.
En þetta eru dýrir menn, og það
er spumingin, hvort þeir hafi
aðstöðu til að taka þetta að
sér.
Mbl.: En svo að við snúum
okkur að annarri tónlist Lista:
hátíðar. Hvað viljið þið segja
Einar G. Sveinbjörnsson:
„ . . . miklu betra fyrir
hljómlistarmann að vera í
spennu, hafa feikinóg að
gera allan tímann, en ekki að
leika á hljómleikum á
tveggja-þriggja vikna fresti
U
Ingvar Jónasson:
„ . . . það merkilegasta í
sambandi við kammertónleik-
ana var, að mínum dómi,
koma Svíanna þriggja til að
leika með okkur ..."
menn eru svo einangraðir, að
heimsóknir sem þessi eru afar
þýðingarmiklar.
Ingvar: Já, það var geysileg-
ur ávinningur að fá þessa menn
hingað. Hér er því miður hætta
á stöðnun, vegna þess að það
eru alltaf sömu fáu mennirnir,
sem standa í þessu.
Mbl.: Ég beini þessari spurn-
ingu einkum til ykkar, Hafliði
og Einar, þar sem þið hafið
starfað svo mikið erlendis:
Eru ísl'enzkir hljómlistarmenn
sambærilegir við erlenda hljóm-
listarmenn?
Auka
spennuna
Einar: Hér eru gæðin mjög
mikil, en mennirnir fá ekki
að njóta sín; þeir hafa of fá
tækifæri til að leika. Það er að
mínum dómi miklu betra fyrir
hljómlistarmann að vera í
spennu, hafa feikinóg að gera
allan timann, en ekki að leika
á hljómleikum á tveggja-þriggja
vikna fresti. Það þarf að auka
spennuna i tónlistarlífinu hér
og þá munu gæðin enn aukast.
Hafliði: Hér er að finna meiri
hæfileika en ég hef kynnzt i
Englandi, og þá ekki miðað við
fólksfjölda, heldur er hér
beinlinis að finna meiri hæfi-
leika en þar. Hvaðan þessi
hæfileikar koma, veit ég ekki.
Gailinn er bara sá, að menn fá
hér ekki nóg tækifasri til að
leika og þroska þessa hæfileika.
Einar: Er ekki nóg af tæki-
færum, sem bara eru ekki nýtt?
Inigvar: Nei, ég held ekki.
Hafliði: Það er alltént ekki
nóg af tækifærum hér fyrir ein-
leikara.
Ingvar: En með þetta i huga
finnst mér það stórkostlegt,
hver árangur hefur raun-
verulega náðst. Og það er fyrst
og fremst að þakka ódrepandi
dugnaði fárra manna: manna
eins og Páls Isólfssonar, Bjöms
Ólafssonar og Ragnars Jónsson-
ar í Smára, svo að fáeinir séu
nefndir. Og það er raunverulega
óskiljanlegt, hversu mikil sala
aðgöngumiða hefur verið á þess
ari listahátíð.
Dásamlegur
jarðvegur
Hafliði: Miðað við London,
Gunnar Egilsson:
„ .... koma þessarar sænsku
hljómsveitar var mikill hval-
reki fyrir okkur, því hún sýn-
ir hvað hægt er að gera, ef
vilji og fjármagn eru fyrir
hendi... “
án tillits til fól’ksfjölda, slær
þessi aðsókn öll met. Þar eru
allir tónleikar illa sóttir, nema
stórviðburðir hjá sinfóniuhljóm
sveitunum. Og þessi aðsókn hér
sýnir greinilega, hversu dásam-
legur jarðvegur er hér f.yrir
tónlistina.
Ingvar: Hér var það eingöngu
heimafólkið, sem kom á tónleik-
ana, margir hverjir kvöld eftir
kvöl'd, í stað útlendra ferða-
manna, sem svo margar aðrar
listahátíðir eru byggðar á.
Hafliði: Það er hins vegar
verra, hversu mikið gerðist á
á stuttum tíma, og ég er hrædd-
ur um að sumum hafi verið orð-
ið bumbult, þegar yfir lauk.
Þetta er of mikil pressa, bæði
fyrir áheyrendur og hljómlistar
menn.
Ingvar: Ég minnist þess, þeg-
ar ég heyrði Þorkel Sigur-
björnsson, framkvæmdastjóra
hátíðarinnar, ræða við danskan
mann og láta í Ijós leiða yfir
því, að hljómleika sænsku
hljómsveitarinnar hefðu aðeins
Framhald & bls. 21.