Morgunblaðið - 26.08.1972, Side 7

Morgunblaðið - 26.08.1972, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1972 7 Ómyrkur í máli um möguleika sína — ætla að hlaupa á 13:15,o á OL — Ég verð yngsti sigurvegari íþróttasögunnar i 5 krn hlaupi á Olympíuieikum, sagði banda- ríski hiauparinn Steve Preíont aine í gamni við kunningja sína í april s.l. En öllu gamni fylgir nokkur alvara, og núna er hiið Prefontaines oftast uppi á ten- ingnum, þegar spáð er um vænt- aniegan OljTnpíusigurvegara í 5000 metra hlaupi. Steve Prefon taine er nefnilega búinn að hiaupa á 13:22,2 mín. í ár, sem er þriðji bezti timinn sem náðst hefur í þessari gnein frá upp- hafi. Aðeins heimsmethafinn fton Clarke, Ástralíu og Dave Eedford, Bnetlandi, hafa gert betur. Steve Prefontaine er annars ómyrkur i méili, þegar hann f jail ar um möguleika sína. Hann lýs ir því hiklaust jTir að hann muni slá heimsmet Clarkes (13:16,6 min.) á Olympíuleikun- um. Ég mun vinna til guiiverð- launanna á tíma sem verður ná- iægt 13:15,0 min., sagði Prefont- aine, eftir að hafa trjggt sér far seðil á Olympíuieikana á banda- ríska úrtökumótinu. Steve Prefontaine hóf íþrótta feril sinn 16 ára að aidri, og hljóp þá mest milu og tveggja miina hiaup. Eftir eins árs þjáif un hljóp hann miluna á 4:12,4 mín. Árið 1969, þegar hann var 18 ára, fékk hann áhuga á iengri hlaupum. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Hann hljóp 5000 metra á 13:52,8 min. 1970 hljóp hann svo „draumamiluna" 3:57,4 mín. og skömmu síðar bætti hann sinn bezta árangur í 5000 metra hlaupi i 13:39,6 mín. 1 fyrra tók hann svo enn eitt skref í áttina að toppnum á heimsafrekaskránni með þvi að hlaupa á 13:30,4 min. Steve Prefontalne — dugfegnr og kjarkmikill hhmpari. Nadeshda Tschiskowa handleik ur ,...rppáfmld'" sitt. — Ég hef óslipaðan demant hér í skólanum, skrifaði íþrótta- kennarinn Dimitri Gladyschew ájrið 1961 í bréfi til vinar síns Viktors Alexejews í Leningrad. Með þessum orðum lýsti hann Nadeshdu Tsehishowu, seni þá var aðeins 15 ára, • og liafði skömmu áður sigrað’ í kúlu- varpi á skólamótinu o£ kastað 7,80 metra. I>að var ekki ár- angur til þess að hrópa húrra fyrir, en íþróttakennarinn liafði samt séð mikla hæfileika Iijá hinni ungn íþróttakonu. Tschishowa hafði samt ekki áhuga á því að æfa frjálsar íþróttir og kennara hennar tókst ekki að fá hana til þess að fara til þjálfara. Hún hafði reyndar mikinn áhuga á iþrótt- um, en fannst miklu skemmti legra að taka þátt í körfuknatt- leik og blaki, heldur en að kasta kúlunni. Það var ekki fyrr en árið 1963, að hún lét loksins undan þrábeiðni kenn- ara sins, og fór til Leningrad. Demanturinn slípaður — og nær væntanlega gulli Og þar með hófst Ieið Nad- eshdu Tsehishowu að heimsmet- inu í kúluvarpi. Hún átti sigur- möguleika í Mexikó, en varð að láta sér nægja bronzverðlaunin þar, á eftir Margitta Gummel og Marita Lange. — Það tók okkur ekkert sárt, þótt Tschishowa næði ekki gull verðlaununum í Mexikó, sagði Viktor Alexejew. — Hún átti allan tímann fj'rir sér, og ferill hennar var ekki hafinn fyrir al vöru. Og hann vissi hvað hann var að segja. Hálfu ári siðar var heimsmetið orðið hennar: 18,67 metrar og á Evrópumeistaramót inu í Aþenu 1969 bætti hún svo metið í 20,43 metra. Árið 1970 var svo nokkurs konar föstuár hjá Tschishowu. Hún kastaði þá lengst 19,69 metra, en í fyrra kom hún aftur tvíefld til leiks og jafnaði heimsmet sitt með því að kasta 20,43 metra. Enginn á möguleika á þvi, að ræna gullinu frá hemni í Múnchen, sagði Alexejev í árs- byrjun 1972. Svo virðist heldur ekki vera. I maí bætti hún met sitt í 20,63 metra. Takmark henn ar í bili er 21,00 metri og ef til vill nær hún þvi í Olympíu- leikunum. Hafði nær misst af Munchenferö — og hlaut þó gull í Mexikó Það var aðeins fáeinum klukkiistundiim áðnr en banda- ríska úrtökumótið fyrir Oiympíu ieikana i Múnchen hófst, að Madeline Mannings, sig- urvegarinn í 800 metra hlaupi á Olympíiileikuntim í Mexikó 1968, vissi að hún fengi að keppa á mótimi. Iþróttafélagið seni hún er í hafði nefnilega glejmt að láta skrá hana í tæka tíð, og það var ekki fjTr en eft- ir Iangt þjark að nefnd sú er sá tim úrtökumótið lét undan og lej-fði Mannings að keppa. Hún sigraði örugglega á 2:05,2 mín. — Það rejmdi sannarlega á taugarnar þá daga sem stóð í þessu stappi, hefur Mannings sagt. Ég hefði orðið mjög von- svikin hefði ég ekki fengið að keppa, þar sem ég hafði æft mjög kappsamiega með Oiympíuieikana í Múnchen í huga. S.I. tvö ár hefur verið mjög hljótt um Madeline Mannings. Hún sigraði í 800 mera hlaup- inu í Mexikó öllum á óvart, og 1969 náði hún. bezta afrekinu í þessari grein, er hún hljóp á 2:01,3 min. Hún var svo lítið með árið 1970, en kom aítur fram i dagsljósið þegar leið að hausti 1971, og í ár héfur hún náð mjög góðum árangri. Eins og í Mexikó verður róð- urinn til gullverðlauna vafalaust erfiður fyrir Mannings. Þá hafði hún það með sér að hún var óþekkt, og sló svo í gegn í und- anrásunum að sú sem búizt var við að sigraði í hlaupinu, Vera Nikolic, fékk hálfgert tauga- áfall, og keppti ekki í úrslita- hlaupinu, þrátt fyrir það að hún hefði áunnið sér rétt til að keppa í því. Hún lét sér ein- ungis nægja að horfa á Mann- ings stinga þær Silai, Rúmeníu og Gommers, Hollandi, af og koma í mark á 2:00,9 mín., sem var aðeins 4/10 úr sek. frá heimsimeti Nikolie. — Ég bíð með óþreyju eftir leikunum í Múnchen, hefur Mannings sagt, en ég geri mér ljósa grein fyrir því að erfitt verður að endurtaka það sem gerðist í Mexikó. Madeline Mannings — óvæntn r sigurvegari í Mexikó, og stefn ir að öðm gnQi í Múnchen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.