Morgunblaðið - 30.08.1972, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.1972, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1972 ______________ í frjálsu ríki eftir V S. Naipaul inn og œpa. Þannig hef ég far- ið að ráði mínu. Þetta hef ég leitt yfir mig Ég get ekki geng ið til hans. Ég stend bara á bak við súluna og horfi á hann. Hann drepur í vindiingnum. Svo gengur hann burt með bæk- urnar sinar út um hliðið. Há- de—'sverðartimi, krá, samloka, fólk kemur út úr skrifstofunum, gengur undir trjánum. Hann er í þvc'gunni, en hann á sér eng- an ákvörðunarstað. Þegar ég hef horft á eftir honum, finnst mér ég heldur ekki eiga neinn ákvörðunarsí^ð. Að lífinu sé lokið í London. Ég á engan ákvörðunarstað, og cá geng núna eins og Dayo innan um ferðafólk. Matbarinn: Snaran sem ég hef brugðið um háls mér. Ég fer að hugsa um, hve gott þ ð væri að geta yfir- gefið hann. Bara yfirgefið hann svona eins og hann er. Látið Karrí-réttina frá í gær mygla og allt. Fara heim með Dayo, áður en hann bilast. Ef það væri hægt,: hverfa burt frá lífi, sem eyðir öllu lífi. Yfirgefa ijallarann með tungl- veiku konunni uppi, yfirgefa gluggana, sem snúa ekki út að neinu. Á hverri nóttu krafsar rottan. Einu sinni þegar ég tók kassann frá til að fylla upp I holuna með poly-filla, sá ég í klcemar á henni krafsandi í myrkrinu. Látum rottuna koma fram úr fyigsni sínu. Lífinu er lokið. Ég er maður á barmi glöt- unar. Ég kom hingað allslaus, ég á ekkert og skil ekkert eftir. Allan síðari hluta dagsins er ég á göngu og finnst ég vera frjáls maður. Ég fyrirlít allt sem ég sé og þegar ég er orðinn þreyttur að ganga pg komið kvöld, held ég áfram að íyrir- líta alit sem fyrir augun ber, stræfcLsvagninn, vagnstjórann, götuna. Ég fyrirlít hvítu unglingana, sem koma á matbarinn um kvöldið til að gera ilt af sér. Nú horfir öðruvisi við. Ég veiti ekki mótstöðu. Þeir egna mig. En við það styrkist ég. Samson hefur fengið hárið sitt aftur. Hann er sterkur. Ekkert bugar hann. Hann ætlar að snúá aftur með skipinu og hversu svartur sem sjórinn er að kvöldi, verður hann blár að morgni. Svolátið lengur verður hann að þrauka og svo fer hann burt. Hann fer burt, lætur allt rykfalla og rott urnar koma úr fylgsnum sínum. Glösin og diskarnir brotna. Ég tek Dayo með mér um borð í skipið, andlit hans verður ekki sorgmætt, munnurinn opnast ekki í ópi. Ég er á leið burt, ég fer núna, ég held á hnífnum. En við dymar langar mig mest tii að hágráta. Ég sé fyrir mér and lit Dayo, ég finn kraftana fjara út og vírana í handleggjunum. Þetta fólk hefur rænt mig pen ingunum. Það hefur gereytt lífi mínu. Ég loka hurðinni og læsi og ég sný mér við og ég heyri sjáifan mig segja: „Nú tek ég einn ykkar í dag. 1 dag fara tveir okkar.“ Ég heyri ekkert annað. Þá sé ég andlit drengsins fyr- ir mér, undrunarsvipinn eins og alítaf. Og það er skritið þvi hann og Dayo eru skólabræður og Dayo dvelst hjá honum í þessu gamaldags timburhúsi i Englandi. Það er slys. Þeir voru bara að leika sér. En hnif- urinn rennur lipurlega inn og hann íellur mjúklega. Ég get ekki litið niður. Dayo lítur á mig og opnar munninn til þess að æpa, en ekkert hljóð heyrist. Hann vill að ég hjálpi sér, aug- un flökta til og frá, en ég get ekki hjálpað honum núna. Gálg- inn bíður hans. Ég get ekki far- ið í gálgann fyrtr hann. Ég finn bara hvemág all't brotnar innra með mér, ástin og óttinn springa og lifd mínu er lokið. Nú er allt hljótt. Líkið í kistunni eins og í „Reipinu", en í þessu enska húsi. Þá kemur það versta. Ökuferð- in í myrkrinu, og borðhaldið HELLESENS HLAÐIÐ ORKU..... með foreldrum drengsins. Dayo titrar. Hann er lélegur leikari. Hann kemur upp um sig. Eins og lik hans sé í kistunni. Mitt lik. Ég sé ekki, hvernig þetta hús er. Ég sé ekki for- eldra drengsins. Þetta er eins og draumur, þegar maður get- ur ekki hreyft sig og óskar þess eins að vakna sem fyrst. Hávaðinn kemur aftur. Og ég finn sársauka í hægra auga. En ég get ekki lyft hendinni, til að viita, hvað hefur komið fyrir. Frank situr við hliðina á mér í strætisvagninum núna. Ég sit fyrir innan og horfi niður á göfcuna. Hann situr fyrir framan og upp að mér. Við förum á aðra jámbrautarstöð og með k-st. Síð an i annan strætisvagn. Og loks sé ég bróður minn og hvitu stúlkuna, sem hann ætlar að ganga að eiga, i einhverju húsi, í einhverri kirkju. Á þessum þremur árum hefu.- Dayo farið sínu fram. Hann er hættur námi, hann hefur fengið sér vinnu. Ég var vanur að hugsa sem svo, að einhvern daginn, þegar ég kæmi heim í kjallarann, væri enginn þar og hann kæmi ekki framar og það yrði heimsendir. En honum gengur betur án mín, hann þarfnast min ekki. Ég missi hann. Ég veit ekki, hvers konar lífi hann lifir, ég sé ekki fólkið, sem hann umgengst. Stundum finnst mér hann vera ókunnugur. Maður, sem ég þekki ekki. Stundum sé ég liann eins og hann var og mér finnst að hann sé eins og ég. Það hættir að rigna. Sólin fer að skina. Lestin re.nnur bak við há hús. Múrsteinninn er grár. Engir Mtir, nema á gluggakörm- unum, skærrauðir óg skærgræn ir. Fólk, sem býr hvað upp af öðru. Alls konar rusl á húsa- þökunum og sums staðar ofurlít ið blóm í potti fyrir innan gluggarúðu, vota af regni og raka. AUir á sínum hiMum, ali- ir á sínum litla stað. En sér- hver getur yfirgefið allt, getur í þýðingu Huldu Valtýsdóttiu. horfið. Einhver kernur þá og tekur saman dótið, þrifur, og nýr maður sezt að, þangað til hans tími er kominn. Þegar við komum á stöðina, er eins og við séum komnir aftur út úr borginni. Stöðvarbygging- in er lítil og lág, húsin litil og snyrtileg úr rauðum múrsteini, reykur úr litlum skorsteinum. Stóru auglýsingarnar á stöðvar pallinum gefa til kynna að hér búi glaðvært fólk, hlæjandi und- ir regnhlífunum, borðandi pyis- ur og geri að gamni sinu. Og öll fjölskyldan sezt saman að mat- arborði. Taugastríð mitt byrjar aftur á meðan við bíðum eftir strætis- vagninum síðasta spottann. Gat- an er breið, allt er hreint, mér finnst ég vera á berangri. En Frahk þekkir mig vel. Hann fær ir sig nær mér, ems og til að skýla mér fyrir kaldri golunni. Frank verður grár i framan af kulda og golan ýfi" hár hans svo hann verður drengjalegur. Ég sé hann fyrir mér, þegar hann er drengur að leika sér á svona götu. Ekki veit ég hvers vegna, en ég sé hann fyrir mér óhreinan í framan og í óhrein- um fötum, eins og bömin sem sníkja pemní. Um leið og' ég er að hugsa þetta og horfi á gijá- fægða skóna hans, kemur litil stúlka í of litlum gallabuxum til hans og biður um penni. Hann 'segir nei og hún slær í kálfamn á honum og segir: „Þú átt víst velvakandi 0 Bjartsýnismenn „Friðrik, þú varst nokk- uð bjartsýnn í kvöld,“ sagði Sigurður Sigurðsson, þegar hann hóf skákfréttirnar í tiu fréttum útvarpsins á sunnu- dagskvöldið. Ég hef fylgzt með skákfrétt um útvarpsins undanfarnar vikur. Þegar útvarpsmaðurinn er „bjartsýnn" er von um vinn ing hjá Spassky. Honum lízt ekkert á það, þegar Fischer gengur betur. Eitt er víst, að lítið fer fyrir svonefndu hlutleysi útvarps ins, þegar Spassky og Fischer eru á dagskrá. Að sjálfsögðu stendur fréttastofan með Rúss anum — þó það nú væri. Frétta stofan svíkur ekki lit fremur en áður, styður sína menn, eins og vera ber. Fréttaflutningur útvarpsins er með þeim hætti, að fólk, sem áttar sig á því, sem er að ger- ast i heiminum, undrast stund- um dirfskuna. Þessi kommún- istaáróður hljómar daglega i eyrum — það væri út af fyrir sig ærið verkefni að kanna málið og skrá daglega hvernig fréttir eru fluttar hér. Hlustandi. 0 Frelsi, Göbbelsáróður og aðstoð Brandur skrifar: „Velvakandi! í blaði yðar í gær birtist fréttaklausa af Angelu Davies, sem nú er komin til Moskvu. Hún lét hafa eftir sér við kom una þangað, að „dásamlegt væri, að fá að stiga fæti á sov- ézka grund“. Ennfremur þakk- ar hún frelsi sitt alþjóðlegri mótmælaherferð, sem hafin hafi verið undir forustu Sovétrikj anna, en án þeirra aðgerða væri hún ekki frjáls nú. Jæja, þá veit maður það. Sakleysinginn og píslarvottur- inn mikli er kominn á „heilaga grund" og þyrfti engan að undra, þó að hún tæki skóna af fótum sér, enda ekki á hverj- um degi, sem nafn Sovétrikj- anna er bendlað við frelsi. Á sömu síðu er haft eftir Gustav Husak, leiðtoga Flokks ins í Tékkóslóvakíu, að gagn- rýni, sem höfð sé uppi um rétt arhöld og uppkvaðningu dóma fyrir niðurrifsstarfsemi (N.B. ekki pólitískar skoðanir!), sé „gamall Göbbelsáróður". Mega nú allir sjá, að frelsi er ekki það sama og frelsi. Það fer al- veg eftir þvi hvar í heiminum maður er staddur. Þann 22. ágúst bárust fregn ir af innrásarafmælinu í Tékkó slóvakíu. Fyrir þá, sem hafa gleymt þeim viðburði, má minn ast þess, að fyrir fjórum árum réðust Sovétríkin og fylgiríki þeirra inn í landið. Nú heitir sú innrás aðstoð. Og af því að verið er að halda upp á afmæli er smáfagnaðarboðskapur hafð ur með; „verið sé að fullkomna ósigur afturhalds- og hægri- sinnaðra afla á öllum sviðum með skapandi starfi og marx- leninistiskri nákvæmni." Það er ekki lítil hamingja, sem sæluríkin og hin heilaga grund kommúnismans á í vænd um. Með þökk fyrir birtinguna. Brandur." 0 Dalalíf og fleira Á.G. skrifar: „Kæri Velvakandi! Vegna þess, að nú er tízka að segja kost og löst á öllum hlutum langar mig til þess að þakka lestur Dalalífs í útvarp inu, en þar á lesarinn, Valdimar Lárusson, ekki síður þakkir skyldar en Guðrún frá Lundi. Ekki nóg með það, að sagan sé skemmtileg og vel les in, heldur er hún skrifuð á skýra og góða íslenzku. Einhver var að hrósa Páli Bjarnasyni í dálkum þínum ný lega fyrir þætti hans um dag- legt mál. Vil ég nota tækifærið og taka undir þau skrif. Væri óskandi, að Páll sneri sér bráð lega að þvi að gagnrýna ritmál dagblaðanna, en það finnst mér fara siversnandi. Á.G.“ DUNLOP Lyftaradekk 600x9 — 10 PR 18x7 — 6 PR 23x5 — 8 PR 25x6 — 8 PR 750x10 — 12 PR fyrirliggjandi AUSTURBAKKIf SIMi: 38944 Frn Húsmæðrnskóln Reykjavíkur Vegna forfalla geta nokkrir nemendur komist að á 3ja mánaða námskeiði, sem hefst 15. september. Einnig í heimavist 9 mán. — Sími 11578. SKÓLASTJÓRI. Skólo- og skjnlotöskur nýkomnar í miklu úrvali. Heilclsölubirgðir: DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO. H/F. Sími 24-333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.