Morgunblaðið - 30.08.1972, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1972
I
vinnu-
búðum
á Tálknafirði
Frá malbikinu
og menningunni með
nefið í frystihús
YS og þys og mikið fjör ríkti
dag hvern í sumar í nýja
heimavistarskólanum á Tálkna
firði og var það kærkomin til-
breyting Tálknfirðingum í fá-
sinninu, því að í sumar hafa
iðjusamir ungiingar frá höfuð-
borgarsvæðinii safnazt þar
saman til leiks og starfs á veg
um Þjóðkirkjunnar.
Seinni hluta júnímánaðar
héldu 15 unglingar burt frá
rykinu, malbikinu og menn-
ingunni í Reykjavík vestur á
Tálknafjörð til að stinga nef-
inu inn í frystihús staðarins,
kynnast lifinu i fiskiplássnm
iandsins og njóta góðs félags-
skapar.
Unglingamir undu sér mjög
vel og annar hópur lagði af
stað seinast í júlí sömu erinda.
Þetta er annað sumarið í röð,
sem Æskulýðsstarf kirkjunn-
ar rekur vinnubúðir á Vest-
fjörðum og hefur vel tekizt
til í bæði skiptin.
Hjörtur Hjartarson.
Guðfræðinemi að nafni
Jakob Ágúst Hjáimarsson
hefur stjómað starfinu með
aðstoð eiginkonu sinnar, Auð-
ar Daníelsdóttur, ráðskon-
iinnar, sem er úr plássinu, og
Sigrúnar Helgadóttur aðstoð-
arvinnubúðastjóra.
ÆTLAR AÐ VERÐA
SÁLFRÆÐINGUR, EN
VERKAÐI GRÁLÚÐU
í SUMAR
Guðlaug Erla Björgvins-
dóttir var meðal þeirra ungl-
inga, sem dvöldust í vinnu-
búðunum á Tálknafirði. Hún
er hressileg, ung stúllka, sem
ætlar í landspróf í haust og
síðan í menmtaskóla.
— Ég er nú að hugsa um að
verða sálfraeðingur þegar ég
verð eldri, segir Guðlaug.
— Ég les mikið blöð, þar seim
sagt er frá fólki, sem þarf að
fara til sálfræðinga og ég hef
mikinm áhuga á að kynna mér
þessi mál betur.
Af hverju skyldi sá, sem
langar til að verða sálfræð-
ingur, fara í vinnubúðir? Eru
ekki allir sálfræðingar svo
djúpt hug’andi og skrítn-
ir? Nei, nei, þeir eru alli.r
ágætir.
— Það var ofsa gaman í
vininubúðunum á Tálknafirðl.
Ég hafði ekki fengið neina
vinnu, en svo rakst pabbi á
auglýsingu í Mogganum um
vinnubúðir. Mér fannst það
ágætis hugmynd að fara út á
land og kynn.ast fleira fólki.
Ég kunni svo vel við mig að
ég var í báðum hópunum.
— Við unmum i frystihús-
inu á Tálkmafirði á daginn,
þar voru allir á kafi í grálúð-
unmi, sem var svo feit að hár-
ið varð ein fitu'klessa, og við
alltaf að þvo okkur.
— Á kvöldin voru alltaf
rabbstundir. Jakob var með
sænska bók um stelpu og
strák á fermingaraldri sem
skrifuðust á. Hanm og konan
hans þýddu bréfin og lásu inm
á segulband, sem við hlustuð-
um síðao á. Bréfin fjölluðu
m. a. um ferminguna, dans-
leiki, fjölskylduna og yfirleitt
öll þau vandamál, sem ungt
fólk á við að etja. Síðan röbb-
uðum við samam um það sem
bar á góma í bréfinu hverju
sinni.
— Ég hef mjög gaman af að
kymmast fólki og ég kunmi
mjög vel við mig meðal Tálltn
firðiniga. Það er allt svo rólegt
og gott í sveitinmi hjá þeim,
það er anmað en öil lætin i
Reykjavík.
Yfirleitt eru aðaláhugamál
unglinga pop-tónlist, en það
er ekki í fyrsta sæti hjá Guð-
la/ugu.
— Mitt aðaláhugamál eru
dýir, segir Guðlaug, — þó sér-
staklega kettir.
Sennilega eru þeir fleiri,
sem eru hræddir við ketti eða
finnast þeir leiðinlegir, heldur
Jakob Ágúst Hjálmarsson.
en hitt að hafa þá í fyrsta
sæti vinsældalistans.
Á SÉRA HALLGRÍMI
— Ég hef hugsað mér að
fara í vélskólann og verða
vélstjóri, segir Hjörtur Hjart-
arson, gagofræðaskólastrákur
frá Seltjarnarnesi. — Það eru
miklir atvinnumöguleikar í
því starfi, maður getur umnið
bæði á sj ó og landi, samt lang-
ar mig nú til að fara á sjóinn.
Hjörtur var í vinmubúðum-
um í sumar.
— Það var gamam í vimnu-
búðuwum. Við strákarnár unm-
um oft við útskipun, þ. e. a. s.
tókum verkaða grálúðu út úr
frystihúsiwu og fluttum hana
út í Hofsjökul. Þegar ég var
ekki við útskipum gerði ég
pappakassa undir grálúðuna.
— Okkur krökkunum líkaði
vel í vinmubúðumum, og eimu
sinni var farið í bió á Patreks-
firði á séra Hallgrími. Ha,
hver er séra Hallgrimur? Bíll-
inm hans Jakobs vinnubúða-
stjóra. Af hvarju heitir hanm
séra Hallgrimur?
Jakob fer á jeppamum sín-
um og bíllinm hallaði svo
ofsalega þegar við vorum að
fara yfix torfæru. Þá kallaði
einn strákanna upp: Köllum
bílinm Hallgrím. Síðan hefur
Jakob alltaf kallað hanm séra
Hailgrím af því að hann er að
læra að verða prestur.
Nóg um það, en af hverju
fórstu í vimniubúðirnar?
—- Ég vanm hjá Hitaveit-
unni, og okkur var sagt að
vinrnan væri að verða búim, og
þess vegna fór ég í vinnubúð-
irnar. Ég var þar lífca í fyrra-
sumar.
— Sumir krakkar nenma
ekki að vinma neitt, bætir
Hjörtur við, — heldur láta for-
eldrama gefa sér pemimga, og
sumir verða latir, ef þeim lík-
ar eklki vinnan sem þeir eru
í vegna þess að þau vilja bara
vinmu, sem þau geta skemmt
sér í.
En af hverju heldurðu að
ungt fólfc neyti svo mikils
áfengis?
— Krakkar halda að það sé
svo mifcil skemmitun í víni.
Þeim fininst þeir ekki menn
með mönmum fyrr en þeir
hafa farið á fyllerí. Fullorðna
fólkið er sumt alls ekfci góð
fyrirmiynd. Krakkar fá vín
hjá þassum fullorðmu. Ég skil
ekki af hverju það er að selja
krö'kkuinum vín, því að það er
ekkert gott upp úr því að
hafa. Það er eimis og fullorðna
fólkið, sem kaupir áfengi fyr-
ir kralkkana, vilji að þau
drekki. Einu sinni sá ég maran
á hestamóti, sem fyllti tvo
krakka, og svo er fullorðna
fólfcið talið fyrirmynd.
„KIRKJULEG MI»STÖГ
Jakob Ágúst Hjálmansson
hefur borið hitann og þung-
ann af vinnubúðastarfinu.
Hann les guðfræði við Há-
skóla íslands, en í sumar tók
hánn að sér að stjórma starf-
inu fyrir vestan.
Hvemig lýst honum á ungt
fólk?
— Það þarf að rétta allt
upp í hendurnar á ungu fólki
nú á dögum. Það er einis og
það geti eða nenni ekki að
gera neitt sjálft, ekki einu
sinni skemmt sér nema það
sé allt undirbúið fyrirfram.
Krakkar vilja ekki hafa neitt
fyrir hlutunum.
Guðlaug Björgvinsdóttir.
Annars var ég mjög ánægð-
ur með báða hópana sem
dvöldust í viwmibúðumum.
Þetta voru hressir og dugleg-
ir krakkar. Ég var líka með
starfið í fyrrasumar, þá var
það á tilraunastigi, en í sumar
hefur full reymsla náðst.
— Þetta starf er gömul
vinnubúðahugmynd eða nofclk-
urs konar þegnskylduvinna,
og við vilj um sanna þessa hug
mynd og fá Reyfcj-avíkurborg
til að borga fyrir hvern og
einn, setn í vinnubúðir kem-
ur.
Við vorum líka með vinmu-
búðir á Flateyri, en atvinma
brást þar, þamnig að nú erum
við aðeins á Tálkmafirðinum.
— Tilganigurinn með þess-
um vinnubúðum er að fá ungt
fólk, sem ráfar iðjulaust um
á malbikinu, til þoss að ganga
inn í atvinmulíf sjávarþorps á
íslandi og kynnast hvernig
atvinna landsins gengur fyrir
sig og einnig að bera þeim
kristilegan boðsikap, og ég
vildi persónulega að við gæt-
um komið upp kirkjulegri mið
gtöð þar sem vinnubúðir eru
reknar.
— Krakkamir unmu í frysti
húsinu frá kt. 8—5 þá daga,
sem atvinma var. Á kvöldin
voru rabbstundir, þar sem við
röbbuðum saman um félags-
leg og trúarleg efni. Stundum
voru kvöldvökur eða íþróttir
stundaðar og strákamir gerðu
upp bát, sem þeir sigldu síð-
an á. Kvöldið hjá okkur end-
aði alltaf með andakt.
Við hættum viku fyrr en
áætlað var vegna þess að lítið
fiskaðist og við vildum ekki
taka alla atvinnu af þorpsbú-
um.
á rúntinum
* ...... .
1
Wmámm
„
ÍpÉ
(Ljósm.: Hjörtur Gunnarsson)
Krakkarnir, s«im dvöldust í seinni hópnum
„Við nenntum ekki alltaf að vera að laga til.“