Morgunblaðið - 30.08.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1972
19
tslenzka konan Jensína Ágústa hafði veiting-arekstnr á Cobaeabana-ströndinni, en þar eru nú
risin hlið við hlið margra hæða há hótel á þessari þekktustu baðströnd Brasilíu.
— Brasilíu-
fararnir
Framhald af bls. 10.
or við háskóla í Brasilíu. Enn-
fremur þekkti hann til og var
í sambandi við aðrar fjölskyld-
ur og nefndi hann Barðdal, sem
er þekktur I bílaviðskiptum og
fleiri sagðist hann kannast við,
þanníg að þeir af íslenzku bergi
brotnir virðast halda einhverju
sambandi.
raun til þess að komast í sam-
band við Prentverk Odds Bjöms-
sonar á Akureyri vegna þess að
hann langaði i bókina Brasiliu-
faramir, sem hann hafði heyrt
um, en svar hafði hann ekki
fengið.
Það er þvi ljóst að afkomend-
ur íslenzku Brasiláufaranna eru
ekki týndir í miUjómum íbúa
þessa lands, heldur hafa þeir
getið sér gott orð og sumir orð-
ið þekktir í sinum atvinnugrein-
um í Brasilíu og það sem ekki
er hvað sizt forvitnilegast, þeir
reyna að halda ættartauginni
saman með því að fylgjast hver
með öðrum eins og íslendinga
er siður.
— Árni Johnsen.
— Minning
Ásgeir
Framhald af bls. 18.
fæti þegar heilsan lét sig og
þrekið fór að dvína. Það tilheyr-
ir starfi okkar leigubifreiðastjóra
að vinna lengri vinnudag en
flestar aðrar stéttir. Þetta gerir
ekki svo mikið til meðan
menn eru á léttasta skeiði, en
þegar aldurinn færist yfir verð-
ur þetta flestum ofraun.
En þrátit fyrir þennan ann-
marka í lífi okkar og starfi
eigum við einnig okkar gleði-
stundir. Á einni slíkri gleði-
stund um hásumar í víðfeðm-
um fjallafaðmi, kynntist ég Ás-
geiri vini minum sem nýjum
manni, frjalsum úr fjötrum hins
hversdagslega lífs, þá kynntist
ég ljóðelskum kvæðaþul, sem
kunni frá mörgu að segja í
bundnu og óbundnu máli. Bund-
ið mál var honum sérstaklega
hugleikið og hann bjó yfir
skemmtilegri kimnigáfu, þegar
hann sagði frá ýmsu sem á
daga hans hafði drifið. Hann
var góður söngmaður og söng
með Karlakór B.S.R. í nokkur
ár. Söngfélagar hans hafa beðið
mig að flytja honum beztu
þakkir fyrir söng hans og starf-
semi í þágu kórsins.
Ásgeir var vinsæll og vin-
margur á vinnustað, átti fáa eða
enga andstæðinga. Þó hafði
hann ákveðnar skoðanir á þjóð-
málum og félagsmálum og
hvikaði ekki frá því sem hann
áleit að væri rétt þó fast væri
deilt. Ég naut þess á liðnum ár-
um að skoðanir okkar á fyrr-
greindum efnum runnu í sama
farveg, og það er sannarlega
ekki lítils virði að njóta trausts
hjá góðum og nýtum dreng sem
Ásgeir var.
Við starfsbræður þínir á B.S.R
söknum vinar í stað, en i hug-
um okkar geymum við minning-
ar um góðan dreng og nýtan fé-
laga sem var sterkur hlekkur í
félagslegum samtökum okkar.
Það liggur fyrir okkur öllum
að síðustu að standa frammi
fyrir dómara allra tíma og þá
verður lögð fyrir okkur þessi
einfalda spurning, sem er túlk-
uð svo fagurlega i einu af
snilldarkvæðum E. Ben.: „Hvað
vannstu drottins veröld til
þarfa?“ Þessari spurningu getur
þú svarað með stuttri setningu
sem er eilíf sannindi um líf þitt
og starf. — Mitt líf hef ég helg-
að þér.
Vertu sælí, jafnaldri og starfs-
bróðir, ég sakna þín kæri vinur,
eftir nær aldarfjórðungs kynni,
minninguna á ég, hún er mér
geymd en ekki gleymd.
Þínu jarðvis'tarlífi er lokið en
eiMfið bak við fortjaldið mikla
tekið við. Við hjónin þökkum
þér fyrir Mðnu árin, og biðjum
algóðan guð að leiða og styrkja
konu þina og dætur, svo bjarm-
inn frá kyndli minninganna,
mimninganna um þig, megi lýsa
þeim og vísa fram á veginn, þó
urð sé grýtt og gangan erfið.
Friður sé með látnum en for-
sjá guðs fylgi þeim sem eftir
Ufa. Blessuð sé minning þín.
Jakob Þorsteinsson.
EEEl
Unigus er nú á sextugsaldri.
Hann sagði við okkur Islending-
ana: „Þið Islendingarnir komið
mér þannig fyrir sjónir að þið
séuð stórir og sterkir og rólegir
og það er þægilegt að ræða við
ykkur í rólegheitum. Hér eru
allir órólegir og æstir og hér
verður aldrei rætt við menn í
rólegheitum."
Unigus sagðist hafa gert til-
NIKKAN 10JÓMAR
GuiijAn Mattbíasson
<íg ll.urv Júh.inrtcs-on
n.-uul.úóhul i '
T**>r\hfoHyhf:.>
Á siöUu it tö">fet>íf.'cr
Nikkan
hljómar
KOMIN er á markað hljómplat-
an „Nlkkan hljómar“ með sex
harmonikulögum, sem þeir Guð-
jón Matthíasson og Harry Jó-
hannesson leika, ásamt þeim
Sverri Guðjónssyni, Þorsteini
Þorsteinssyni og Árna Scheving.
Lögin á piötunni eru gömlu-
dajnsalög og heita Nikkan hljóm-
ar, Tveir vinir, Á sjöttu hæð,
Hlaup, Fingraleikur og Glaðiir
t!Ónair. Eru fiimm þeirra eftir
Guðjön Matthíassom, ein eitt eft-
iir son hans, Sverri Guðjönsson.
Eru lögin öll ný og hafa ekki
heyrzt áður. Guðjón Matthias-
son gefuir plötuna sjálfur út og
er hún sú fyrsta, sem hainin gefur
út í stereó, en hann hefur áð-
ur gefið út niokkrar gömludansa-
plötuæ með harmonikuleik sín-
um.
Afvinna
Reglusamur og duglegur ungur maður, helzt vanur
útkeyrstu óskast strax til starfa við útkeyrslu og
lagerstörf.
Uppl. hjá verksmiðjustjóranum, Þverholti 17.
Vinnufatagerð Islands h.f.
Kennara vantar
við ÞINGHÓLSSKÓLA í Kópavogi.
Kennslugreinar: íslenzka, enska og fleira.
Væntanlegir umsækjendur hafi samband við
skólastjórann hið bráðasta.
Fræðslustjórinn.
Hoghvæmur vinnutími
fyrir húsmæður
Vegna gagngerðrar endurskipulagningar vinnu-
bragða á saumastofunni, getum við nú boðið þeim
konum vinnu, sem ekki hentar að vinna úti allan
daginn, alla daga. Þær konur sem óska t. d. eftir
að vinna hálfan daginn eða annan hvern dag geta
nú fengið vinnu við að framleiða hin viður-
kenndu Kórónaföt, séu þeir handlagnar eða vanar
í faginu.
Tekið verður á móti umsóknum í verksmiðjunni
næstu dag afrá kl. 1—5.
SPORTVER,
Skúlagötu 61 — Sími 19470.
Skrifstofustúlka
óskast strax. — Tilboð berist fyrir
mánudagskvöld 4/9.
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
Óskum að verkamenn ráða
AÐALBRAUT S/F., Lágmúla 9 Símar 81550 — 86840.
Stúlkur
Okkur vantar starfsstúlkur.
Aldurstakmark 25 — 45.
Upplýsingar á staðnum í dag.
FJARKINN,
- Austurstræti 4.
Atvinna
Kanadísk kona með B.A. (aðalfag, enska) og
B.E.D. próf frá University of British Columbía tíu
ára starfsreynslu sem kennari og nokkra reynslu
sem einkaritari óskar eftir hálfs- eða heildags
starfi.
Upplýsingar gefnar í síma 22705.