Morgunblaðið - 12.09.1972, Side 16

Morgunblaðið - 12.09.1972, Side 16
16 MORGUNBLAÐXÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1972 Utgefandi hf Átvalcuc Rey^'javík Frjarnfcvsenndastjóri Ha,raldur Sveinsson. Ritetjórar Matshías Johannesson, Eyjólifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarss’on. Ritstjórnarfull'tíúi horbijönn Guðmundsson Fréttastjóri Björh Jólhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 1Ö-100. Augi'.ýsingar Aðaistr'æti 6, sími 22-4-80 Ásftriftargjafd 225,00 kr á 'mánuði innanland® I teusasöfu 15,00 Ikr eintakið HAGNYTA BER ALLAN STUÐNING VIÐ ÍSLENZKAN MÁLSTAÐ T andhelgissamningarnir frá 1961 við Breta og Vest- ut-Þjóðverja hafa jafnan ver- ið deiluefni. Nú er málum svo háttað, að bezt fer á því að slíkum deilum linni. Meira er um vert, að þjóðin snúi bök- um saman í þeirri baráttu, sem nú stendur yfir. í þeim efnum getur einhugur þjóð- arinnar ráðið úrslitum. Þegar samningarnir við Breta og Vestur-Þjóðverja voru gerðir á sínum tíma, töldu ýmsir þá vera nauðung- arsamninga, gerða undir oki brezkra herskipa. Jafnframt var því haldið fram, að við hefðum skert möguleika okk- ar til frekari útfærslu land- helginnar með því að fallast á að leggja ágreining um það efni fyrir alþjóðadómstólinn í Haag. í raun réttri fólu þessir samningar í sér mikilvæga viðurkenningu á rétti íslands. í samkomulaginu segir ein- mitt, að ríkisstjórn íslands muni halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Al- þingis frá 5. maí 1959 um út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Auk beinnar viðurkenningar Breta og Vestur-Þjóðverja á 12 sjómílna landhelginni ger- ir samkomulagið jafnframt ráð fyrir frekari útfærslu. Þegar alþjóðadómstóllinn kvað upp bráðabirgðaúrskurð sinn fyrir skömmu, vék einn dómarinn, Padilla Nervo, að þessu atriði í sérálti sínu. Orð rétt sagði hann: „Ef það er andstætt alþjóðalögum að gera ráð fyrir slíkri útfærslu, hefðu ríkisstjórnir Bretlands og Vestur-Þýzkalands ekki samþykkt að taka slíka yfir- lýsingu með í hinum form- legu orðsendingaskiptum. — í þessum orðsendingaskiptum er því fólgin viðurkenning á rétti íslands til að færa fisk- veiðilandhelgi sína út.“ Padilla Nervo segir enn- fremur, að Bretar hafi sam- þykkt tillögur þær, sem ís- lenzka ríkisstjórnin setti fram með hliðsjón af viðurkenn- ingu sinni á því, hve sérstak- lega háð íslenzka þjóðin væri fiskveiðum við strendur lands ins varðandi lífsafkomu sína og efnahagsþróun. í áður- nefndri ályktun Alþingis frá 1959 er m.a. lýst yfir því, að leita beri viðurkenningar á rétti Islendinga til land- grunnsins. Um þetta atriði samnings- ins segir-Nervo í séráliti sínu: „Bretland mótmælti ekki til- veru slíks réttar, það sam- þykkti tillöguna, en hún hafði inni að halda sem mót- vægi eða gagnkvæmisatriði þá skuldbindingu íslands, að tilkynna með sex mánaða fyr irvara um hverja slíka út- færslu. — Ef deila myndi rísa varðandi slíka útfærslu, myndi hún ekki hafa áhrif á hina fyrri þegjandi viður- kenningu á rétti Íslands til að færa út fiskveiðilandhelg- ina.“ Eini dómarinn við alþjóða- dómstólinn, sem lýst hefur skoðun sinni á efnisatriðum í deilu íslendinga og Breta nú, fullyrðir þannig, að Bret ar hafi þegar með samningun um frá 1961 viðurkennt rétt okkar til yfirráða yfir land- grunninu og hafinu yfir því. Eina skuldbindingin af ís- lands hálfu hafi verið sú, að það féllst á að tilkynna slíka útfærslu með sex mánaða fyrirvara. Engum vafa er undirorpið, að þessi álitsgerð styrkir rétt arstöðu íslands gagnvart Bret um eins og nú horfir. Er við kynnum málstað okkar og rétt meðal annarra þjóða, get um við vísað til þessara sjón- armiða og bent á, að í raun réttri hafi Bretar þegar viður kennt heimild okkar til út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Ekki verður því trúað að ó- reyndu, að nokkur íslending ur andmæli þeirri túlkun á samningunum, sem Padilla Nervo hefur sett fram. Það myndi aðeins veikja aðstöðu íslendinga á alþjóðavettvangi við að afla ótvíræðum rétti þjóðarinnar viðurkenningar. Við verðum einnig að hafa í huga, að bráðabirgðaúr- skurður alþjóðadómstólsinis er ekki grundvallaður á samn ingunum frá 1961. Slíkum til mælum hefði dómstóllinn get að beint til hlutaðeigandi rík isstjórna, þó að engir samn- ingar hefðu legið fyrir. Það sézt bezt á því, að úrskurður inn var kveðinn upp, áður en dómstóllinn sker úr um lög- sögu sína í þessari þrætu. Mestu máli skiptir nú, að íslendingar notfæri sér til hins ítrasta hverja þá viður- kenningu á rétti sínum, er þeir hafa áunnið sér í þessum efnum. Okkur er ótvíræður akkur í þessari álitsgerð Pad illa Nervo, enda ber íslending um að nota þau sjónarmið, sem þar eru sett fram, mál- stað okkar til fulltingis. En fyrst og fremst hvílir sú skylda á stjórnvöldunum. Ef slíkur stuðningur við málstað okkar er vitandi vits ekki hag nýttur, er verið að fórna ís- lenzkum hagsmunum. Hvernig skyldi „útaf með dómaraim“ vera á þýzku? Olympíuþorpinu. — „GoM- sprung!“ hrópuðu þýzku blöðin þegar vestur-þýzka stúlkan Heide Rosendahl vann gullið í langstökki með „risastökki", svo að vitnað sé í heimspress- uma hér. Þetta g'erðisit visit kl. 15,37, fimmtudag 31. ágúst s.l. Hún stökk 6,78 m. Það hefði Birni Vilmundarsyni þótt gott, þegar hann var að stökkva. Nú stjórnar hann íslenzku skrifstoí- unni hér í Olympíuþorpinu, ásamt Gunnlaugi Briem hjá Garð- ari Gísilasyni, Sigurði Magnús- syni hjá ÍSÍ og öllum fararstjór- umim. Að ógleymdum Birgi Kjaran, formanni íslenzku Olympíunefndarinnar, og Gísla Halldórssyni, forseta ISl. Svo má ekki gleyma ungu, kurteisu aðstoðarfólki eins og Hirti sem stundar hér byggingarvertkfræði og stjórnar stúdentunum. Eink- ar prúður maður og gríðarstór. Ég sé ekiki be-ttur en það sé vitlaust að gera hér í skrif.stof- unni. Síminn hringir án afláts, fólk kemur og fer. Hvað er þetta eiginlega? Hafa Islendingar sett einhver heimsimet? Björn er karl menni og tekur öllu með stó- ískri ró. Og allt fer þetta vel að lokum, því að heiðri V-Þýzka- lands er loks borgið eftir sigur Heide Rosendahls. Það er aftur komið lag á Olympíuleikana, segja blöðin. Voru þeir á leið í hundana, eða hvað? Eitrt drasl- blaðanna lýkur fréttagrein um vestur-þýzku stúlkuna með þess um orðnm: „Olympíuleikarnir halda áfram . . .“ Þessir bless- aðir taugaveikluðu blaðamenn ættu að vera í okkar sporum, eða Björns Vilmundarsonar og allra hinna Islendinganna. En ég sé ekki betur en okkur líði öllum ágætlega: við engu búizt og því engin vonbrigði. „Þjóð- arstolt" okkar er óbugað. Og vonandi lifa Vestur-Þjóðverjar þetta af, ekki sízt eftir að ég heyri það í þessari andrá í sjón- varpinu að þeir hafi hlotið gull fyrir 800 m hlaup kvenna og spjótkastið. En'gum líður vel, ef gestgjafarnir eru eitthvað mið- ur sín. Þeir ha-fa ekki sýnt þess merki hin-gað til (nema i hasar- blöðunum) og nú er öllu borg- ið: Maðurinn með gullarminn er spjótkastarinin kallaðúr. Ég lét mér nægja að gleðjast yfir því, þegar norski þjóðsöng- urinn var leikinn eftir sigur hjólreiðamann'sinis. Á svart- hvítum sjónvarpsskerminum leit norski fáninn út eins og sá ís- lenzki, svo að þetta var viðun- andi. En einhvern tíma, já kannski . . . ef efn>ahagslifið gengur vel og þorskurinn fer að hrygna oftar en einu sinni, áður en hann týnir þorsklífi síhu í hendur brezkra fiskimanna, og við erum búin að læra að vera sjálfstæð þjóð, þá — og þá fyrst — gerist það aftur: að annar Vilhjálmur Einarsson stendui á sigurpaWin'Um — og þá helzt gullpallinum — og við verðum eitt andartak, eitt sekúndubrot radíótífa skammhlaupið í heims sensasjóninni, eins og Kjarvail hiefði getað komizt að orði. En hann hugsaði bara ekki út fyrir land'steinana öðruvísi en Jónas. Og það er auðvitað rétt: við eig- um ekki að leita sjálfra okkar annars staðar en í land- inu sjálfu. Fáa þekki ég sem kunna það betur en skáldið Hannes Pétursson. En hann heí- ur líka þýzka, eða miðevrópska menningu að bak-i sinni is- 'lenzku veröld. „Erum við virkilega búnir að flá 50 mílurnar," spuirði MtiKl is- lenzkur snáði hér í Múnchen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.