Morgunblaðið - 12.09.1972, Side 17

Morgunblaðið - 12.09.1972, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTUMBER 1972 17 JÓHANN HJÁLMARSSON HINIR SIGRUÐU Syrgjandi ættingjar fórn arlambanna í Munchen. ÓDÆÐI Pa'lestín-uskæruliðanna á olympíuleikunum í Miinohen hefur enn á ný vakið menn til umhugs- unar um hvað unnt sé að gera til að girða fyrir pólitísk ofbeldisverk, æm stjórnast af bdindu ofstæki. Mönnium er í fersku minini slcotárás- in á Lodflu'gvelli í Tel Aviv þegar japamskir hryðjuverkamenn myrtu saklausa ferðamenn. Þær aðgerðir voru einnig að undirlagi Palestínu- skæruliða. Ljóst er að Palestínuskæruliðar eru ekki af .baki dottnir í baráttu simni gegn Israelsmönnum og að öll- um likindum eru atburðir siðustu mánaða aðeins upphaf enn víðtæk- ari ógnarverka af þeirra hálfu. Að- gerðir þeirra eru tákn nýrra bar- áttuaðferða í heimi stjórnmálanna og eru þeir reyndar ekki einir um að myrða í þágu hugsjóna. í heimi þar sem hugsjónir eru taldar meira virði en manmsHf eru mannvig skiij- anleg. í>au eru eðlileg afíleiðing þess að menn geta ekski talast við, skipst á. skoðunum og tekið tillit hver til annars. Eins og að líkum lætur er það Þjóðverjum mikil reynsla, að morð- in á ísraelsmönnunum skuli eiga sér stað í Þýskalandi á alþjóðlegri frið- í loft upp. Tawfiq Zayad yrkir á ein- menn áður metnað sinn í að slátra sem flestum Gyðingum. Ættingjar margra þeirra ísraelsmanna, sem féllu fyrir vopnum Pafestínusikæru- liðanna, létu lífið í útrýmingarbúð- um nasista, stigu sumir upp í loftið úr reykháfum Hitilers við Ijúfa evr- ópska músik. Þess vegna er Willy Brandt í vanda staddur eftir þessa óvæntu atburði í Múnehen. Aftur á móti kallar ofstæki á meira ofstæki. Auga fyrir auga er kjörorð- ið. Og ekki aðeins auga fyrir auga nægir lengur. Þegar hinir baráttu- glöðu stríðsmenn Moshe Dayans stefna vígvélum sínum inn í arabískt land eru engu þyrmt. Hefnt skal á þann hát’t, að óvinurinn gleymi því aidrei. En hvað verður þá úr allri þeirri samúð, sem hefur verið sýnd ísraelsmönnuim i sorg þeirra? Ekki eru menn svo skyni skroppnir, að þeir ha'ldi að Arabar séu ekki menn, þá megi drepa likt og flugur. Hvaða gildi hafa slík vig fyrir ísrael? Býst einhver við því að þau muni lama baráttuþrek Palestinuskæruliðanna, sem nú eru dreifðir um allan heim? Hinn svarti september verður aðeins enn svartari. Við vitum að lifið heíur ekki verið Palestínumönnum sánsaukalaust. Þeir hafa með tímanum orðið minni- hluti í sinu eigin landi. Skáldið Mah- mud Darwish frá Galífeu segir i ljóði: „Klöpp, þú sem varst bæna- staður föður míms/óg sel þi.g ekki fyrir demanta/og ég fer ekki um borð í skipið, sem á að flytja okkur burt.“ Sagt er að ljóðlistin hafi aldrei verið já'fn sterkur þátitur í lífi Pal- estSnuimanna og eftir sex daga stríð- ið. Þetta er Ijóðlist, sem beinist gegn sigurvegurunum, innflytjendunu'm. Hún lýsir heimþrá til hinha fátæk- feigu þorpa forfeðrainna. Mörg pal- estínsk skáld hafa orðið að flýja land vegna stramgrar ritskoðunar Israelsmanna. Gott sýnis'horn ljóðlist- ar í Palestínu er Palestinsk poesi í þýðingu Ingvars Rydbergs, útgef- andi FIB:s Lyrikklubb, Stokkhólimi. Ég held að flestir, sem lesa þessa bók gaumgæfitega, átti sig betur en áður á þeim vandamálum, sem Pal- estínumenn og um leið ísraelsmenn eiga við að s*tríða. Inigvar Rydberg segir að skáldin i Palestínu láti.sér efcki lengur nægja að túil'ka þann harmileik, sem þjóð- flutningarnir hafi í för með sér, Ijóð þeirra séu orðin hluti af andspyrn- unni , gegn yfirgamgi Israelsmanna. Þessi skáld einbeita sér að þvi að kveða kjark í landa sína og reynast með því móti stjórminni i ísrael þumg- ir í sikauti. Það er því emgin furða þótt hún vilji helst þagga niður í þeim. En það hefur reynst henni erfitt. Orðið er ekki unnt að sprengja i loift upp. Tawiq Zayad yrkir á ein- um stað: Ég veit að rétturinn er okkar og sigurvegarar munu ekki uppræta hann. Með þessum orðum túlkar skáld- ið það, sem Palestinumönnum er efst i huga. Frá Olyinpíuþorpinu í Miinchen. föður si.nn, þegar hann sá landa kortið af íslandi og hafinu um- hver/is lanrtið í sjónvarpinu. Faðirinn svaraði þvi ját- anrti, Trvað átti hann að gera? Þá fylltist anrtlit drengsins ein- hverri gleði ferskrar undrunar, það ljómaði ný framtíð i svip dremgsims, sem skilrti ekki hvað hann var að spyrja um, þvi að hann er aðeins átta ára, en hafði samt á tilfinnimgunni hvers virði það var þetta litla já föðurims. Vonandi verður fað irinn ekki ómerkur orða sinna. Áður en við skoðuðum Olym- píuþorpið (ég hef áður kallað Olympiuigarðinn þorpið og læt það standa, þvi að garðurinn te'list til þorpsins eins og Laug- ardalur er htuti af Reyk.iavík) — já áður en óg tóít inn i sjáift íbúðarhverfið, þar sem íþrótta- mennirnir búa ásamt starfsfólki, fórum við að kvöldlagi með strætisvagni til Au'gsburgar að honfa á handknatitteik'inin miilM Is- lendinga og Austur-Þjóðverja, sem margir spá að hreppi gullið i þessari grein. í bí'lnum með okkur var ungt fólk og stúdent- ar, yfirleitt geðugir unglinigar, en þó misjafnlega. Einn þeirra sem ég talaði við var nýkominn frá Lundi, þar sem hann feg'gur stund á hagfræði skilst mér, hann var óútsofinn eftir lamga ferð. Hann heitir Jón Barðason held ég. Bezti strákur. Það var hann sem stjórnaði köllum á leiknum. Hann vítti mig und- ir lokin fyrir að s'kerast úr leik, en ég var þá búinn að taka eft- ir þvi að Þjóðverjarnir settu allt af mark þegar ég kallaði: Áfram Island. Undir lokin var ég orð- inn þegjandi hás, það var bætt ur skaðinn. Ég hefði betur hætt fyrr að hrópa. ÍSlenzku strák- arnir stóðu sig vel. Næsti kafli er eftir íþrótta- fréttamann, bezt að reyna að bregða sér einu sinni í slíkt gervi! „Ætli við vinnum ekki Tékkana," sögðu menn hver við anman í hléinu og eftir leikinn. „Þetta eru allt atvinnumevnn," sagði Jón Barðason, sérfræðinig- ur i handbolta með öðru. (Hann sagði að þeir Davíð Oddsson væru mátar og talaði hlý- lega um Davíð, þótt hann væri víðs fjarri. Davíð var útvarps- stjóri MattlhMdar eims og alilir vita. Hann, Hrafn Gunnla'Ugsson og Þórarinn Eldjárn stóðu sig svo vel í úitvarphiiu og .varu svo sltemmtilegir að þeir urðu auð- vitað að hætta. Kaupið var lágt á Eyrinni. Auk þess er nú eitt- hvað á Islandi sem er „úber all- es“, einhver hundleiðinteg ný stétt sem öliu vill ráða, meira að segja hú'morimum!) En hvað um það, við Jón hrópuðum fyrir Island með öðrum góðum íslend ingum. Þá var ekki spurt uim póí'itítk, jú einn eða tveir bréznevar. En við eigum þessa eimu sál, þrátt fyrir allt. Og allt. Því að bréznevarnir hrópuðu iíka fyrir Island. „Þeir eru stærri en okkar menn,“ kallaði ung stúilka, þegar illa gekk og við fengum vindinn í fangið í síðari hálfleik. „Nei, nei,“ þetta kemur ekki til mála, ertu vi-t- laus rnaður," hrópaði Jón yfir allan salinn, þegar dómar- inn stóð sig illa fyrir ísland. Jón stóð upp og benti, en ég hugsaði með mér: Hvernig skyldi „útaf með dómarann" vera á þýzku! Einhver áhrif höfðu nú þessi hróp samt, þvl að aillt í einu þegar íslenzku krakkarnir kölluðu: aus, au's, aus, var engu líkara en dómarinn „skildi Skúla mál, því .háls og eyru hann reisti" — og rak Austur-Þjóðverja no. 7 út af vellinum. En það dugði skammt. Heppn- in var ekki með íslenzka liðinu (hverju orði sannara). „Það er óheppni í þessu,“ sagði Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, þeg- ar undirritaður íþróttafréttarit-. ari spurði hann um leikinn í h'lé inu. En það var líka við ofurefli að etja. „Bíddu bara eftir síðari hálfleik," sagði sá raunverulegi íþróttafréttaritari Morgun- Maðsins, bv., I örstuttu bjórsam tali við undirritaðan í hálfteik. Þá var aðeinis eins marks mun- ur — og ég a.m.k. ölvaður af sig ungleði, þótt Þjóðverjarnir hefðu þetta eina mark yfir. Nú ber ég dáldtla virðingu fyrir bv. og Morgunblaðinu. „Við verðum að vinna Tékk- ana,“ sagði Gunniaugur Briem eftir teikinn. „Ekki vildi ég setja aleigu rnína að veði fyrir þvi,“ ■s&gði Jóhainnes Sæmundsson, iþróttakennari og þjáifari. „Ég vissi eftir fimm mínútur hvern- ig leikurinn mundi fara,“ sagði Örn Eiðsson. „Þessi leikur var barátta. Við getum vel við unað. Þjóðverjarnir eru mi'klu harð- ari.“ „Við vorum óheppnir," sagði Gísli Halldórsson, „tvö stangarskot, og auk þess af- burðamaður í þýzka markinu." Það var hverju orði sannara: ef hann rak fram tána, þá var boltinin þar, ef hann rak út vísi- fingur vinstri handar, þá var boiltinn þar — og ef hann datt, þá var boitinn þar. En Sigurður Magnússon sagði bara að lokum og strauk framan úr sér: „Það eru fleiri sveittir en ég.“ Þar með er ég kominn úr hlut- verki íþróttafréttaritara og hættur að segja frá leiknum. En ég tel ómögulegt að lýsa bolta- leik nema nokkuð nákvæm lýs- ing sé einnig á áhorfendum, a.m.k. þeim helztu. Það vill oft gleymast í hita baráttunnar, svo að tekið sé íþróttamannslega til orða. Satt bezt að segja var ég að hugsa um að hiaupa inn á völl- inn í miðjum klíðum og jafna um Austur-Þjóðverjana. En hætti við það af augljósum pólitísk- um ástæðum. Ég veit að iþróttafréttaritarar eru búnir að lýsa þessum leik |neð stóruim orðum heima á Fróni og læt þvi staðar numið. Vil þó aðeins geta þess, svo að enigin hætta sé á að ég verði sammála þeim, að leikurinn hefði getað farið hvernig sem var. Hann hefði jafnvel getað endað í ut- anrikisráðuneyt'inu. Eins og þeir hafa nú að gera þar um þessar mumdir. Daginn eftir leikinn var skemmtilegt að ganga um íbúð- arhverfið í Olj'mpíugarðin- um, hress og laus við alla minni- máttarkennd. 1 þorpinu eru göt- ur með pósthúsum, verzlunum, fatahreins’unum (ef slagsmál iverða), að óglevmdri skemmti- miðstöð, þar sem leikin er alls- kyns tónlist, sýndar kvikmynd- ir úr öllum áttum, lifað og leik- ið. En erfitt er fyrir aðra en s'tarfsmenn og þátttakendur að komast inn í íbúðarhverfið. 1 sikemmtimiðstöðinni eru margvís le,g leiktæki, þ. á m. útf.taffl með mannhæðarháum svörtum og hvitum taflmönnum. Bobby Fiischer kemuf víða við sögu. Tveir svertimgjar voru að tefla, þegar við gengum þarna fram hjá, tveir fulltrúar vanþróaðra landa, sem ranglega eru nefnd: þróunárlönd af diplómatisk- um ástæðum. Öll lönd eru í þró- un. Ekki bara lönd, heldur allt. Innan tíðar bvrja þessi lönd að tefla í alvöru, ekki aðeins um sína framtíð — heldur einnig okkar. Og barna okkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.