Morgunblaðið - 17.10.1972, Page 16

Morgunblaðið - 17.10.1972, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, öftlÐJUDAGUR 17. QKTÓBER 1972 Otgafandi hf Árv.aTcut, Ráykijavík Franvkvmdas-tjóri Ha.rafdur Sveins.aon- fCftatjÓrar MatShías Johannetsan, EyJóífur Konrðð Jónsson. Aðstoðarritstifóri Styrmir Gunnarsaon. RrtS'tjórnarfirlK.rúi Þiorbijönn Guðmundsson Fréttastjón Björn Jóhanns-son AugJýsirvgastijÖri Árrvi Garðar Kristinsson- Rítstjórn og afgreiðsla Aðai|s.traeti 6, s*fmi 1Ó-100, Augiýsingar Aðalstr»ti 6, aímr 22-4-80 ÁskriftargjaW 226,00 kr á 'mómrði innanlands f teusasöTu 15,00 Ikr eintakið Á hverjum einasta útborg- unardegi verða launþeg- ar áþreifanlega varir við skattpíningu ríkisstjórnar „hinna vinnandi stétta“. í öllum fyrirtækjum og stofn- unum, í öllum stéttum og starfshópum, eru fjölmörg dæmi um það, að skattpín- ingin gangi svo langt, að launþegar fá ýmist ekkert eða sáralítinn hluta tekna sinna greiddan, bróðurpart- urinn fer í skattahít ríkis- stjórnarinnar. Fjölmargar fjölskyldur eiga í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og standa við greiðsluskuldbindingar sínar. Margir hafa gripið til þess ráðs að sækjast eftir mikilli yfirvinnu eða aukavinnu til þess að afla aukinna tekna og verður þá lítið eftir af vinnutímastyttingu ríkis- stjórnarinnar, en aðrir hljóta að auka skuldir sínar veru- lega vegna hinnar þungu skattabyrði. Þetta er hinn raunverulegi árangur af þeim skattabreytingum, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir urnar hafa stjórnarflokkarnir svarað með því einu, að skattakerfið sé til áfram- haldandi endurskoðunar og þar með gefið í skyn, að breyttir og betri tímar séu í vændum. En ekki er það að sjá af fjárlagafrumvarpi því, sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi. Samkvæmt því munu tekjur ríkissjóðs á næsta ári nema yfir 20 milljörðum króna og hafa niðurstöðutölur fjárlaganna hækkað um nær 100% á tveimur árum. Þetta þýðir í raun, að skattheimta Hall- dórs E. Sigurðssonar nemur 100.000 kr. á hvert einasta mannsbam í landinu. Hver fimm manna fjölskylda borg- ar því að meðaltali hálfa milljón króna til ríkisins. Þetta em ótrúlegar tölur, en þær eru staðreynd eftir sem áður og sýna glögglega, að ekki geta launþegar búizt við því, að úr skattpíningu ríkisstjómar Ólafs Jóhannes- sonar dragi á næsta ári, fái hún að vera áfram við Völd. En það er ekki nóg með að skattheimta ríkisins nemi um 100.000 kr. á hvert manns barn í landinu heldur virð- ist ríkisstjórnin stefna að stórfelldri vísitöluskerðingu og hefur því ekki verið mót- mælt af málgögnum eða tals- mönnum stjórnarflokkanna eftir að á því var vakin at- hygli í Morgunblaðinu, þegar fjárlagafrumvarpið kom fram. Magnús Jónsson, fyrr- verandi fjármálaráðherra, sem gjörþekkir fjármál ríkis- 100.000 Á HVERT MANNSBARN á sl. vetri og knúði í gegn í skjóli þingmeirihluta síns, þrátt fyrir ítrekaðar aðvar- anir Morgunblaðsins og stjórnarandstæðinga á Al- þingi um afleiðingarnar. Þeim kalda veruleika, sem blasir við hverjum einasta skattgreiðanda þessar vik- Þar við bætist, að sveitarfé- lögin og aðrir opinberir að- ilar taka líklega um 25.000 krónur á hvert mannsbarn, þannig, að hin opinbera skattheimta ríkis- og sveitar- félaga nemur um 625.000 kr. að meðaltali á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. ins frá fjármálaráðherratíð sinni, lét í ljós álit sitt á hinu nýja fjárlagafrumvarpi í ríkisútvarpinu á dögunum og sagði þá m.a.: „Fyrst blasir við augum niðurstöðutalan 20 milljarðar og sýnist því nokkurn veginn öruggt, að vinstri stjórninni muni á tveimur árum takast að tvö- falda fjárlagaútgjöldin. Verð- ur því meti vonandi aldrei hnekkt. Þá er frumvarpið við það miðað, að eitthvert stór- kostlegt kraftaverk gerist um næstu áramót, því að niður eru felld öll útgjöld vegna núgildandi verðstöðv- unar, sem mundu nema nær þúsund milljónum króna næsta ár en jafnframt er þó gert ráð fyrir óbreyttri kaup- gjaldsvísitölu. Er þó þegar vitað, að vísitalan mun um áramót hækka um 4—5 stig, jafnvel þótt núverandi nið- urgreiðslum og kaupskerð- ingu verði haldið áfram og sífellt koma nýjar hækkan- ir. Þessari einföldu stað- reynd verður ekki breytt, þótt ríkisstjómin hafi nú sjálf gefizt upp við vandann, en beðið sérfræðinga um að reyna að leysa hann. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu virðist ríkisstjórnin helzt gera ráð fyrir stórfelldri vísi- töluskerðingu." Niðurstaðan af hinum há- stemmda loforðalista ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannesson- ar, þegar hún tók við völd- um fyrir rúmu ári er því þessi: Skattpíningin á næsta ári nemur a.m.k. 100 þúsund krónum á hvert mannsbarn og stórfelld vísitöluskerðing er fyrirhuguð! * ý< OBSERVER Eftir William Millinship WASHINGTON — „Fjögur ár til viðbótar" hljóðar vígorð Nixons for- seta og stuðningsmanna hans. Þó héf ur ekki verið gerð nákvæm grein fyrir þvi hvað forsetinn hyggst gera á þessum árum — að minnsta kosti ekki í innanlandsmálum. Gert er ráð fyrir að i utanríkis- málum fylgi hann í aðalatriðurh sömu stefnu og hingað til, en vera má að hann leggi meiri áherzlu á sum atriði en önnur og að stefnan verði með öðru yfirbragði en áður. Til dæmis er búizt við mannaskipt- um í stjórninni og getur svo farið að nýir menn taki við störfum land- varnaráðherra og utanrikisráð- herra. Forsetinn virðist viss um að á næsta kjörtímabili verði bundinn endi á þátttöku Bandaríkjanna í Ví- etnamstríðinu. Raunar er stöðugt boilalagt hvort friður verður sam- inn á næstu mánuðum, jafnvel fyrir forsetakosningarnar. Stjórn Nixons lætur jafnvel eins og Víetnamstrið- inu sé lokið. Ekki spillti það fyrir viðræðum Nixons í Moskvu að hann hóf aftur loftárásir á Norður-Víet- nam og kom fyrir tundurduflum í höfnum landsins. Aðalráðgjafi hans í utanríkismálum, dr. Henry Kissing- er, fór síðan til Moskvu og tilkynnti, að vel hefði miðað í mikilvægum mál um. Undirbúningur annars áfanga viðræðnanma um takmörkun kjarn- orkuvigbúnaðar (SALT) er vel á veg kominn. Byrlega blæs fyrir ráð- stefnu austtírs og vesturs um öryggi Evrópu og samningaviðræðum um samdrátt herja í Evrópru. Nixon og stefna hans heima fyrir Bandarikjamenn hafa selt hveiti i stórum stíl til Sovétríkjanna, og rússneskir sérfræðingar eru komnir til Washington til þess að þreifa fyrir sér um samkomulag til langs tíma. Viðskipti við Kína munu senni- lega einnig aukast, en hægar að vísu. Nixon hefur heitið þvi að verði hann endurkosinn muni hann sýna aukinn áhuga á þvi að endurskipu- leggja viðskipti og önnur tengsl Bandarikjanna við Vestur-Evrópu vegna stækkunar Efnahagsbandalags ins og aukinna áhrifa þess. Banda- rikjastjórn hefur þegar átt frum- kvæði að þvi á fundi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Washington að koma af stað tilraunum til þess að setja á laggirnar nýtt alþjóðlegt gjaldeyris- kerfi. Þannig eru meginlínur þeirrar ut- anríkisstefnu, sem Nixon hyggst fylgja á síðari kjörtímabili sínu, skýr ar og greinilegar. 1 innanríkismálum er það sem forsetinn hyggst koma til leiðar hins vegar falið á bak við al- mennt orðalag á þá lund að varð- veita verði styrk og mátt Bandaríkj- anna og skapgerð og séreinkenni þjóðarinnar. Með fylgia loforð um „breytingar sem hafa áhrif“. Nixon hefur aftur á móti ekki reynt að út- skýra framtíðarsýn sína. Hann sagði nýlega á blaðamanna- fundi að ef kjósendur veittu „ótví- rætt umboð til þess að koma til leið- ar breytingum" „væri hægt að setja met í lagasetniriigum á fyrstu sex mánuðum næsta þings, met sem gæti jafnazt á við 100 fyrstu dagana 1933“ (Það er eftir valdatöku Frankl in Roosevelts forseta). Hann virtist eiga við það að þing- ið mundi vinda bráðan bug að þvi að samþykkja helztu tillögurnar, sem hann hefur sett fram og kallaði „Nýju Amerikubyltinguna", en enn vita þingmenn ekki gerla hvað þær tillögur merkja. Hann gerði fyrst grein fyrir þessari áætlun i yfirlits- ræðu sinni um hag ríkisins í fyrra og samkvæmt því áttu umbætur í velferðarmálum að hafa algeran for gang. Sérstök fjölskylduhjálparáætl- un kvað á um að fjögurra manna fjölskylda með minni tekjur en 220.000 krónur fengi velferðarhjálp. Samt hefur hann ekki minnzt á þessa áætlun það sem af er kosningabar- áttunni. „Við stöndum andspænis því nú orðið,“ S'agði hann nýlega, „að velja á milli vinnusemi, sem grundvallaði þjóðarskapgerðina og „velferðar- hyggju" sem gæti grafið undan bandarískri skaphöfn. Vinnusemin gerir þjóðina sterka, velferðarhyggj- an gerir hana veika." Og nýlega fjall aði hann í löngu máli um „sjálfsvirð- ingu vinnunnar" og kosti sjálfs- trausts, sem gæti gert öllum kleift að gera Ameríkudrauminn að veruleika og komast á tindinn hver sem upp- runi manna væri. í þessu felst að það sé smán að þiggja velferðargreiðslur og ein- hvern veginn óamerískt. Ekkert til- lit er tekið til þess, að flestir vel- ferðaþiggjenduir eru böirn, sem eru of ung til að vinna, og um það er ekki rætt, hvernig eigi að útrýma sárri fátækt og jafnvel hungri i auð- ugasta landi heimsins. Forsetinn ger ir ekki grein fyrir því, hvers vegna hann telur umbótaáætlanxr sinar í velferðarmálum betri en tillögur þær, sem komið hafa fram frá and- stæðingi hans, George McGovern. Hann sniðgengur einfaldlega sina eig in áætlun og gefur i skyn að Mc- Govern sé einn um það að gera tillög ur um „stjórniarölmusur", sem miuini grafa undan skapgerð þjóðarinnar. Álíka neikvæð er afstaðan til kyn- þáttavandamálsins. Áherzlan er lögð á það sem Nixon er á móti. Hann er til dæmis á móti svokölluðu kvóta- kerfi á þá lund, að blökkumönnum eða öðrum' lítilmögnum þjóðfélagsins verði veiittiur sérstakur forganguir o>g rökstyður það með því að slik for- gangsréttindi, til dæmis í atvinnu, séu ósanngjörn gagnvart öllum öðr- um. Forsetinn er einnig andvígur því að börn sem sækja skóla fjarri heim- ilum sínum séu skylduð til að ferðast i sömu skólavögnum. Nixon kemur fram sem boðberi hrjúfrar einstaklingshyggju, en virð ist skírskota til eigingirni fremur en veglyndis bandarískra kjósenda. „Þjóðin hefur sjálf gert Ameríku að efnahagsundri heimsins með því sem hún hefur gert sjálf en ekki stjórn- in með því sem hún hefur gert fyrir þjóðina," sagði hann nýlega. í fram- haldi af þessu hefur hann lofað (með fyrirvörum prentuðum með smáu letri) að skattar verði ekki hækkað- ir á næsta kjörtímabili, þótt jafnvel ýmsir sérfræðingar repúblikana í efnahagsmálum séu vantrúðir á þetta loforð. Gifurlegt forskot forsetans í skoðanakönnunum gefur til kynna að baráttuaðferðir hams beri ríkuleg- an pólitískan ávöxt, þótt með þeim virðist hann visvitandi vilja flækja málin, sem kosningabaráttan á í réttu lagi að snúast um. Nixon forseti virðist vísviitandi reyna að forðast umræður við and- stæðing sinn. Hann nefnir hann ekki á nafn, en túlkar eftir sínu höfði til- lögur þær siem McGovenn setuir fraim. Hann segir, að endurskipulagning á skiptingu þjóðarteknanna mundi tákna „að þeir sem vinna ekki fái ríkulegri iiaun en þeir sem vinma“. Hann segir að þjóðin ætti að vísa á bug „röksemdum þeirra sem segja að við ættum að draga úr framlögum okkar til varnarmála svo að við verð um önour volduga.sta þjóð heiim'si'ns". Nixon reynir að vera hafinn yfir flokkadrætti og þegar hann skorar á demókrata að veita sér brautargengi gefur hann í skyn að það sé sama og þjóðhollusta. Hingað til hefur hann lítið látið uppi um hvaða stefnu hann muni í raun og veru fylgja í innanlandsmálum ef hann verður endurkjörinn til næstu fjðg- urra ára eins og nú virðist Mklegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.