Morgunblaðið - 20.10.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1972, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 239. tbl. 59. árg. FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1972 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fundur EBE-ríkjanna: „Mótun nýs þáttar í sögu Evrópu liggur 1 loftinu“ FRÁ MATTHÍASI JOIIANNESSEN, ritstjóra. París, 19. okt. — „Þegar við erum setztir kringum samn ingaborðið, mun lifna á Ijósi Evrópu, Frakkland mun ekki reyna að blása á það ljós,“ sagði Pompidou, Frakklandsforseti, ekki alls fyrir Iöngu. Þegar forsætisráðherrar hinna níu Evrópulanda komu út af fimmta fundi sínum upp úr hádeginu í dag, mátti sjá af andiitum þeirra, að Efnahags bandalag Evrópu þreifar sig ekki áfram í neinu myrkri um þessar mundir. Pompidou Frakklandsfor- scti flutti aðalræðuna við opnun þessa fundar æðstu manna Efnahagsbandalags- ríkjanna níu í morgun og lagði áherzlu á samræmda efnahags- og fjármálapólitík aðildarríkjanna. Hann sagði ennfremur, að Efnahags- bandalagið hefði stuðlað að „détente“ og öryggi í Evrópu og ræddi sérstaklega um tengsl þess við Sovétríkin og Bandaríkin. Heath forsætisráðherra Bret- lands, lagði í sinni ræðu áherzlu á, a@ Efnahagsbandalaig Evrópu þyrfti að auka áhuga einstakl- inga í aðildarlöndunuim á störf- um bandaJagsins. Forsætúnráðherra Bretlands sagði, að fölik í EBE-iöndunum — einkium uingt fólk — hefði ekki fyrst ag fremst áhuga á efna- hagsmálum, hve mikilvæg, sem þau væru. „Allt, sem við gerum, verður að sýna, að Efnahags bandalagið er fyrst og síðast til fynir fól'kið í Evrói>u,“ og lagði hann áherzlu á, að EBE yrði lif- andi lýðræðislegt samfélag, þar sem þingræðisíeg þróun sæti i fyrirrúmi. Heath sagði ennfrem- ur að EBE ætti að stefna að þvi að hafa sameiginlega utanríkis- stefnu. Því væri ekki stefnt gegn neinum heldur ætti það að koma góðu til leiðar. Heath lagði eins og Pompidou áherzlu á, að banda laigið ætti að berjast gegn meng- un. Brandt kanslari Vestu.r-Þýzka lands talaði sérstaklega um dýr- tíðarmálin í ræðu sinni í dag eins og búizt var við. Til að stemma stigu við henni verði að sam- ræma rmeir en verið hefur efna hagsstefnu eimstakra bandalags- rik.ja. „Fólk í lönduim okkar von ast til þess, að á þessari ráð- stefnu verði mörkuð stefna jafn- Framhald á bls. 3. Fmidur æðstu manna Efnahagsbandalagsins og ríkjanna sem bafa sótt um aðild í París. Umræður í brezka þinginu: Bretar hóta að senda herskip ef „áreitni46 heldur áfram Skorað á íslenzku stjórn- ina að sýna stillingu Einkaskeyti til Morgunbl. London, 19. okt. — AP Eftir Ed Blanche. BRF.ZKA stjórnin varaði við þvi í dag að brezk herskip yrðu send á íslandsmið til þess að vernda brezka togara ef islenzk varðskip héldu áfrani að áreita þá. En Anthony Royle aðstoðarutanrík isráðherra sagði í Neðri málstof unni að Bretar hefðu „sýnt mikla stillingu" í deilunni og gerðu sér ennþá vonir um að samkomulag tækist. Royle lagði hins vegar á það áherzlu að þolinmæði Breta væri ekki óþrjótandi og sagði: „Ég skora á íslenzku stjórnina að sýna eins mikla stillingu og eins heilbrigða dómigreind og við höf uim sýnt." Hann lýsti því yfir að „ennþá væri tækifæri til þess „Við Danir förum ekki með fingurna í það mál46 — sagði Per Hækkerup um landhelgismálið Fórnaði höndum og hristi höfuðið Frá MATTHÍASI JOHANNESSYNI, ritstjóra. PAKlS, 19. okt. — A fundi með norrænum blaðamönn- um, sesm Anker Jörgensen, forsíetisráðherra Danmerknr og Per Hækkerup, fjármála- ráðlierra, efndu til hér í París uni kvöldmatarleytið, var lögð áherzla á það, hvað eftir annað, að Danmörk yrði tengiliðnr milli Norður- landanna og EBE. Hinn nýi forsætisráðlierra Danmerkur sagðist hafa talað máli Norð- manna i háðegisverðarboði leiðtoganna og hefði máli hans verið tekið nokkuð vel. Brandt hefði einkum tekið nndir það, að aðstoða þyrfti Norðmenn til að ná góðum viðskiptakjörum hjá Efna- hagsbandalaginu og sagði Brandt að hann væri ánægð- ur með að nú þyrft.i hann eklti að halda fram málstað Norííniamia. 1 tilefni af þessu spurði fréttaimaður Morgunblaðsiins Hækkerup og K. B. Ander- sen, utanríkisráðiherra, hvort þeir mundu beiita sér fyrir því, að laind'helgisdeilan mdlli Breta og Islendinga yrði leyst og afstaða belgísku stjómar- imnar gagnvart Islendingum yrði ofan á innan Efnahags- bandailagsins. Per Hækkerup fórnaði höndum. Blaðamaður Morg- unblaðsins talaði við annan Per Hækkerup en þann, sem flutti ræðuna forðum á pressiubal'linu. „Við Danir för- um ekki með firaguma i það mál,“ sa.gði hann og hrisfi höfuðið. K. B. Andersen sagði, að landhelgismálið væri ekki til umræðu á þessum fundi og Danir mundu ekki ræða það, hvorki við Bireta né iranan EBE. Haran benti á, að Danir hefðu farið sér hægt í þessu máli, en ef til vill gætu þeir síðar reynt að miðla Framh. á bls. 20 að semja um lausn með skjótum og vinsaimleguim hætti" til þesa að binda enda á átökin á hafinu við ísland þangað til finna mætti „endanlega lausn“. f ræðu sinni sagði Royle, sem gekk í gær á fund Níelsar P. Sig urðssonar sendiherra til þess að mótmæla síðustu atburðunum á miðunum: „Ég tók skýrt fram að við áskilduim okkur rétt . . . til þess að gera þær ráðstafanir sem við teldum við eiga til þess að vernda skip okkar." Royle sagði að atburðirnir væru „afar Framh. á bls. 31 Achilles kominn á miðin ? London, 19. okt. AP. BREZKA freigátan AchUles, seni sagt hefnr verið að sé við Færeyjar til aðstoðar brezkum fiskiskipiim þar, var 1 kvöld sögð á siglingu ekki langt frá 50 milna mörk unum við ísland. Brezka land varnaráðuneytið vildi ekki staðfesta þetta í kvöld. Efnahagsbandalagið fyrst og fremst fyrir fólkið í Evrópu, sagði Heath

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.