Morgunblaðið - 20.10.1972, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.10.1972, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1972 Oígafandí hf Árvaktw, R&ykijavfk Framkvssm da atjóri HaraWur Sv«insaon. Rittstjó.rar Matíhias Johanrvess&n, E/jólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjó'i Styrmir Gurtrvarsson. Rftstjóroarfuiftrúi Þiorbjönn Guðmtmdsson Fréttastjóri Bjöm Jóihanneson. Avgiýsingastjón Árni Gorðar Kriotinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðolstrasti 6, sfroi 10-100. Augifýsingar Aðaistreati 6, síror 22-4-00 Áskriftargjald 225,00 kr á mónuði innanlancte f Sausasdlu 15,00 íkr einta’kið okkar í þessu lífshagsmuna- máli, gætu átt á hættu að leggja líf sitt í sölurnar við gæzlustörfin. Þess vegna yrði jafnframt því, sem ekki væri sýnd nein linkind, að leggja áherzlu á að fara með gát og varúð í þessum mál- um, þannig að aldrei verði skipum eða skipshöfnum Landhelgisgæzlunnar stofn- að í hættu að óþörfu. Þeirri stefnu hefði verið fylgt til þessa og frá þeirri stefnu yrði ekki vikið, meðan hann færi með stjórn þessara EINDREGNAR YFIRLÝSINGAR VTið umræður á Alþingi um " tillögur sjálfstæðismanna um eflingu landhelgisgæzl- unnar, lýsti Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, yfir stuðningi við megintilgang tillögunnar og Jóhann Haf- stein, formaður Sjálfstæðis- flókksins, þakkaði honum undirtektir. Má því gera ráð fyrir, að þingið geti samein- azt um öflugar aðgerðir til eflipgar landhelgisgæzlu, enda færi bezt á því, að allir 60 alþingismenn afgreiddu þessa tillögu eins og hina fyrri í landhelgismálinu með jáyrði sínu. Þótt forsætisráðherra sé kunnari að öðru en því að taka eindregna afstöðu til mála, verður að segja þá sögu eins og hún er, að hann var einbeittur í yfirlýsingum sínum varðandi framkvæmd landhelgisgæzlunnar, og fer ekkert á milli mála, að hann hefur reiðzt aðdróttunum Lúðvíks Jósepssonar, enda leyndi sér ekki að til hans var skeytunum beint. For- sætisráðherra sagði, að eng- in linkind eða undansláttur yrði sýndur í vörzlú Land- helgisgæzlunnar, en þær fréttir, sem borizt hafa af því að gerð hafi verið til- raun til að sigla varðskip í kaf og verða skipshöfn þess að bana, ættu að færa mönn- um heim sanninn um, að hér er ekki um neinn leik að ræða. Hann sagði, að þeir menn, sem væru framverðir mála, hvað sem hver segði. Við síðustu orðin roðnaði Lúðvík Jósepsson upp í hárs rætur, enda öllum ljóst, að þeim var til hans beint. Forsætisráðherra gaf einn- ig um það yfirlýsingu, að enn yrði reynt að ná sam- komulagi við Breta og Þjóð- verja og sagði, að ekki yrði lokið samningatilraunum án þess að það yrði borið undir Alþingi. Ráðherrann sagði, að enn hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um efni skýrslunnar, sem embættis- mannanefndin lagði fram eft- ir viðræður við Breta hér í Reykjavík fyrir skömmu, en skýrslan væri til athugunar. Með þeirri yfirlýsingu stakk hann einnig upp í Lúðvík Jósepsson, sem tók sér fyrir hendur á sínum tíma, eins og alkunna er, að lýsa yfir því, að enginn árangur hefði orðið af störfum embættis- mannanefndarinnar og saman ingaviðræður væru því til- gangslausar. Fyrir þetta ber að þakka forsætisráðherra. ÞJARMAÐ AÐ EINARI T ritstjórnargrein Þjóðvilj- •*- viljans í gær, sem heitir Hornsteinn stjórnarsam- starfsins og fjallar um brott- för varnarliðsins, segir m.a.: „Þegar ríkisstjórnin var mynduð 14. júlí í fyrra, var tekið inn í málefnasamning stjórnarflokkanna ákvæði, sem er tvímælalaust að þessu leyti: herinn á að fara, um það er enginn ágreining- ur innan ríkisstjórnarinnar.“ Þessi orð eru sýnilega birt í tilefni af því, að kvöldið áður kom Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, fram í sjónvarpi og lýsti því þar skýrt og skorinort yfir, að engin ákvörðun hefði verið tekin um brottför varnarliðs- ins. Athugun málsins færi fyrst fram, en síðan yrði ákvörðun tekin á grundvelli þeirrar athugunar. Um þennan sama skilning var deilt í fyrra. Eftir nokk- urt þjark lýsti utanríkisráð- herra yfir því sama og hann gerði í sjónvarpinu á mið- vikudagskvöld, í beinni and- stöðu við yfirlýsingar ráð- herra kommúnista, sem sögðu, að þegar hefði verið ákveðið að reka herinn úr landi. Nokkrum mánuðum síðar var forsætisráðherra knúinn til þess að taka af- stöðu með utanríkisráðherra eða móti, og þá valdi hann þann kostinn að standa með utanríkisráðherra sínum gegn kommúnistum. Nú er þessi deila upp vak- in að nýju. Þar stangast á gjörsamlega gagnstæðar yfir- lýsingar. Utanríkisráðherra segir: — Engin ákvörðun hefur verið tekin. Kommún- istar segja: — Ákvörðun var tekin þegar við myndun ríkisstjórnarinnar. Ljóst er, að kommúnistar hafa nú enn ákveðið að reyna á þolrif framsóknarráðherranna, og vonandi er, að þeir síðar- nefndu hafi nú fengið þá reynslu af samstarfi við kommúnista, að þeir láti þá ekki snúa á sig. ( í £& THE OBSERYER SÍÐARI GREIN / *A **V 1 < Winston ChurchiII um forsetakosningarnar í USA: Hæfileikar McGoverns aðalmál kosninganna Bersýnilegur ósigur McGovems i forsetakosningunuir, í Bandaríkjun urr> virðist ætla að splundira fyrir fulilt og allt þeirri kjósendasamsteypu verkamanna, þjóðaminnihluta- hópa og blökkumanna, sem Franklin Roosevelt setti á laggirnar og hefur síðan verið aðalundirstaða Demó- krataflokksins. McGovern hefur sjálfur gert forystuhæfileika sína og dómgreind að aðalmáli forsetakosn- inganna 1972 af því hann hefur virzt taka öfgakennda afstöðu og siðan dregið í land, sagt smákóngum demó- krata til syndanna og síðan komið skríðandi til manna eins og Daleys borgarstjóra i Chicago og hvatt til skjótvirkra félagslegra og efnahags- legra breytinga á sama tíma og flest- Nixon ir Ameríkumenn virðast leita eftir tímabili stöðugleika og jafnvægis. Kjósendur í Bandarikjunum dæma ekki frambjóðanda bara eftir stefnu- skrá hans — þeir dæma hann fyrst og fremst eftir því hvort hann er gæddur hæfileikum til þess að halda um stjórnvöl voldugustu þjóðarinn- ar í sögu mannkynsins. Nixon for- seti fær góða einkunn fyrir að „draga úr“ Víetnamstríðinu í svo ríkum mæli, að nú eru engar banda- rískar landhersveitir í Suðaustur- Asíu og engir bandarískir nýliðar sendir til Víetnam, að hafa farið tvær miklar „friðarferðir" til Peking og Moskvu og fyrir að halda svo vel á stjórn efnahagsmálanna að meirihluti Ameríkumanna telur ástand þeirra sæmilega viðunandi. Dómar margra, þar á meðal meiri- hluta demókrata að því er virðist, eru á þá leið að hann geti ekki einu sinni stjórnað eigin kosningaskrif- stofu. Margar yfirlýsingar voru gefnar út í nafni hans í upphafi kosningabaráttunnar, en þær túlk- uðu ekki endilega skoðanir hans heldur samstarfsmanna hans. Strax í byrjun''olli hann sér gífurlegum skaða með dómgreindarskorti sinum 1 máli Eagletons, sem hann hafði lof- að að styðja „1.000%“ aðeins einum degi áður en hann kastaði honum fyrir róða. „Ýmsir'*, sagði McGovern við mig þegar ég fylgdi honum í bifreið hans frá La Guardia-flugvelli inn í New York borg, „trúðu aldrei að við mundum komast svona langt." Maður hefur það á tilfinningunni að i hópi þessara „ýmsu“ sé McGovern sjálfur. „Sannleikurinn er sá, að ég byrjaði fyrir aðeins 18 mánuðum og þá sögðu skoðanakannanir að ég hefði aðeins 3% kjósenda á bak við mig. Þegar þú gerir þér grein fyrir því, hvernig aðstaða okkar var í upphafi og hvert við erum komnir, hver getur þá sagt að okkur takist ekki að leika á skoðanakannanirn- ar og brúa bilið fyrir 7. nóvember?" spurði McGovern og vildi gera gott úr öllu. Forsetinn stendur auðvitað alltaf miklu betur að vígi en keppinautur- inn. Hann hefur sér við hlið 2.000 starfsmenn í Hvita húsinu, óhindr- aðan aðgang að fjölmiðlunum i hvert skipti sem hann þarf að flytja stór- yfirlýsingu um stjórnarstefnuna og þar að auki talar forsetinn í nafni allrar bandarísku þjóðarinnar. Þrátt fyrir þetta hefur McGovern átt fullt i fangi með að koma kosningabar- áttunni af stað. Um mánaðarmótin hélt McGovern fjölsóttasta kosn ingafund sinn fram að þeim tíma í Boston, og áætlaði skrifstofa borg- arstjóra að 150.000 manns hefðu kom ið þar saman, lögreglan í Boston sagði hins vegar 100.000 og New York Times sagði að mannfjöldinn hefði að dómi „flestra hlut- lausra áhorfenda“ verið um 50.000. Fáir eða engir fundir McGoverns hafa komizt í hálfkvisti við þetta. Dag hvern beras-t 200.000 dollar- McGovern ar í kosningasjóð demókrata og hrökkva varla til þess að standa undir kostnaði. Gifurlegir fjárhags- erfiðleikar eru fyrirsjáanlegir áður en kosningabaráttan er á enda. Stöð ugir yfirburðir Nixons samkvæmt skoðanakönnunum fela í sér þá hættu að framlög minnki einmitt þeg 'ar mest er þörf á fé, þar sem Mc- Govern þarf að koma oftar fram í sjónvarpi. Á sama tíma og McGovern berst í bökkum og siglir í mótbyr, situr Nixon forseti rólegur í Hvíta húsinu og virðir fyrir sér landslag- ið ofan af olympshæðum — undirrit- ar SALTsamninga, og ræðir við sov- ézka utanríkisráðherrann, Gromyko. Hann lætur varla svo lítið að ganga sjálfur inn á stjórnmálavettvanginn og lætur nægja að senda sendil sinn, Spiro Agnew, á stúfana til þess að kljást við andstæðingana. Árangur þessarar aðferðar er eftirtektarverð- ur, að minnsta kosti meðan honum helzt þetta uppi. Dag eftir dag segja blöðin og sjónvarpið frá ásökunum Mc- Governs og gagnásökunum Agnews varaforseta og gera þeim jafnhátt undir höfði. Áhrifin eru þau að for- setinn virðist vera hafinn yfir skít- kastið og flokkadrættina, að hann tali ekki fyrir hönd Repúblikana- flokksins — hvað þá fyrir hönd stjórnarinnar sem hefur verið við völd undanfarin fjögur ár — heldur í nafni Bandarikjanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.