Morgunblaðið - 24.10.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRÍÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1972 Halldór E. Sigurðsson? f jármálaráðherra: Óbreytt vísitala for- senda frumvarpsins — Ríkisútgjöldin komin 726 millj. kr. umfram áætlun á þessu ári HALLDÓR E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, gerði í gær grein fyrir fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1973 á fundi í Sameinuðu Al- þingi. f upphafi ræðu sinnar gerði ráðherrann grein fyrir af- komu ríkissjóðs á árinu 1971, síð an ræddi hann um útlitið með afkomu ríkissjóðs á þessu ári, fjárlagafrumvarpið og rikisbú- skapinn. RÍKISREIKNINGUR 1971 Fjármálaráðherra sagði, að tekj-ur á ríkisreikningi 1971 væru 13.258 millj. kr., en rekstrarút- gjöldin væru 13.534 mlllj. kr. — Halli á rekstrarreikningi hefði því niumið 276 millj. kr. Greiðski jöfnuiðurinn í heild hefði reynzt óhagstæður um 339 millj. kr. Rík- istekjur, sem innheimtar hefðu verið á árinu hefðu numnið 12.995 millj. kr. eða 1420 millj. kr. um- fram áætlun fjárliaga. Þá sagði ráðherra, að gjöld rik iasjóðs samkvæmt rekstrarreikn ingi A-hluta hefðu reynzt vera 13.534 millj. kr. eða 1742 millj. kr. umfram fjárlög ársins 1971. Af þeim 823 millj. kr., sem al- menn rekstrarútgjöld hefðu far ið fram úr áætlun fjárlaga, hafi meginhlutinn eða 577 mill'j. kr. verið aukin launagjöld. Það hefði verið 307 millj. kr. hærri upp- hæð en gert hefði verið ráð fyrir. Þá nefndi ráðherrann einnig í þessu sambandi 245 millj. kr. til færslu til Tryggingastofinunar ríkisins. Ráðherrann sagði, að vanáætl un á fjárlögum 1971 hefði verið rúmleiga 1000 millj. kr. Það væri staðreynd, að af umframútgjöM um rikissjóði 1971 hefði meiru verið ráðstafað af fyrrverandi ríkisstjóm en núverandi. AFKOMA ÁRSINS 1972 Fjármálaráðherra sagði, að á- stæðumar fyrir erfiðri afkomu ríkissjóðs á þessu ári væru breytt verkaskipting rikis og sveitarfélaga. Útgjöld ríkisins hefðu aukizt verulega þegar við upphaf ársins. En tekjumar, sem koma hefðu átt á móti þessum útgjöldum hefðu ekki að neinu marki komið inn fyrr en eftir álagningu tekju- og eignaskatts. Þegar þetta væri haft í huga þyrfti engan að undra, þó að staöa rikissjóðs við Seðlabank- ann hafi verið erfið i sumar. Ráð herrann sagði, að frá 1963 hefðu hlutfallislegar hreyfingar aí gjöldum fjárlaga frá 1. janúar til 1. sept. ár hvert versnað á aðal- viðskiptareikningnum í Seðla- bankanum um 8,4% að meðaltali. í ár hefði þetta hlutfall verið 8,5% af gjöldium fjárlaga. Þetta skýrði, að viðskipti ríkisins við Seðlabankann á þessu ári væru ekfcert einsdæmi, nema tölulega séð. Ráðherrann sagði, að á þessu ári hefðu gjöldin farið 726 millj. kr. umfram áætlun, sem gerð var í byrjun ársins. Á þessu sama tímabili hefðu tekjumar hins vegar farið 285 millj. kr. fram úr áættum. Allir tekjustofnar hefðu gefið meira en áætlað var, nema tekju- og eignaskattur, sem enn væri 60 millj. kr. undir áætlun. Tekjurnar í lok september 1971 hefðu verið 76,3% af áætlun fjár laga, en væru nú 68,4%. útgjöld in hefðu á sama tíma 1971 verið 86,1% af fjárlögum, en væru nú 77,5%. F J ÁRL AG AFRUM V ARPIÐ 1973 Fjármálaráðherra gat þess, að útgjöld frumvarpsins væru við það miðuð, að kaupgreiðsluvísi- talan héldist í 117 stigum út árið 1973, en tillit væri tekið til 7% grunnkaupshækkunar, sem koma á til framkvæmda 1. marz n.k. Frumvarpið hækkaði frá síðustu fjárlögum um 3.318,3 millj. kr. Ef markaðir tekjuistofnair væru dregnir frá væri hækkunin 3.440 rniH’j. kr. eða 21,3%. Orsök þessarar hækfcunar væri fyrst og fremst launaútgjöld, 990 millj. kr. Þá hækkaði framlag til Halldór E. Sigurðsson almannatrygginiga um 734 millj. kr. Niðurgreiðslur á vöruverði hækkuðu um 374 millj. kr. Hins vegar væri ekki gert ráð fyrir út gjöldum til að halda áfram niður greiðlslum, sem komið hefði ver ið á í tengslum við bráðabirgða- lögin. Fé til þeirra ráðstafana hefði verið fengið með niður- skurði á ríkisútgjöldium. Fram- lag til vegaframkvæmda hækk- aði um 120 millj. kr. og útflutn- ingsuppbætur hækkuðu um 120 millj. kr. Rekstraraf.gangur samfcvæmt frumvarpinu væri áætlaður 580 miillj. kr., en greiðsluiafigangur 104 milij. kr. SUNDURLIÐUN ÚTGJALDA Fjármálaráðherra sagði enn- fremur, að launagreiðslur sam- kvæmt fruimvarpinu væru 4.359 millj. kr. eða 21% af heildarút- gjölduinum. önnur rekstrargjöld væru 1.038 millj. kr. eða 5,2%. Til viðhaldskostnaðar væri varið 514 millj. kr. eða 2,6% og til vaxtagreiðslna 330 millj. kr. eða 1,6%. Gjaldfærður stofnkostnaður væri 1.460 millj. kr. eða 7,3%. Til fyrirtækja í B-hluta væri var ið 8.843 millj. kr. eða 44%. Til sveitarfélaga 633 milij. kr. eða 3,1%. Til fyrirtækja og atvinnu vega 2.508 millj. kr. eða 12,5% og til einstaklinga, heimila og samtaka 397 millj. kr. eða 2%. TEKJUHLIÐ FRUMVARPSINS Ráðherrann sagði, að tekjuhlið frumvarpsins væri byggð á þjóð hagsspá fyrir næsta ár. Gert væri ráð fyrir, að verðmætaráð- stöfun ykist uim 10,6% í pening um og innflutningspáin hækkaði um 14%. Ríkisstjórnin befði tek ið þá ákvörðun, að skattvísitalan skyldi verða 128 stig. Þetta þýddi raunverulega skattaliækkun, sam kvæmt núverandi kerfi, um 730 millj. kr. Ástæðan fyrir hækkun tekjuskattsins væri hins vegar fjölgun gjaldenda og meiri eftir stöðvar en verið hefðu á síðasta ári. Heildartekjur á rekstrarreikai- ingi væri áætlaðar 20.447 millj. kr. og væri það 21% hækkutn. Að frádregnum mörkuðum tefcju- stofnuim, sem næmu 2.568,8 mil'lj. kr., væri hækkunin 22,6%. Gert væri ráð fyrir, að tekjuskattur hækkaði uim 1342 millij. kr. og gjöld af innflutningi um 1048 millrj. kr. Tekjiur umfram gjöld væru 579,7 millj. kr., en hallinn á lána hreyfinguim væri 475,7 millj. kr. Mismiunurinn væri 103,9 milltj. kr., sem væri þá hinn raunveru- legi greiðsluafgangur í frumvarp inu. NIÐURGREIÐSLUR OG VfSITALA Ráðherrann sagði, að ekki væri ennþá séð, hvað ofaná yrði um heildarniðurgreiðslur við af- greiðslu fjárlaga fruimvarpsins. Niðurgreiðslur væru nauðsynleg ar, en þær yrðu að hafa sín tak mörk. Ennfremur gat ráðherrann þess, að vísitölwerðlagsmælir væri nauðsynlegur, en hann yrði að miða við almennt neyziiustig þeirrar neyzlu, sem neytaindkm þyrfti til framfæris. Miða yrði að réttu mati neyzlustigsins innbyrð is. Vísitalan mætti ekki leiða til þess, að stjórnvöld hefðu efcki eðlilegt svigrúm til hæfiliegrar og skynsamlegrar tekjuöflunar, þannig að hún hefði bein áhrif á val tekjustofna. Magnús Jónsson um f járlagafrumvarpiö: Sver sig í ætt við f járlög fyrri vinstri stjórnar VIÐ 1. umr. fjárlaga í gær sagði Magnús Jónsson, aff það væri með mikilli eftirvæntingu, sem þjóðin biði þess hverju sinni, að fjárlagafrumvarpið væri lagt fram, ekki hvað sizt nú eftir þau ósköp, sem á undan væru gengin, því að fjárlög 1972 hefðu verið 50% hærri en f járlög árið þar á undan. Þingmaðurinn lagði áherzlu á, að núverandi ríkisstjóm gæti ekki endaJausit tönnJiazt á þeim arfi, sem hún þættist hafa tekið við frá fyrrverandi rikisstjóm. Slíkt væri einungis unnt að gera í skamman tíma, en ekki til lanig frama. Hann rifjaði upp gömul ummæli Halldórs E. Sigurðsson- ar fjármálaráðherra þess efnis, að fjáriög væru hverju sinni speg ilmynd þeirrar stefnu, sem ríkti í efnahagsmálum landsins. Lík- ast væri því, sem ráðherrann áJiti annað gilda nú. Staðreyndin væri sú, að fjárlögin næðu rösk um 20 milljörðum kr., sem væri tvöföldun frá fjáriögum 1971 og það væru þessir 20 milljarðar, sem þjóðin starði á nú, og fjár málaráðherra myndi aldrei geta reiknað sig burt frá þeim tölum, hvemig sem hann feari að. Magnús Jónsson kvaðst álíta, að mistök núverandi stjómar hefðu fyrst og fremist legið í þvi, að láta lög um aimannatrygging ar taka giMi um mi/tt ár, en ekki um áramót, eins og fyrirhuigað hafði verið. Niðurgreiðsliur hefðu mátt halda áfram eins og áður var til þess að halda verðlaginu í skefjum, en ákvörðunin um að láta lögin um almannatrygging- aæ taka strax gilidi hefði þýtt 650 millj. kr. útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð. En jafnframt lagði Maignús Jónsson mikla áherzlu á það, að hiainn hefði ekki verið á mótí auknum framlögum til almanna trygginga, heldur væri það skylda fjármálaráðherra til þess að afla fjár fyrir þessurn auknu útgjöldum, sem vanrækt hefði verið, og það væri það, sem gagn rýna bæri, enda væri það ástæð an fyrir þeim 340 millj. kr. halla, sem nú blasti við. Ríkisstjórnin hefði með ráðstöf unum sínum stóraukið þensluna í þjóðfélaginu og það væri engin afsökun, þó að það hefði verið gert í þágu hinna gagnlagustu markmiða. Þegar þensla væri í atvinnulífinu, ætti ríkið að draga saman seglin, en þegar þenslan minnkaði, ætti ríkið að auka um svif sin, þó að slikt kostaði halla rekstur eins og átt hefði sér stað á árunurn 1967—68. Nú væri svo komið, að vegna aðgerða rikis- valdsins ættu sér stað stórfelldar yfirborganir á vinnumarkaðin- um. Fjármálaráðherra hefði ekki viljað fullyrða, hver endanleg út koma ríikissjóðs yrði fyrir árið 1972. Þrátt fyrir þær óhemju tekj ur, sem nú streymdu í ríkissjóð og ráðherrann hefði sjálfur við- urkennt að væru mum meiri en búizt hefði verið við, þá hefði hann öruigglega eittíhvieirt rað með að koma öllu þessu fé í lóg. Magnús Jónsson igagnrýndi harðlega þann stórfellda yfir- drátt, sem orðið hefði hjá rikis- sjóði. Þá gagnrýndi hann eimnig, að fjármálaráðhenra hygðist ná fram 400 millj. kr. spamaði með þvi einu að segja, að þetta ráðu- neyti skyldi spara þessa upphæð oig annað ráðuneyti aðra upphæð. Magnús Jónsson. án þess að gerð yrði nokkuir grein fyrir því, hvað skyldi spar að ag kvaðst þingmaðuirinm efast stórtega uim að meðráðherrar Halldórs Sigurðssonar myndu samþykkja þann niðurskurð framilaiga sem kæmu til með að bitna á ráðumeytum þeirra. Þetta frumvarp væri fairið að sverja sig mjög í ætt við fjárlaga frumvörp fyrri vinsitiri stjórmair. Það vantaði hreimlega allan grumdvöll undir þetta frumvarp. Botminm væri suður í Borgarfirði. í þessu frumvarpi hefði aliur vandi emfaldlega verið þurrkað ur út. Allar frekari niðurgreiðsl- ur ættu að falla niður en samtím is því væri gert ráð fyrir, að vísi taian hækkaði ekki neitt uim næstu áramót. Það vissu allir, að kaupgjaldsvísitalan ætti að hækka um 5—6 stig um áramót, sem myndi kosta ríkissjóð 800 til 1000 milij. kr. Það eina, sem fjájrmálaráðherra hefði sagt um þenmain vanda, væri að Aiþingi ætti að leysa hanm. Ef ekki ætti að framkvæma stórfellda kjarasikerðingu um næstu áiramót, þá væri sjáanlegt að rílkisstjómin yrði að taka upp stórfelldar uppbætur, þó ekkl bara til þess að halda niðri verð laginu, helduir einnig til þess að halda útflutningsatvimniuvegum- um gangandi. Ekkert nýtt væri að finna í þessu fruimvarpi. Framikvæmda áætlun fylgdi því engin. Framlög til skóla hefðu t.d. verið skorin niður um 170 millj. kr. frá tillög um menntamálaráðuneytisins. — FramJiöig. til mámsmanna hefðiu einnig verið skorin stórlega nið- ur. Stjómarráðið hefði haldið á- fram að þenjast út og ekki heíði þessi sitjóm aiþýðuninair dregið úr veizluhöldum, frá því sem áð ur var. Þá hefðu verið skipaðar fjöimargar nýjiar nefndir, enda þótt Halldóri E. Siguorðssyni hjefði áður fyrr verið tíðrætt um það, hve auðvelt ætti að vera að draga úr niefndafairgaminu. Siðustu fjárlög fyrri ríkisstjóm ar hefðu haft það að markmlði að örva eigin fjármiumamyndium í landinu til þátttöku í atvinmu- rekstri, ekki hvað sízt eftir að við værum komnir inn í Friverzl unarbandalagið. Þess vserti dæmi, að fólk á ýrnsum stöðum á land- imu hefði lagt fram fé í ný at- vinniutæki og þá ekki gert sér fyrst og fremst von um arð af því heldur viljað leggja sitt að mörkuim til eflingar atvinnulifi byigigðariags sins. Skattalöggjöf núverandi ríkisstjómar hiefði snúið þessu við og höggvið svo nærri fjöldanuim og þá ekki hvað sízt þeim sem ríkisstjórnm hefði þótzt vera að vemda, að risið hefði alda óánægju vegma skatt byrðinnar, að óþekfct væri nokkru sinni áður hér á landl Framh. & bte. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.