Morgunblaðið - 24.10.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, I>RIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1972 Eydís Ingibjörg Guðmundsdóttir á Hafurbjarnarstöðum Fædd 22. janúar 1890. Dáin 14. október 1972. 1 DAG, þegar jarðsett verður Eydís Ingibjörg Guðmundsdótt- ir, fyrrum húsfreyja að Hafur- bjamarstöðum, Miðnesi, get ég ekki látið hjá líða að kveðja hana í hinzta sinn með nokkr- um orðum. Eydís var fædd að Nesjum á Miðnesi 22. janúar 1890, dóttir hjónanna Ingibjargar Þorsteins- dóttur og Guðmundar Lafranz- sonar, er þar bjuggu lengi. Af 8 börnum þeirra hjóna er nú aðeins eitt á lifi, Helgi Guð- mundsson, fyrrum kaupmaður í Sandgerði og síðar hér í Reykja- vík. Hann dvelst nú á Hrafnistu. Eydís ólst upp í foreldrahús- um við öll venjuleg störf. Frá Nesjum sem öðrum býlum á Miðnesi var þá mikið útræði stundað jafnhliða búskapnum, og var jafnan margt fólk í heimili. Ull var unnin heima til vefnaðar og klæðagerðar, og allt saumað heima. Eydís fór til náms í t Eiginmaður mirtn, Sigfús Sigurðsson, Nökkvavogi 4, lézt að Hrafnistu 23. þ. m. Bergþóra Jónsdótttr. t Sonur minn og bróðir okkar, Kjartan Sigurðsson frá Vestmannaeyjum, lézt af slysförum 16. þ.m. Margrét Magnúsdótttr, og systkini hins Játna, Staóarbakka, Eyrarbakka. t Otför eiginkonu minnar, móð- ur, tengdamóður og ömmu, Karólínu Jóhannesdóttur, Digranesvegi 18, fer fram frá Fossvogskirkju í dag þriðjudaginn 24. þ. m. kl. 1,30 e. h. Stefán Díómedesson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og fósturmóður, Guðjónu Brynhildar Jónsdóttur, fyrrverandi ijósmóður, fri Vífilsmýnun, ÖnundarfirðL Börn og fósturbörn. t Faðir okkar og tengdafaðir, SIGFÚS ELÍASSON, Grundarstíg 2, andaðist i Borgarspítalanum þann 22. þ.m. Helga Sigfúsdóttir, Már Jóhannesson, Dóra Sigfúsdóttir, Trausti Th. Óskarsson, Inger Sigfúsdóttir, Jónas Jónsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SESSELlUS SÆMUNDSSON, Skaftahlíð 29, sem andaðist 17. þ.m. verður jarðsunginn miðvikudaginn 25. þ.m. frá Fossvogskirkju kl. 3 síðdegis. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á liknar- stofnanir. Börn, tengdabörn og barnaböm. t HJÖRTUR ARNASON. múrari, Hofteigi 54, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. októ- ber kl. 1,30. Systkinin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarfðr eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS P. DUNGAL Elísabet Dungal. Elín Dungal, Birgir Dungal, Asta Dungal, öm Jónsson, og barnabörn. klæðasaum um 16 ára gömul og lærði m. a. karknarunafatasaum hjá Guðmundi Guðmundssyni, klæðskera, Reykjavík. Síðan fór hún í Húsmæðras'kólann í Iðno hjá frk. Hólmfríði Gisladóttur og Ingunni Bergmann. Átti Eydís hinar beztu minningar frá námsdvöl sinni, kynmtist þar ým-sum og sutn þau kynni entust til æviloka. Hinm 19. desember 1908 giftist Eydís Vilhjál-mi Chr. Hákomar- symi frá Stafnesi á Miðnesi. Vilhjálmur hafði ungur farið utan, fyrst til náms við verzlunarskóla í Bretlandi, en síðar til Bandaríkjanna, en þar dvaldi hanm um 7 ára skeið. Kom hann heim árið 1907. Var ætlun hans ekki að setjast að hér heima, en eftir að þau Eydís hittust var hugur hans ráðinn. Þau settust fyrst að í Kefla- vík, þar sem Vilhjálmur rak verzlum til ársims 1914. Fluttust þau þá að Stafnesi, þar sem Vil- hjálmur rak útgerð og búskap til ársins 1920, en þá fluttust þau að Hafurbjamarstöðum, sem ásamt Kirkjubóli og fleiri jörð- um þar í nágrenni voru föður- leifð Vilhjálms. Á Stafnesi undi Eydís sér aldrei vel. Þar voru skipsskaðar tíðir, lending ótraust og strönd- in ógnvekjandi. Á heiðinmi' milli Keflavíkur og Suðurnesja hafði einnig margur borið beinin við aðdrátt til heimilítnna, í vetrar- byljum og frosthörkum. Oft var látið loga ljós við glugga um nætur, ef eitthvað var að veðri og þídd hélan af rúðum, ef frost var, svo að ljósið sæist af heiðinmi og fyrir kom, að fannbarimn feröalangur rat- aði á ljósið. Á Hafurbjarnarstöðum var mildara um að litast. Víðsýni til hafs og heiða, græn rennislétt túnin, en úti við sjóinn strðndin, hvít af skeljasandi, óvenjuleg og heillandi sjón. Þau hjónin bjuggu síðan að Hafurbjarnarstöðum, að undan- skiidum nokkrum árum, þegar þau höfðu vetursetu í Reykja- vik. Vilhjálmur lézt árið 1956. Þeirn hjómum varð 3ja bama auðið: Konráð Alexander, fædd- ur 1909, dáinn 1947, ókvæntur, bamlaus. Ingibjörg, ekkja Lúð- víks A. Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra Bílasmiðjumnar í Reykjavik, en hann lézt á síðast- liðnu ári. Hákom, bóndi að Haf- urbjamarstöðum eftir lát föður síns, kvæmtur Sigríði Guð- mundsdóttur frá ísafirði. Þau hjón fluttust til Ástralíu ásamt 6 börnum símum árið 1969. Eydis dvaldist eftir lát eigin- manns síns hjá syni sínum, Hákoni og tengdadóttur, en síð- ustu 4 árin hjá dóttur sinni, Ingibjörgu. Eydis hélt sálarkröftum sin- um ós-kertum allt fram að hinzta degi. Þrátt fyrir það, að hún yrði fyrir áfalli fyrir 4 árum, sem hafði í för með sér nokkra löm- un á likama, var hugur hennar Minning: Vilhjálmur Eyþórsson F. 25/7 1912, d. 20/8 1972. ÞÓ að nokkuð sé nú umliðið frá amdláti þessa góðvinar míns langar mig að senda nokkur kveðjuorð. Vilhjálmur var fæddur í Vest- mannaeyjum hinn 25. júlí 1912, þar sem hann bjó til átján ára aldurs, en fluttist þá til Reykja- víkur með foreldrum sínum og yngri bróður. Árin 1933 og 1934 gekk Vilhjálmur í Samvinnuskól ann. Að þvi ioknu hóf Vilhjálmur störf hjá Mjól'kursamsölunni í Reykjavík, en það fyrirtæki var þá nýlega tekið til starfa. Þar vann Vilhjálmur svo allt til árs- ins 1946, en þá tófcst hann á hendur gjaldkerastörf hjá Prentsmniðjunni Odda, en því starfi gegndi haran til dauðadags. Árið 1936 gekk Vilhjálmur að eiga eftirlifandi konu sína, Guð- rúnu Þorgeirsdóttur og eignuð- ust þau tvær dætur, Hildi, gifta Sigurði Þórðarsyni tannlækni, og Jódísi, gifta Jórni Péturssjnni for- stjóra. Þó að kynni okkar Vilhjálms yrðu stutt og að mestu leyti eftir að hann var orðinn sjúkur, duldist mér ekki að þar var á ferð óvenjulegur persónuleiki. Að eðlisfari var Vilhjálmur dul- ur maður, sem fann aðeins til andlegs skyidieika við tiitölu- lega fátt fólfc. Þó var hlýleikinn og hinn mikii vilji hans til að leysa ailra vanda öllum Ijós. Minnist ég þess eitt sinn er ég var í nokfcrum persónulegum vanda, sem Vilhjáimi var kunn- ugt um — en þá var hamn orð- inm helsjúkur — að hann vann með oddi og egg að lausn þess málsvÁn þess að tala margt var vinfestan og tryggðin alltaf til reiðu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og virvarhug við aedlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS MAGNÚSSONAR, húsasmíðameistara. Nanna Cortes, Magnús Reynir Jónsson, Gitte Jónsson, og barnabörn. Viö þökkum af aihug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og immu, KRISTlNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Pálmi Guðmundsson, Hólmfríður A. Pálmadóttir, Albert E. Pálmason, Alma Hjöriaifsdóítir, Hrafnhildur Þ. Pálmadóttir, Einar Einarsson, Guðmundur Y. Pálmason, Jðnfna L'rndal, og bamabörn. óskertur. Hún hafði yndi af bók- um og las mikið. Var hún minnug og margfróð um menn og málefni. Hún hafði ákveðnar skoðanir á landsmálum, fylgdi Sjálfstæðis- flokkmum fast að málum og fór hvergi dult með skoðanir sínar. Kynni mín af Eydísi og þeim hjónum hófust, er ég sem ungur drengur kynntist syni þeirra, Hákoni. Leiddu þau kyruni til þess, að ég dvaldist um sumar- tíma að Hafurbj amarstöðum. Sú dvöl var upphafið að dvöl minni þar næstu 3 sumur og síðan ævi- lönguim kynnum mínum við þau og fjölskyldu þeirra. Á heimili þeirra hjónanna var mér strax tekið sem væri ég þeirra eigin sonur. Margar og góðar endurmimningar á ég frá veru minni að Hafurbjarnar- stöðum. Slíkt hið sama geta vafalaust aðrir þeir sagt, sem heimsóttu þau, því gestrisni, höfðingsskapur og ljúfmannlegt viðmót var þeim í blóð borið. Allt fram á fullorðinsár mín leið ekki það misseri, að ég ekki kæmi í heimsókm tl fjölskyld- unnar að Hafurbj amarstöðum, því að þaragað var gaman að koma. Áttu húsbændur þar ekki lít- inn hlut að. Gestrismi húsmóð- urinnar, Eydisar var einstök. Hún var margfróð um menn og málefni og gaman að hlusta á endurmimningar henmar frá lið- inmi tíð. Vilhjálmur var með allra skemmtilegustu mönnum, sem ég hef fyrir hitt. Kunni hann frá mörgu að segja frá við- burðaríkri ævi sinni, t. d. gull- grefti í Alaska, laxveiðum þar, sem var með ólíkindum. Frá- sögn hams var lifandi og slík, að unum var að hlusta á. Nú eru slífcar heimsókmir liðin tíð, en endurminningin um góð, samhent, hjálpsöm og skemnmti- leg hjóm lifir. Agnar Gústafsson. Því fóiki, sem það lán féll í skaut að kynnast hinu fallega heimili Vilhjálms og Guðrúnar,. mun vart líða það úr minmi. Sú hlýja og eindrægni sem þar rífctu voru með þeim hætti að vart verður með orðum lýst. Hjóna- band þeirra Vil'hjálms og Guð- rúnar var svo innilegt og gott að óvenjulegt verður að teljast. Mér er kunnugt að þar bar aldrei sfcugga á. Þá var þáttur dætranma, tengdasonanna og litlu barnabamanna ómetanlegt framlag til þess fagra líís, setn þessi fjölskylda lifði, Vilhjáimur átti einn alhróður — Baldur Eyþórsson — forstjóra „Odda“. Ég get ekki látið hjá líða að minnast með nokkrum orðum á þá óven.julegu vináttu, sem ríkti með þeim bræðrum og fjölskyldum þeira. Kona Bald- urs, Sigríður, er systir Guðrún- ar, og var það een til að styrkja hin traustu fjölsfcyldubönd. Tuttugu og sex ár uimu þeir hlið við hlið að uppbyggingu hins stóra og myndarlega fyrir- tæfcis „Odda“ hf. Samvinna þeirra var með slíkum ágætum, að ekki verður á betra kosið. Kæri vinur: Nú þegar þú ert horfinn héðan og kominn á æðra tilverustig vil ég þakka þér stundimar, sem við áttum sam- an •— tryggð þína alla og vin- festu við mig og fjölskyldu mín.a. Ég bið þér og fjölskyldu þinni Guðsblessunar. Björn Önundarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.