Morgunblaðið - 24.10.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1972, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, í>RIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1972 ítogöfandt hf Árvaikur, Ffey?«iawfk Frsmfo/B&mdaatjori HaraWur Sveínsaon. Rtetíófar Mattihías Johanneasen, Ey^'óíifur Konráð Jónsson. Aðstoðarrítstjóri Styrmir Gurmarsaon. RKs^jömerfcílhrúi Þorbjdnn Guðmuncteson Fróttas^óri Bjöm Joharm&son. Atigtýsirtgastjóri Ámi Garðar Kristinsspn. Rftstjórn og afgreiðsia Aðolstrœrti 0, sfrni 1Ó-100. AugiJýsingar Aðatstrœti 6, aími 22-4-60 ÁskrH'targiatd 225,00 kr á mánuði innanlands I SausasðiTu 15,00 ikr eintakið Ttíeð löndunarbanni því á íslenzkar vörur í brezk- um höfnum, sem samtök hafnarverkamanna í Bret- landi hafa lýst yfir, er fisk- veiðideilan við Breta komin á nýtt stig. Hingað til hefur ekki komið til annarra átaka en þeirra, sem leitt hafa af veiðum brezkra togara í ís- lenzkri fiskveiðilögsögu. Bret ar hafa haldið þar áfram veiðum, eins og ekkert hafi í skorizt og íslenzk varðskip hafa stuggað við þeim, svo að notað sé orðalag forsætisráð- herra, en sanngjarnir menn hljóta þó að viðurkenna, að þar hefur hófsemi gætt í hví- vetna. Enda er það skynsam- legt meðan samningaviðræð- ur standa í rauninni enn yfir og nokkrar vonir um sam- komulag. Það er ákaflega mikill mis- skilningur hjá samtökum hafnarverkamanna í Bret- landi, ef forráðamenn þeirra halda, að þetta löndunarbann hafi þau áhrif að knýja ís- lendinga til undanhalds í landhelgismálinu. Aðgerðir af þessu tagi þjappa þjóðinni þvert á móti fastar saman. Útflutningshagsmunir ís- lendinga í Bretlandi eru ekki svo miklir, að úrslitum ráði fyrir hag þjóðarbúsins og vafalaust er það rétt, sem Niels P. Sigurðsson, sendi- herra íslands í Lundúnum, sagði um helgina, að Bretar sjálfir mundu bíða meira fjárhagslegt tjón af þessum aðgerðum en íslendingar. En ákvörðun hafnarverka- manna um löndunarbann sýnir, að það er rétt, sem á var bent í forystugrein Morg- unblaðsins sl. sunnudag, að landhelgisdeilan er nú á mjög viðkvæmu stigi. Lítið má út af bregða án þess að upp úr sjóði. Svo virðist, sem æs- ingamenn hafi ráðið of miklu um framvindu mála í Bret- landi síðustu daga. Þess vegna ríður á miklu, að hóf- söm öfl bæði hér og í Bret- landi láti það ekki gerast, að deilan komist á enn alvar- legra stig en orðið er, a.m.k. ekki fyrr en allar samkomu- lagsleiðir hafa verið reyndar til þrautar. Hannibal Yaldi- marsson, samgönguráðherra, benti á það í útvarpsumræð- um fyrir skömmu, að í raUn- inni væru tveir kostir fyrir hendi í landhelgismálinu, annar sá að leggja út í hart stríð, en hinn að ná skyn- samlegum samningum og þann kostinn bæri að velja, sem væri líklegri til að bjarga þórskstofninum á Is- landsmiðum. Ráðherrann kvað ekki upp dóm um það, hvora leiðina hann teldi lík- legri til þess. Vegna þeirra orðahnipp- inga um stefnuna í landhelg- ismálinu, sem orðið hafa milli Einars Ágústssonar og Lúð- víks Jósepssonar er vitað, að innan ríkisstjórnarinnar eru deildar meiningar um það, hvernig beri að vinna að því að tryggja full yfirráð ís- lendina yfir 50 mílna fisk- veiðilögsögunni. Þegar til tíð- inda dregur, svo sem löndun- arbannsins í Bretlandi.er ekki ólíklegt að þeir, sem lítinn áhuga hafa á samningum og friðsamlegri lausn, telji sig hafa fengið ný vopn í hendur. En þá geta hófsamir menn í ríkisstjórninni, sem vilja reyna samninga til þrautar, líka treyst því, að utan ríkis- Jósepsson, sjávarútvegsráð- herra, að sjómenn, útgerðar- menn og fiskiðnaðurinn hefðu óskað eftir því, að fé yrði tekið úr Verðjöfnunar- sjóði til þess að standa undir fiskverðshækkuninni. Jó- hann Hafstein greip þessa fullyrðingu á lofti, benti á, að ráðherrann hefði fyrir löngu aflað sér nokkurrar frægðar fyrir leikni í að hag- ræða sannleikanum og spurði hvort það væri ekki rétt, að það hefði verið Lúðvík Jósepsson sjálfur sem lagði þetta til. Sjávarútvegsráð- herra setti deyrrauðan og hann þagði. Þegar Lúðvík Jósepsson sagði í þinginu, að tillagan um fé úr Verðjöfnunarsjóði væri komin frá aðilum sjáv- arútvegsins, gerði hann sig sekan um vísvitandi ósann- sögli frammi fyrir þingheimi. Skömmu áður en hann hélt til Bandaríkjanna til funda- stjórnarinnar eru sterk þjóð- félagsöfl, sem munu styðja þá í þeirri viðleitni að tryggja með skynsamlegum samningum yfirráðarétt ís- lendinga yfir 50 mílna land- helginni og friðun fiskstofn- halda kallaði hann fulltrúa þessara atvinnugreina fyrir sig og skýrði þeim frá þeirri skoðun sinni, að eina leiðin væri að taka fé úr Verðjöfn- unarsjóði til þessara þarfa. I viðtali við Morgunblaðið hinn 10. október sagði Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, m.a.: „Við áttum við- ræður um þetta mál við ríkis- stjórnina og fengum við þau svör frá sjávarútvegsráð- herra að miðað við núverandi aðstæður kæmi það eitt til greina að nota verðjöfnunar- sjóðinn til að leysa þennan vanda.“ Lúðvík Jósepsson hefur því samkvæmt þessu orðið ber að vísvitandi ósannindum á sjálfu Alþingi. Þingmenn eiga heimtingu á skýringum á þessu fáheyrða athæfi ráð- herrans — og ekki aðeins þingmenn heldur þeir full- trúar sjávarútvegs og fisk- verkunar, sem hann hafði fyrir rangri sök. OHYGGILEGAR AÐGERÐIR VISYITANDIÓSANN SÖGLI LÚÐVÍKS T umræðum á Alþingi á dög- unum fullyrti Lúðvík Jóhann Petersen: Uppbygging húsnæðislána- kerfisins stöðvast — ef Alþingi knýr ekki fram stefnubreytingu HÖFUNDUR þessarar grrein- ar, .Jóhann Petersen, er ann- ar af fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins í Húsnæðisniála- stjórn ríkisins. húsnæðislAna- KERFIÐ Flestir þeir, er á undan- fömum árum hafa komið sér upp eigin húsnæði, hafa gert það með tilstyrk húsnæðis- lánakerfis rikisins. í>að má þvi segja, að tilvist og framgang ur Húsnæðismálastofnunar ríkisins snerti mikinn fjölda landsmanna, að meira eða mínna leyti. Verður því að telja, að mikið sé undir því komið, hvernig til tekst með framkvæmd þessa mikilvæga lánakerfis og þá ekki sizt um fjármögnun þess, svo unmt reynist á sem einfald- astan hátt og fljótvirkastan, að fjármagna íbúðabygging- ar almennings. Eins og gefur að skilja hefur það tekið talsverðan tíma að byggja upp svo viðamikið lánakerfi, en þar munar mest um upp- byggingu Byggingásjóðs rik- isins á viðrei.sinarstjórnarár- unum og grundvöll þanin, sem lagður var að endumýjun verkamaninaibústa ðakerf isins og Byggingasjóðs verka- manna á síðasta þingi við- reisnar. Þ>vi miður er nú svo að sjá sem þessu mikla uppbygging arstarfi verði ekki framhald- ið af núverandi stjórnvöldum, nema síður sé, þar sem ekki örlar enn a.m.k. á neinum beinum fjárframlögum til aukningar þessarar lánastarf- semi. Hins vegar hefur hús- næðiskerfið verið svipt vísi- tölutryggingarfé sínu, en jafnframt orðið að taka lán hjá lífeyrissjóðunum með fultlri vísitölutrygginigu, sem skaða mun lánakerfið um ófyrirsjáanlegar upphæðir og telja verður fullvist, að spari- fé ungmenna (skyldusparn- aðarféð) verði enn verðbætt — annað væri óverjandi. Af þesisu má sjá, að bregðist Al- þingi ekki hart við og knýi fram stefnubreytingu í þessu mikilvæga máli, stöðvast áframhaldandi uppbygging húsnæðislánakerfisins og jafnframt gengur hreinlega á eigur Byggin.gasjóðs ríkis- ins og geta hans tii útlána minnkar. Hér duga því engin vettl- ingatök og verður undir öll- um kringumstæðum að bregðast við vandainum af festu og myndugleik, ekki sízt þar sem lög gera ráð fyrir, að húsnæðislánin hækki allverulega á næsta ári í samræmi við hækkun byggingarvísitölu. Má af þessu ljóst vera, að almenn- ingur á mikið undir þvi, að fjárveitingavaldið taki með skiiningi á þessum málum Jóhann Petersen nú við afgreiðslu þessara fjárlaga, ef húsbyggingar eiga ekki að dragast saiman til stórtjóns. Vonaindi kemur ekki til siíks og er þá ekki úr vegi að hugleiða lítillega æskilegar breytingar á fram- kvæmd þessa mikilvæga lána- kerfis húsbyggjenda. Eins og nú háttar fram- kvæmd þessara mála, vita húsbyggjendur aldrei hve- nær fokheldisvottorðs er kraf izt af Húsnæðismáliastjóm og keppast því oft með æmum kostinaði við að gera fokhelt fyrir ímyndaðan tíma. Væru fokheldiseindagar auglýstir fyrirfram, t. d. fjórir á ári og þá með tilliti til þeirra byggðarlaga, sem skemmstan bygginigartíma hafa, gætu húsbyggjendur fyrirfram skipulagt framkvæmdir sínar, gert verkáætlanir í samræmi við fjármagnsmöguleika sína. Mundi þá nýting fjármagns- ins í byggimgariðnaðinum verða mun betri en nú er og húsbyggjendur losina við margháttaða erfiðleika. Full- trúar Sjálfstæðiisiflokksins i H ú s n æðiiSim á la st j ór n hafa fengið samþykkta tillögu um auglýsingu slikra fokheldis- eindaga og má þvi vænta þess, að þeir komi til fram- kvæmda á næsta ári. Þá er því ekki að neita, að eindagi lánisumsókna 1. febrúar hefur gert mörgum framkvæmdaiaðilum í bygg- iingariðnaðinum gramt í geði og valdið timabundnum erfið- leikum. Er því rótt að athuga, hvort ekki er fært að felia þann eindaiga niður og taka upp hentugra form á því að fyl'gjast með hugsawlegri lánaþörf hvers árs. 1 reglugerð er gert ráð fyr- ir því, að fólik í eldra hús- næði geti ekki fengið lán hjá Húsnæðismálastjóm, hafi það i svokallaðrd þrönigbýlismæl- ingu meira en 12 fermetra á hvern heimilismann. Koma þessi ákvæði mjög iíla við margra, ekki sízt eldra fólk er vill jafnvel minnka við sig húsnæði. 1 siíkum tilvikum veldur þetta reglugerðar- ákvæði þvi, að stór og góð hús er rúmað gætu stórar f jöl skyldur, eru jafnvel setin af tveimur f j ölsk y 1 d u me ðli m u m, t.d. rosknum hjónum er allra hluta vegna þyrftu á hag- kvæmara húsnæði að halda. Væri fullkomdn ástæða til að endurskoða þetta reglugerð- arákvæði með tilliti til þess er hér að fraiman hefur verið sagt, enda hniiga frekari rök að því, að feila beri niður þá hindrun, sem hér um ræðir á því, að fólik hafi kost á því að skipta um húsnæði. Hér hefur aðeins verið drepið á fáein atriði viðvlkj- andi framkvæmd húsnæðis- iánakerfis rí'kisins. Ástæða væri þó að ræða þessi mái miklu ítarlegar á opimberum vettvangi, því að mörgu er að hyggja í svo við&miklum málaiflokki sem húsnæðis- málin eru. Slik mál þarfnast vissulega umræðu og athug- unar hvers tima, en umfram allt aögerðia. Við Islendiingar erum svo hamingjusamir, að megin þorri þjóðarinnar býr í eigin húsnæði. Að því ber að keppa áfram sem hing að til. Það verður samfélag- inu ódýrast og stuðlar áreið- anlega bezt að því, að heim- ilið verði sem fyrr — hym- ingarsteinm þjóðfélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.