Morgunblaðið - 24.10.1972, Side 21

Morgunblaðið - 24.10.1972, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1972 21 — Matthias Johannessen Framhald af bls. 17 verja út á við. Myndir voru sýndar af austur- og vestur- þýzku fólki sem hefur loks getað hitzt eftir langa mœðu, það faðmast og kyssist á myndunum og kanslarinn fullyrðir, vafalaust réttilega, að þetta hafi einungis verið unnt vegna stefnu stjórnar sinnar. Hann hefur ver- ið spurður um það, hvort Barzel geti ekki haidið þessari stefnu áfram, en svarað þvi til að það verði honum erfið þraut. Enginn vafi er á að utan- ríkisstefna Brandts er sterk- asta vopn þans hér í Vest- ur-Þýzkalandi, fólk er þreytt á sífelldum erj- um, átökum og taugastríði. Kanslarinn ræðir helzt ekki um annað, þegar hann birt- ist á sjónvarpsskerminum, en leiðtogar kristilegra demó- krata eiga aftur á móti all- erfitt uppdráttar, þegar um þessi mál er fjallað. Þeir vita að stefna Brandts nýtur vin- sælda og trausts og reyna að klóra í bakkann, en leggja höfuðáherzlu á að gagnrýna þróunina í innanríkismálum sem eru Brandt og srtjónn hans þung i skauti. Stjómar- andstæðingar hamra, ekki að ásiteeOuíltausiu, á dýrtiðar- þróuninni, ekki sízt Strauss sem talar helzt ekki um ann- að að fytnra braigði. Hanin hef- ur áreiðanlega gott „pólitiskt nef“ eins og sagt er og finn- ur hvar skórinn kreppir. Meðan hann talaði i sinum stutta sjónvarpsþætti fyrir hönd flokks sins, CSU, voru sýndar alls kyns vörur í verzlunúm og þuldar jafn- óðum upp tölur um hvað þær hefðu hækkað gífurlega, mig minnir epli hafi t.a.m. hækk- að um 30% á einu ári. Ann- að um 5—10% og eitthvað var það sem hafði hæktfcað uml% á einum mánuði, ágúst/sept. s.I., samkvæmt upplýsingum Strauss. Þá minntist hann á atvinnuleysi, sem er innan við 1%. Schmidt, efnahagsmálaráð- herra, svaraði ýmsum fullyrð ingum st j órn arandstæðinga óbeint i ræðu á flokksþingi sósíaldemókrata. Ráðherrann er harður maður og ákveð- inn og lætur sér hvergi bregða. Atvinnuleysingjar í Vestur-Þýzkalandi eru inn- an við milljón á sama tima og 2,3 milljónir erlendra verkamanna starfa í land- inu. Ekki er annað að sjá en Vestur-Þjóðverjar búi vel í landi sinu og eitt er vist: þeir eiga bezta gjaldeyri sem nú er völ á. Það út af fyrir sig er afrek. Aftur á móti er ekki úr vegi að geta þess hér að dýr- tíðin í Efnahagsbandalags löndunum, svo og lönd um eins og Austurríki og Sviss og flestum öðrum löndum á meginlandi Evrópu, er orðin svo mikil að ef Islendingar lækkuðu enn gengi krónunnar veru- lega mundi það að öllum lík- indum leiða til þess að eng- inn Islendingur hefði efni á að koma til þessara landa (nema kaupgjald yrði stór- lega hækkað heima!). Aftur á móti gætu ferðamenn frá þeim lifað svipuðu lifi á ís- landi og mér er sagt að við getum á Spáni, þótt þar fari nú ýmislegt einnig hækk- andi. En án tengsla — og raunar miklu nánari tengsla — við meginland Evrópu en verið hafa er hætta á að við Islendingar missum fótanna í þeirri sjálfsögðu viðleitni okkar að vera áfram Evrópu þjóð. Náin tengsl við megin- landsþjóðirnar, einkum í Vestur-Evrópu, eru þann- ig liður í sjálfstæðisbaráttu okkar, á sama hátt og of ná- in tengsl við Efnahagsbanda iaigið hefðu getað genigið af fullveldi okkar dauðu. Hér eigum við rætur, hingað verðum við að sækja menn- ingarlega næringu. En þá er einnig nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að Efna- hagsbandalagið er ekki — a.m.k. ekki enn — reist á menningarlegum grundvelli eins og t.a.m. Norðurlanda- ráð með sína Menningarmála stofnun, heldur eingöngu á fjárhagslegum grunni, og hefur það áreiðanlega átt sinn þátt í að vekja tortryggni í garð bandalags- ins og yfirstjórnar þess og hins geysivaldamikla skrif- stofubákns, sem framfylg- ir stefnunni. Fastafulltrúar verða jafnvel að sverja að þeir setji ekki hagsmuni þjóðar sinnar ofar sameigin- legum hagsmunum bandalags þjóðanna. Menning er ákjósanlegri grundvöllur framtiðar en fjármunir, en þó er þess að vænta að sameining Evrópu kalli, þegar fram líða stund- ir, einnig á nýsköpun evrópskrar menningar. Nýjan renesans. Með þeirri þróun verðum við að fylgjast fast og ákveðið, ekki siður en efna- hagsmálunum. Við verðum að hafa efni á að sækja þessar þjóðir heim, kynnast þeim og taka eins mikinn þátt í evr- ópskri framtíð og við fram- ast getum. Afstaða Belga og samningar þeirra við okkur uim laindhelgismáliið eru spor í þá átt. Orðsending ftá In'nheimtustofnun sveitarfélaga Lögtaksinnheimta á ógreiddum, en gjaldföllnum meðlögum ársins 1972 er aö hefjast. Skorað er á meðlagsskuldara að gera skil nú þegar og losna þar með við kostnað og óþægindi af nauðungarinnheimtu. Kaupgreiðendur eru minntir á, að skila ber innheimtu með- lagsfé, til Innheimtustofnunar sveitarfélaga innan hálfs mán- aðar frá kaupgreiðsludegi og að gera má lögtak hjá kaup- greiðendum með sama hætti og hjá meðlagsskuldara sjálfum, vanræki þeir að verða við kröfu stofnunarinnar um meðlags- innheimtu að einhverju leyti eða að standa skil á innheimtu meðlagsfé. Athygli skal vakin á ákvæðum 1. töluliðs 5. gr. laga nr. 54/1971, um að meðlagskröfur ganga fyrir öðrum kröfum þ.á.m. kröfum sveitarsjóða og innheimtumanna ríkissjóðs. INNHEIMTUSTOFIMUN SVEITARFÉLAGA. Laugavegi 103, Reykjavik. mmmmmmmmmmtBmmmmmmmmmm^^mmmammmima Útgerðarmenn Óska eftir félagsskap við einn eða tvo bátaeigendur. Hefi góða aðstöðu til útgerðar og fiskverkunar í góðri verstöð á Suðurnesjum. Sala á hluta af verkunaraðstöðinni kemur til greina. Ef þér óskið frekari upplýsinga, þá sendið nafn yðar, heimilis- fang og símanúmer í lokuðu umslagi inn á afgreiðslu Morg- unblaðsins í Reykjavík, fyrir n.k. mánaðamót merkt: „Góð aðstaða — 680". IfÉIABUFl I.O.O.F. 8 = 15410258 = Réttar.k.v. heim.s. I.O.O.F. Rb. 1 = 122102481/«, — Spk. Fíladelfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 8.30. Hallgrímur Guð- mundsson talar. K.F.U.K. — AD. Fundur í kvöld kl. 20.30. Stjórn K.F.U.M. kemur í heim- sókn. Kaffi. Allar konur velkomnar. Stjórnin. !■!■/ z Tilboð óskast í jarðvinnu í grunni og á lóð ásamt hluta af lögnum fyrir Sjúkrahús á Selfossi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Rvík, frá 25. okt. gegn 1000.— kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 1. nóv. 1972, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS . BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Félagsstarf eldri borgara Langholtsvegi 109—111 Miövikudaginn 25. okt. verð- ur opið hús frá kl. 1.30 e. h. Gömlu dansarnir hefjast kl. 4 e. h. Fimtudaginn 26. okt. hefst handavinnan og félags- vistin kl. 1.30 e. h. LESIÐ . takmarkanir : DDCLEGH Hin lágu haustfargjöld gera yöur kleift að hverfa um stund úr svalviðrum þeim, sem oft fylgja þessum árstíma hér, til að njóta mildari veðráttu, þar sem ennþá ríkir sumar. Notið yður 25% — 30% okkar til loka október haustafslátt Ferðaskrifstofurnar og umboðsmenn Loft- leiða um allt land veita upplýsingar og selja farseðla. Sími 25100 beint samband við farskrár- deild. lOFmiBIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.