Morgunblaðið - 24.10.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1972, Blaðsíða 23
MORGUNBLAEHÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÖBER 1972 23 Minning: Hjalti Sigurjónsson póstvarðstjóri Hjalti Sigurjónsson fæddist í Kálfavik í Skötufirði, ögur hreppi í Norður-lsafjarðarsýslu 3. febrúar 1914. Foreldrar hans voru Þórdís Þórðardóttir og Sigurjón Jóns- son. Hjalti ólst upp hjá föður- afa siíimnm í KálMavílk, Jóni Hjaltasyni og konu hans Maríu Örnólfsdóttur, sem lengi voru kennd við þann stað. 1 Kálfavík og þar I grtenmd sem og anmars staðar í byggðum landsins, var lífsbaráttan hörð. Ekki sízt á af Skekktumi stað sem Öguirfnreppi, þótt á vordögum þessarar aldar væri. En drengurinn þeirra afa og ömmu, Hjalti Sigurjónsson, varð snemma harður og hlut- gengur til aJUra starfa. Sama hvort hann stóð í flæðarmálinu, í túninu með ljáinn eða vtð rækt un garðávaxta og blóma. Félagslíf var nokkurt í ögur- hreppi, er var vísir að ung- Tnenmafélagi. Hjalti gerðist þar félagi ungur að árum. Og mátti hann aldrei vanta vegna skarp Skyggni sinnar og skjótra til- svara, að mér hefur verið tjáð. Þetta ber með sér hversu vin- sæll hann var í heimahéraði, enda þótt hann aldrei hafi ver- ið allra. Hjalti mun hafa átt tvö hálf- siysitikiim; Halldóru, sem gift var Illuga stórútgerðarmanni í Hafn arfirði, og einn bróður, sem fórst mjög ungur í snjóflóði við fsa- fjairðardjúp, en nafnd hans hef ég ekiki getiað haift uppi á. Hjalti hneigðist mjög að land búnaði og garðyrkjustörfum, sem honum hafa áreiðanlega ver ið mjög hugleikin. Hann fór rúmlega tvitugur á Bændaskólann að Hvanneyri og lauk þar námi með ágætiseink- unn. Frá Hvanneyri lá leið hans heim í Kálfavík. Þar var hann í nokkur ár. Þó var hann eitt ár í Eyjafjarðarsýslu að kynna sér búnaðarháttu þar. Og þess má geta að á þeim ásruim, áirum kreppunnar, þóttu sveitir Eyja- f jarðar bezt komnar að efnahag, og að því er að búmennsku laut. Hjalti gerðist ársmaður hjá Stefáinii stórbónda á Sval- bairði á Svalbarðisisitirönid i Suður-Þingeyjarsýslu, er fædd- ur var í Tungu í sömu sveit. Stefán þessi hafði áður bú- ið nokkur ár á Syðri-Varðgjá og var rómaður búhöldur. Það má því vænta þess, að svið Hjalta hafi vikkað, er að land- búnaði laut. Enn var Hjalti eftir þessa norðurför sína hjá vinum og vandamönnum í Ögurhreppi um nokkurt skeið. En árið 1941, er síðari heimsstyrjöldin var skoll iu á og vinnuafl og peningar fflæddu einkum til Reykjavíkur, fóir það fyrir homum, sem og mörgum landanum, að hann fór til Reykjavikur. Móðir Hjalta áitti þá heima I Hafnarfirði, og hefur það verið hiaft á orði af buinmugum, hvað hann reyndist henni góður son- uir. Hjalti stundaði ýmiss konar störf hér I borginni. Og mest þau, sem voru honum huglægust, garðrækt. Hann var um skeið I Hveragerði til náms í þeirri grein. Og má því segja, að hann hafi verið fyrst og fremst maður gróðurs og blóma. Ég kynntist ekkl Hjalta Sig urjónssyni fyrr en árið 1955, er ég gekk í póstþjónustuna. Og ekki get ég sagt, að náin kynni hafi verið með okkur fyrstu sjö árin. Hjaiti gekk í þjónustuna ómið 1944. Og ég sá naumair fljótt að hann hafði yfir sér elnhvem sálrænan feld, sem kannski værl ekki auðvelt að komast innfyrir. Þó sá ég að ekki var neitt stæri læti í fari hans. Það kom þó að þvi, að við Hjalti unnum saman í sömiu deild, í sjö ár. Við vorum diállítið þegjand'alegiir fyrst í stað. Það er að segja fyrsta dag inn. Hjalti vann eins og ham- hleypa í um tvo tíma. Og ég tók á öllu, sem ég átti til, því það sló mig þannig, að það væri já- kvætt fyrir mig. Það kom líka á daginn, því allt í einu stanzar Hjalti og segir eitthvað á þá leið. „Ég sé, að þú hefur unnið áður. Og nú hvíldum við okkur og tókum tal saman og komum víða við. Nú var ég kominn inn úr feldinum, sem ég raunar hafði einnig áður heyrt talað um og fundið. En síðan þetta gerð- ist get ég sagt að ég hafi ekki kyininzt betri og traiusitairi stairfs- féliaga og viini en honum. Miaður kemur miamnis í sitað, er jafnan sagt, þegar einhver fell- ur frá. Það er útaf fyrir sig rétt. Lífið hefur sinn gang líkt og elf ur, sem streymir áfram þung og miskunnarfaus. Og það eru líka býsna margir póstmennirnir, sem fallið hafa fyrir sigð dauðans undanfarin tvö ár. Og allt mæt ir menn hver á sinn hátt. Og einhvern veginn finnst mér heimurinn hafi minnkað við það að Hjaiti er allur. Þó ég hins vegar viti að annar kem ur. Kannski meiri á hæð. En Hjalti okkar kemur ekki aftur. Maðurinn með hjúpinn, sérkenni lega. Maðurinn með sín skörpu tilsvör og með sitt falslausa traust, sem allir vinir hans vissu af og margir starfsbræður. Góður Islendingur vildi Hjalti uimfram allt vera. Hann var líka höfðingi heim að sækja. Það vitum við bezt, sem vorum gest- ir hans á fimmtugsafmæli hans. Sú veizla var gerð af slíkri reisn, að eniginn hefur nálgazt slíkt í póstmannastéttinni, að ég til veit. Þvi hefur verið haldið fram við mig, að ef Hjalta hafi runn- ið í skap við einhvern mann, að hann liti hann aldrei réttu auga eftir það. Þetta var mikill mis- Skilningur. Þó hann yrði hör- undskaldur á þeirri stund, sem honum mislíkaði eitthvað, sem sagt var, og hann svaraði eklki, miinniisit ég þess að Hjalifci erfði slíkt ekki og talaði aldrei illa um þann, sem slett hafði. Hann varð bara dálítið kímileitur, ef mitanizt var á. Þetta tel ég ein- hvern mesta kost, sem Hjalti hafði til að bera, ásamt sínum mikla traustleika, sem marg- ir meðbræður og stéttarbræður urðu aðnjótandi af hans hálfu. Og er ekki gott að hafa verið slíkur maður? En áður en ég lýk þessari minningargrein um vin minn Hjialita Sigurjónisson, vil ég ósika öllu hans fólki velfarnaðar, ekki sízt konu hans Ingunni Böðvars dóttur að Mel við Breiðholtsveg. En hún var við er Hjalti kom heim úr vinnu sinni laugardag- inn 14. þ.m. og sagðist vera þreyttur og hallaði sér útaf í rúmið sitt. En eftir örstutta stund var hann látinn. En í dag, þegar aðstandend- ur og vinir fylgja honum síð- iasta spöliran, geta þeiir karanski hugleitt hversu fallegan dauð- daga garðyrkjumaðurinn Hjalti Sigurjónssón hefur hlotið. Ein mitt þegar skuggi haustsins lagð ist yfir landið, og blómin í garð inum felldu sín síðustu blöð. Gísli T. Guðmundsson. Hjalti Sigurjónsson var ættað ur vestan af fjörðum, úr af- skekktri sveit, og sjálfur var hann eins og sprottinn út úr ein kennilegu skáldverki, þar sem gamain og aivara renma saman með kynfegiuim hætti. Hann var einn af sérkennilegustu leikur- unum í því drama, sem er lífið sjálft, á margain hátt fliókinn persónuleiki. Hann tamdi sér ó- beislaða oft kaldhæðnislega framkomu, var löngum með spa'U'gsyrðd á vör. Striðmin var honum eðiislæg og hann lét hana bitna á mörgum, bæði kunn ingjum sínum og bláókunnugu fólki, sem hann hitti af tilviljun. Hann var að sönnu brynjaður maður, en undir brynjunni sló heitt hjarta. Hjalti minnti um margt á Stein Steinarr, sem líka var ætt aður að vestan og var þekktur fyrir að kunna að svara fyrir sig. Hjalti átti auðvelt með að máta menn í orðaskák, ekki vegna þess að hann væri ósvifn ari, heldur vegna þess að hann var gæddur góðri greind og bjó yfir merkilegu hugmyndaflugi. Mér er minnisstætt hve hann skemmti sér vel þegaæ við fórum saman að horfa á pólskt framúr stefnuleikrit í Iðnó; Tangó eftir Slawomir Mrozek, en leikritið S. Helgason hf. STEINIÐJA einkenndist einmitt af fyndnum og óvæntuim tilsvörum, sem hefðu getað komið beint frá hon um sjálfum. Hjalti las ef til vill ekki mik- ið, en það, sem hann las, las hann vel og alltaf með gagnrýn um hug. Hann hafði næma mál- kennd og sparaði ekki athuga- semdir þegar honum þótti móð- urmálinu misþyrmt. I orðabók hans var fjölbreytilegt safn. Af honum mátti læra að vanda mál sitt og verða ekki vanahugsun að bráð. Slíkir menn eru sjaid- gæfir og flestir olckar meta þá ekki nógu mikils. Þótt Hjalti væri stundum stríð lundaður og svaraði þá í stytt- ingi þegar á hann var yrt, var hann yfirleitt hrókur alls fagn- aðar áður en heilsa hans bilaði. Á ferðalögum voru ekki aðrir skemmtilegri en hann og fáir voru rausnarlegri á veitingar. Við fórum saman i nokkrar veiði ferðir, hvorugur okkar gat kall ast veiðimaður, en ég mun seint gleyma stundum með honum við Flekkudalsá í Dölum. Hann naut þess að koma í nýtt umhverfi og blanda geði við ókunnugt fólk, bregða á glens þegar við átti og finna það athvarf í íslenskri nátt úru, sem er borgarbúa ómetan- leg heilsulind. Hjalti Sigurjónsson var lærð ur garðyrkjumaður og kunnugir hafa sagt mér að hann hafi ver- ið laginn við ræktunarstörfin. Hann átti áður garð í Vatnsmýr inni, á sama stað, sem Umferðar- miðstöðin stendur nú, en hún var síðasti vinnustaður hans. Hjá Póstinum hóf hann störf sem bréfberi, en vann síðan lengst sem póstafgreiðslúmaður i blaða deild Pósthússins og var skipað ur póstvarðstjóri um fimmtugt. Hann var miaður árrisull og mætti fyrr til vinnu en aðrir, enda ein kenndust öll störf hans af mik- illi samviskusemi og ósérhlifinn var hann með afbrigðum. Þótt hann væri fyrir löngu orðinn sárþjáður af sjúkdórni þeim, sem varð banamein hans, mætti hann til vinnu og hirti ekki um að fara i leyfi. Það var honum ólíkt að játa ósigur sinn. Hann lauk störfum sínum með venju- leguim hætti daginn áðuir en hainn lést og dó á frídegi. Störf hans voru meðal annars fólgin i þvl að sjá um að dagblöðin kæmust til kaupenda úti á landi með fyrsifcu fliuigferðum á morgn’ana. I blaðadeildinni var hann verk- stjóri á sinni vakt, en hann reyndi síst af öllu að koma verk um ýfir á samstarfsmenn sína. Heldur lagði hann meira á sjálf an sig en þurfa sífellt að vera að jagast í öðrum. Hann fór sín ar eigin götur jafnt i starfi sem í daglegu lífi. Nú þegar þessi óvenjulegi mað ur er látinn munu margir sakna hans og þykja heldur tómlegt á þeim vinnustað, sem var vett- vangur hans. Grámálaði jeppinn hans, sem hann kallaði í gamni „kofann", stendur ekki lengur við Umf'erðarmi ðsitöðina, og þeir sem eiga erindi í blaðadeildina hitta þar ekki lengur skrafhreif inn mann og rösklegan, sem stundum kom mönnum í opna skjöldu. Þeir, sem skildu hamin og umgemgusit haran eins og væri hann hluti þess ævin- týrs, sem býður drunga hvers- dagsins byrginn, hafa misst góð- an og trygglyndan vin. Mestur er nú harmur lítillar og bros- hýrrar stúlku, sem kallaði hann afa sinn og var ljós hans á myrk um stundum. Ef dæma á menn eftir því hvernig þeir koma fram við börn er bjart yfir minning- unni um Hjalta Sigurjónsson. Jóltann Hjálniarsson. Clnholtl 4 Slmar 26677 og U2S4 Renni/ásar — hnappar Það liggur við að þér fáið naglana í BARUM snjóhjólbörðunum ókeypis. Svo mikill verðmunur er á BARUM og flestum öðrum snjóhjólbörðum. Lítið á þessi verðdæmi: Stærð 560-13/4 kr. 2.430.00 fullneglt. Stærð 560-15/4 kr. 2.495.00 fullneglt. Það borgar sig að fá sér BARUM undir bílinn í vetur. SÖLUSTAÐIR: SKODABÚÐIM AUÐBREKKU 44-^6, SÍMI 42606, NYBARÐI í GARÐAHREPPI, SlMI 50606.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.