Morgunblaðið - 24.10.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1972, Blaðsíða 17
MQRGUN1BLA.ÐIB, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1972 17 Matthías Johannessen: S j ón varp o g spilling, Island og Evrópa VVilly Bramlt Oberanimergrau, okt. — Kosningabaráttan harðn- ar hér í Vestur-Þýzkalandi með degi hverjum. Flokkarn ir halda þing og leiðtogar þeirra gefa út yfirlýsingar hver í kapp við annan, en minnst hefur borið á Frjáls- um demókrötum, þeir fara sér hægt, enda hefur Scheel leið togi þeirra verið á ferðalög- um, komið við á þingi S.Þ. og í Kina. Helztu víg- orð Frjálsa demókrataflokks ins eru: Kristilegir eru ekki betri kostur, og: Jafnaðar- menn þurfa frjálslynt að- hald. Kosningabaráttan fer ekki sízt fram í sjónvarp- inu og virðist það gegna hlut verki dagblaðanna heima að þvi leyti. Vonandi færist kosningabaráttan heima einnig sem mest inn í sjón- varpið, þar sem frambjóðend • ur bera sjálfir ábyrgð á sér og orðum sínum, en skýla sér ekki bak við stjórnmálaskrif misjafnlega heiðarlegra víg- orðasmiða. Flokkarnir fá, auk þess áróðurs sem felst óhjákvæmilega i fréttum og fréttaskýringum, sérstaka stutta kynningarþætti í sjónvarpinu, en í blöðunum fer meginþáttur stjórnmála- baráttunnar fram samkvæmt góðum lýðræðisregl'um: í fréttum og yfirlitsgrein- um, oft upplýsandi oig fróð- legum. „Tilhneigingar“ blað- arana, ef einhverjar eru, má finna alls staðar annars stað ar, t.d. í forystugreinum. Hér er iðkuð frjáls blaðamennska af kappi, en auðvitað sitja þeir í fyrirrúmi i fréttum og umræðum sem mest ber á og atkvæðamestir eru eða umdeildastir. Oftast er Strauss tekinn tali í sjónvarpinu, þvi að hann er sífellt með einhverjar yfir- lýsáinigar, og oft spuirður um hitt og þetta, verðbólgu og dýrtíð (enda ætlar hann sér að verða fjármálaráðherra og eins konar aðstoðar kanslari í nýrri stjórn Bar- zels), eða þá ýmislegt við- víkjandi yfirlýsingu Brandts kanslara þess efnis að spill- ing hafi fellt stjórn hans. Átti hann við það að „lið- hl'auparnir" s'voraefndu hefðu þegið fé af stjórn<airaind- sitöðuntnd og það hefði haft áhrif á „uppreisn" þeirra. Þetta virðist heldur veik- ur málflutningur: að enginn geti haft aðra sannfæringu en maður sjálfur og sé reiðu- búinn að fórna einhverju fyriir hana, án þess forsend- ur og markmið séu peningar og mútur. Brandt hefur líka orðið talsvert hált á þessu, enda átt erfitt með að leggja sönnunargögnin á borðið. 1 sjónvarpinu eru endalausar fréttir og umræður um þetta, sagt frá rannsókn von Hass- els, þingforseta, og sérstakr- ar nefndar sem um mál- ið fjallar og skýrt frá um- mælum og yfirlýsingum þessa og hins, en mér heyrist á þeim Þjóðverjum sem ég hef talað við, að allt fari þetta meira og minna fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Miiller, þingmaður sósial- demókrata hér í Bæjern, sem snerist gegn Brandt á þingi og hefur látið þau orð falla síðan að ekki sé unnt að vera hvort tvegigja i seran: jafnaðanmaður og Bæjari. hefur einkum verið í sviðs- ljósinu og er sifellt verið að spyrja hann um eitthvað. Einn þátturinn var raunar gífurleg árás á hann, þar sem leitazt var við að sýna fram á að hann hefði ýmist sagt ósatt eða orðið tvi- saga. Múller er doktor i við- skiptafræðum að ég held, harður í horn að taka og sterkur í deilum og umræð- um og hefur gert eftirminni- lega hríð að vinstri tilhneig- ingum innan Jafnaðarmanna flokksins. Nú siðast var full- yrt að stjórnarandstaðan hefði keypt hann til stuðn- ings við sig með þvi að lofa Walter Scheel honum prófessorsembætti í Regensburg, en hann hló bara, þegar hann var um þetta spurður í sjónvarpi og sagðist ekki sjá neina ástæðu til að flytjast frá Múnchen. Allt kemur i einn stað nið- ur: eilift þras, fullyrðingar, mótmæli, orð gegn orði, sem sagt: stjórnmálabarátta í al- gleymingi. Lýðræði í reynd. Samt vill þetta stundum verða svo fyrirlitlegur skop- leikur, að mörgum þykir nóg um. Eða hvað segir fólk þeg- ar Edward Kennedy af öll- um mönnum er farinn að gagrarýna Nixon Banda- rikjiaiforsieta fyrir „braeyksli og spillingu", maðurinn sem setti óafmáanlegan smánar- blett á réttarfar Bandaríkj- anna. Bjarni Benediktsson sagði i mín eyru að það hefði verið mesta hneyksli í síðari ára sögu Bandaríkjanna, þeg ar honum var sleppt eftir bílslysið og drukknun stúlk- unnar og allt hafi það mál verið gífurlegur álitshnekkir fyrir Bandaríkin og rétt- arfar þeirra. Og svo kemur Edward Kennedy og þarf endiiega að hitta á einu orð- in sem hann mátti ekki nota: hraeýksli, spilUirag. Getuir sl'ík ur maður orðið forseti Bandarikjanna? Svona hlutir hafa þó ekki gerzt í þeim pólitísku átök- um sem nú fara fram án allr- ar miskunnar hér í Vestur- Þýzkalandi. Hér í landi er sjónvarpið geysisterkur fréttamiðill og með óúkindum hvað starfs- mönnum þess getur tek- izt vel upp. Á sínum tima voru ágætir menn heima á Is- landi þeirrar skoðunar að loka bæri Keflavíkursjón- varpinu og eitthvað var gert í þá átt. Mairgir þessiara manna töldu að enskan mundi smám saman eyðileggja tungu vora og menningu, aðrir töldu einnig að her- mannasjónvarpið væri í and stöðu við þjóðarmetnað okk- ar. Þessum mönnum til upp- örvunar má geta þess að Þjóðverjum dettur ekki í hug að leyfa fólki að tala annað en þýzku í sjónvarp hér, svo að þeir virðast hafa eitthvað svipaðar hugmyndir um áhrifamátt þess og 60- menningarnir forðum daga. Mér er sagt að svona sé þetta einnig í næsta ná- grenni hér, Frakklandi. Ef skýrt er t.a.m. frá ræðu Heaths, forsætisráðherra Bretlands, heyrast kannski fyrstu þrjú, fjögur orðin á ensku, en svo kemur allt tal á þýzku og orð hans endur- sögð jafnóðum á því máli. Tóni Curtis og Dýrlingur- inn fyrrverandi talast við í einhverjum glæpamynda- flokki á háþýzku og er það hin mesta kómedía að hlusta á þá, hvað þá þegar John Wayne er að gefa kúrekun- un sínum fyrirskipanir á varpsins vera á erlend- um tungumálum? Eða skiptir það ekki lengur máli? Þetta er sem sagt ekki leyft í sjónvarpi hér. Það er alþýzkt, en hefur upp á að bjóða einhverja beztu frétta- þjónustu frá útlöndum sem ég hef séð. Ekki eru allar sendingar sjónvarpsins jafn hlutlausar. Bæjurum finnst t.a.m. að sum ir fréttamennirnir séu of hlutdrægir, hlífi sumum en linni ekki látum við aðra. Út- lendingur á erfitt með að koma auga á þetta, nema hann sé þaulkunnugur öll- um aðstæðum hér í Þýzkalandi. En ekki er spill- ingin svo algjör hér að frétta menn útvarps eða sjónvarps séu í framboði. Athyglisvert var að fylgj- ast með samtali við Strauss nýlega og sjá hvað hann gerði harða hríð að frétta- mönnunum sem spurðu hann, hve hastarlega hann gagn- rýndi þá fyrir hlutdrægni í þáttum sínum, hvernig hann dró þá sundur og saman í háði, svo að maður var far- inn að vorkenna þess- um vesalings uppstilltu og púðruðu sjónvarps- brúðum. Strauss er eins kon- ar frummaður, náttúrubarn sem getur skipt ótrú- lega fljótt um gervi eftir því um hvað er talað og við hvern. Þegar hann var minnt ur á að sumir teldu hann hættulegan, brosti hann eins Barzel (sitjandi) og Strauss á kosningafundi. þýzku. En svona vilja Þjóð- verjar hafa þetta. Menn- irnir sem hvað harðast hafa ráðizt gegn útlenzkunni heima, stjórna nú útvarps- ráði og gætu hvenær sem er útrýmt þessari sifelldu útt- lenzku í íslenzka sjónvarp- inu, ef hugur fylgdi máli. En trúa þeir ekki á fulil'yrðiinigar sínar? Hvers vegna eru ekki allar myndir í íslenzka sjón- varpinu á íslenzku fyrst það er lífsspursmál að dómi þess- ara manna, og má vel vera að þeir hafi meira til sins máls en ég hefði haldið. Eða hef- ur íslenzk menning eitthvað sterkari bein, þegar þeir eru við völd heima á Fróni? Hvað skyldu mörg pró- sent af tali íslenzka sjón- og hvert annað saklaust barn, baðaði út höndunum og sagði eins og vandræða- lega: Ég, hættulegur? Strauss er einkennilegur maður, barnslegur, viðkvæm ur og eitilharður. Sumir segja að hann hafi lært af Hitler og ástandið í Bæjern nú minni talsvert á upphaf nasismans. Ég get ekki merkt neitt óvenjulegt andrúmsloft hér i Bæjern og lýðræði er hér við ágæta heilsu,. En hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn. En hitt er vafalaust að vindurinn í segl um þeirrar hörðu stefnu sem Strauss boðar er einræði kommúnista austan og sunn- an landamæranna. Enginn Þjóðverji sem ég hef hitt ósk ar eftir því að slíkt verði hliutskipti Vesitur-Þýzka- lands. Auk þess ber þess að geta að Strauss hefur áður átt aðild að lýðræðis- legri ríkisstjórn hér í landi og lotið lýðræðislegum leik- reglum. En hann á sér einnig hugsjón, ekki síður en komm únistar og sterka fylgismenn ekki síður en þeir. Kaþólsk Mfsviðihorf eru honum leiðar- ljós eins og flestu því fólki sem hefur fvlkt sér um hann. Hvað sem um kaþólikka má segja (maður heyrir þá gagn rýnda fyrir ofríki), hafa þeir alls staðar reynzt sterkustu andstæðingar kommúnista, - jafnvel bjargað heilum þjóð- löndum undan yfirvof- andi valdatöku þeirra. De Gaulle hafði sínar skoðanir eins og Strauss, engum datt þó í hug að kalla hann nas- ista, eins og sumir halda fram að Strauss sé í raun og veru. Samt var de Gaulle á engan hátt sérlegur fulltrúi lýð- ræðis og barði einræðisöfl miskunnarlaust niður með sterku gaullistisku alræði. Það var, þrátt fyrir allllt, gæfa Frakklands. Allt þetta er vert að hafa í huga, þegar Strauss er til umræðu. Og enginn kemst undan þvi að ræða um hann, sem á annað borð hef- ur áhuga á stjórnmálaþróun hér í Þýzkalandi og framtið Evrópu. Samt hitti ég aldrei neinn hér i Bæjern sem seg- ist styðja hann. Allir gera grín að honum eins og öðr- um sitjórnimáliamöranuim, en samt hlýtur einhver að styðja hann og flokk hans, því að hann hefur hreinan meiirihluta hér í Bæjern eða 52% atkv. í kosningabaráttunni nú eru efst á baugi verðlags- og dýrtiðarmálin, afstaðan til kommúnistalandanna, spill- ingin sem Brandt segir að hafi fellt stjórn sína, mennta málin sem Barzel hefur lagt mikla áherzlu á og þróunin til vinstri innan flokks sósial demókrata. Bæði Barzel og Strauss hafa varað við henni, hún gæti leitt til sósialistisks Vestur-Þýzka- lands. Um hir.a geigværalegu dýrtíðarþróun sagði Barzel á landsfundi kristilegra demó- krata að hún væri versti óvinur frjáls framtaks. Einnig gagnrýndi hann harð lega glundroða í fjármálum og síhækkandi sikaitt'a. Lítill vafi leikur á því að stjórnar- andstaðan fær meiri hluta í kosningunum, ef innanríkis- málin verða höfuðatriði þeirra, en ef utanrikismálin verða í brennidepli má búast við því að srtjórraarf 1 okkarn- ir haldi meiri hluta sínum á þingi. í örstuttum kynning- arþáttum flokkanna í sjón- varpi hefur Brandt lagt alla áherzlu á utanríkisstefnu sína og stjórnar sinnar, eða Ostpolitik, og samstarfið við vestræn vinaríki. Sýndar hafa verið myndir af honum með þjóðaleiðtogum og lögð áherzla á að hann einn geti haldið virðingu Vestur-Þjóð- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.