Morgunblaðið - 03.11.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1972, Blaðsíða 1
32 síður og Glæsibæjarblað 251. tbl. 89. árg. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1972 Prentsmiðja Morgunblaðsins Birgir Isl. Gunnars- son borgarstjóri ÞESSA mynd tók Ól. K. M. af fráfarandi borgarstjóra, Geir Hallgrímssyni og ný- kjörmun borgarstjóra, Birgi ísl. Gunnarssyni er lausnarbeiðni Geirs Hall- grímssonar hafði verið sam þykkt og borgarstjórakjör farið fram. Tekur við embætti 1. des. Lausnarbeiðni Geirs Hallgríms- sonar samþykkt með samhljóða atkvæðum Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur í gær, var sam- þykkt með 15 samhljóða at- kvæðum að veita Geir Hall- grímssyni lausn frá embætti borgarstjóra frá 1. desember n.k. Að því loknu fór fram borgarstjórakjör. Birgir ísl. Gunnarsson var kjörinn borg arstjóri frá 1. desember til loka kjörtímabilsins með 8 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en borg- arfulltrúar minnihlutaflokk- anna skiluðu auðu. 1 upphafi borg’arstjórnar fundarins í gær tók Geir Hall- grimsson til máls og las bréf það til borgarstjórnar, er lagt var fram á borgarráðsfundi sl. þriðjudag með la'Usnarbeiðni hans og birt var í Morgunblað- inu sl. miðiviikudag. Kvaðst borg- airstjóri mundu eiga þess kost að sitja einn borgarstjórnarfund til viðbótar sem borgarstjóri, áður en hann léti aif embætti og þá mundi hann e.t.v. hafa tækifæri til að tjá sig um ýmislegt, sem upp i hugann kæmi við þau fcíma mót, sem nú biöstu við homuim persónulega. Það hefur ekki sízt létt mér stanfið á undanförnum árurn, sagði Geir Hallgrímsson, hve gott starfsifólk Reykjavíkur- borg hefur. Þar er valinn maður í hverju rúmi. Ég sitend í mik- ilŒi þakkairskuld við það fólk alllt. Er Birgir Isi. Gunnarsson hafði verið kjörimn borgarstjóri, kvaddi Geir HaXXgrimsson sér hljóðs og óskaði eftirmanni sin- um tii haminigju með það traust, sem honum hefði verið sýnt. Það var erfið ákvörðun að segja starfi borgarstjóra l'ausu, sagði Geir HaMgrimssoin, en hún var þó auðveldari en ella vegna þess, að völ var á svo prýðil’ega hæf- u.m manni sem Birgir Isl. Gunn- arsson er. Ég veit, að borgar- Framh. á bls. 31. Viðræðna beðið: Afgreiðslubanninu í Bretlandi aflétt Viljum ekki hindra lausn, segir TWGU HulX, 2. nóvember. AP. HAFNARVERKAMENN í Bret- landi afléttu í dag afgreiðslu- banmi því seim þeir settu á ís- lenzk skip fyrir einni viku. Ástæðan \irðist sú að íslenzka stjórnin hefur fallizt á nýjar viðræður til þesis að binda enda á fiskveiðideiluna. Mbl. hafði í gær samband við Hannibal Valdimarsson, sam- göngumálaráðherra, sem sagði: „Meðan Bretar brjóta af sér í íslenzkri fiskveiðilandhelgi, mun- um við lvvergi slaka á löggæzl- umii og ekki breyta neinu varð andi afgreiðslubann á hjálpar- skip togaranna í íslenzkum höfn- um. Allt annað andrúmsloft væri, ef Bretar færu út fyrir 50 mílurnar með togarana." S amb and flutning averka m ann a (TGWU) setti bannið á í hefnd- anskyni fyrir áreitni íslenzkra varðskipa við brezka togara. Sambandið segir nú að ákveðið hafi verið að aflétta banninu „svo að ekki verði til að dreifa vandamálum sem gætu komið í veg íyriir iauisin deii'uminiar," Brezkir togaramenn og hafnar- verkamenn eru aðilar að sam- bandinu, sem er eitthvert voidug- asta verkalýðssamband Bret- lands. Að minnsta kosti tveimur skipum var visað frá brezkum höfnum meðan bannið var I gildi og nokkruim skipum með fanm frá íslandi til Bretlands var beint til Evrópuhafna. Samitímis þessu hefur brezka stjórnin tilkynnt að lagt verði fram frumvarp um framlengingu á fjárhagsað'stoð til úthafsfiski- manna til ársloka 1973. Brezikir fiskimenn hafa þegar fengið tvær 'miiljónir punda i styrki. Brezlkur fiskiðnaður get- ur fengið lán úr rílkissjóði til kaupa á skipum og veiðarfær- um. Ezra Pound Ezra Pound látinn Feneyjum, 2. nóvember. AP. BANDARÍSKA ljóðskáldið Ezra Pound lézt í gærkvöldi, 87 ára að aldri. Hann var kunna&tur fyrir ljóðaflokkinn „Pbsun Cantos“ em var einnig þekktur fyrir tilraunir í kveð- skap, bókmemntagagwýni og þýðingar á kvæðum Dante og aruuiri-a skálda. Pound sætti miklu ámæli fyrir saimúð með fasistum og var ákærður í Bandaríkjun- um 1943 fyrir landráð vegna útvarpssendinga frá Ítalíu. Hann var hiins vegar aldrei dreginn fyrir bandarískan dómstól þar sem hann var úr- sikurðaður andlega vanheill og ófær um að verja sig. Hanm dvaldist um tólf ára slkeið á geðveikrasjúkrahúsi í Washington, en sneri aftur til Italíu 1958 og bjó síðan í Feneyjum og í gömlurn kastala við rætur Alpafjalla. Beiskja hans í garð Banda- ríkjanna minnkaði með árum- um og fyrir nokkrum árum sagði hanm að kannsiki hefði Hif sitt verið Viitleysa. Pound var sæmdur Boll- ingen-verðlaununum 1948, en það oMi mi'klum deilurn meðal bókmenntamanna vegna stjórnmálasikoðana hans. Sjálf ur neitaði Pound því að hann væri landráðamaður, og þeg- ar hann fór aftur til ítalíu sagði hann að kannski væri eklki hægt að búa í Banda- rílkjunum nema í geðveikra- spítala. Pound var fæddur í Hailey í Idaho 30. óktóber 1885 og var af kvekaraættum. Hann var sviptur kennarastöðu að loknu háskólanámi vegna um- deildra skoðiana, fór till Lond- on, þar sie'm hanm varð törinig'. s\i'oikallaðra ,,imagista“, og ferðaðist um meginlandið og þýddi trúbadorakvæði. Hann rannsakaði áratugum saman kenningar Konfusíusar og verik rómverskra höfunda, eimkum Ovids. Áhrifa þeirra gætir mjög í verkum hans. í dag .... bls. Fréttir 1—2—3—31—32 Spurt og svarað . 4 Þingfréttir .......... 13 Forustugrein um nýja borgarstjórann .... 16 Geir H. Haarde skrifar um bandarísku kosningamar .......... 16 í heiimsókn hjá Birgl ísJ. Gunnar^syni og. fjölskvldu hans ...... 17 Fulitrúar minnihluta- fiolckann.a þakka Geir Hallgrímssyni . . 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.