Morgunblaðið - 03.11.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ,. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1972 LÆSILEGT SÓFASETT Þetta glæsilega SÓFASETT er nú aftur fáanlegt, bólstrað með ekta leðri eða áklæði. Grind úr marsífu maghony. Skoðið húsgagnaúrvalið hjá okkur á 700 fermetrum. OPIÐ TIL KLUKKAN 10 I KVÖLD. SKEIFAN KJÖRGAR-ÐI SIMI, 16975 BREIÐUR SOLI - BETRI SPYRNA MIKILL SNERTIFLÖTUR - MEIRA HEMLUNARVIÐNÁM MINNI SLYSAHÆTTA. HEKLAhf . Laugavegi 170—172 — Sími 21240.'' GOOD YEAR snjóhjólbarðar með eða án nagla - Afmælisrabb Framh. af bls. 11 kffiuikkan þrjú og sex í dag, og vontast þá til að vinimitr miínir fflti in.n. M. Thors. Mér þykir sennilegt, að þau, Þorgerður Sigurðardóttir og Guðmundur Þörólfsson, hefðu kosið dóttur sinni ríkulegri heim anmund en þann, sem hún fékk í veganesti er hún hóf sína fyrstu för úr foreldrahús- um í Stykkishólmi til náms hjá föðurbróður sínum að Hvítár- bakka. En ég held þó, að þegar horft er nú til þeirra ára, sem liðin eru frá þvi er þessi för hófst, þá verði auðsætt, að hin unga og fagra heimasæta frá Stykkishólmi haifi verið betur til ferðar búin en flestar þeirra, sem farareyri áttu meiri. Hið óskeikula brjóstvit Jón- ínu, góð almenn greind, eðlislæg góðvild og undirhyggjulaus ein arðleiki í afstöðu til allra þeirra mála, er hún taldi sig varða, öfl uðu henni fijótlega þeirrar virð ingar og vinsælda, sem einkennt hafa allan feril hennar. Hún hef ir um flest verið mjög happa- sæl í einkallifi sínu, en þegar betur er að gáð er þar áreiðan- lega um allt annað en tilviljan- ir tómar að ræða. Hún reyndist hinum ágæta, en alltof skamm- lífa, eiginmanni sinum, hinn ákjósanlegasti förunautur, bjó þeim fagurt heimili við Baróns- stig 80, þar sem þau ólu upp fjögur mannvænleg böm með þeim hætti, að til var jafn- að ef leita þurfti fyrirmyndar um fagurt fjölskyldulíf. Og þó að einskis væri nú að minnast ann- ars en þess hve góð húsmóðir Jónína Guðmundsdóttir reyndist bónda sínum, bömum og gestum, þá væri það eitt saman fullgilt fagnaðarefni á sjötugsafmæli hennar í dag. En trúlega fennir fyrr í þau spor Jóninu, sem stig in voru innan veggja heimilis hennar en hin, sem hún hefir markað á ævibrautinni, því að þegar við erum öil farin, sem áttum þess kost að njóta þess að sækja hana heim, þá mun endurminningin um hin persónu legu kynni smám saman þoka fyr ir því, sem eftir mun lifa í sög- unni um þau störf hennar, sem þjóðkunn eru, og skipa henni nú til þess öndvegis, sem örlög- in ásköpuðu henni. Og það er áreiðanlega engu siður fyrir góðan heimanbúnað en fararheill að Jónína Guð- mundsdóttir hefir verið í for- ystusveit reykvískra kvenna allt frá því er hún var fyrst kjörin í bæjarstjórn, barnavemdar- nefnd og mæðrastyrksneÆnd. Hún hefir gegmt formennsku í Húsmæðrafélagi Reykjavikur og Mæðrastyrksnefnd um langt ára bil, og unnið margvísleg trúnað arstörf fyrir Kvenfélagasam- band íslands og Bandalag ís- lenzkra kvenna, en hér er ein- ungis stiklað á stóru, þegar minnt er á nokkur þeirra félags- og mannúðarmála, sem Jónína hefur látið sig einhverju skipta. Ég veit ekki hvað það muni verða sem endist Jónínu bezt tii langlífis í annálum Islendinga, en ég er fullviss þess, að henni S'jáifri þyki nú vænst um að mega muna þakkartár og hlý handtök hinna umkomulausustu þeirra, sem hún hefir veitt ríku legast af mestum kærleika, og e.t.v. er það einmitt það, sem allra mestu máli skiptir bæði fyrir hana og okkur öli hin, sem hljótum að viðurkenna, að lifið væri annað og betra ef við fær um að þvi fordæmi Jónínu að rækja trú okkar fremur í verki en með játningum einum saman. Það er vegna þessa, sem svo mörgum er það ljúft og skylt að færa Jónínu þakkir í dag fyrir þau ár, sem hún á nú að baki, og óska alls þess bezta, sem hin ókomnu geta veitt henni. Ég þakka hið aðdáunarverða æðru leysi og öryggi hennar í sorg, djúpa og innilega gleði í góðum fagnaði. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að eiga þessa mikilhæfu, drenglyndu og hjartahlýju konu að góðvini, og þeir verða áreiðanlega mjög margir, sem minnast þess I dag, að þeir eiga Jónínu Guðmunds- dóttur stóra þakkarskuld að gjalda. Hið mikla örlæti hennar í veit ingum þeirra góðverka, sem eft- irminnilegust eru nú, leiðir hug- ann að annarri konu, snæ- fellskri, sem fyrrum reisti sinn skála um þjóðbraut þvera „og lét þar jafnan út standa borð, en hún sat á stóli og laðaði þar gesti, hvern er mat vildi eta.“ Það heffir löngum verið annað fólk en það vonda, sem eftir- minnilegast hefir orðið í sögum frá Snæfellsnesi, og hæst ber við þess hvíta jökulfald. Sigurður Magnússon. Hef til sölu ★ fbúð við Miklubraut. ★ fbúð við Gautland. ★ fbúð við Eyjabakka. ★ Einbýlishús í Kópavogi. Upplýsingar í símum 42390 — 40587. Sigurður Helgason, hri., Digranesvegi 18, Kópavogi. Tilkynning Þeir, sem telja sig eiga bila á geymslusvæði „Vöku" á Artúns- höfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 20. nóvember nk. Hlutaðeigendur hafi samband við afgreiðslumann „Vöku" að Stórhöfða og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bíl- garmar fluttir, á kostnað og ábyrgð eigenda, á sorphauga, án frekari viðvörunar. Reykjavík. 1. nóvember 1972. Gatnamálastjórinn í Reykjavik, Hreinsunardeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.