Morgunblaðið - 01.12.1972, Side 16

Morgunblaðið - 01.12.1972, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1972 Olgefandi hf Árvakiín, R'éykjavík Fra'mkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. firtsíjórar Matthías Johannessen, Eyjólifur Konráö Jónsson. Styrmir Gunnarsson. RrtS'tjórnarfuiit.rúi Þorbjörn Guðmundsso-n Fréttastjón Björn Jóthannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Rítstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 1Ö-100. Augilýsingar Aðaistraeti 6, sími 22-4-80 Ás/kriftargjal'd 225,00 kr á 'móniuði innaniand* I teusasöTu 15,00 ikr eintakið. Árið 1948 voru á Alþingi, eins og- kunnugt er, sett lögin um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Með þeim lögum lýstu íslending- ar yfir eignarrétti sínum á öllum auðæfum á hafsvæðinu yfir landgrunninu. Er þessi löggjöf orðin aldarfjórðungs- gömul, og hefur stefna Is- lendinga í landhelgismálinu miðast við það að ná öllum þessum rétti. Að vísu var það glapræði framið af vinstri flokkunum að víkja frá þess- ari stefnu með ákvörðun um 50 mílna útfærslu fiskveiði- takmarkanna í stað þess að miða við landgrunnið allt, eins og Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir. Nú hefur þráðurinn hins vegar góðu heilli verið tekinn upp að nýju og íslendingar náð samstöðu við 16 aðrar þjóðir um flutning tillögu, sem er í anda þeirrar stefnu, sem við mörkuðum okkur 1948. Tillagan er lögð fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, en einmitt á þeim vettvangi hefur okkur orðið mest ágengt að vinna málstað okkar fylgi. Ber vissulega að fagna því, að samstaða hefur náðst um að fylgja fast eftir hinni hefðbundnu stefnu okk- ar að miða útfærslu fiskveiði- takmarkanna við landgrunn- ið allt, en ekki að einskorða hana við 50 mílur. Árið 1945 lýsti Truman, þá- verandi Bandaríkjaforseti, yf- ir eignarrétti Bandaríkjanna á hafsbotninum undan strönd um þess ríkis. Síðan hafa flest strandríki fetað í fót- sporið, og löndin, sem liggja að Norðursjó, hafa skipt öllu hafsvæðinu upp á milli sín. Og hafa Bretar þar ekki ver- ið eftirbátar annarra. Stórblaðið New York Tim- es fjallaði í fyrra um yfirlýs- ingu Bandaríkjaforseta frá 1945 og komst að þeirri niður- stöðu, að með þeirri ákvörð- un hefðu Bandaríkjamenn í raun réttri lýst yfir því, að ekki einungis landgrunnið, heldur hafið yfir því yrði eign strandríkjanna, því að fráleitt væri að ætla að skilja þetta tvennt að. Þess vegna fer ekkert á milli mála, að sú stefna, sem við íslendingar höfum fylgt, er rétt. Land- grunnsstefnuna á að bera fram til sigurs, og það er unnt, ef hvergi er hvikað frá settu marki. Illu heilli lýstu núverandi stjórnarflokkar því yfir fyrir kosningar, að jl.fagnús Kjartansson, trygg- ingaráðherra, hefur á Al- þingi flutt frumvarp, sem m.a. felur það í sér, að stofna eigi víða um land umboðs- skrifstofur fyrir Trygginga- stofnunina og taka þessi um- boðsstörf úr höndum sýslu- manna. Frumvarp þetta er flutt sem stjórnarfrumvarp, en að óreyndu verður því þó ekki trúað, að samstarfsflokk- ar kommúnista í ríkisstjórn láti enn einu sinni undan þeim og fallist á samþykkt þessa frumvarps. Með tillögum sínum um fjölmargar umboðsskrifstofur víða um land hyggst Magnús þeir hygðust einskorða út- færslu landhelginnar við 50 mílur og héldu síðan við þá stefnu, þrátt fyrir marg- ítrekaðar aðvaranir Sjálf- stæðisflokksins. Nú hafa þeir hins vegar á alþjóðavettvangi fallizt á landgrunnsstefnuna og það ber að þakka. Kjartansson og sálufélagar hans koma á stofn kommún- istahreiðrum á kostnað al- mennings. Ráðherra á að skipa vini sína og samherja til að reka kommúnistaáróð- ur frá þessum umboðsskrif- stofum Tryggingastofnunar- innar. Auðvitað yrði mikill auk- inn kostnaður samfara því að setja fjölda slíkra nýrra skrifstofa á stofn. En það er þó ekki aðalatriðið. Hitt er verra, ef lýðræðissinnar láta kommúnista teyma sig út í það fen, sem stofnun umboðs- skrifstofa kommúnistaflokks- ins um allt land væri. AUÐLINDIR LANDGRUNNSINS KOMMUNISTA HREIÐUR Björn Bjarnason — Þróun evrópskra öryggismála II: Hindrunum rutt úr vegi SVO var komið vorið 1969, að endarn- ir höfðu náð saman milli austurs og vesturs að bví leyti, að vilji var til samningaviðræðna hjá báðum aðil- um. Enn þurfti þó að draga úr við- sjám og sætta hagsmuni bæði innan bandalaganna sjálfra og þeirra i milli. Innan Atlantshafsbandalagsins voru ýmsir bræddir við að ganga of langt til móts við Sovétríkin. Enda hljóta því ávallt að vera takmörk sett, þegar hafðar eru í huga yfir- lýsingar eins og sú, sem Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokks- ins, gaf á flokksþingi deildar komm- únistaflokksins í Moskvu 29. marz 1968. En þá sagði hann m.a.: „Flokk- ur vor hefur ávallt gert ljóst, að á hugmyndafræðilega sviðinu get ur aldrei orðið um friðsamlega sam- búð að ræða, aiveg eins og það get- ur aldrei orðið stéttafriður milli ör- eiganna og borgarastéttarinnar." Slíkar yfirlýsingar eru raunar enn í gildi þar í landi og enduróma frá talsmönnum Brezhnevs um allan heim, eins og sjá má af skrifum Þjóð- viljans og heyra á tali þeirra, sem hæst krefjast varnarleysis Islands. Vorið 1970 komu utanríkisráðherr ar Atlantshafsbandalagslandanna saman til fundar i Rómaborg. Eins og venjulega gáfu þeir út yfirlýs- ingu að fundi sínum loknum, og þar segir m.a.: „Á fundi sinum í Washington í apríl 1969 samþykktu ráðherrarnir að kanna með Sovétríkjunum og öðr- um ríkjum Austur-Evrópu, hvaða sér stök málefni stuðli bezt að árangurs- ríkum samningaviðræðum til að draga úr spennu og efla samvinnu í Evrópu, auk þess sem stigin yrðu ákveðin stref í þessa átt Ráðið kann aði síðan þessi mál gaumgæfilega. Og á fundi sínum i desember 1969 lýstu ráðherramir því yfir, að ríkisstjórn- ir bandalagsríkjanna mundu efla og halda áfram viðræðum sínum og samningum eftir öllum tiltækum leið um, bæði tvihliða og fjölþjóðlega. Og þær myndu fylgjast náið með öll- um viðbrögðum Sovétríkjanna og annarra ríkja Austur-Evrópu varð- andi þátttöku i slíkum viðræðum. Þeir sögðu, að það færi eftir fram- gangi þessara viðræðna óg samn- inga, hver yrði árangur hvers kon- ar ráðstefnu, sem efnt yrði til i því skyni að ræða og semja um grund- vallarvandamál samvinnu og örygg- is í Evrópu. Ráðherrarnir töldu sjálf sagt, að aðilar bandalagsins í Norð- ur-Ameríku tækju þátt í slikri ráð- stefnu.“ Þarna er í fyrsta sinn getið um „ráðstefnu" um öryggi Evrópu í yfir lýsingum ráðherrafundar bandalags- ins. En annað nýtt orð, eða réttara sagt skammstöfun, bættist við orða- forða slikra yfirlýsinga á fundinum í Róm, en það var skammstöfunin á heiti Alþýðulýðveldisins Þýzka- lands, GDR á ensku, eða DDR á þýzku fyrir Deutsche Demokratische Republik. En þessi skammstöfun kom einmitt fyrir, þegar ráðherrarn ir fjölluðu um þá samninga og þær viðræður, sem þeir geta í tilvitnuðu orðunum hér að framan. Því að í Róm lýstu þeir yfir stuðningi sínum og skilningi á frumkvæði Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands að við ræðum við Sovétríkin, Póiland og DDR til að bæta ástandið í Mið- Evrópu. Lýsa þeir von sinni á þann veg, að þessar viðræður verði árang- ursríkar og þeim verði ekki spillt með óaðgengilegum kröfum. Voru þessar tilraunir til að leysa helztu vandamál Evrópu og efla tengslin milli beggja hluta Þýzkalands talin mjög merkur skerfur til öryggis og samvinnu í Evrópu. Ráðherrunum varð fljótlega að von sinni, því að þann 12. ágúst 1970 var griðasátt- máli milli Sambandslýðveldisins og Sovétrikjanna undirritaður og þann Willy Brandt. 18. nóvember 1970 lauk samnings- gerðinni milli Sambandslýðveldisins Þýzkalands og Póllands. 1 Rómaryfirlýsingu sinni geta ráð- herrarnir einnig þess, að i samræmi við rétt og skyldur sínar gagnvart Berlín og Þýzkalandi öllu hafi fjór- veldin, Bandaríkin, Bretland, Frakk land og Sovétríkin þann 26. marz 1970 byrjað viðræður um endurbæt- ur á ástandinu í Berlín og hindr- unarlausar samgöngur við borgina. Lausn Berlínar-vandamálsins var að roatoi ráðherranna eitt helzta við- fangsefnið, sem semja þurfi um á við unandi hátt, áður en alvarlega yrði hafizt handa um undirbúning örygg. ismálaráðstefnu Evrópu á fjölþjóð- legum grundvelii. í yfirlýsingu ráð- herranna frá fundi þeirra í Brúss- el í desember 1970 segir, að tvisýnt sé um, að unnt verði að bæta sam- búð austurs og vesturs í Evrópu, ef niöurstöður þáverandi samningavið- ræðna um Berlín verði ekki viðun- andi. Með þetta í huga lögðu ráð- herrarnir áherzlu á mikilvægi þess, að tryggt yrði, að samgöngur við Berlín yrðu ekki hindraðar, að um- ferð innan Berlínar yrði bætt, og all ir viðurkenndu þau tengsl, sem skap azt hafa milli vesturhluta Berlinar og Sambandslýðveldisins Þýzkalands og Vesturveldin þrjú hafa samþykkt. Samningar um þetta atriði náðust þann 3. september 1971, þegar fjór- veldin undirrituðu samning sinn um stöðu Berlínar. í þeim samningi eru framangreindar kröfur teknar til greina. Þannig hafði tekizt á rúmlega einu ári að leysa þau mál með samningum sem krafizt var af Atlantshafsbanda- laginu. Á fundi sínum í Bonn 30. og 31. maí 1972 ákváðu siðan utanríkis- ráðherrar Atlantshafsbandalags- landanna að ganga til fjölþjóðlegra undirbúningsviðræðna undir ráð- stefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, eins og segir í yfirlýsingu þeirra. Og þar segir einnig, að þeir taki með þökkum tilboði finnsku rík- isstjórnarinnar, um að slíkar viðræð- ur fari fram í Helsinki og í þeim taki þátt forstöðumenn sendiráða viðkomandi landa þar. Þessar viðræð ur hófust 22. nóvember s.l. Eins og sjá má af framansögðu gegndi vestur-þýzka rikiisstjórnin iyk- ilhlutverki við framkvæmd þeirra mála, sem Atlantshafsbandalagið taldi brýnust úrlausnar, áður en það gengi að undirbúningi öryggismála- ráðstefnunnar. Stefnan, sem rikis- stjórnin í Bonn hefur fylgt allan þennan tima, hefur mjög tengzt nafni Willy Brandts. Hann gerði fyrst ítar lega grein fyrir austurstefnu þýzku ríkisstjórnarinnar í greiin, sem hann ritaði i aprílhefti bandaríska tímarits ins Foreign Affairs 1968. Er jafnan vitnað til þessarar greinar, sem stefnuskrár Brandts, en hún var rit- uð á meðan hann gegndi embætti ut- anríkisráðherra í samstevpustjóm kristilegra demókrata og sósial-demó Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.