Morgunblaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 28
28 1 ................ —■■■■■■■. ........... MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1972 SAC3AINI ur. Hvers vegna athugarðu ekki byssuna þína? Hvers vegna trúðirðu mér ekki ? Enda þótt reiðiglampa brygði fyrir í augum Péturs, sást hann ekki í andlitssvip hans. Hann settist afur á legubekkinn hjá Fioru. Þetta er ekki mjög sárt, er það? sagði hann. Var þetta eintóm umhyggju- semi? hugsaði Jenny með sér. Það var hún ekki viss um. Hún hallaði sér aftur á bak í djúpa stólinn, til þess að sjá Pétur ekki við hlið Fioru, sem nú var konan hans. Það var skrítið, að Fiora skyldi hafa sagt svo blátt áfram og kæruleysislega, að Jenny væri vinkona hennar. Hún var sann- arlega engin vinkona Fioru. Hún óskaðí þess, að þau Pét- ur hefðu hitzt í einrúmi, án nokkurra áhorfenda. Hún ósk- aði, að þau hefðu hitzt öðru- vísi. Hún kom auga á blómstr- andi fúksíur við einn gluggann og leit siðan i kringum sig í stofunni. Jæja, hingað var hún þá kom in aftur. Hún renndi augunum um alla stofuna. Hún saknaði Hoinarljöiður - Bingó Lionsklúbbur Hafnarfjarðar heldur bingó í Bæjar- bíói, Hafnarfirði, laugardaginn 2. desember kl. 17. Aðalvinningur: Mallorkaferð með Ferðaskrifstofunni Sunnu. Fjöldi annarra góðra og nytsamra vinninga. Öllum ágóða varið til tækjakaupa fyrir Sólvang og St. Jósepsspítala. LIONSKLÚBBUR HAFNARFJARÐAR. Hringl eftir midncelti M.G.EBERHART bókahilinanna, sem voru horfn- ar. Hún saknaði stóra skrif- borðsins, sem hafði staðið við arininn, en fann það svo loks- ins úti í homi, en það hafði ver ið fægt upp og var nú ljóst á Iitinn. Hún saknaði gamla þunna teppisins. Það hafði nú verið orðið svo slitið, að það hafði verið alveg rétt af Fioru að setja annað grænt í staðinn, þykkt og loðið. En stofan var ekki lengur sú sama. Fiora hafði sett sinn svip á allt hús- ið, en það hafði Jenny aldrei gert. Satt að setja mundi hún ekki eftir neinu, sem hún sjálf hefði gert í því skyni að breyta hús- inu. Það hefði heruni aldrei dott ið í hug, því að henni hafði fundizt þunglamalegu rauðviðar húsgögnin vera hluti af því, og ættu þvi rétt á að standa þar óbreytt. Auk þess vissi hún, að Pétri þóttl vænt um þau. Það var ekki laust við, að hún dáðist að þessu hugrekki Fioru að fleygja öllu, sem hún eða ráðunautar hennar vildu fleygja. En um leið saknaði hún þessara gömlu þægilegu hús- gagna sem henni hafði þótt svo vænt um. Hún gleymdi sér í endur- minningunni um þessi tvö töfr- andi vor, sem hún hafði dvalið í þessu húsi. Dyrnar á endan- um á stofunni vissu út að Sund- inu. Þegar rok var á sjónum, skullu öldumar á sjógarðinum og sölt sjávarfroðan rauk um allt. Þau Pétur höfðu oft geng- ið saman eftir garðhjallanum og horft á mávana, sem létu skelj- ar detta á steinana til þess að brjóta þær og éta síðan innan úr þeim, og þá hafði Pétur hleg- ið og sagt, að þetta væri mikið fyrir matnum haft. En nú lá Fiora þama upp við koddana með lokuð augu. Nú sat Pétur þarna við hliðina á Fioru. Nú var Blanche þarna, teinrétt og stillileg, emð ökkl- ana snyrti'lega saman. — Blanche var aldrei í hvíldar- stellingu. Augu hennar voru Ijósleit og eins og utan við sig, en samt fann Jenny á sér, að ef hún bara hreyfði fingur, mundi Blanche verða þess vör. Og nú var verið að bíða eftir lögregl- unnd til að rannsaka imnbrots- þjóf og byssuskot. Jenny leit á Cal og hann var að horfa á hana. Ef henni ekki skjátilaðist, þá var einhver við- vörun í augnaráði hans, rétt eins og hann vildi segja: Bland- aðu þér ekki í þetta. En hvernig gat hjá því farið, í þýðingu Páls Skúlasonar. að Fiora sæi manninn, sem kom inn í búrið með byssu í hendi? Jú, hann gæti hafa komið aít- an að henni meðan hún var að bauka við kæliskápinn. Snögglega sagði Cal: — Sakn ið þið nokkurs? Var nokkru stol ið. Pétur leit fast á hann og stóð upp. — Ég hef ekki gáð að því. — En ég gerði það, sagði Blandhe rólega. Það er arm- band og hálsfesti á snyrtiborði Fioru. Riora gaut til augunum. — AII- ir aðrir skartgripir mínir eru í jármskápnum í herbergi Péturs. — Ég skal gá, sagði Pétur ró- lega og gekk síðan hægt út úr velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • „Frönsk bræla“ T.J. skrifar: „Mikil var sú ógæfa þegar svokallaðar franskar kartöflur urðu hér landlægar. Ekki ein asta munu þær vera mjög óholl ar og næringarsnauðar, held- er er nú svo komið að varla er hægt að koma inn fyr ir dyr á nokkurri veitinga- stofu á öllu Islandi, án þess að manni slái bókstaflega fyrir brjóst af þessari „frönsku brælu“. Mér dettur svo sem ekki i hug, að hægt sé að uppræta þessa fæðutegund. Ég er ekki einn um að láta þetta fara í mínar fínu taugar, en væri ekki athugandi fyrir þá, sem reka þessar matstofur að steikja sínar kartöflur annars staðar en þar sem gestir sitja að snæðingi ? • Næringarsnauð fæða Annars finnst mér fleira at- hyglisvert í sambandi við mat- arvenjur okkar íslendinga nú á síðari árum. Síðan franskar kartöflur, hamborgarar, pylsur og fleira í þeim dúr, héldu inn reið sína hér, hefur kjamgóð- ur íslenzkur matur átt minni vinsældum að fagna en áður var. Starfs mins vegna snæði ég daglega á einhverjum „grill- staðnum“ í miðbænum, en mik- ið vildi ég gefa til að geta held ur farið inn á einhvern stað, þar sem á boðstólum væri venjulegur íslenzkur matur í staðinn fyrir þetta alþjóðlega, þefilla moð. Á þessum „grill- stöðum“ er yfirleitt húsfyllir. Mikið er þar um unglinga, en ég hef tekið eftir að langvin- sælasti rétturinn er franskar kartöflur með ,,kokkteilsósu“, ásamt kóki. Hvernig hægt er að háma i sig slík kynstur af kartöflum gegnsósa af fitu með sósu, sem er búin til úr nær eintómri olíu, er mér hulið, en auðvitað hefur hver sinn smekk. Það breytir þó ekki því, að hér er um að ræða fæðu, sem er nær- ingarsnauð og beinlínis óholl. • Áróðursherferð um hollustuhætti Hér fyrr á árum var mikið talað um að fæða okkar Islend inga væri of fábreytt, en nú er því ekki lengur til að dreifa. Hér er nú á boðstólum gott og fjölbreytt hráefni allan árs- ins hring. Ávextir og grænmeti fást alltaí, svo að eitthvað sé nefnt. Ég er þeirrar skoðunar, að hér gæti aukin fræðsla og áróð ur orðið til mikilla úrbóta. Á mörgum heimilum er minna hugsað um hollustu- hætti en skyldi, t.d. veit ég um heimili, þar sem aldrei er keypt annað brauð en fransk- brauð. Ég held að hefja þurfi áróð- ursherferð um hollustuhætti í fjölmiðlum og kenna næringar- efnafræði í skólum. Sú kennsla þyrfti ekki að verða á neinu vísindalegu „plani“, heldur væri nóg að segja frá því, hvers vegna sumar fæðuteg- undir eru hollari en aðrar, og hvaða næringarefna við meg- um sízt án vera. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. T.J.“ • Styttið þáttinn um veðrið Sjónvarpsnotandi skrifar: „Kæri Velvakandi! Þegar til umræðu er gagn- íýni á sjónvarpið, dettur mér stundum í hug Don Quixote, sem barðist við vindmyllur Það virðist vera nokkurn veg- inn sama hvað sagt er, hvort heldur um er að ræða hógvær- ar óskir og ábendingar um það, sem betur má fara, eða harða gagnrýni. Ráðamenn sjónvarpsins láta ekki einu sinni svo lítið að fussa eða sveia. Því er það með hálfum huga, að ég legg það á mig að skrifa þessar línur, vegna þess að ég á ekki von á því, að þessir menn anzi svona kvabbi; þætti meira að segja undur mikil ef þeir læsu þetta. Það, sem ég vil þó koma hér á framfæri er, hvort ekki væri í lagi að hafa þáttinn um veðr- ið talsvert styttri en nú er. Þáttur þessi finnst mér alltof langdreginn, sérstaklega þar sem hann er hafður á hverjum sjónvarpsdegi. Tillaga mín er: Hafið þáttinn styttri, a.m.k. flesta daga vikunnar. Vel mætti þó hafa einn ýtarlegan þátt, til dæmis einn dag í viku Sjónvarpsnotandi.“ • Krossgátan of létt? Kona nokkur hafði samband við Velvakanda og lét i ljós ánægju sina með krossgátu- þátt sjónvarpsins. Hún sagði, að á heimili hennar safnaðist öll fjölskyldan saman og hjálp aðist að við að ráða krossgát- una. Konan sagði þó, að heimilis- fólki sinu hefði þótt krossgát- an of létt hingað til og hefði hún heyrt. það sama frá fleir- um. Hún vildi því leggja til að krossgátan yrði höfð þyngri og er því hér með kom- ið áleiðis til réttra aðila. \ SKEIFAN \ Bráðfallegt hjónarúm frá Húsgagnavinnustofu Óla Þorbergssonar, Auðbrekku 32, Kópavogi. Sterkbyggt: Byggt á sökkli. Vandað: Sprautað með sýruhertu lakki, áferðin eins og á fínasta sportbíl. Luxus útfærsla: Innbyggt ljós í bóka- hillu yfir höfðagafli. Springdýnur. KJÖRGAROI SÍMI 16975 Opið til kl. 10 í kvöld Leiguíbúð 4ra herbergja íbúð á Fálkagötu er til leigu strax. Upplýsingar frá kl. 5—7 í síma 30008.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.