Morgunblaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 30
30
MORGUNÐLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1972
1
Harka-hraði-markasúpa
^ýVIorgunbladsins
— er Valur sigradi Víking
27-20 — Bæði liðin sýndu
góðan sóknarleik en lélega vörn
J»EIR fjölmörgii áhorfendur, sem
lögðu leið sína í Laugardalshöll
ina á miðvikudagskvöldið, fengu
sannarlega töluvert fyrir aurana
sína, þar sem leikkvöldið bauð
upp á tvo skemmtilega og allvel
leikna leiki. í fyrri leiknum
mættu hinir nýbökuðu Reykja-
vikurmeistarar Víkings Val og
átti sá leikur eftir að verða all
sögulegur áður en iauk. Harkan
keyrði þar stundum um þverbak,
og eitt sinn urðu dómararnir að
visa tveimur leikmönniim út af
samtimis, er þeir voru farnir að
fljúgast á á vellinum.
Dómararnir: Hannes Þ. Sig-
oirðsson og Jón Friðsteinsson
léku stórt hlutverk i þessum
leik. Eins og leikurinn þróaðist
var hlutverk þeirra engan veg-
inn auðvelt né öfundsvert, en
báðir gerðu þeir það sem í þeirra
valdi stóð til þess að halda hon
um niðri. Kom það fram strax
í upphafi að Hannes var mjög
ákveðinn og kostaði það margar
éminningar og vítaköst. Bitnaði
það meirá á Víkingunum, enda
þeir til rnuna klaufalegri í brot
lum sinum, og strax og halla fór
á þá, misstu margir leikmenn
liðsins geðró siná. Slíkt er alltaf
hættulegt, og venjulega hitta
rnenn þá sjálfa sig fyrir. Það er
að minnsta kosti gömul og ný
saga i handknattleiksleikjum. —
Mikið keppnisskap er hverjum
íþróttamanni nauðsyn og sker
oft úr um hver verður afreks-
maður og hver ekki, en hitt er
jafn hættulegt að ganga of langt.
En- það er líka vel skiljanlegt
að Víikingar háfi ekki verið í
sem beztu jaÆnvægi fyrir leik
þennan og í honum. Sem kunn-
ugt er unnu þeir Reykjavíkur-
mótið á kæru, og hefur verið leg
ið mjög á hálsi fyrir það. 1 þess
um leik mættu þeir liði því sem
þeir hefðu orðið að keppa auka-
leik við, ef ekki hefði orðið af
kæru, og ég hef trú á því að,
Víkingarnir hafi ætlað sér að
taka af öll tvímæli og stinga dúsu
upp í þá sem hafa verið að ásaka
þá.
FRÁBÆR sóknarleikur
— LÉLEGAR VARNIR
í leik þessum sýndu bæði lið-
in sóknarleik eins og hann getur
beztur orðdð h-já istenzkum lið-
uno. Vamir beggja liða voru hins
vegar fremur slakar, og þegar
þetta tvennt fór saman mátti bú
ast við mikilii markasúpu, hvað
og vanð. Valsmenn náðu forskoti
þegar í upphafi leiksins, en Vík
ingar slepptu þeim þó ekki langt
fram úr, fyrr en undir lok hálf-
leiksins, er staðan breyttist úr
8:7 fyrir Val i 12:7. Á þesum
kafla l’eiksins léku Víkingar ó-
skynsamlega. Þegar Valur var
kominn 2—3 mörk yfir áttu þeir
tvimælalaust að reyna að hægja
ferðina og bíða eftir opnum
marktækifærum, en þess í stað,
æstust þeir upp við hraða Vals
manna, og þegar á móti tók að
blása fyrir alvöru kom það
greinilega fram í skapsmunun-
um.
Víkingar léku einnig óskyn-
samlega vörn á móti Valsliðinu.
Henni var stMt upp 4—2, en við
það opnuðust stórar glompur
fyrir hina hörðu og ákveðnu
gegnumbrotsmenn Vals, þá Ólaf
Jónsson og Gunnstein Skúlason,
enda voru þeir báðir í essinu
sinu i þessum leik.
NOKKRIR ATTU
STJÖRNULEIK
Bkki er hægt að neita þvi að
í þessum leik skönuðu nokkrir
einstaklingar fram úr í báðum
liðum. í Valsliðinu áttu þeir
Gunnsteinn og þó sérstaklega Ó1
afur Jónsson og Bergur Guðna
son framúrskarandi góðan leik.
Bergur byggði spil liðsins upp
og ógnaði í sífellu, auk þess sem
hann sýndi mikið öryggi í víta-
köstum. Það var vonum síðar
sem Vikingar gripu til þess ráðs
að taka hann úr urnferð, og eft
ir að Ólafur Jónsson hafði einai
ig fengið „yfirfrakka" hvarf ör
yggið úr sóknarleik Vals, þrátt
fyrir að öl'l lögmái bendi til þess
að hættulegt sé að taka tvo menn
úr umferð i einu.
í Víkingsliðinu átti Guðjón
Magnússon beztan leik, ásamt
Einari Magnússyni, enda virtust
þessir tveir leikmenn vera í
einna mestu jafnvægi. Sérstaka
athygli í liði Víkings vakti einn
ig ungur piltur, Jón Sigurðsson.
Hann var hreyfanlegur á linunni
og útsjónarsamur að opna fyrir
Guðjón og Einar, ,auik þess sem
hann var vel virkur í vöminni.
Þarna er mikið efni á ferðinni,
hefði Pétur Bjarnason, þjálfari
Vikings gjaman mátt nota hann
meira i leiknum.
ÓSAMRÆMI
Sem fyrr greinir voru þeir
Hannes og Jón, dómarar, i erf-
iðu hlutverki. Þeir komust sæmi
lega frá því en heldur ekki meir.
Mesti gallinn hjá þeim var ósam
ræmið í dómum þeirra. Hannes
var til muna strangari en Jón,
en báðir sýndu af sér það sem
nauðsynlegt er í leik sem þess-
um — ákveðni.
í STUTTU MÁLI:
íslandsmótið 1. deild.
Laugardalshöll 29. nóvember.
Úrslit: Valur — Víkingur 27:20
(16:11).
Brottvísun af velli: Ágúst Ög-
mundsson, Guinnsteinn Skúiason,
óiafur Jónsson, Val í 2 min. Ó1
afur Friðriksson, Rósmundur
Jónsson og Jón Sigurðsson, Vík.
í 2 min.
Misheppnað vítakast: Einar
Magnússon átti vítakast í stöng
á 29. mín.
Þessir tveir ieikmenn komu mikið við sögu í Ieik Vals og Vík-
ings: Ólafur Jónsson og Guðjón Magnússon.
Ganerur
Mín. Valur
1. Ólafur
2. Bergur
3.
5. Bergur (v)
7. Bergur
8.
(v)
leiksins
Víkingur
1:0
2:0
2:1 Einar
3:1
4:1
4:2 Guðjón
LIÐ VALS. Ólafur Benediktsson 2, Jón Breiðfjörð Ólafsson I,
Gunnsteinn Skúlason 3, Jón Karlsson 2, Ágúst Ögmundsson 3,
Stefán Gunnarsson 2, Bergur Guðnason 4, Þorbjörn Guð-
mundsson 2, Jón P. Jónsson 1, Ólafur H. Jónsson 4, Jóhann
Ingi 1.
LIÐ VÍKINGS: Rósmundur Jónsson 1, Jón Hákonarson 1,
Einar Magnússon 2, Guðjón Magnússon 3, Ólafur Friðriksson
2, Magnús Sigurðsson 1, Páli BjörgVinsson 2, Jón Sigurðsson 3,
Viggó Sigurðsson 2, Stefán Halldórsson 2, Magnús Guðmiinds-
son 1, Viðar Jónasson 1.
8. Gunnsteinn 5:2 HAlfleikur
8. Ólafur 5:3 Einar 32. Gunnsteinn 17:11
8. 6:3 32. 17:12 Magnús
10, 6:4 Guöjón 33. Ólafur 18:12
11. Bergur (v) 7:4 34. 18:13 Einar
12. 7:5 Páll 35. Jón K. 19:13
12. Gunnsteinn 8:5 41. Ágúst 20:13
13. 8:6 Guðjón 44. Bergur (v) 21:13
16. 8:7 Guðjón 46. Þorbjörn 22:13
17. Bergur (v) 9:7 48. Ágúst 23:13
19. Jón K. 10:7 48. 23:14 Guðjón
20. Gunnsteinn 11:7 49. Bergur 24:14
22. Bergur 12:7 50. 25:15 Ólafur
23. 12:8 Guðjón 52. Gunnsteinn 25:15
25. Ólafur 13:8 53. 25:16 Jón
27. Bergur (v) 14:8 53. 25:17 Ólafur
27. 14:9 Stefán 55. 25:18 Páll
28. 14:10 Elnar 57. 25:19 Einar (v)
29. Ölafur 15:10 58. Ágúst 25:19
30. Ólafur 16:10 58. 26:20 Jón
30. 16:11 Viggó 59. Bergur 27:20
Mörk Vals: Bergur Guðmson
10, Ólafur H. Jóusson 6, Gunn-
steinn Skúlason 5, Ágúst Ög-
mundsson 3, Jón Karlsson 2, Þor
björn Guðmiundsson 1.
Mörk Víkings: Guðjón Magnús
son 6, Einar Magnússon 5, Pál’l
Björgvinsson 2, Ólatfur Frið-
riksson 2, Jón Sigurðsson 2,
Stefán Halldórsson 1, Viggó Sig-
urðsson 1, Maigniús Sigurðsson 1.
Dómarar: Hannies Þ. Sigurðs-
son og Jón Friðsteinsson og hef-
ur áður verið fjallað um frammi-
stöðu þeirra.
— stjl.
lokaði markinu
Hjalti
ÞAÐ hefur komið greinilega
fram, að Ieikmenn þeir sem
voru í íslenzka Olympíulandslið-
inn í sumar, hafa lent meira og
minna i öldudal með haustinu.
Til að byrja með var Geir Hall-
steinsson i þessum öldudal, en
nú eru þeir Viðar Símonarson
og Birgir Finnbogason komnir í
hann. Eini ieikmaðurinn sem
ekkert virðist bíta á er hin gam-
alkunna kempa í FH-markimi,
Hjalti Einarsson. Það heyrir til
undantekninga ef hann á léleg-
an dag, og í leik ÍR og FH á
miðvikiidagskvöldið, átti hann
stærstan þáttinn í sigri liðs síns
20:19. Hjalti kom ekki í markið
fyrr en í síðari hálfleik, og
varði þá oft ævintýralega vel.
Leikur ÍR og FH var annars
fremur daufur til að byrja með,
þótt aldrei yrði hann lélegur.
Bæði liðiin léku allvel í vömimni
og sóknarleikurinn var vel út-
færður. Leikurinn hélzt í al-
gjöru jafnvægi í fyrri hálfleik,
og að honum loknum hafði FH
eitt mark yfir 10:9, eftir að Geir
Halilsteinsson skoraðd þegar örfá-
ar sekúndur voru til hlés.
í siðari háifleiknum lifnaði
xnikið yfir leiknum og í hann
færðist jafntframt mikil spenna.
Maður hafði það ailtaf á tdiltfinn-
ingunni að FH væri sterkari að-
ilinn, en eigi að síður siepptu
ÍR-ingar þeim aldrei langt fram
úr sér og komust nokkrum sinn-
um mark yfir. Þe-gar lokamínút-
an hófst var jafntefli 19:19, en
þá skoraði Viðar fyrir FH og
reyndist það úrslitamarkið, þar
sem Vilhjáimi mishepþnaðist að
skora úr góðu færi sem hann
fékk er 3 sekúndur voru eftir.
Ef til vill hefði jafntefli verið
réttlátust úrsiit í leiknum. IR-
ingar áttu nú sinn bezta leik á
keppn isfcí maibilinu og er greini-
tegt að liðið er til muna betra
nú, en það var á sama tíma í
fyrra. Leikur þess er til muna
yfirvegaðri og öðru hverju
bregður það fyrir sig skemmti-
lega útfærðum sprettum, sem
erfitt er að stöðva.
Aðalmunurinn hjá ÍR-ingum
er samt sem áður markvarzlan,
en Geir Thorsteinsson, hinn nýi
markvörður liðisins, sýnir jafna
og góða leiki og að þessu sinni
varði hann oft með miklum ágæt
um. Brynjólfur Markússon og
Jóhannes Gunmarsson komu vel
frá leiknum, en þeir Ágúst
Svavarsson og Gunnteugur
Hjálmarsson eru of ragir við að
nota tækifæri sem þedm bjóð-
ast. Gunnlaugur átti misheppnað
skot í upphafi teiksins, og virt-
ist það draga svo úr honum
kjarkinn að hann reyndi varia
að skjóta eftir það.
Hversu oft hefur ekki verið
sagt að það hafi verið einstaikl-
imgsframtak þeirra Geirs Hall-
steinssonar og Hjalta Einarsson-
ar, sem fært hefur FH sigur?
Og þau ummæli er hægt að end-
urtaka nú. Geir var daufur í
byrjun leiksinis, hainn átti nokk-
ur misheppnuð skot og var
óöruggur. í síðari hálfleik sýndi
hann hins vegar stjömuteik —
allar gerðir af skotum og dreif
FH-liðið upp úr deyfðdnni. Sem
fyrr segir var Viðar óvenjulega
daufur, og þar með Þórarinn,
en þessir leikmenn vinna jatfn-
an mikið saman og leita eftir
hvor öðrum á vellinum.
í STUTTU MÁLI:
íslanidsmótið 1. deild.
Laugarda-lshöllin 29. nóv.
Úrslit: iR — FH 19:20 (9:10).
Brottvísun af velli: Auðunn
Óskarsson og Birgir Björnsson,
FH, í 2 mínútur.
Misheppnað vítakast: Ekkert.
Gangur leiksins:
Gansur leiksins
Mín. ÍR I II
5. Ágúst 1:0
6. 1:1 Auðunn
7. 1:2 Árni
9. Brynjólfur 2:2
10. 2:3 Geir
11. Jóhannes 3:3
17. 3:4 Gunnar
18. Hörður Á. 4:4
19. Jóhannes 5:4
19. 5:5 Gunnar
21. 5:6 Gunnar
24. Brynjólfur 6:6
25. 6:7 Geir
26. Jóhannes 7:7
27. 7:8 Geir (v)
28. Brynjólfur 8:8
28. 8:9 Geir
29. Jóhannes 9:9
30. 9:10 Geir
Hálfleikur
32. Vilhjálmur 10:10
32. 10:11 Auðunn
34. 10:12 Geir (v)
34. Brynjólfur 11:12
36. 11:13 Gunnar
36. Vilhjálmur 12:13
37. 12:14 Geir
39. Brynjólfur 13:14
43. Vilhjálmur (V) 14:14
44. 14:15 Gils
50. 14:16 Geir
50. Ágúst 15:16
52. Vilhjálmur (v) 16:16
53. Brynjólfur 17:16
53. 17:17 Geir
55. Hörður Á. 18:17
55. 18:18 Geir (v)
56. Þórarinn 19:18
56. 19:19 Birgir
60. 19:20 Viðar
Mörk ÍR: BrymjóJtfur Markús-
son 6, Jóhannes Gunnarsson 4,
Vilhjálmur Sigurgeirsson 4,
Ágúst Svavarsson 2, Hörður
Ámason 2, Þórarinn Tyrfings-
son 1.
Mörk FH: Geir Hallsteinsson
10, Guninar Einarsison 4, Auðunn
Óskars-son 2, Ámi Guðjónsson 1,
Viðar Símonarson 1, Birgir
Bjömsson 1 og Gils Stefáns-
son 1.
Dómarar: Hilmar Ólafsson og
Gunnar Gunnarsson og dæmdu
þeir nær óaöfinnantega.
stjl.
LIÐ ÍR: Geir Thorsteinsson 3, Hörður Arnason 2, Gunnlaug'
ur Hjálmarsson 2. Júlíus Hafstein 1. Þórarinn Tyrfingsson 2,
Vilhjálinur Sigurgeirsson 2, Brynjólfur Markússon 3, Jóhann-
es Gunnarsson 3, Hörður Hafsteinsson 1, Bjarni Hákonar-
son 2.
LIÐ FH: Hjalti Einarsson 4, Birgir Finnbogason 1, Birgir
Björnsson 2, Ólafur Einarsson 1, Viðar Símonarson 1, Arni
Guðjónsson 2, Gunnar Einarsson 3, Gils Stefánsson 2, Hörð-
ur Sigmarsson 1, Geir Hallsteinsson 4, Þórarinn Ragnarsson
2, Auðunn Óskarsson 3.________________________________________